Morgunblaðið - 11.11.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.11.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11 NÓVEMBER 1987 Hvanneyri: Minningarguðsþjónusta um séra Eirík Albertsson Að loknum héraðsfundi minntist sr. Bjöm Jónsson á Akranesi, sr. Eiríks í Hvanneyrarkirkju. Sr. Eiríkur fæddist á Torfumýri í Skagafírði, tók guðfræðipróf 1917 og var síðan sóknarprestur í Hest- þingaprestakalli í Borgarfírði til 1944, er hann varð að láta af störf- um sökum heilsubrests. Á árunum 1921 til 1926 var hann í tvö ár skólastjóri Hvítárbakkaskóla og rak unglingaskóla á Hesti. Hvannatúni í Andakíl. í TENGSLUM við héraðsfund Borgarfjarðarprófastsdæmis var sr. Eiríks Albertssonar dr. theol. minnst í Hvanneyrarkirkju. Hann fæddist 7. nóvember 1887 og þjónaði Hestþingaprestakalli alla sina embættistíð. Hann varð fyrstur íslenskra guð- fræðinga doktor í guðfræði við Háskóla íslands 1939. Ritgerð hans fjallaði um sr. Magnús Eiríksson, sem var prestur og kvénréttinda- maður á síðustu öld. Eftir Eirík liggja nokkrar bækur um guðfræði- leg og söguleg efni. Kvæntur var hann Sigríði Bjömsdóttur frá Miklabæ og varð þeim 9 bama auðið. Hann lést í Reykjavík 11. október 1972. Við athöfnina lék Bjami Guð- ráðsson organisti á orgel, kór Hvanneyrarkirkju söng og Ragna Bjamadóttir söng einsöng. Berg- þóra Sigurðardóttir las ritgerð sína um langafa sinn. Hún birtist í blaði fermingarbama á Akranesi 1987. Systkinin Guðjón Jónsson og Hall- dóra Jónsdóttir lásu úr nýútkominni bók, Ár og dagar í víngarði drott- ins. Bókin kemur út í tilefni 100 ára afmælis sr. Eiríks, afa þeirra. í lok athafnarinnar í kirkjunni þjón- aði Agnes M. Sigurðardóttir sóknarprestur Hvanneyrarpresta- kalls fýrir altari. Gestir þáðu kaffíveitingar í boði sóknamefndar Hvanneyrarkirkju og Bændaskólans á Hvanneyri. - D.J. Kór Hvanneyrarkirkju söng. Morgunbiaðið/Diðrik Jðhannsson Björn Jónsson sóknarprestur á Akranesi. Nýtt verk eftir Atla Heimi frumflutt í Dómkirkjunni Hvanneyrarkirkja Lokatónleikar Tónlistardaga Dómkirkjunnar verða í kvöld, 11. nóvember, kl. 20.30. Þar verður frumflutt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson „Vetrarmynd úr kirkjunni" en það var samið sérstaklega fyrir þessa Tónlist- ardaga. Verkið samdi Atli Heimir við kvæði Knuts Ödegards, en íslenska þýðingu gerði Einar Bragi. Flytjendur verksins eru félagar úr Dómkómum ásamt aðstoðarfólki og hljóðfæraleikurum úr Sinfóníu- hljómsveit íslands. Einnig verður flutt kór- og orgeltónlist eftir Cesar Franck. Anna Sigríður Helgadóttir og Elín Sigurvinsdóttir syngja ein- söng og Guðni Guðmundsson leikur íns. Atli Heimir Sveinsson Akranes: Mínningabók um dr. Eirík Albertsson komin út Akranesi. HÖRPUÍJTGÁFAN á Akranesi hefur sent frá sér bókina „Ár og dagar i víngarði drottins,,. Hér er um að ræða minninga- bók sem gefin er út í tilefni af þvi að 7. nóvember nk. eru liðin 100 ár frá fæðingu dr. theol. Eiríks Albertssonar. Bókin er jafnframt minningabók um konu hans, Sigriði Björnsdótt- ur. Efni bókarinnar er að nokkm leyti sýnishom af ritstörfum þeirra hjóna, en þau vom báðir góðir rit- höfundar, og eins em greinar og ritgerðir sem aðrir rita um þau. Séra Eiríkur var fyrsti íslending- urinn sem lauk doktorsprófí í guðfræði við Háskóla Islands. Hann var prestur í Hestþingapre- stakalli í Borgarfírði á ámnum 1917 til 1944 og bjó þau ár að Hesti í Borgarfírði. Auk prest- starfans var hann bóndi og einnig skólastjóri Hvítárbakkaskóla um skeið. Hann gegndi jafnframt fjöl- mörgum öðmm trúnaðarstörfum og var um skeið settur prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Böm þeirra hjóna standa að hluta til að útkomu bókarinnar og sonur þeirra, Jón Eiríksson, fyrr- Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Útgefandi ásamt þrem sonum þeirra dr. Eiríks og Sigríðar talið frá vinstri: Jón Eiríksson, Grétar Eiríksson, Ragnar Eiríksson og Bragi Þórðarson hjá Hörpuútgáfunni. verandi skattstjóri, ritar m.a. í bókina endurminningar frá upp- vaxtarárum þeirra systkina. Bókin er 165 blaðsíður að stærð og prentuð í Prentverki Akraness. Kápumynd er eftir þýska málar- ann Verleger. í tilefni af aldarafmæli séra Eiríks verður héraðsfundur Borg- arfjarðarprófastsdæmis haldinn á Hvanneyri sunnudaginn 7. nóvem-- ber. Jaftiframt verður hátíðar- og minningarsamkoma í Hvanneyrar- kirkju og hefst hún kl. 15.00. Fjölbreytt dagskrá verður. Að lok- inu kirkjuathöfn verða kaffíveit- ingar í Bændaskólanum á Hvanneyri í boði skólans og sókn- amefndar Hvanneyrarkirkju. - JG Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Þórhallur Ólafsson Selfoss: Nýr ritstjóri að Suðurlandi Selfossi. NÝR ritstjóri hefur tekið við hér- aðsblaðinu Suðurlandi, Þórhallur Ólafsson tæknifræðingur á Sel- fossi. Blaðið kom út síðastliðinn miðvikudag, litprentaðar átta síður. Útgefandi Suðurlands er kjördæ- misráð Sjálfstæðisflokksins ( Suður- landskjördæmi. Blaðið kemur út hálfsmánaðarlega og er sent inn á hvert heimili og gefíð út í 6.500 ein- tökum. — Sig. Jóns. Úrval ljóða eftir Brecht BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér bókina Bertolt Brecht, Kvæði og söngvar 1917-1956, úrval ljóða hans í bún- ingi sextán íslenskra þýðenda. Einungis um þriðjungur ljóðanna hefur áður birst á prenti. Þorsteinn Þorsteinsson annaðist útgáfuna og þýðir mikinn hluta ljóð- anna í bókinni. Auk þess ritar hann inngang um ljóðskáldið Bertolt Brecht. Af öðrum þýðendum má nefna skáldin Halldór Laxness, Sigf- ús Daðason, Þorgeir Þorgeirsson, Þorstein frá Hamri og Þórarinn Eld- jám. Úrvalið hefur að geyma á annað hundrað ljóða, þ.ám. safn söngva úr leikritum Brechts. A kápubaki bókarinnar segir m.a.: „Öll mikil kvæði hafa heimildar- gildi," sagði Bertolt Brecht eitt sinn. — Ljóð hans eru eftirminnilegri vitn- isburður um nútímann en flest annað í ljóðagerð tuttugustu aldar. Þau eru öðrum þræði átakanleg saga styij- alda, útlegðar og stéttabaráttu. Um leið vitna þau um djarfmannlega leit gáfaðs listamanns og þrotlausa baráttu fyrir mannúðlegri og betri heimi." Kvæði og söngvar 1917-1956 er 120 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Ólafur Pétursson hjá Auk hf. hannaði kápu. J'í rJ UA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.