Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 34

Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 Frakkland: Hætta framleiðslu á Citroen-„bragga“ Parib, Reuter. CITROEN-verksmiðjurnar í Frakklandi hyggjast hætta að framleiða Citroen 2-CV, sem hér á landi hefur gengið undir nafninu „Citroen- braggi". Bíllinn verður framvegis eingöngu framleiddur í Portúgal. Talsmaður fyrirtækisins sagði í gær að verksmiðjunni í Levallois skammt frá París, sem var reist árið 1893, yrði lokað. Kvað hann verksmiðjuna ekki lengur skila arði m.a. vegna þess að sala á 2-CV hefði dregist saman í Frakklandi. Árið 1983 seldi fyrirtækið 26.221 bíll þessarar gerðar en í fyrra 14.008 bíla. a sama tíma jókst sal- an utan Frakklands verulega. Sagði talsmaðurinn biikur á loft varðandi útflutninginn þar eð stjómvöld í Sviss og Austurríki hefðu nýlega sett lög um búnað í bifreiðum til að draga úr loftmeng- un. Citroen 2-CV er ódýrasti bíllinn, sem framleiddur er í Frakklandi, en innflutningur á enn ódýrarí bílum hefur farið vaxandi með fyrr- greindum afleiðingum. Rúmlega 1.000 starfsmenn vinna í verksmiðjunni í Levallois. Citro- en-fyrirtækið áætlar að loka henni á næsta ári. Starfsmennimir munu margir hveijir fá ný störf innan fyrirtækisins. Öðrum verða útveguð störf hjá öðmm fyrirtækjum. Helm- ingur starfsmannanna kemur frá Norður-Afríku og verða þeir sem vilja styrktir til að halda aftur til síns heima. Grænland: Thule-búum verða ekki greiddar bætur Frá NJ.Bruun, Grœnlandsfréttaritara Morgfunblaðsins. DANSKA rikisstjórnin hyggst ekki greiða þeim fjölskyldum Vansvefta hlaðmaður Nairobi, AP. Hlaðmaður einn steinsofnaði á laugardag þegar hann var að störf- um í farmrými flutningavélar frá Nígeríu á flugvellinum í Nairobi í Kenýa. Hann vaknaði ekki fyrr en vélin var komin upp í háloftin. Braust hann þá út úr farmrýminu og inn í fiugstjómarklefann. Áhöfn- in varð felmtri slegin og ætlaði að fara að yfirbuga manninn, en hon- um tókst að skýra málið áður en til þess kom. Starfsfélagar hlað- mannsins á jörðu niðri söknuðu hans ekki. árið 1951 þegar Bandaríkjamenn tóku að byggja herstöð þar. Sérstök sendinefnd frá Thule ræddi í síðustu viku við danska ráðamenn, þeirra á meðal Poul Schluter forsætisráðherra. Var nefndarmönnum tjáð að ríkisstjórn- in teldi að íbúamir hefðu þegar fengið bætur þegar þeim voru feng- in ný híbýli. Þá ítrekuðu dönsku embættismennirnir að íbúamir hefðu sjálfir samþykkt flutninginn og sögðu að sérstök nefnd yrði ekki skipuð til að rannsaka hvernig að brottfluningi íbúanna var staðið. Á hinn bóginn hafa nokkrir ráð- herrar í ríkisstjóminni beitt sér fyrir sjálfstæðri rannsókn á þessu máli. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landsstjómarinnar, segir að Grænlendingar allir styðji bótakröfur íbúanna í Thule. Motz- feldt telur að Bandaríkjastjóm beri að stofna sérstakan sjóð í þessu skyni. Mun Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, hafa heitið því að þrýsta á bandarísk stjómvöld um stofnun þessa sjóðs. Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands (yzt til hægri) snýr heim á sunnudag, eftir tveggja mánaða dvöl í Bandaríkjunum, þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerð. Við hlið hans ganga kona hans, Semra og lyftingakappinn Naim Suleymanoglu, sem flýði fyrir skömmu til Tyrklands frá Búlgaríu. Dregur úr hættu- ástandí á Evjahafi Ankara. Rputpr. AP. Ankara, Reuter, AP. NAZMI Akiman, sendiherra Tyrklands í Grikklandi, gerði í gær stjórn sinni grein fyrir við- ræðum sínum við Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands. Ekki var skýrt frá efni þessara viðræðna, en talið víst, að þær hefðu orðið til þess að draga verulega úr þeirri spennu, sem kom upp milli þjóð- anna í síðustu viku. Tyrkneska skipið, „Sismik 1“ hélt áfram rannsóknum sínum á tyrknesku hafsvæði fyrir norðan Eyjahaf. Grísk herskip fylgdust með því úr fjarlægð, en héldu sig utan við landhelgi Tyrklands. Talið er, að bæði Bandaríkja- menn og Bretar hafi átt mikinn þátt í því að draga úr hættuástandi milli þjóðanna með sáttaumleitun- um sínum. Þá er ljóst, að stjómvöld bæði í Grikklandi og Tyrklandi hafi í reynd viljað koma í veg fýrir hem- aðarátök í lengstu lög. Haft var eftir Vahit Halefoglu, utanríkisráð- herra Tyrkja: „Við erum í stöðugu sambandi hvorir við aðra.“ Carrington lávarður, aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins sagði í gær, að gríska stjómin hefði hafnað tilboði hans um að taka að sér að vera sátta- semjari í deilunni. Hann skoraði hins vegar á deiluaðila að sýna ítrustu varkámi. Sagði hann, að það væri ekki síður mikilvægt fyrir NATO í heild en Grikki og Tyrki sjálfa, að endir yrði bundinn sem fyrst á deiluna. Háttsettur tyrkneskur embættis- maður sagði, að stjómvöld í Aþenu hefðu látið sefast við yflrlýsingu Turgut Ozals, forsætisráðherra þess efnis, að „Sismik 1“ yrði ekki sent inn á alþjóðlegt hafsvæði á Eyjahafi, ef Grikkir gerðu slíkt hið sama. Ozal, sem er 60 ára að aldri, kom heim til Tyrklands á sunnudag eftir tveggja mánaða dvöl í Bandaríkjun- um, en þar hafði hann dvalið sér til lækninga. Mikill manfjöldi fagn- aði honum við heimkomuna og víða um landið voru hátíðahöld í tilefni hennar. Er Ozal steig út úr flugvél- inni, sem flutti hann heim, sagði hann m. a.: „Deilan við Grikki hef- ur snúizt okkur í hag.“ Grikkland: Herferð gegn mestu reykingamönnum Evrópu Aþenu, Reuter. Grikkir eru mestu reykingamenn í Evrópubandalaginu og iinnir reykingum þar í landi lítið sem ekkert þrátt fyrir mikla herferð samtaka gegn reykingum, sem hafa hvatt stjómina til að grípa til aðgerða. Um tíu milljónir manna búa á Grikklandi og reykja þeir um sjötíu milljónir sígarettna á dag, að því er segir í skýrslu grísku tóbaksvamasamtakanna. Spyros Doxiades, forseti sam- takanna og fyrrum heilbrigðisráð- herra, segir að reykingar á Grikklandi hafí aukist um 6.5 prósent á síðasta ári þrátt fyrir mikla herferð gegn reykingum. Stjómvöld ætla að hleypa af stokkunum herferð gegn reyking- um eftir nokkra mánuði en ekki hefur verið sagt hvenær hún hefst. Doxiades kveður að minnsta kosti tíu þúsund Grikki láta lífið árlega af völdum reykinga. Sam- kvæmt tölum yfírvalda reyki um 39 prósent fullorðinna Grikkja sígarettur og hér sé um 36 pró- sent aukningu að ræða á undan- fömum tíu árum. „Stjómin gerir ekkert til að upplýsa fólkið ... jafnvel ráðherr- ar og læknar reykja eins og strompar þegar þeir koma fram í sjónvarpi," segir Doxiades. Doxiades var heilbrigðisráð- herra frá áimu 1977 til ársins 1981. Hann bannaði sígarettu- auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi þegar hann var í embætti og hóf herferð gegn reykingum í skólum og sjúkrahúsum. Einnig reyndi hann að innleiða reyklaus svæði í opinberum byggingum og sam- tökum. Doxiades segir að núver- andi stjóm virðist ekki skilja reykingavandamaíið og grunar að herferð sín gegn reykingum hafí verið stöðvuð af pólitískum ástæð- um. „Núverandi stjóm stöðvaði alla baráttu gegn reykingum vegna þess að hún vill ekki að fólk muni að stjómin á undan lét gott af sér leiða,“ segir Doxiades. Talsmaður heilbrigðisráðuneyt- isins sagði að reykingar væm alvarlegt vandamál á Grikklandi vegna þess að ekki væri aðeins um að ræða heilsu manna heldur einnig efnahagsmál. Mörg þúsund fjölskyldur lifðu af því að rækta tóbak. Panayotis Efstathiades, sér- fræðingur um heilbrigðismál, sagði að Grikkir myndu taka þátt í þriggja ára herferð Evrópu- bandalagsins gegn reykingum þrátt fyrir að taka þyrfti tillit til tóbaksiðnaðarins. Samkvæmt heimildum í gríska fjármálaráðuneytinu fékk ríkið um fjörutíu milljarða króna í skatt af sölu á tóbaki. Reuter Grískur verkamaður tottar sígarettu og lætur sér fátt um aðgerð- ir stjórnvalda og einkaaðilja gegn reykingum finnast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.