Morgunblaðið - 12.01.1988, Page 29

Morgunblaðið - 12.01.1988, Page 29
_______________________________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988 Alexander Dubcek í viðtali við ítalskt blað: 29 „Eins og fangi sem fær ekki að fara lengra en fjöturinn leyfir“ Bindur vonir við Míkhaíl Gorbatsjov og harmar 20 glötuð ár Róm. Reuter. Reuter Alexander Dubcek ásamt Renzo Foa, aðalritstjóra L’Unita, á Wencesl- as-torgi í Prag. Myndin var tekin í desember sl. Noregur: 10.000 tonn af laxi seld til Frakklands Mikil aukning í urriðaeldinu Alexander Dubcek, fyrrum leiðtogi tékkneska kommúnista- flokksins, segir í fyrsta viðtali, sem haft hefur verið við hann í nærri 20 ár, að innrás Varsjár- bandalagsríkjanna í Tékkósló- vakíu árið 1968 hefði verið „óhugsandi“ hefði MíkhaQ Gorb- atsjov verið þá við völd í Sov- étríkjunum. Viðtalið birtist á sunnudag í L’Unita, málgagni ítalska komm- únistaflokksins, og þar segir Dubcek, að umbótaáætlun hans hafí um margt verið lík þeirri, sem nú væri farið eftir í Moskvu. Dubc- ek var maðurinn á bak við það, sem kallað var „Vorið í Prag“, en herir Sovétmanna og annarra Varsjár- bandalagsrílqa bundu enda á það í ágúst 1968. Dubcek kveðst fagna þeim hrær- ingum, sem nú eigi sér stað í Sovétríkjunum „og ég get fullyrt það, að innrásin hefði ekki átt sér stað ef sovéski kommúnistaflokkur- inn hefði haft á að skipa sömu forystu og nú.“ Dubcek og hálf milljón manna voru rekin úr tékkneska kommún- istaflokknum eftir innrásina en síðan sagðist hann hafa lifað lífínu „eins og fangi, sem fær ekki að fara lengra en Qöturinn leyfír". Dubcek, sem er 66 ára að aldri, er kominn á eftirlaun og býr í Brat- islava, höfuðborg Slóvakíu. Hann segir, að allt hafí verið gert til að honum fyndist hann vera eins konar úrhrak eða útlagi í eigin landi. í 19 ár fylgdist lögreglan með honum eða þar til Gorbatsjov kom til Prag- ar í fyrra. „Síðan hef ekki séð lögreglumennina," sagði hann. „Mér verður oft hugsað til þess tíma, sem við höfum tapað, um allt það, sem við hefðum getað fengið áorkað fyrir þjóðina og sósíal- ismann," sagði Dubcek og bætti því við, að enn væri unnt að græða sárin „með réttum aðgerðum, ekki sýndarmennsku". Það væri auð- veldast með því að taka upp þráðinn þar sem frá var horfíð fyrir 20 árum, með því að binda enda á rit- skoðun og nálgast fíjálst markað- skerfí. Fyrir viku sagði í yfirlýsingu tékkneska kommúnistaflokksins, sem birtist í stjómarmálgagninu Rude Pravo, að það væri „ósvífin lygi“, að eitthvað væri líkt með stefnu Dubceks og Gorbatsjovs. Var Dubcek kallaður uppgjafarsinni og merkisberi hægriaflanna og sagt, að hann hefði hrint þjóðinni fram á barm gagnbyltingar. Vestrænir fréttaskýrendur segj a, að yfírlýsingin sé til marks um, að Milos Jakes, sem nýlega tók við af Gustav Husak sem leiðtogi komm- únistaflokksins, ætli að feta í fótspor fyrirrennarans. FRAKKAR kaupa allra þjóða mest af norskum laxi að því er segir i norska sjávarfréttablað- inu Fiskaren. Er búist við, að útflutningurinn þangað fari yfir 10.000 tonn á þessu ári. Þá náði framleiðsluverðmæti norskra fiskeldisstöðva tveggja milljarða nkr. markinu i desember sl. en það svarar til 11,5 milljarða isl. kr. Það verður æ algengara, að Frakkar hafi norskan lax á borðum á jólum og að þessu sinni var hann kynntur sérstaklega í tveimur 15 mínútna iöngum þáttum í franska sjónvarpinu. Var í þeim íjallað um iand og þjóð og klikkt út með að heimsækja kunnan matreiðslu- meistara í París, sem sýndi ýmsar aðferðir við að matbúa lax. í desember sl. fór framleiðslu- verðmæti norskra fiskeldisstöðva í fyrsta sinn upp fyrir tvo milljarða nkr. Framleiðslan sjálf hefur þó ekki aukist mikið, heldur heftir verðið á fískinum hækkað, einkum á síðara misseri liðins árs. Talið er líklegt, að framleiðsla eldisstöðv- anna verði a þessu ári 47.000 tonn af laxi og 8.000 tonn af urriða. Aukningin í laxeldinu er lítil en þeim mun meiri í urriðanum. Hefur frameiðsla hans áður verið mest 5.100 tonn. Frá innrás Varsjárbandalagsríkjanna i ágúst 1968. Ungir menn í Bratislava grýta sovéskan skriðdreka. Mynstur 3. Mynstur 5. Mynstur 6. Hvítir hringir... Upphleyptir stafir. SÖLUAÐILAR: GÚMMÍVINNUSTOFAN Réttarhálsi 2 og umboðsmenn um allt land Skipholti 35 ÚRVALS HJÓLBARÐAR! - Einstök mýkt í akstri! - Hljóölátir! - Ótrúleg ending! - Frábært grip við allar aöstæöur! Mynstur 1. Mynstur 4. Mynstur 2. 12.5 R 15 X X X 11.5 R 15 X X X 10.5 R 15 X X X 9.5 R 15 X X 235/75 R 15 X X X X X 225/75 R 15 X X 215/75 R 15 X X 205/75 R 15 X X 205/65 R 15 X X 195/65 R 15 X X 185/65 R 15 X X 195/60 R 14 X X 185/60 R 14 X X 215 R 14 8 laga X X 205/75 R 14 X X 195/75 R 14 X X 185/75 R 13 X X 205/70 R 14 X X 195/70 R 14 X X 185/70 R 14 X X 185/70 R 13 X X 175/70 R 13 X X 165/70 R 13 X X

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.