Morgunblaðið - 12.01.1988, Side 15

Morgunblaðið - 12.01.1988, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 15 Einar Kristján Einarsson Gítarleikur á Háskóla- tónleikum F YRSTU Háskólatónleikar á vor- misseri verða haldnir í Norræna húsinu miðvikudaginn 13. jan- úar. Á tónleikunum flytur Einar Kristján Einarsson gítarleikari BWV998 eftir Bach og Æfingar nr. 8, 3, 5, 11 og 12 eftir Villa- Lobos. Einar Kristján Einarsson lauk burtfararprófi 1982 frá Tónskóla Sigursveins. Kennarar hans voru Gunnar H. Jónsson og Joseph Fung. Einar stundar nú framhaldsnám í Manchester hjá Gordon Grosskey og Georg Hadjinikos. Einar hefur komið fram á tón- leikum á íslandi, Spáni og í Englandi. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa til kl. 13.00. HÖTBL UMV Þægilegt hótel í miðri borg RAUÐARÁRSTÍG 18 - REYKJAVÍK SÍMI 91-623350 Um ökuferilsskrá Eins og háttað hefur verið skrán- ingu ökuferilsskrár hefur sjaldan verið reynt að nota skrána til þess að skoða einstaka ökumann með tilliti til ökuhæfni. Þetta var þó reynt einu sinni, en gaf misjafna raun. Skráin er að sjálfsögðu vita- gagnslaus, ef einungis er um söfnun að ræða, en ekki úrvinnslu. Þess vegna er brýnt að settar verði regl- ur um söfnun upplýsinganna, leiðbeiningarreglur og hvenær rétt þyki að hnippa í ökumenn, hvort heldur er til þess að ræða við þá um ferilinn, láta þá sanna þekkingu sína á umferðarreglum eða í akstri, eða jafnvel láta þá taka ökupróf að nýju ef ferillinn er þannig vax- inn. Það er ljóst að landsskrá, sem væri tölvufærð, er virkasta lausnin á skráningu ávirðinga ökumanna. Uppbygging slíkrar skrár þyrfti að byggjast á grundvelli samræmdrar ökuskírteinaskrár. Samhliða því er brýnt að skoða, hvort rétt er að taka upp ákveðið punktakerfi, eins og tíðkast í Bretlandi, Bandaríkjun- um, Þýskalandi og á Norðurlöndun- um. Þegar ökumenn hafa safnað um í Reykjavík allt frá árinu 1950. Uppbygging skrárinnar hefur orðið vegna misferlis í umferðinni. Hver einstaklingur, sem gerst hefur brot- legur, hefur fengið spjald í skránni og á það hefur verið bókað viðkom- andi brot. Þessa skrá hefur lög- reglustjóri síðan notað til þess að geta uppfyllt ákvæði 27. greinar umferðarlaganna, en þar segir m.a.: Áður en fullnaðarskírteini er gefið 'ut, skal lögreglustjóri kanna sér- staklega ökumannsferil hlutaðeig- andi og getur hann á grundvelli skrárinnar ákveðið hvort hlutaðeig- andi skuli gangast undir bifreiða- stjórapróf að nýju. Maður með fullnaðarskírteini getur síðan átt það á hættu að ökuskírteini hans eftir Ómar Smára * Armannsson í gildandi umferðarlögum, 30. gr., segir að: Lögreglustjórar skuli halda skrá um öll ökuskírteini sam- kvæmt reglum, sem dómsmálaráð- herra setur. I nýjum umferðarlögum, 52. gr. segir: Lögreglustjórar halda skrár um ökuskírteini og ökuferil sam- kvæmt reglum, sem dómsmálaráð- herra setur. Þá segir m.a. í næstu grein á undan að bráðabirgðaskírteini verði gefið út til byijenda og gildi í tvö ár og fullnaðarskírteini gildi síðan þar til hlutaðeigandi verði fullra 70 ára. Af þessu má sjá að eftir 1. mars verður lögreglustjórum gert að halda ökuferilsskrá jafnhliða öku- skírteinaskrá og vegna langs gild- istíma ökuskírteinanna verður enn meiri þörf en nokkru sinni fýrr að beita ökumenn ákveðnum aðhalds- aðgerðum varðandi ökuréttindi. Þar getur ökuferilsskráin orðið eitt virk- asta stjómtækið. Ökuferilsskrá hefur verið til í einhverri mvnd hiá löeree'lustióran- verði afturkallað eða hann sviptur því samkvæmt sömu grein ef það vitnast að viðkomandi fullnægi ekki settum skilyrðum. Þetta er kjami skráningar í núverandi ökuferils- skrá. Ökuferilsskrá í einhverri mynd hefur aðeins verið haldin á tiltölu- lega fáum stöðum á landinu. Án slíkrar skrár er ógjömingur að fylgjast með einstökum ökumönn- um í Reykjavík, og þróun skrárinn- ar er að verða alger nauðsyn. Ökuferilsskráin hér í Reykjavík þjónar í rauninni landinu öllu því daglega berst fjöldi fyrjrspuma til starfsmanns skrárinnar varðandi einstaklinga annars staðar á landinu. Með tímanum hefur komið betur og betur í ljós sú knýjandi þörf sem er á samræmdri ökuferils- skrá á landinu öllu. Slfkt hlýtur að vera réttlætismál. Það þarf að samræma aðgerðir og starfshætti og móta skrá, þar sem hægt verður að öðlast heildar- sýn yfir ökuferil manna, sama hvaðan þeir em af landinu, þannig að hægt sé að grípa inn í tíma og gera viðeigandi ráðstafanir. Ómar Smári Ármannsson „Hvaða leið sem farin verður komum við allt- af að sama endapunkt- inum, nauðsyn á samræmdri ökuskír- teina- og ökuferils- skrá.“ ákveðnum fjölda mínuspunkta missa þeir ökuskírteinið í ákveðinn tíma. Um slíkt punktakerfi yrðu að gilda ákveðnar reglur varðandi skráningu og fyrir hvaða grundvall- arbrot ökumenn ættu að hljóta ávirðingarpunkta. Uppbygging punktakerfis hér gæti orðið svipuð og hjá nágrannaþjóðum okkar, þ.e. að hver ökumaður fær ákveðinn flölda punkta og síðan eru ákveðnar reglur um það á hvem hátt hann getur fyrirgert þessum punktum. Þegar kemur að því að innkalla þarf ökuskírteini gæti orðið um fleiri en eina leið að ræða fyrir við- komandi að öðlast ökuréttindi að nýju, s.s. að gangast undir bóklegt námskeið eða í verri tilfellum, að gangast undir ökupróf að nýju. Hvaða leið sem farin verður kom- um við alltaf að sama endapunktin- um, nauðsyn á samræmdri ökuskírteina- og ökuferilsskrá. Virk ökuferilsskrá með innbyggðu punktakerfí er að öllum líkindum það aðhaldskerfí, sem vænlegast er til að stuðla að fækkun umferðar- lagabrota, bættri umferðarmenn- ingu og um leið auknu umferðarör- yggi- Höfundur er aðalvnrðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík. ÞægUegt hótel í miðri borg. HÓTEL UND nýtt hótel með flestum þeim þægmdum sem hótel hjóða upp á. Þægileg og björt herbergi með wc, og baði, sjónvarpi, útvarpi og síma. Veitíngasalurinn býður upp á girnilegar veitingar og barnamatseðil. Þægilegt, persónulegt og rólegt yfirbragð. Fundar- og veislusalur: Vistlegur veislu-, funda-, og ráðstefnusaiur fyrir allt að 100 manns, með öllum tækjum auk telex og ljósritunaraðstöðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.