Morgunblaðið - 12.01.1988, Page 59

Morgunblaðið - 12.01.1988, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1-2. JANÚAR 1988 59 Langadalsströnd: Atján rafmagnsstaur- ar brotna í óveðri ÁTJÁN rafmagnsstaurar af Rafmagnslínan á þessum kafla endurbyggðri línu á Langadals- Var endurbyggð sl. sumar eftir strönd brotnuðu 28. desember að hafa brotnað í svipuðu óveðri sl., í óveðri sem gerði í ísafjarð- í fyrravetur, að sögn Svavars ardjúpi, og liggja þeir niðri Guðmundssonar á Melgraseyri i enn. Rafmagnslaust var á öllum Nauteyrarhreppi. Línan var þétt bæjum í Nauteyrarhreppi, en um helming í haust og þriðja bráðabirgðaviðgerð fór fram strengnum bætt við, en allt kom aðfaranótt gamlársdags. Einn fyrir ekki, og sagði Svavar jafn- bær er enn með rafmagn frá vel fyrirhugað að færa hana til á vararafstöð. betri stað. Morgunblaðið/Finnbogi Kristjánsson Undirbúning- ur hafinn fyr- irmarkaskrá Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu Borg í Miklaholtshreppi. UNDIRBÚNINGUR er hafinn að prentun nýrrar markaskrár fyrir Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu. Síðasta skrá kom út árið 1979. Við útgáfu markaskrár er mikil og vandasöm vinna og oft á tíðum seinleg, einkanleg ef mikið er um sammerkingar. Frá árinu 1950 til 1979 hefur undirritaður séð fjórum sinnum um útgáfu markaskrár fyrir Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu. Að þessu sinni verður öðruvísi hagað til við undirbúningi á prentun skrárinnar. Nú erum við komin á tölvuöld hvað prentun og útgáfu bóka og blaða snertir. Markaskrá sú sem nú er verið að heíja undirbúning að söfn- un og prentun verður mikið tölvu- unnin. Eflaust verður það mikið auðveldara og sjálfsagt aðgengi- legra fyrir þann sem verkið vinnur. Mikið verk er að útrýma sammerk- ingum og hefur markanefnd sú sem starfað hefur undanfarin ár samið reglur um hvaða sammerkingar hver sýsla verður að varast. Sé þeim reglum framfylgt sem marka- nefnd leggur til er það á margan hátt mikið verk og tilfinningamál milli manna. Nýlega var undirritað- ur að skoða markaskrársafn sitt og er elsta skrá sem þar er til fyrir Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu frá árinu 1881 eða .106 ára gömul. í skránni eru 786 mörk. A kápu skrárinnar stendur að hún sé prent- uð í „ísafoldarpressu". 'Markavörður Snæfells- og Hnappadalssýslu er nú Jónas Jó- hannesson bóndi á Jörfa í Kolbeins- staðahreppi. - Páll Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Jeppi valt við Sandskeið. JEPPI valt við Sandskeið á laug- Jeppinn er mikið skemmdur, ef ardag. Okumaðurinn slasaðist ekki ónýtur. nokkuð, en þó ekki alvarlega. Innanlandsflug: Tillögn um flutning úr borginni vísað frá I TENGSLUM við afgreiðslu að- alskipulags Reykjavíkur, lagði Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokkins í borgar- stjórn það til á fundi borgar- stjórnar, að látin yrði fara fram athugun á hagkvæmni þess að innanlandsflug og æfinga- og kennsluflug yrði flutt frá Reykjavík til Keflavíkurflugvall- ar. Alfreð lagði til að flugvallarsvæð- ið yrði nýtt undir íbúða- og athafna- svæði og að kannað yrði með hvaða hætti megi bæta samgöngur milli Keflavíkur og Reykjavíkur, ef Keflavíkurflugvöllur yrði fyrir val- inu. Jafnframt yrði kannaður kostnaður við byggingu flugvallar í Kapelluhrauni og athugaðir mögu- leikar á því að staðsetja flugmiðstöð fyrir innanlands- og utanlandsflug í Suður—Mjódd. Telur Alfreð þetta nauðsynlega ráðstöfun af öryggisá- stæðum Páll Gíslason, Sjálfstæðisflokki benti á það, að skipulag flugvallar- svæðisins hefði verið ákveðið árið 1986 og hefði þá farið fram mikil umræða um þetta. Þá hefði meðal annars komið fram, að við þennan tilflutning færu um eittþúsund at- vinnutækifæri úr borginni og mætti auk þess búast við, að á eftir fylgdu ýmis þjónustufyrirtæki og stofnanir til Keflavíkur. Spurði hann einnig hvort flutningsmaður teldi líkur á, að fólki líkaði vel að gera sér ferð til Keflavíkur en þurfa svo að snúa við þegar ófært væri eða bíða lang- dvölum á flugstöðinni. „Og getuf- flugstöðin tekið á móti þessum Qolda? Og hvað yrði um lífríkið í Vatnsmýrinni við byggingu íbúða á suðurendanum, eða hugsa menn bara um norðurendann?" Taldi Páll þetta vera vanhugsaða tillögu og lagði til að henni yrði vísað frá. Var svo gert. GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR ALLA JEPPAEIGENDUR: ★ VIÐ VERSLUM EINGONGU MEÐ 1. FLOKKS VORUR: BF Goodrich hjólbarðar ARB loft driflœsingar Unique felgur Bestop Dualmatic blœjur KC ljóskastarar Warn rafmagnsspil og dríflokur Brahma yfirbyggingar á pallbíla Monster Mudder hjólbarðar Deílecta brettakantar og vindskeiðar Mickey Thompson hjólbarðar Downey aukahlutir fyrir Toyota 4 Runner, Hi-Lux og Landcruiser Um áramótin varð stóríelld lœkkun á aðílutningsgjöldum á vara- og aukahlutum íyrir bíla svo og á hjólbörðum. Við göngum beint til verks og bjóðum allar okkar vörur á nýja verðinu. OKKAR LANDSFRÆGU DÆMI: 25% ÚTBORGUN GREIÐSLUSKILMÁLAR EFTIRSTÖÐVAR Á 4-8 MÁN ERU í FULLU GILDI FYRSTA AFBORGUN í MARS HAFÐU SAMBAND, ÞAÐ BORGAR SIG /VI4RT Vatnagörðum14 Sími 83188

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.