Morgunblaðið - 11.11.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 11.11.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11 NÓVEMBER 1987 Hvanneyri: Minningarguðsþjónusta um séra Eirík Albertsson Að loknum héraðsfundi minntist sr. Bjöm Jónsson á Akranesi, sr. Eiríks í Hvanneyrarkirkju. Sr. Eiríkur fæddist á Torfumýri í Skagafírði, tók guðfræðipróf 1917 og var síðan sóknarprestur í Hest- þingaprestakalli í Borgarfírði til 1944, er hann varð að láta af störf- um sökum heilsubrests. Á árunum 1921 til 1926 var hann í tvö ár skólastjóri Hvítárbakkaskóla og rak unglingaskóla á Hesti. Hvannatúni í Andakíl. í TENGSLUM við héraðsfund Borgarfjarðarprófastsdæmis var sr. Eiríks Albertssonar dr. theol. minnst í Hvanneyrarkirkju. Hann fæddist 7. nóvember 1887 og þjónaði Hestþingaprestakalli alla sina embættistíð. Hann varð fyrstur íslenskra guð- fræðinga doktor í guðfræði við Háskóla íslands 1939. Ritgerð hans fjallaði um sr. Magnús Eiríksson, sem var prestur og kvénréttinda- maður á síðustu öld. Eftir Eirík liggja nokkrar bækur um guðfræði- leg og söguleg efni. Kvæntur var hann Sigríði Bjömsdóttur frá Miklabæ og varð þeim 9 bama auðið. Hann lést í Reykjavík 11. október 1972. Við athöfnina lék Bjami Guð- ráðsson organisti á orgel, kór Hvanneyrarkirkju söng og Ragna Bjamadóttir söng einsöng. Berg- þóra Sigurðardóttir las ritgerð sína um langafa sinn. Hún birtist í blaði fermingarbama á Akranesi 1987. Systkinin Guðjón Jónsson og Hall- dóra Jónsdóttir lásu úr nýútkominni bók, Ár og dagar í víngarði drott- ins. Bókin kemur út í tilefni 100 ára afmælis sr. Eiríks, afa þeirra. í lok athafnarinnar í kirkjunni þjón- aði Agnes M. Sigurðardóttir sóknarprestur Hvanneyrarpresta- kalls fýrir altari. Gestir þáðu kaffíveitingar í boði sóknamefndar Hvanneyrarkirkju og Bændaskólans á Hvanneyri. - D.J. Kór Hvanneyrarkirkju söng. Morgunbiaðið/Diðrik Jðhannsson Björn Jónsson sóknarprestur á Akranesi. Nýtt verk eftir Atla Heimi frumflutt í Dómkirkjunni Hvanneyrarkirkja Lokatónleikar Tónlistardaga Dómkirkjunnar verða í kvöld, 11. nóvember, kl. 20.30. Þar verður frumflutt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson „Vetrarmynd úr kirkjunni" en það var samið sérstaklega fyrir þessa Tónlist- ardaga. Verkið samdi Atli Heimir við kvæði Knuts Ödegards, en íslenska þýðingu gerði Einar Bragi. Flytjendur verksins eru félagar úr Dómkómum ásamt aðstoðarfólki og hljóðfæraleikurum úr Sinfóníu- hljómsveit íslands. Einnig verður flutt kór- og orgeltónlist eftir Cesar Franck. Anna Sigríður Helgadóttir og Elín Sigurvinsdóttir syngja ein- söng og Guðni Guðmundsson leikur íns. Atli Heimir Sveinsson Akranes: Mínningabók um dr. Eirík Albertsson komin út Akranesi. HÖRPUÍJTGÁFAN á Akranesi hefur sent frá sér bókina „Ár og dagar i víngarði drottins,,. Hér er um að ræða minninga- bók sem gefin er út í tilefni af þvi að 7. nóvember nk. eru liðin 100 ár frá fæðingu dr. theol. Eiríks Albertssonar. Bókin er jafnframt minningabók um konu hans, Sigriði Björnsdótt- ur. Efni bókarinnar er að nokkm leyti sýnishom af ritstörfum þeirra hjóna, en þau vom báðir góðir rit- höfundar, og eins em greinar og ritgerðir sem aðrir rita um þau. Séra Eiríkur var fyrsti íslending- urinn sem lauk doktorsprófí í guðfræði við Háskóla Islands. Hann var prestur í Hestþingapre- stakalli í Borgarfírði á ámnum 1917 til 1944 og bjó þau ár að Hesti í Borgarfírði. Auk prest- starfans var hann bóndi og einnig skólastjóri Hvítárbakkaskóla um skeið. Hann gegndi jafnframt fjöl- mörgum öðmm trúnaðarstörfum og var um skeið settur prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Böm þeirra hjóna standa að hluta til að útkomu bókarinnar og sonur þeirra, Jón Eiríksson, fyrr- Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Útgefandi ásamt þrem sonum þeirra dr. Eiríks og Sigríðar talið frá vinstri: Jón Eiríksson, Grétar Eiríksson, Ragnar Eiríksson og Bragi Þórðarson hjá Hörpuútgáfunni. verandi skattstjóri, ritar m.a. í bókina endurminningar frá upp- vaxtarárum þeirra systkina. Bókin er 165 blaðsíður að stærð og prentuð í Prentverki Akraness. Kápumynd er eftir þýska málar- ann Verleger. í tilefni af aldarafmæli séra Eiríks verður héraðsfundur Borg- arfjarðarprófastsdæmis haldinn á Hvanneyri sunnudaginn 7. nóvem-- ber. Jaftiframt verður hátíðar- og minningarsamkoma í Hvanneyrar- kirkju og hefst hún kl. 15.00. Fjölbreytt dagskrá verður. Að lok- inu kirkjuathöfn verða kaffíveit- ingar í Bændaskólanum á Hvanneyri í boði skólans og sókn- amefndar Hvanneyrarkirkju. - JG Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Þórhallur Ólafsson Selfoss: Nýr ritstjóri að Suðurlandi Selfossi. NÝR ritstjóri hefur tekið við hér- aðsblaðinu Suðurlandi, Þórhallur Ólafsson tæknifræðingur á Sel- fossi. Blaðið kom út síðastliðinn miðvikudag, litprentaðar átta síður. Útgefandi Suðurlands er kjördæ- misráð Sjálfstæðisflokksins ( Suður- landskjördæmi. Blaðið kemur út hálfsmánaðarlega og er sent inn á hvert heimili og gefíð út í 6.500 ein- tökum. — Sig. Jóns. Úrval ljóða eftir Brecht BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér bókina Bertolt Brecht, Kvæði og söngvar 1917-1956, úrval ljóða hans í bún- ingi sextán íslenskra þýðenda. Einungis um þriðjungur ljóðanna hefur áður birst á prenti. Þorsteinn Þorsteinsson annaðist útgáfuna og þýðir mikinn hluta ljóð- anna í bókinni. Auk þess ritar hann inngang um ljóðskáldið Bertolt Brecht. Af öðrum þýðendum má nefna skáldin Halldór Laxness, Sigf- ús Daðason, Þorgeir Þorgeirsson, Þorstein frá Hamri og Þórarinn Eld- jám. Úrvalið hefur að geyma á annað hundrað ljóða, þ.ám. safn söngva úr leikritum Brechts. A kápubaki bókarinnar segir m.a.: „Öll mikil kvæði hafa heimildar- gildi," sagði Bertolt Brecht eitt sinn. — Ljóð hans eru eftirminnilegri vitn- isburður um nútímann en flest annað í ljóðagerð tuttugustu aldar. Þau eru öðrum þræði átakanleg saga styij- alda, útlegðar og stéttabaráttu. Um leið vitna þau um djarfmannlega leit gáfaðs listamanns og þrotlausa baráttu fyrir mannúðlegri og betri heimi." Kvæði og söngvar 1917-1956 er 120 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Ólafur Pétursson hjá Auk hf. hannaði kápu. J'í rJ UA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.