Morgunblaðið - 11.11.1987, Page 7

Morgunblaðið - 11.11.1987, Page 7
Sinf óníuhlj ómsveitin MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 7 Guðni Franzson leikur klar- inettkonsert eftir Weber Á FJÓRÐU áskriftartónleikum Sinfóniuhljómsveitar íslands, sem haldnir verða í Há- skólabíói á morgnn, fimmtu- dag, leikur Guðni Franzson klarínettleikari í fyrsta sinn einleik með hljómsveitinni. Hann leikur Klarinettkonsert númer 2 eftir Weber. Tonleikarnir á morgun hefjast klukkan 20.30. Auk klarínettkon- sertsins verða á efnisskránni 5. sinfónía Tjækofskís og forleikur- inn að Vespunum eftir Vaughan- Williams en aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að Sinfóníu- hljómsveitin lék síðast verk eftir hann. Guðni Franzson lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1984 og stundaði framhaldsnám í Hollandi. Fljót- lega er væntanleg plata þar sem Guðni leikur ásamt Þorsteini Gauta Sigurðssyni píanóleikara. Stjómandi hljómsveitarinnar verður Frank Shipway sem einnig stjómaði fyrstu áskriftartónleik- ur hljómsveitarinnar í haust. Hann mun einnig stjóma næstu tveimur áskriftartónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Islands að því er segir í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni. Októbermánuður: Fleiri ferðamenn hingað en í fyrra UM 3600 fleiri farþegar skipa og flugvéla, eða 20.247 á móti 16.688, komu til landsins í októbermánuði síðastliðnum er í sama mán- uði á síðasta ári. Þar af voru 8464 útlendingar á móti 7749 í október á síðasta ári þrátt fyrir að leiðtogafund- urinn væri haldinn í þeim mánuði. Það sem af er árinu hafa 241.086 farþegar komið til landsins, þar af eru 119.822 útlendingar, en á sama tíma á síðasta ári höfðu 198.332 far- þegar komið til landsins, þar af 104.297 útlendingar. í október komu flestir út- lendingar frá Bandaríkjunum, eða 3642, en næstflestir frá Svíþjóð eða 1256. 957 komu frá Danmörku, 545 frá Noregi og 522 frá Bretlandi. 364 komu frá V-Þýskalandi og 145 frá Sviss. Samkvæmt yfiriiti Útlend- ingaeftirlitsins komu færri ferðamenn hingað með skemmtiferðaskipum en oftast áður, eða 7690, nær allt út- lendingar. í fyrra komu 7740 með þessum skipum en árið þar áður 10.823. Samkvæmt yfírlitinu komu flestir hingað með skemmtiferðaskipum árið 1979, eða 16.351. Þingfundir færast fram á fimmtudögum: Ríkissljórnar- fundunum flýtt til klukkan 8.30 Ríkisstjómarfundir á fimmtu- dögum hefjast framvegis klukk- an 8.30 í stað klukkan 10, en samkvæmt nýjum reglum um fundartima Alþingis hefjast fyr- irspurnartimar í sameinuðu þingi klukkan 10 á fimmtudags- morgnum. Ríkisstjórnarfundir á þriðjudögum hefjast eftir sem áður klukkan 10. Breytingamar á þingfundatím- anum voru kynntar á mánudag og samkvæmt þeim verða deildafundir á þriðjudögum og miðvikudögum í stað mánudaga og miðvikudaga. Þá daga eru einnig þingflokkfundir sem heflast klukkan 16 og hefur því minni tími en ella gefíst á deild- arfundum til að leggja fram laga- frumvörp. Þá hefur einnig verið gerð sú breyting að eina viku í mánuði verða þingfundir aðeins frá mánudegi til miðvikudags, en vikuna á eftir verða fundir frá mánudegi til föstu- dags. IBM PERSONAL SYSTEM/2 TOLVUR :YRIR ÞÁ SEM GERA KRÖFUR UM: ★ Nýjustu tækni ★ Örugga fjárfestingu ★ Góða þjónustu Tökum eldri IBM PC - XT - AT tölvur upp I andvirði nýrrar IBM PS/2 tölvu SOLUAÐILAR: Bjóðum eigendum stærri IBM tölvukerfa nýja hagstæða magnkaupasamninga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.