Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 * Sundlaug í Arbæ fyr- ir 372,9 milljónir kr. Framkvæmdum lokið árið 1994 BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka 372.923.660 króna til- boði lægstbjóðanda, Álftáróss hf., í byggingu sundlaugar í Árbæ. Áætlaður kostnaður hönnuða er 414.391.175 krónur. Að sögn Guðmundar Pálma Kristinssonar yfirverkfræðings byggingardeildar borgarverkfræðings, er gert ráð fyrir að húsinu verði skilað frágengu að utan og innan en án búnaðar í janúar 1994. Fimm tilboð auk frávikstil- boða bárust í lokuðu útboði og eftir yfírferð áttu SH Verktakar lægsta boð eða 374.794.063 krónur, sem er 90,44% af kostn- aðaráætlun. Næst lægsta boð kom frá Álftárós hf., 376.092.851 krónur eða 90,76% af kostnaðaráætlun en að tillögu Byggingadeildar borgarverk- fræðings, var samþykkt að ganga að 372.923.660 króna frá- vikstilboði. Aðrir sem buðu voru Byggða- verk hf., 383.783.829 krónurepa 92,61% af kostnaðaráætlun, ís- tak hf., bauð 384.599.085 krón- ur eða 92,81% af kostnaðaráætl- un og Ármannsfell hf., bauð 376.092.851 krónur eða 92,81% af kostnaðaráætlun. Laugarhúsið er 1.652 fermetr- ar að stærð auk 500 fermetra kjallara. Gert er ráð fyrir tveim- ur laugum 80 fermetra innilaug og 550 fermetra útilaug. „Þetta verður 25 metra löng al- menningslaug," sagði Guðmund- ur. „Við iaugina verða vatns- rennibraut, sveppur og stútar. Og úr innilauginni, sem verður undir hvolfþaki, verður hægt að synda eftir rennu yfir í útilaug- ina.“ Hönnuðir sundlaugarinnar eru arkitektarnir Björn S. Halldórs- son og Jón Þ. Þorvaldsson, Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. sá um burðarþol og Verk- fræðistofan Önn sf. sá um lagnir. Séð yfir sundlaugina í Árbæjarhverfi, sem fyrirhugað er að taka í notkun árið 1994. Suðurhlið laugarhússins en eins og sjá má er gert ráð fyrir hringlaga kúluhvoli yfir miðrými þess. Stjórnarandstaðan fagnar falli Maastricht-samkomulagsins í Danmörku: Sýnir réttmæti þjóðaratkvæða- greiðslu hérlendis um EES - segir Ólafur Ragnar Grímsson TALSMENN stjórnarandstöðunnar á Alþingi fagna úrslitum þjóðaraU kvæðagreiðslunnar í Danmörku, þar sem Maastricht-samkomulagið um nánara samstarf Evrópubandalagsríkjanna var fellt með naumum mun. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir að úrslitin í Danmörku sýni að krafa sljórnarandstöðunnar um að greitt verði þjóðaratkvæði um EES-samninginn hér á landi, sé rétt- mæt. EES-samningurinn sé stærra skref fyrir íslendinga en Maastricht- samkomulagið fyrir Dani. „Þessi atburður sýnir mjög skýrt að lýðræðið verður að hafa sinn sess og það dugir ekki að Evrópuhraðlest- in, svo ég noti orð utanríkisráðherr- ans, fái bara að bruna og bruna,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að ríkis- stjórnin, stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn og flestir fjölmiðlar í Dan- mörku hefðu hvatt fólk til þess að samþykkja Maastricht-samkomulag- ið, en engu að síður hefði farið svona. Ráðamenn vildu nánara Evrópusam- starf, en fólkið teldi hagsmunum sín- um betur borgið með öðrum hætti. „Maastricht-samningurinn var til- raun til að búa til stórríki í Evrópu og við skulum ekki gleyma því að EES-samningurinn er þannig gerður að þetta stórríki, EB, á eitt að hafa formlegan tillögurétt um alla nýja löggjöf á Evrópska efnahagssvæð- inu. Þannig tengist auðvitað Maastricht-málið EES og það er út í hött hjá utanríkisráðherra að segja að þetta sé bara mál EB,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að EES- samningurinn væri í raun stærra skref fyrir íslendinga frá núverandi ástandi en Maastricht-samningurinn væri fyrir Dani frá núverandi EB- aðild þeirra. Þess vegna hefði stjórn- arandstaðan viljað viðhafa þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES-samninginn á íslandi. „Mín meginniðurstaða af þessum úrslitum í Danmörku er að þau sýna án nokkurs vafa réttmæti þjóðaratkvæðagreiðslu á Islandi um EES-samninginn,“ sagði formaður Alþýðubandalagsins. Hræðsluáróður á veikum grunni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þing- kona Kvennalistans, sagði, er Morg- unblaðið innti hana álits á úrslitum atkvæðagreiðslunnar, að þau hefðu komið sér ánægjulega á óvart. „Ég átti von á að efnahagsleg rök myndu hrína á Dönum því að þeir eru yfir- leitt svo praktískt þenkjandi, svo miklir kaupmenn í eðli sínu,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Það að hræðslu- áróðurinn hafði ekki áhrif á þjóðina finnst mér sýna að hann hefur verið byggður á mjög veikum grunni." Ingibjörg Sólrún sagði erfítt að spá hveiju úrslitin í Danmörku myndu breyta fyrir hugsanlega inn- göngu annarra Norðurlanda í Evr- ópubandalagið. „Ef t.d. Svíar og Finnar eru tilbúnir að yfirtaka Maastricht, hefur þetta engin áhrif á þeirra vilja til að ganga inn. En þetta getur haft áhrif á möguleika Evrópubandalagsins til að taka inn nýjar þjóðir, því það þarf greinilega að gera ýmsar breytingar á EB.“ Hún sagðist telja að atburðirnir í Danmörku gætu haft áhrif á almenn- ingsálitið í EFTA-löndunum, því að almenningur sæi nú að mögulegt væri að standa gegn frekari samruna í Evrópubandalaginu. „Mér finnst þessi niðurstaða vera þörf áminning, bæði til stjórnmálamanna og póli- tískra hugmyndafræðinga. Þeir hafa talað fyrir auknum samruna, en al- menningur reynist vera annarrar skoðunar. Þetta held ég að sé raunin víða í Evrópu. Það er munur á því hvað stjórnmálamönnunum finnst og skoðunum almennings. Þetta held ég að við ættum að hafa í huga hér á landi líka.“ Hin þýzka Evrópa „Mér fínnst að augu manna hafi þarna opnast fyrir því sem er að gerast í Evrópu - hinni þýzku Evr- ópu,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknarfiokksins. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að yfírlýsingar ýmissa ráðamanna í Evrópu, Delors og fleiri, um að það þurfí að draga úr áhrifum smáríkj- anna, takmarka neitunarvald og fleira, hefur vakið Dani til umhugs- unar um það sem er að gerast í þess- Um 350 lungnalæknar frá Norður- löndunum, auk gestafyrirlesara frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi um stjómmálalega samruna í Evr- ópu. Eg vona svo sannarlega að það vekji aðra á Norðurlöndunum til svip- aðrar íhugunar. Það er ótrúlegt að til dæmis ungir kratar hér vilja sækja um aðild að EB.“ Steingrímur sagði að athyglisvert yrði að sjá hvaða áhrif niðurstaðan í Danmörku myndi hafa á hinum Norðurlöndunum. Einnig yrði fróð- legt að sjá hvort hún myndi hafa áhrif í EB-ríkjunum, t.d. í Frakk- landi, þar sem þjóðemishyggja væri sterk. „Mér fínnst, eftir því sem ég hef heyrt frá mönnum í Evrópu, vax- andi hræðsla við að þýzku áhrifin séu að verða yfirgnæfandi sterk. Maður heyrir það frá Spáni, Port- úgal og víðar. Þetta hlýtur að vekja menn til umhugsunar. Hins vegar lýsa stórveldin því yfir að þau ætli að halda sínu striki og Danir verði hálfgerðir aukameðlimir." og Kanada, munu sitja ráðstefnuna sem stendur fram á laugardag. Að sögn Þorsteins Blöndal, yfirlæknis Skeljungur hf.: Fyrsti farm- urinn frá Noregi kem- ur í dag SKELJUNGUR hf. fær til lands- ins í dag fyrsta farminn af olíu og bensíni sem félagið kaupir af Norska Shell, en um er að ræða allar tegundir af bensíni ásamt flugsteinolíu og dísilolíu. Að sögn Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, liggur ekki Ijóst fyrir hvaða verð verður á þessum farmi. Verð á olíu og bensíni hefur hækkað talsvert á mörkuðum er- lendis undanfarið og sagði Kristinn • að hjá Skeljungi væri fylgst grannt með því sem er að gerast á mörkuð- unum. „Við komum til með að láta verðið fylgja heimsmarkaðsverði, hvort sem það er þá til lækkunar eða hækkunar. Við höfum hins veg- ar ekki tekið neinar ákvarðanir um verðbreytingar á næstunni. Hækk- anirnar erlendis upp á síðkastið komu á óvart, en að okkar mati stafa þær ekki af eftirspurn, heldur af því að framleiðendur safna birgð- um og hleypa þeim ekki á markað- inn,“ sagði hann. -----*—*—*----- Sniglarn- ir standa fyrir um- ferðarátaki UMFERÐARÁTAK Bifhjólasam- taka lýðveldisins, sniglanna, hefst í dag. Átakið mun standa yfir í sumar með sjónvarps og útvarps- innskotum, veggspjöldum og aug- lýsingum í dagblöðum og er markmiðið að vekja ökumenn bif- hjóla og bíla til umhugsunar um hætturnar í umferðinni. Að sögn Þóru Hjartar Blöndal, eins forsvarsmanna umferðarátaks- ins, telja sniglamir að umferðar- fræðslu í tengslum við bifhjól sé mjög ábótavant þrátt fyrir kröfur á stjómvöld og lögreglu um úrbætur. Því hafi Bifhjólasamtökin ákveðið að standa fyrir þessari herferð sjálf. Þóra sagði að m.a. yrði kynntur ör- yggisútbúnaður fyrir ökumenn bif- hjóla, brýnt yrði fyrir þeim aó fylgja réttum umferðarreglum og réttum hraða o.fl. Umferðarátakið hefst formlega í Háskólabíói kl. 17.30. Að loknum ávörpum fulltrúa Umferðarráðs og snigla verður sýnt kynningarefnið sem nota á í sumar. Þóra sagði, að þar á meðal væru myndir af raun- verulegu umferðaróhappi sem varð þegar verið var að taka upp fræðslu- myndband um það hvernig ekki ætti að aka framúr. Sá sem í óhappinu lenti slapp ómeiddur en hann var í góðum galla, með viðurkenndan ör- yggishjálm og í réttum skóm, að sögn Þóru. lungna- og berklavarnardeildar Heilsuverndarstöðvarinnar, eru sam- ankomnir á ráðstefnunni bestu sér- fræðingar heims í lungnalækningum. Á ráðstefnunni verða flutt rúm- lega 50 erindi með síðustu rannsókn- arniðurstöðum auk þess sem málþing verða haldin um flest svið lungna- lækninga eins og um astma, sem talið er að hafi aukist mjög á undan- fömum árum vegna aukinnar meng- unar. Lungnalæknar þinga í Háskólabíói: Framfarir í meðhöndlun á nikótínistum meðal efna MIKLAR framfarir hafa að undanförnu orðið í meðhöndlun á frá- hvarfseinkennum reykinga með svokölluðum nikótínplástrum en tóbaksreykingar valda nú ótímabæru dauðsfalli hjá tæplega 20% vesturlandabúa. Yfir einn milljarður manna reykir í dag og er neyslan samanlagt næstum fimm trilljónir sígarettna á hverjum degi. Þessar niðurstöður auk helstu nýjunga á flestum sviðum lungnalækninga verða ræddar á ráðstefnu lungnalækna í Háskóla- bíói í dag og næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.