Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 t Elskulegur, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐBJÖRN TÓMASSON, Snorrabraut 63, lést laugardaginn 30. maí. Ólaffa Guðbjörnsdóttir, Heimir Guðbjörnsson, Þuríður B. Guðmundsdóttir, Rakel Guðbjörnsdóttir, Ólafur R. Guðmundsson, Elvar Guðbjörnsson, Cintia Borja, og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Bakka, Raufarhöfn, verður jarðsungin frá Raufarhafnarkirkju föstudaginn 5. júní kl.14.00. Málfríður Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Hrefna Friðriksdóttir, Þorbergur Guðmundsson, Björn Guðmundsson, Eirikur Guðmundsson, Björg Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, w KRISTÍN GUÐFINNSDÓTTIR, Túngötu 15, Seyðisfirði, sem lést í Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 31. maí, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju þriðjudaginn 9. júní kl. 14.00. Hafsteinn Sigurjónsson, Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, Sigurjón Hafsteinsson, Valgerður Pálsdóttir, Sigrún Harpa Hafsteinsdóttir, Skúli Sveinsson, Gunnlaugur Hafsteinsson, Margrét Halldórsdóttir, Kristi'n Hafsteinsdóttir og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ELtASDÓTTIR, T ryggvagötu 10, Selfossi, er andaðist 1. júní, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudag- inn 5. júní kl. 13.30. Marel Jónsson, Jenný Marelsdóttir, Kjartan Bjarnason, Sigrún Marelsdóttir, Einar Páll Sigurðsson, Elsa Marelsdóttir, David Vokes, Óskar Marelsson, Guðrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför ÞÓRLINDAR MAGNÚSSONAR fyrrv. skipstjóra, Eskifirði, fer fram frá Áskirkju, Reykjavík, í dag, fimmtudaginn 4. júní, kl. 15.00. Katrfn Þórlindsdóttir, Kjartan Örn Sigurbjörnsson, Þórólfur Þórlindsson, Jóna Siggeirsdóttir, Anna Sveinsdóttir og barnabörn. t Fósturfaðir okkar, GUÐJÓN EYJÓLFSSON frá Grímslæk, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 2. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörn Jakobsson, Anna Jónsdóttir, Sigrún Reynisdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÓSKARS GUÐNASONAR, Höfn, Hornafirði. Fyrir hönd aðstandenda, börn hins látna. Erlendur Kristófers- son - Kveðjuorð Fæddur 6. ágúst 1973 Dáinn 28. maí 1992 Ókvíðinn er ég nú, af því ég hef þá trú, miskunn guðs sálu mína mun taka í vðktun sína. Hvemig sem holdið fer, hér þegar lífíð þver, Jesú, í umsjón þinni óhætt er sálu minni. (Passíusálm. Hallgr. Péturss.) Við sendum öllum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs drengs. Hrafnhildur, Friðrik og Daði Júlíus. Hann Elli frændi minn, Erlendur Kristófersson, er dáinn og mér finnst tilveran hafa tapað einum af sínum fögru tónum, sem kemur aldrei til með að hljóma aftur. Þeg- ar allur gróður landsins er að taka við sér og líf að kvikna eftir langan og kaldan vetur, er ungt líf hrifsað burtu. Þó svo að dauðinn sé jafn eðlileg- ur hluti af lífinu og fæðingin kemur hann alltaf jafn ónotalega á óvart. Sérstaklega á það þó við þegar ungt fólk deyr; fólk sem á allt lífið framundan og maður veltir því fyr- ir sér hvort nokkurt réttlæti eða sanngirni sé til. Það fylgir því undarleg og sár tilfinning að hugsa til þess að eiga aldrei aftur eftir að hitta hann Ella. Eiga aldrei aftur eftir að spjalla við hann, vera með honum í fjölskyldu- boðum, hlæja með honum eða taka þátt í alvöru lífsins með honum. Já, það er undarlegt og sárt. Kynni okkar Ella voru góð þó þau væru ekki náin. Ég fylgdist með honum úr fjarlægð og sá hann vaxa og dafna. Ég átti því láni að fagna að búa um árabil við hlið ömmu hans og afa, Sigríðar og Erlendar, en þar dvaldi Elli löngum sem barn. Hann átti stóran Sess í hjörtum þeirra hjóna og lífgaði upp á tilveru þeirra á sama hátt og allra annarra sem hann umgekkst. Ég veit að ég tala fyrir hönd allra frændsystkinanna þegar ég kveð með miklum söknuði góðan dreng, sem átti svö sannarlega skil- ið að lifa svo miklu lengur en raun varð og fá tækifæri til að upplifa gleði og sorgir þessa lífs. Esku Inga Hanna og Kristján, Sigríður og Erlendur, Kristófer og Guðrún, þetta er mikill missir og mikil sorg. í gegnum sársaukann skín þó tær minning um fallegan dreng sem setti sinn sérstaka lit á tilveruna. Þá minningu getur eng- inn tekið frá okkur. Jóhann Thoroddsen. Björgvin Th. Jóns- son - Kveðjuorð Fæddur 22. febrúar 1921 Dáinn 4. maí 1992 Nú er hann farinn. Elsku afi okkar. Það er einkennilegt til þess að hugsa að framvegis þegar maður kemur í heimsókn í Víðilund 24 kemur enginn hjólbeinóttur afi á móti manni með tuskuna á iofti. Þótt Björgvin hafí ekki verið raun- verulegur afi okkar, reyndist hann okkur samt sem áður hinn besti afi. Sérstaklega er okkur minnis- stætt hve natinn hann var við okk- ur sem krakka og virtist alltaf gefa sér tíma til að leika við okkur. Vin- konur okkar töluðu mikið um hve heppnar við værum að eiga svona góðan afa. Hann virkaði á okkur sem mjög lífsglaður maður. Hann var mjög duglegur að stunda líkamsþjálfun og hugsaði mjög mikið um að borða hollan og næringarríkan mat, og reyndi hann alltaf að miðla til okk- ar hve gott og heilsusamlegt það væri. Einnig er okkur mjög minnis- stætt þegar afi og amma komu í heimsókn að hann virtist alltaf þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni. Ýmist var hann hjálpa mömmu við heimilisstörfin eða úti f garði að slá og klippa. Það sem okkur þótti einna vænst um og eigum efir að sakna eru vís- urnar sem afi og amma skrifuðu alltaf i afmæliskortin okkar. En það er víst eitt af því sem maður verður að sætta sig við þegar ástvinir manns deyja. En allar þessar góðu minningar sem við eigum um afa munu fylgja okkur gegnum lífið þar sem hann hefur verið svo mikilvægur hluti af því. Elsku amma, við vonum að góður guð eigi eftir að veita þér styrk, því við vitum að þú átt margar fal- legar minningar um afa sem munu ylja þér um hjartarætur um ókomna tíð. Ástarkveðjur. Eva Björg Guðmundsdóttir, Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gefendurnir afhenda talstöðina sem ætluð er hjartasjúklingum í gönguferðum. Hveragerði: Gáfu heilsuhælinu tal- stöð fyrir hjartasjúklinga Selfossi. Heilsuhælinu í Hveragerði var á dögunum afhent talstöðv- artæki sem hjartasjúklingar geta haft með sér í gönguferð- um um nágrennið og þannig aukið öryggi sitt ef eitthvað bjátar á. Tæki þetta var afheht á viku- legri kvöldvöku dvalargesta. Það var megrunarhópur sem tók það upp sem íjáröflun að halda bögglauppboð á einni kvöldvök- unni. Þá söfnuðust 50 þúsund krónur og aðrar fimmtíu þúsund með fijálsum framlögum næstu vikuna á eftir. Talstöðina keypti hópurinn sem þakklætisvott til hælisins fyrir þann árangur sem dvölin þar skilaði. „Við höfðum það gott hérna og fórum burtu með sérstakan árangur," sagði ein konan í hópn- um. Siguijón Skúlason skrifstofu- stjóri tók við gjöfínni og sagði mikils virði fyrir stofnunina að eiga slíka hauka í homi sem gef- endurnir væm. Kvöldvakan var hressileg og er best lýst með einu viðlaginu sem sungið var af krafti: Já, við hér á hælinu,/ hirðum ekki um að liggja i bælinu. - Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.