Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 125. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 4. JUNI 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússland: Ætla að einkavæða 7 0% smáfyrirtækja Toronto, Washington. Reuter. STJÓRN Rússlands hyggst einkavæða að minnsta kosti 70% smáfyrirtækja í landinu í ár, að því er Petr Aven, ráðherra er- lendra efnahagssamskipta, sagði í gær eftir að hafa rætt við Bandaríkin: Perot ræður reynda kosn- ingastjóra Washington. Reuter. TOM LUCE, sem stjórnar hinni óopinberu kosningabaráttu millj- arðamæringsins H. Ross Perot fyrir bandarísku forsetakosning- arnar, sagði í gær að tveir af reyndustu kosningastjórum Bandaríkjanna, Edward Rollins og Hamilton Jordan, hefðu verið ráðnir til Perot. Edward Roll- ins tilheyrir íhaldssamari armi Repú- blikanaflokks- ins. Hann vann lengi sem pólit- ískur ráðgjafi Ronalds Reag- ans, fyrrum Bandaríkjafor- Perot seta, og var einnig kosningastjóri Reagans er hann var endurkjörinn með yfir- burðum árið 1984. Hann hefur einnig skipulagt kosningabaráttu. margra þingmanna. Rollins lenti hins vegar á kant við George Bush Bandaríkjaforseta og hefur undan- farið starfað sem sjálfstæður pólit- ískur ráðgjafi. Hamilton Jordan er aftur á móti demókrati. Hann var kosningastjóri Jimmy Carters er hann öllum að óvörum vann forsetakosningarnar árið 1976. Að þeim loknum starfaði hann um skeið sem skrifstofustjóri Hvíta hússins. Sjá frétt á bls. 27. bankastjóra á Alþjóðlegu pen- ingamálaráðstefnunni í Toronto. Aven sagði að um 60% hluta- bréfa fyrirtækjanna yrðu seld á opnum markaði en afgangurinn myndi renna til starfsmanna þeirra. Hann sagði að þegar hefði verið hafist handa við sölu fyrirtækjanna og kvaðst vona að takmarkinu yrði náð í ár. Guido Schmidt-Chiari, stjórnar- formaður Kreditanstalt-Bankver- ein, sagði aðspurður um ummæli Avens að áætlun rússnesku stjórn- arinnar væri mjög áhugaverð. „Það kom mér á óvart hversu mikið þeir ætla að einkavæða. Rússland er gríðarstórt land,“ sagði hann. Jacques Attali, forseti Þróunar- banka Evrópu, sagði í gær að Rúss- ar myndu þurfa um 36 milljarða dala (2.100 milljarða ÍSK) aðstoð á næsta ári komi þeir ekki á umbótum í landbúnaði og olíuvinnslu sinni á næstu misserum. / \\ UNITED NATIONS CONFERENCE ON ENVIRONMENT AND DEVELOPMENT é/ Rio de Janeiro 3-14 June 1992 Umhverfisráðstefnan íRíó sett Reuter „Ég held að það séu meira en orðin tóm þegar ég segi að þetta sé sögulegur viðburður," sagði Bout- ros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, þegar hann setti umhverfisráðstefnu sam- takanna í Rio de Janeiro í Brasilíu í gær. Þar hitt- ast fulltrúar 178 rikja og yfir 100 þjóðhöfðingjar og reyna að finna leiðir til að samræma efnahagsþró- un og umhverfisvernd. Maurice Strong, Kanadamað- urinn sem er forseti ráðstefnunnar, sagði í ræðu sinni að óhófleg neysla ríkra þjóða gæti ekki haldið áfram endalaust á kostnað hinna fátækari og náttúr- unnar; enginn staður á jörðinni gæti til lengdar ein- angrað sig sem eyja allsnægta í hafi þjáninga. Önnur EB-ríki vilja staðfesta Maastricht þrátt fyrir dönsku atkvæðagreiðsluna: Óvissa um framtíð Dana innan Evrópubandalagsins Brusscl. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins, Reuter. STJÓRNVÖLD ríkja Evrópubandalagsins lýstu í gær yfir vonbrigðum með að Danir hefðu í þjóðaratkvæðagreiðslu á þriðjudag fellt Maast- richt-samkomulagið. Þau sögðust samt sem áður ætla að halda áfram þeirri vinnu að fá það staðfest í hinum ríkjunum ellefu og gáfu jafnvel í skyn að áframhaldandi EB-aðild Dana væri í hættu. Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur, og Uffe Ellemann-Jensen utanríkisráð- herra sögðu Dani ætla að fara fram á það að samkomulaginu yrði breytt en létu samtímis í Ijósi efasemdir um að á það yrði fallist. Joao de Deus Pinheiro, utanríkis- ráðherra Portúgal og forseti ráðherraráðs Evrópubandalagsins, sagði í gær að samstaða væri um það meðal aðildarríkja bandalagsins að hrinda í framkvæmd samþykktum leiðtogafundarins i Maastricht án þátttöku Dana. Pinheiro kvaðst hafa komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa ráðfært sig náið við fulltrúa hinna aðildarríkjanna. Hann tjáði sig hins vegar ekki um það hvernig ætti að sniðganga Dani í þessu sam- bandi. í sameiginlegri yfirlýsingu, sem þeir gáfu út í gær, sögðu Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, og Francois Mitterrand Frakklandsfor- seti að Frakkar og Þjóðveijar myndu áfram ótrauðir vinna að því að fá samkomulagið staðfest. Mitterrand skýrði einnig frá því að hann hygð- ist efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulagið í Frakklandi. Verður hún líklega haldin í haust. írsk stjórnvöld höfðu boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um Maast- richt-samkomulagið 18. júní nk. og sögðu þau í gær að niðurstöðurnar Þingkosningar í Tékkóslóvakíu: Tékkar gengn út af fundi Meciars Bratislava. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. VLADIMIR Meciar, leiðtogi hreyfíngar fyrir lýðræðislegri Slóvakíu, HZDS, var þreytulegur í upphafí blaðamannafundar í Bratislava í gær. Hann talaði hratt en lágt og sessunautur minn sagði að hann væri alls ekki líkur sjálfum sér. Það var ekki fyrr en hann var spurður álits á skoðun Vaclavs Havels, forseta Tékkóslóvakíu, á framtíð sambandslýðveldisins að hann tók við sér. „Það verður í höndum þjóðarinn- ar en ekki einstaklinga eða stjóm- málaflokka að ákveða framtíð sam- bandslýðveldisins," sagði hann. Ný stjórnarskrá fyrir Slóvakíu ætti að liggja fyrir í ágúst og samkomulag við Tékka um bandalag tveggja fullvalda ríkja ætti að nást sem fyrst svo að Slóvakar geti tekið afstöðu til þess í þjóðaratkvæða- greiðslu fyrir áramót. Havel ávarpaði þjóðina í sjón- varpi á þriðjudagskvöld og hvatti hana til að vanda val sitt vel í þing- kosningunum á föstudag og laug- ardag. „Hann varaði kjósendur við brosmildum ræðuskörungum og sagði að kosningaloforð þeirra væru ekkert nema orðin tóm,“ sagði sessunauturinn sem ég hélt fyrst að væri fulltrúi HZDS en sagðist vera blaðamaður. „Hann átti auðvitað við Meciar. En Meciar er alvara þegar hann segir að það verði að hjálpa þeim sem orðið hafa undir í efnahagsumbótunum." „Havel talaði fyrir hönd hægri- aflanna í landinu en ekki mið- og vinstriflokkanna," sagði Meciar ákveðinn. Tékkneskur blaðamaður sem hefur skrifað margt neikvætt um leiðtogann spurði hann um for- tíð hans sem kommúnista. „Við þig hef ég ekkert að segja," svaraði Meciar og blaðamaðurinn og nokkrir tékkneskir kollegar gengu út úr þéttsetnum salnum í mótmæl- askyni. Það er ekki útilokað að eins fari á samningafundum Tékka og Slóv- aka um framtíð sambandslýðveldis- ins. Það er að segja að Tékkar gefist upp á að reyna að tjónka við Slóvaka og fulltrúar lýðveld- anna hætti að tala saman. „Slóvak- ía er eins og unglingur sem verður lögráða átján ára og er nú 17 ára og 364 daga gama!l,“ sagði einn frambjóðenda HZDS í samtali við Morgunblaðið á dögunum. „Við viljum fullveldi og erum reiðubúnir að semja um bandalag við Tékka sem fullvalda þjóð. Við erum opnir fyrir hugmyndum um fyrirkomulag bandalagsríkisins og það verður Tékkum að kenna ef samkomulag næst ekki.“ Sjá einnig bls 28. í Danmörku myndu engu breyta þar um. John Major, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir að þingum- ræðu um Maastricht yrði frestað vegna úrslitanna í Danmörku þó svo að enn stæði til að staðfesta sam- komulagið. Hann sagði ekki koma til greina að halda þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Margaret Thatcher, fyrrum for- sætisráðherra, fagnaði hins vegar úrslitunum í Danmörku og sagði þau vera sigur í baráttunni fyrir lýðræði og gegn skrifræði. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjómar EB, var spurður að því í viðtali við írska sjónvarpið í gærkvöldi hvers vegna önnur ríki þyrftu að staðfesta samninginn, sem væri hvort sem er úr sögunni þar sem öll ríkin þyrftu að staðfesta hann til að hann tæki gildi. Delors svaraði að nauðsynlegt væri að fá fram endanlega afstöðu allra aðildar- ríkja svo hægt væri að meta stöð- una. „Ef hin ríkin ellefu staðfesta samkomulagið er hugsanlegt að ríkin ellefu snúi sér til dönsku þjóðarinnar og dönsku ríkisstjómarinnar og spyiji: Ætlið þið að koma með okkur eða ekki?“ sagði Delors. Fyrstu viðbrögð aðildarríkja EB, sem mark er á takandi, við niðurstöð- um þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku verða á skyndifundi utan- ríkisráðherra bandalagsins í Ósló í dag. Hins vegar er þess vart að vænta að afleiðingar niðurstöðunnar og viðbrögð EB við þeim skýrist fyrr en eftir leiðtogafund EB í Lissabon 26. og 27. júní. Sjá nánar fréttir á bls. 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.