Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 4

Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Evrópubandalagið: Lýsisskattur fær ekki hlj ómgrunn VERULEGAR vonir virðast nú til þess að nægilega mörg ríki Evrópubandalagsins séu andvig hugsanlegum skatti bandalags- ins á jurtaolíur og lýsi til þess að tillagan nái meirihluta í ráði Evrópubandalagsins. Þetta kom fram i viðræðum Matthiasar A. Mathiesen utanríkisráðherra og Uffe Elleman-Jensen utanríkis- ráðherra Danmerkur en danski ráðherrann á sæti í ráðherrar- áði bandalagsins og tekur þar við formennsku frá 1. júlí næst- komandi. Fundur ráðherranna fór fram áður en vorfundur utanríkisráð- herra Norðurlandanna hófst í Reykjavík. Tilgangurinn var eink- um að kynna utanríkisráðherra Dana sjónarmið íslendinga varð- andi nokkra þætti í samskiptum íslands og Evrópubandalagsins. Tvö mál komu aðallega til um- ræðu á fundi ráðherranna. Annað þeirra var innflutningur á saltfíski til markaða bandalagsins og lagði Matthías Á. Mathiesen mikla áherslu á að séð yrði til þess að nægilegur tollfijáls kvóti yrði hið fyrsta leyfður til EB landanna til að komast hjá verulegum vanda- málum í ár vegna útflutnings á íslenskum saltfiski. Hitt málið var hugsanlegur skattur á jurtaolíur og lýsi til að draga úr offram- leiðslu í landbúnaði í aðildarlöndum bandalagsins, en komið hefur fram að slíkur skattur myndi hugsan- lega kippa grundvellinum undan íslenskum loðnuveiðum. í ummæl- um Elleman-Jensen kom fram að lýkur eru á að nægilega mörg ríki bandalagsins séu andvíg þessari skattlagningu til þess að tillagan nái tilskyldum meirihluta í ráði Efnahagsbandalagsins. VEÐUR í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá W. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Yfir Grænlandi er 1032 millibara hæó en minnkandi 990 millibara djúp lægð skammt fyrir norðan land. Um 500 km suður af Dyrhólaey er vaxandi 990 millibara djúp lægð á leiö norðaustur á milli Færeyja og íslands. SPÁ: Útlit er fyrir norðan- og norðvestanátt um mestallt land. Élja- gangur verður norðanlands og á Vestfjörðum, dálítil él suðvestan- lands, en bjart veöur á suðausturlandi. Frost á bilinu 1 til 6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Norðanátt, allsnörp á mið- vikudag en hægari á fimmtudag. Él um norðan- og austanvert landið en úrkomulítið eða úrkomulaust í öðrum landshlutum. Frost á bilinu 4 til 6 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað A Hálfskýjað jjjj| Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus \j Skúrir * V El ~ Þoka = Þokumóða * / * * r * Slydda r * r * * * * * * Snjókoma ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hlti 3 veður 8kýjað Reykjavík -2 snjóél Bergen 3 alskýjað Helsinki 2 þokumóða Jan Mayen -3 snjókoma Kaupmannah. 7 skýjað Narssarssuaq -15 lóttskýjað Nuuk -13 skýjað Osló 6 léttskýjað Stokkhólmur 8 lóttskýjað Þórshöfn 6 rigning Algarve 15 heiðskfrt Amsterdam 6 skýjað Aþena 19 hótfskýjaö Barceiona 14 helðskfrt Berlfn 6 skýjað Chicago -4 léttskýjað Glasgow Feneyjar 11 vantar skýjað Frankfurt 6 skýjaó Hamborg 6 haglél Las Palmas 21 heiðskfrt London 11 skýjað LosAngeles 15 skýjað Lúxemborg 4 skýjað Madríd 1 iéttskýjað Malaga 17 heiðskfrt Mallorca 13 léttskýjað Miami 24 lóttskýjað Montreai 9 alskýjað NewYork 9 mistur París 7 rigning Róm 11 rigning Vfn 6 allskýjað Washlngton 13 mistur Winnipeg -14 léttskýjað T Samningur um fyrsta erlenda lán Iðnlánasjóðs undirritaður, f.v.: Bragi Hannesson, bankastjóri og framkvæmdastjóri Iðnlánasjóðs, Jón Magnússon, formaður Iðnlánasjóðs og Jannik Lindbæk, banka- stjóri Norræna iðnþróunarsjóðsins. Iðnlánasjóður: Fyrsta erlenda lánið tekið í íslenskum krónum IÐNLANASJOÐUR hefur feng- ið lán að fjárhæð 200 milljónir íslenskra króna hjá Norræna fjárfestingarsjóðnum. Er þetta fyrsta erlenda lánið sem Iðnl- ánasjóður tekur beint og er það með hagstæðum kjörum, að sögn Braga Hannessonar, bankastjóra og framkvæmda- stjóra Iðnlánasjóðs. Fyrsti hluti lánsins er greiddur út í íslensk- um krónum, sem er nýlunda við erlendar lántökur Islendinga. Lánssamningurinn var undirrit- aður í Helsingfors 27. mars síðast- liðinn, af Jóni Magnússyni stjórnarformanni og Braga Hann- essyni fyrir hönd Iðnlánasjóðs og Jannik Lindbæk, bankastjóra Norræna fjárfestingarsjóðsins. Við undirritum samningsins tók Iðn- lánasjóður við helmingi lánsins, en sú upphæð samsvarar veittum lán- um og lánsloforðum sjóðsins til fjögurra iðnfyrirtækja: Álpan hf. á Eyrarbakka, Hampiðjunnar hf. í Reykjavík, Steinullarverksmiðj- unnar hf. á Sauðárkróki og ístess hf. á Akureyri. Fjárfestingar þess- arra fyrirtækja hafa allar í för með sér norræna samvinnu, en það er skilyrði fyrir lánveitingum Norr- æna fjárfestingarsjóðsins. Útborg- un síðari hluta lánsins fer fram, þegar Iðnlánasjóður hefur gefið út lánsloforð til verkefna sem að mati stjómar Norræna fjárfesting- arsjóðsins hafa í för með sér norræna samvinnu. Bragi Hannesson sagði í gær að umrætt lán væri með 6,25% vöxtum og lánskjaravísitölu. Það væri til 15 ára og afborgunarlaust fyrstu 5 árin. Vakti hann athygli á að þetta væm hagstæðari kjör en væru á spariskírteinum ríkis- sjóðs. Þessi hagstæðu kjör fengi Iðnlánasjóður vafalaust vegna þess hvað eiginfjárstaða hans væri góð og útlán dreifð. Um áramótin hefði eigið fé Iðnlánasjóðs verið yfir 1 milljarður kr., sem væri 27% af niðurstöðutölum efnahagsreikn- ings. Kaupþing og Almennar Tryggingar: Sparað með kaupum á Lífeyrisbréfum KAUPÞING hf. byrjar í dag á sölu á nýjum sparibréfum, svo- kölluðum Lífeyrisbréfum. Hugmyndin er að kaupendur bréfanna leggi reglulega fyrir ákveðna upphæð og safni þannig í eigin lífeyrissjóð. Jafnframt verður hægt að tengja vátrygg- ingar við bréfin. Á blaðamannafundi í gær kom fram að það er Hávöxtunarfélagið hf. sem gefur Lífeyrisbréfin út, en félagið gefur þegar út einingabréf 1,2 og 3. Kaupþing annast sölu bréf- anna í samvinnu við Almennar Tryggingar hf. og Almennar Líftryggingar hf. Sem dæmi má nefna að sá sem kaupir Lífeyrisbréf fyrir átta þúsund krónur á mánuði í 25 ár á um 8,5 milljónir króna að þeim árum liðn- um. Og er þá miðað við 9% raun- vexti. Þetta þýðir að viðkomandi hefur rúma eina milljón á ári til ráðstöfunar næstu 15 árin. Boðið er upp á þrenns konar sparnaðarkerfí: a) Reglubundin kaup á lífeyrisbréfum eingöngu, b) reglubundin kaup auk slysatrygg- ingar og c) reglubundin kaup auk sjúkra-, slysa- og líftryggingar. Al- mennar tryggingar borga mánaðar- legan sparnað þann tíma sem kaupandi er frá vinnu, ef hann velur sjúkra- og/eða slysatryggingu. Sjúkra-, slysa- og lífeyristryggingar tryggja að sá sparnaður sem kaup- andi lífeyrisbréfa stefnir að því að eiga í lok tímabilsins sé greiddur út, ef um ávænt starfslok er að ræða. Hraðakstur við Selfoss Óvenju mikið hefur borið á hrað- akstri að undanförnu í nágrenni Selfoss, að sögn lögreglunnar þar. Vikuna 22.- 29. mars voru 62 ökumenn teknir fyrir of hrað- an akstur, á bilinu 90 - 127 km hraða. Þó nokkuð var líka mn of hraðan akstur innanbæjar. Að sögn lögreglunnar eru hraða- mælingar daglega á því svæði sem hér um ræðir, á Suðurlandsvegi austur að Þjórsá, Skeiðavegi, Þor- lákshafnarvegi, Eyrarbakkavegi og á Þrengslavegi. Hámarkshraði á Suðurlandsveginum er 80 km, en 70 km hámarkshraði á öðrum þjóð- vegum. Akstursskilyrði voru með betra móti fyrri hluta vikunnar, að sögn lögreglunnar, sem gæti verið skýring á hröðum akstri, en það breytir hvorki lögum um hámarks- hraða né þeim sektum sem menn hljóta fyrir of hraðan akstur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.