Morgunblaðið - 31.03.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.03.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Evrópubandalagið: Lýsisskattur fær ekki hlj ómgrunn VERULEGAR vonir virðast nú til þess að nægilega mörg ríki Evrópubandalagsins séu andvig hugsanlegum skatti bandalags- ins á jurtaolíur og lýsi til þess að tillagan nái meirihluta í ráði Evrópubandalagsins. Þetta kom fram i viðræðum Matthiasar A. Mathiesen utanríkisráðherra og Uffe Elleman-Jensen utanríkis- ráðherra Danmerkur en danski ráðherrann á sæti í ráðherrar- áði bandalagsins og tekur þar við formennsku frá 1. júlí næst- komandi. Fundur ráðherranna fór fram áður en vorfundur utanríkisráð- herra Norðurlandanna hófst í Reykjavík. Tilgangurinn var eink- um að kynna utanríkisráðherra Dana sjónarmið íslendinga varð- andi nokkra þætti í samskiptum íslands og Evrópubandalagsins. Tvö mál komu aðallega til um- ræðu á fundi ráðherranna. Annað þeirra var innflutningur á saltfíski til markaða bandalagsins og lagði Matthías Á. Mathiesen mikla áherslu á að séð yrði til þess að nægilegur tollfijáls kvóti yrði hið fyrsta leyfður til EB landanna til að komast hjá verulegum vanda- málum í ár vegna útflutnings á íslenskum saltfiski. Hitt málið var hugsanlegur skattur á jurtaolíur og lýsi til að draga úr offram- leiðslu í landbúnaði í aðildarlöndum bandalagsins, en komið hefur fram að slíkur skattur myndi hugsan- lega kippa grundvellinum undan íslenskum loðnuveiðum. í ummæl- um Elleman-Jensen kom fram að lýkur eru á að nægilega mörg ríki bandalagsins séu andvíg þessari skattlagningu til þess að tillagan nái tilskyldum meirihluta í ráði Efnahagsbandalagsins. VEÐUR í DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá W. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Yfir Grænlandi er 1032 millibara hæó en minnkandi 990 millibara djúp lægð skammt fyrir norðan land. Um 500 km suður af Dyrhólaey er vaxandi 990 millibara djúp lægð á leiö norðaustur á milli Færeyja og íslands. SPÁ: Útlit er fyrir norðan- og norðvestanátt um mestallt land. Élja- gangur verður norðanlands og á Vestfjörðum, dálítil él suðvestan- lands, en bjart veöur á suðausturlandi. Frost á bilinu 1 til 6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Norðanátt, allsnörp á mið- vikudag en hægari á fimmtudag. Él um norðan- og austanvert landið en úrkomulítið eða úrkomulaust í öðrum landshlutum. Frost á bilinu 4 til 6 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað A Hálfskýjað jjjj| Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus \j Skúrir * V El ~ Þoka = Þokumóða * / * * r * Slydda r * r * * * * * * Snjókoma ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hlti 3 veður 8kýjað Reykjavík -2 snjóél Bergen 3 alskýjað Helsinki 2 þokumóða Jan Mayen -3 snjókoma Kaupmannah. 7 skýjað Narssarssuaq -15 lóttskýjað Nuuk -13 skýjað Osló 6 léttskýjað Stokkhólmur 8 lóttskýjað Þórshöfn 6 rigning Algarve 15 heiðskfrt Amsterdam 6 skýjað Aþena 19 hótfskýjaö Barceiona 14 helðskfrt Berlfn 6 skýjað Chicago -4 léttskýjað Glasgow Feneyjar 11 vantar skýjað Frankfurt 6 skýjaó Hamborg 6 haglél Las Palmas 21 heiðskfrt London 11 skýjað LosAngeles 15 skýjað Lúxemborg 4 skýjað Madríd 1 iéttskýjað Malaga 17 heiðskfrt Mallorca 13 léttskýjað Miami 24 lóttskýjað Montreai 9 alskýjað NewYork 9 mistur París 7 rigning Róm 11 rigning Vfn 6 allskýjað Washlngton 13 mistur Winnipeg -14 léttskýjað T Samningur um fyrsta erlenda lán Iðnlánasjóðs undirritaður, f.v.: Bragi Hannesson, bankastjóri og framkvæmdastjóri Iðnlánasjóðs, Jón Magnússon, formaður Iðnlánasjóðs og Jannik Lindbæk, banka- stjóri Norræna iðnþróunarsjóðsins. Iðnlánasjóður: Fyrsta erlenda lánið tekið í íslenskum krónum IÐNLANASJOÐUR hefur feng- ið lán að fjárhæð 200 milljónir íslenskra króna hjá Norræna fjárfestingarsjóðnum. Er þetta fyrsta erlenda lánið sem Iðnl- ánasjóður tekur beint og er það með hagstæðum kjörum, að sögn Braga Hannessonar, bankastjóra og framkvæmda- stjóra Iðnlánasjóðs. Fyrsti hluti lánsins er greiddur út í íslensk- um krónum, sem er nýlunda við erlendar lántökur Islendinga. Lánssamningurinn var undirrit- aður í Helsingfors 27. mars síðast- liðinn, af Jóni Magnússyni stjórnarformanni og Braga Hann- essyni fyrir hönd Iðnlánasjóðs og Jannik Lindbæk, bankastjóra Norræna fjárfestingarsjóðsins. Við undirritum samningsins tók Iðn- lánasjóður við helmingi lánsins, en sú upphæð samsvarar veittum lán- um og lánsloforðum sjóðsins til fjögurra iðnfyrirtækja: Álpan hf. á Eyrarbakka, Hampiðjunnar hf. í Reykjavík, Steinullarverksmiðj- unnar hf. á Sauðárkróki og ístess hf. á Akureyri. Fjárfestingar þess- arra fyrirtækja hafa allar í för með sér norræna samvinnu, en það er skilyrði fyrir lánveitingum Norr- æna fjárfestingarsjóðsins. Útborg- un síðari hluta lánsins fer fram, þegar Iðnlánasjóður hefur gefið út lánsloforð til verkefna sem að mati stjómar Norræna fjárfesting- arsjóðsins hafa í för með sér norræna samvinnu. Bragi Hannesson sagði í gær að umrætt lán væri með 6,25% vöxtum og lánskjaravísitölu. Það væri til 15 ára og afborgunarlaust fyrstu 5 árin. Vakti hann athygli á að þetta væm hagstæðari kjör en væru á spariskírteinum ríkis- sjóðs. Þessi hagstæðu kjör fengi Iðnlánasjóður vafalaust vegna þess hvað eiginfjárstaða hans væri góð og útlán dreifð. Um áramótin hefði eigið fé Iðnlánasjóðs verið yfir 1 milljarður kr., sem væri 27% af niðurstöðutölum efnahagsreikn- ings. Kaupþing og Almennar Tryggingar: Sparað með kaupum á Lífeyrisbréfum KAUPÞING hf. byrjar í dag á sölu á nýjum sparibréfum, svo- kölluðum Lífeyrisbréfum. Hugmyndin er að kaupendur bréfanna leggi reglulega fyrir ákveðna upphæð og safni þannig í eigin lífeyrissjóð. Jafnframt verður hægt að tengja vátrygg- ingar við bréfin. Á blaðamannafundi í gær kom fram að það er Hávöxtunarfélagið hf. sem gefur Lífeyrisbréfin út, en félagið gefur þegar út einingabréf 1,2 og 3. Kaupþing annast sölu bréf- anna í samvinnu við Almennar Tryggingar hf. og Almennar Líftryggingar hf. Sem dæmi má nefna að sá sem kaupir Lífeyrisbréf fyrir átta þúsund krónur á mánuði í 25 ár á um 8,5 milljónir króna að þeim árum liðn- um. Og er þá miðað við 9% raun- vexti. Þetta þýðir að viðkomandi hefur rúma eina milljón á ári til ráðstöfunar næstu 15 árin. Boðið er upp á þrenns konar sparnaðarkerfí: a) Reglubundin kaup á lífeyrisbréfum eingöngu, b) reglubundin kaup auk slysatrygg- ingar og c) reglubundin kaup auk sjúkra-, slysa- og líftryggingar. Al- mennar tryggingar borga mánaðar- legan sparnað þann tíma sem kaupandi er frá vinnu, ef hann velur sjúkra- og/eða slysatryggingu. Sjúkra-, slysa- og lífeyristryggingar tryggja að sá sparnaður sem kaup- andi lífeyrisbréfa stefnir að því að eiga í lok tímabilsins sé greiddur út, ef um ávænt starfslok er að ræða. Hraðakstur við Selfoss Óvenju mikið hefur borið á hrað- akstri að undanförnu í nágrenni Selfoss, að sögn lögreglunnar þar. Vikuna 22.- 29. mars voru 62 ökumenn teknir fyrir of hrað- an akstur, á bilinu 90 - 127 km hraða. Þó nokkuð var líka mn of hraðan akstur innanbæjar. Að sögn lögreglunnar eru hraða- mælingar daglega á því svæði sem hér um ræðir, á Suðurlandsvegi austur að Þjórsá, Skeiðavegi, Þor- lákshafnarvegi, Eyrarbakkavegi og á Þrengslavegi. Hámarkshraði á Suðurlandsveginum er 80 km, en 70 km hámarkshraði á öðrum þjóð- vegum. Akstursskilyrði voru með betra móti fyrri hluta vikunnar, að sögn lögreglunnar, sem gæti verið skýring á hröðum akstri, en það breytir hvorki lögum um hámarks- hraða né þeim sektum sem menn hljóta fyrir of hraðan akstur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.