Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 Fann sjálfur þá sem brutust inn MAÐUR sem varð fyrir því í fyrradag að brotist var inn á heimili hans og verðmætum stolið hafði sjálfur upp á bíl innbrotsþjófanna og varð þann- Nafn manns- ins sem lést MAÐURINN sem lést af völdum stungusárs sem talið er að hann hafi hlotið í íbúð í Kópavogi á laugardagskvöld hét Guðbjörn Tómasson, 51 árs gamall. Hann var fæddur 14. október 1940 og til heimilis að Snorrabraut 63 í Reykjavík. -----» ♦ ♦----- Vegaútboð: Lægstu til— boð 56-59% af kostnað- aráætlun VEGAGERÐIN fékk tilboð niður í 56-59% af kostnaðaráætlun í nýlegum útboðum mikilla vega- framkvæmda. Lægsta tilboð í lagningu Borgarfjarðarbrautar reyndist 58,88% af kostnaðar- áætlun og í lagningu Austur- landsvegar 56,75%. Á þessu og næsta ári á að leggja 9,3 km kafla á Borgarfjarðarbraut frá Deildartungu að Þverá. Verkinu á að vera lokið 1. september á næsta ári. Tólf verktakar lögðu inn tilboð. Lægst bauð fyrirtæki Jarð- efni hf. í Reykjavík, liðlega 39 millj- ónir sem er 58,88% af kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar. Einnig hafa verið opnuð tilboð í lagningu 6,3 km kafla á Austur- landsvegi, frá Dimmadal að Skóg- arhlíð ásamt 1,6 km tengivegum. Verkinu á að vera að fullu lokið 15. október 1993. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á rúmar 69 milljónir. Sautján tilboð bárust. Lægsta tilboðið barst frá Guðmundi Björgólfssyni og Borgar- felli hf. 39,3 milljónir sem er 56,75% af kostnaðaráætlun. ig til þess að þeir voru hand- teknir og þýfið komst til skila. Maðurinn og kona hans vökn- uðu um klukkan hálfsjö í fyrradag við það að innbrotsþjófar voru að forða sér út úr íbúð þeirra í Grafar- vogi með sjónvarpstæki heimilis- ins, geislaspilara, magnara og ávísanahefti. Fólkið sá hvar þjóf- arnir óku á brott á bláum bíl en skráningarnúmerið sást ekki. Tal- ið er að farið hafi verið inn um ólæstar svaladyr íbúðarinnar, sem er á jarðhæð. Eftir að hafa gert lögreglu við- vart um atburðinn fór maðurinn á stjá að leita að bíl þjófanna, fann hann fyrir utan blokk í Breiðholti um hádegisbilið og kallaði á lög- reglu. Inni í bílnum var þá sofandi maður, sem talinn var í fíkniefna- vímu. í íbúð inni í húsinu fannst þýf- ið, að ávísanaheftinu frátöldu og auk þess verðmæti sem talið er vera þýfi úr öðrum innbrotum. Auk þess sem tekinn var í bílnum var stúlka handtekin vegna máls- ins en annar maður sem talinn var við málið riðinn var ófundinn í gær. Morgunblaðið/Grímur Gíslason Nýr Herjólfur afhentur í dag og 70-80 bíla. í skipinu eru tveir farþegasalir þar sem seldar verða veitingar, sjónvarpssalur og koj- ur fyrir 100 manns. Ganghraði er 17-18 mílur og mun siglingin milli lands og Eyja taka um tvo og hálfan tíma. Þessi mynd var tekin í vikunni af nýja Herjólfí í Flekkefjord. Nýja Vestmannaeyjaferjan verður afhent fulltrúum Heijólfs hf. í skipasmiðastöðinni Simek í Flekke- fjord í Noregi í dag. Áætlað er að skipið komi til landsins á hvítasunnudag, 7. júní, og fer það þá í hringsiglingu um landið sem lýkur 22. júní. Skip- ið, sem kostar um 1.100 milljónir króna, er um 2.200 tonn að stærð, tekur allt að 500 farþega Þrotabú íslenska stálfélagsins: Annað bandarískt fyrirtæki sýnir áhuga á stálbræðslunni Áhugi Washington Mills Electrometrics Corp. beinist að tækjabúnaði þrotabúsins FULLTRÚAR frá bandaríska fyrirtækinu Washington Mills Electrominerals Corg. eru staddir hér á landi og hafa skoðað stálbræðslu þrotabús íslenska stálfélagsins. Donald Dillman, fjár- málastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að áhugi fyrirtækisins beindist einkum að tækjabúnaði stálbræðsl- unnar. Frétt um áhuga Washington Mills á þrotabúi Islenska stálfé- lagsins birtist í tímaritinu Metal Bulletin 28. maí sl. Þar sagði enn- fremur að þýska fyrirtækið Ham- burger Stahlwerke hygðist leggja fram tilboð í stálfélagið snemma í þessum mánuði, svo fremi sem hugmyndir þeirra um stækkun verksmiðjunnar upp í 400 þúsund tonn hljóti samþykki. Fulltrúar frá öðru bandarísku fyrirtæki, St. Louis Colddrawn, voru hér á landi í síðustu viku, en fyrirtækið hefur lýst yfir áhuga á því að starf- rækja stálbræðsluna í Hafnarfírði. Þriðja og síðasta uppboð á eignum þrotabús íslenska stálfélagsins er ráðgert 12. júní nk. „Það hefur engin ákvörðun ver- ið tekin varðandi þetta mál og verður líklega ekki tekin í nánustu framtíð. Það er langt ferli sem þarf að fara í gegnum áður en til ákvarðanatöku kemur,“ sagði Dill- man. Hann sagði að Washington Mills fengist einkum við sölu á báxíti, Skil vel að forsætisráð- leirtegund sem ál er unnið úr, sem fyrirtækið keypti alls staðar að úr heiminum, einkum þó frá Ástr- alíu og Kína. Fyrirtækið breytti báxítinu í ýmis svarfefni og torb- rædd efni og seldi þau víða um heim. Áhugi fyrirtækisins beindist eingöngu að tækjum stálbræðsl- unnar og tilgangur heimsóknar fulltrúa fyrirtækisins hingað til lands væri að skoða hvort þau hentuðu starfsemi þess. Helgi Jóhannesson, bústjóri þrotabúsins, sagði að Washington Mills væri ekki í stálvinnslu og nú væri í athugun hvort útbúnaður stálbræðslunnar gæti hentað fyrir- tækinu. Fyrirtækið kæmi ekki til með að vinna úr brotajámsforða þrotabúsins. herra verji undirmenn sína - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segist skilja vel að Dav- íð Oddsson forsætisráðherra verji undirmenn sína þótt þeim hafi orðið á smávægilegt glappaskot. En Davíð hefur gagnrýnt ummæli sem Þorsteinn lét falla um þær hugmyndir einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar að selja hlutabréf Fiskveiðasjóðs í Islandsbanka og láta andvirðið renna í ríkissjóð. „Eg hef í sjáifu sér ekkert meira um málið að segja," sagði Þorsteinn Pálsson þegar ummæli forsætisráð- herra í Morgunblaðinu á miðviku- dag voru borin undir hann. „En það kom mér mjög á óvart, að formaður einkavæðingarnefndarinnar skyldi hlaupa með þetta í blöð því nefndin vissi um afstöðu sjávarútvegsráðu- neytisins. í ljósi þess hefði verið eðiilegt af því ráðuneyti, sem fer með málefni einkavæðingar, að það ræddr málið fyrst við sjávarútvegs- ráðuneytið áður en undirmennimir hlypu með það í fjölmiðla, en það var ekki gert. Það er út af fyrir sig ekki stórvægilegt glappaskot þótt svona ummæli eigi sér stað án þess að eðlilegt samráð hafí áður farið fram á milli ráðuneyta og ég held að það sé mjög skiljanlegt að for- sætisráðherra reyni að vetja sína undirmenn," sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði í Morgunblaðinu á þriðjudag að verði hluti af eigin fé Fiskveiðasjóðs gerður upptækur og settur í ríkissjóð myndi það ger- breyta fjárhagsiegri stöðu Fiskveið- asjóðs á erlendum lánamörkuðum og setja ríkissjóð væntanlega í þá stöðu að taka ábyrgð á lánum hans. Á slíku sjóðasukki sagðist Þorsteinn ekki vilja taka ábyrgð á. Davíð Oddsson sagði við Morgunblaðið á miðvikudag, að fráleitt væri að tala um sjóðasukk í þessu sambandi og sjávarútvegsráðherra kæmi að mál- inu úr sérkennilegri átt þar sem hann hefði verið suður í Róm og ekki verið viðstaddur umræðuna. I Morgunblaðinu í gær sagði Hreinn Loftsson formaður einka- væðingarnefndarinnar að á erlend- um lánsfjármörkuðum væri litið svo á að þótt ekki sé ríkisábyrgð á lán- tökum Fiskveiðasjóðs sé sjóðurinn í eigu ríkisins og njóti því góðra lánskjara. Tæki ríkissjóður hluta af eigin fé Fiskveiðasjóðs myndi það í raun staðfesta að sjóðurinn sé í eigu ríkisins og þar af leiðandi ekki valda neinu uppnámi hjá lánar- drottnum hans. Þegar þetta var borið undir sjáv- arútvegsráðherra sagði hann það vera nýja hagfræðikenningu að það styrki stöðu sjóða að taka hluta _af eigin fé þeirra eignamámi. „Ég verð þá að iæra það litla sem ég kunni í hagfræði upp á nýtt. Ég er a.m.k. viss um, að ef hluti af eignum mínum er .tekinn frá mér stend ég verr eftir en áður. En ef til eru hagfræðikenningar sem sýna annað varðandi sjóði er ég tilbúinn að kynna mér þær,“ sagði Þor- steinn. Hreinn Loftsson hefur einnig gagnrýnt þau ummæli Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍÚ og stjórnarmanns í Fiskveiðasjóði, að sjóðurinn sé í raun í eigu Fiskveiða- sjóðs. Þegar Þorsteinn var spurður hvort hann væri sammála því að sjávarútvegurinn ætti í raun þennan sjóð, í Ijósi þess að hann hefði greitt í hann gegnum árin, svaraði hann að eigið fé sjóðsins hefði myndast með tvennum hætti. Annars vegar með framlögum atvinnugreinarinn- ar sjálfrar og hins vegar með fram- lögum ríkissjóðs. „Menn verða að hafa í huga að þessi sjóður er sett- ur á fót á þeim tíma þegar ekki var gerður mjög glöggur greinarmunur á milli ríkisins og atvinnulífsins. Við höfum verið að vinna okkur smám saman frá þeirri skipan, og ég tel að einn þátturinn í því sé að breyta Fiskveiðasjóði og öðrum fjárfestingarlánasjóðum í hlutafé- lög. Það kemur síðar til álita að selja hluti í þeim fyrirtækjum. En það myndi stangast algerlega á við slík markmið að taka eigið fé þess- ara sjóða inn í ríkissjóð því þá væri ekkert eftir til að seíja,“ sagði Þor- steinn Pálsson. -----» ♦ ♦---- Sprengjuflug- vél úr seinna stríði í Keflavík SPRENGJUFLUGVÉL úr síðari heimsstyrjöldinni af gerðinni B-24, Liberator, lenti á Kefla- víkurflugvelli laust eftir klukkan hálfellefu i gærkvöldi. Þetta mun jafnvel vera eina vélin þessarar tegundar sem enn er í flughæfu ástandi en um 18 þúsund þeirra voru smíðaðar á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Vél þessi, sem kom til landsins frá Kanada, ber heitið Diamond Lil og er í eigu sjálfboðaliðasamtaka sem kenna sig við ríkjasamband Suður- ríkjanna og kallast Confederate Air- force. Vélum samtakanna er flogið vítt og breitt um heiminn á flugsýn- ingar og héðan fer vél þessi til Bret- landseyja á sýningar í tilefni af 50 ára starfsemi bandaríska flughersins þar. Áætlað var að vélin kæmi til lands- ins síðdegis í gær og flygi þá yfir Reykjavík en þau áform breyttust, vélinni seinkaði og þegar hún lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálfellefu var einungis afl á þremur hinna fjögurra hreyfla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.