Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 62

Morgunblaðið - 31.03.1987, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. MARZ 1987 fclk í fréttum Galdiirinn er að geta nýtt sem flestar vindáttir. -segir Jim Lowther, sem er að leggja af stað yfir Grænlandsjökul ásamt félaga sínum Nick Hulton Þeir Jim Lowther og Nick Hulton við brottförina til Grænlands. Fallhlifinn sem þeir Jim Lowther og Nick Hulton hafa með í ferð- inni yfir Grænlandsjökul. með tæki til að mæla hvort nú er þensla eða samdráttur í jöklinum. Við reiknum með að ferðin taki 44 daga. Við höfum allavega vistir til svo langs tíma, þótt við vonum að gangan yfir jökulinn taki ekki nema 35—40 daga. Matarforðinn sem hvor um sig þarf er um eitt kíló á dag og samanstendur meðal annars af 130 grömmum af smjöri, 100 grömmum af salami, 100 grömmum af þurrkuðum ávöxtum og hnetum. 200 grömmum af súkk- ulaði. Síðan er þurrmatur, sem er léttur að ferðast með en þungur í maga þegar maður hefur bætt í hann vökva, því það er mjög áríð- andi að finnast maður ekki vera svangur þegar maður hefur nær eingöngu snæt.t léttmeti. Þessi þurrmatur er haframjöl, kókó og fleira. Smjör og salami er nauðsynlegt, því hvorutveggja er mjög fituríkt og gefur manni mikla orku. Það er mjög áríðandi því kuldinn þarna er um 35—40 frost. Við vonum alla- vega að hann fari ekki niður fyrir það. Síðan þurfum við mikið súkkul- aði og sykur sem gefur orku, þó í skemmri tíma. Ástæðan fyrir því að verið erum mjög bjartsýnir á að ná þessum leiðangri á 35—40 dögum, er sú að við höfum í ferðinni mjög góða fallhlíf til að draga okkur þegar vindurinn stendur beint í bakið. Síðan höfum við með okkur í ferð- inni tvö segl sem við notum þegar til dæmis er hliðarvindur. Galdurinn er að geta nýtt sér sem flestar vind- áttir. Síðan höfum við auðvitað skíði og mjög stóra sleða fyrir farangur- inn. Klæðnaðurinn er þannig, að innst inni erum við í næfurþunnum ullarfötum, síðan samfestingi úr „fíberefni“ til hitaeinangrunar, þá erum við í vindgalla og síðan í stjór- um dúnúlpum. Eina vandamálið er eins og alltaf, fætur og hendur." Þess má geta, að þeir Jim Low- ther og Nick Hulton fara yfir jökulinn á sama stað og Friðþjófur Nansen fór árið 1888 með sex manna leiðangur. TVEIR ungir háskólanemar frá Edinborg í Skotlandi, þeir Jim Lowther og Nick Hulton, lögðu af stað frá Islandi til Grænlands s.l. fimmtudag og er ætlun þeirra að ganga á skíðum yfír Grænlandsjök- ul. Nefnist leiðangur þeirra „British Trans—Greenland Expedition 1987.“ Héðan var flogið til Ang- magsalik á austurströndinni. Leiðin sem þeir félagar ætla sér að ganga er um 400 mílur og endar í Straumfírði. Blaðamaður Morgun- blaðsins hitti þá félaga að máli, rétt áður en lagt var í flugið til Grænlands og spurði þá um ferðina. „Ég fékk þessa hugmynd í fyrra,“ sagði Jim Lowther, „en við Nick höfum báðir dvalið í Austur— Grænlandi og farið upp á jökulinn. Það er alveg stórkostlegt. Maður sér svo vel yfir og gerir sér mjög vel grein fyrir einkennum lands- lagsins. Ég spurði Nick hvort hann vildi koma með mér og hann var strax til í það. Hann hannar vísinda- prógramið. Hann er reyndar að skrifa doktorsritgerð, um samdrátt ■'** jökulhettunnar, við háskólann í Edinborg. Hann hefur þegar tekið þátt í tveimur leiðöngrum til Græn- lands. Síðan var hann leiðangurs- stjóri í ferð fatlaðra til íslands árið 1985. Sjálfur hef ég verið leiðangurs- stjórí hjá flokkum af ungu fólki bæði til íslands og Grænlands. Auk þess hef ég verið á Grænlandi í 14 mánuði við æfingar, skíða— og klifuræfíngar með það fyrir augum að skipuleggja vísindaleiðangra. í þessari ferð okkar núna verðum við LjósmyndirMorgunblaðið/Þorkell Herrafatnaðurinn fer Ijómandi vel á þessari dömu. Anægðir gestir að sýningu lokinni. Hálsbindi er líka hægt að nota sem slaufu. oft herraföt, þær vildu t.d. nota stóra jakka og skyrtur. Tók hún undir orð kynnisins, Guðmundu Jónsdóttur, er hvatt hafði konurnar til að kíkja í fataskáp eiginmanns- ins og athuga hvort ekki væri þar sitthvað sem þærgætu notað. Tilva- lið væri t.d. að nota Boss nærbuxur, sem stuttbuxur! Jakkar eru síðari nú en áður, meira aðskomir og axlir áfram stoppaðar. Kápurnar eru síðar og ýmist víðar eða þröngar og sama gildir um frakkana. Beinu pilsin eru styttri en áður, en þau efnismeiri yfirleitt víð. Sumartískan 1987 Tískuverslun Sævars Karls Óla- sonar, hefur að undanförnu kynnt sumartískuna 1987 og hafa sýningarnar farið fram í veitinga- húsinu Arnarhóli í Reykjavík. Sýningargestir hafa snætt ljúfeng- an málsverð og horft á ljölbreyttan tískufatnað frá Etienne Aigner, Hugo Boss og Best Company, fyrir- tækjunum. Náttúruleg efni, bómull, hör og létt ull voru ríkjandi svo og litagleði og djarflegar litasamsetn- ingar. Grunntónninn í fatnaðinum var síðan endurtekinn í fylgihlutum s.s. töskum, skóm, slæðum, höttum, beltum o.s.frv. Sýningarstúlkur sýndu herra- fatnað frá Boss og sagði Erla Þórarinsdóttir, einn eigenda versl- unarinnar, að slíkt tíðkaðist víða erlendis og hefði sér þótt það ágæt- is tilbreyting. Enda væri það staðreynd að ungar konur keyptu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.