Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 Ástir samlyndra hjóna Sambúð og skilnaður eftir Halldór Kr. Júlíusson Breytingar á gerð og stöðug- leika kjarnafjölskyldunnar hér á landi og í nágrannalöndum okkar á síðustu áratugum og áhrif þeirra á famað barna og félagsleg vanda- mál almennt, hafa vakið vaxandi athygli fræðimanna og valdið stjórnmálamönnum og þeim sem vinna að félagslegri þjónustu vax- andi áhyggjum. í dag er talið að um 30% hjóna- banda eða sambúða sem til er stofnað á íslandi, leysist síðar upp og endi með skilnaði. Þótt þetta hlutfall sé nokkru lægra en í sum- um nágrannalöndum okkar, hefur þróunin hér verið svipuð og erlend- is og tíðni hjónaskilnaða aukist á síðustu áratugum. Vitað er að nokkur tengsl eru milli hjónaskilnaða og þroska barna. Skilnaðarbörn standa sig að jafnaði lakar í skóla, en böm sem búa hjá báðum foreldrum, eiga við fleiri hegðunarvandamál að stríða og er hættara við geð- rænum vandamálum. Jafnframt er vitað að fólk sem skilur á við fleiri geðræn vandamál að stríða en aðrir, sérstaklega þunglyndi. Ótalin er þá sú sorg og röskun á daglegum högum og efnahagi fólks sem oft er skilnaði samfara. Þegar við þetta bætist að ávallt er stofnað er til sambúðar með langtímamarkmið í huga og að skilnaður er merki um að fólki hafi mistekist einhver mikilvæg- ustu áform einkalífs síns, er ljóst að miklir og margvíslegir hags- munir eru tengdir stöðugleika sambúðar og hjónabands. Viðamiklar félagsvísindalegar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna orsakir hjónaskilnaða. Má almennt segja að orsakirnar séu margvíslegar, en sýnt hefur verið fram á í erlendum rannsókn- um að tíðni skilnaða tengist laus- lega ýmsum þáttum í bakgrunni hjónanna, svo sem því hversu við- horf þeirra eru lík, efnahag þeirra, trúfélagi og skilnaði eigin foreldra, svo eitthvað sé nefnt. Þetta samband er þó hverfandi miðað við þau sterku tengsl, sem einfaldir samskiptahættir fólks í upphafí sambúðar hafa við skilnað síðar meir. Nýlegar rannsóknir sýna að segja má með um 80-90% líkum fyrir um farsæld hjónabands til langs tíma, út frá því einu með hvaða hætti hjón í upphafi sam- bands síns, jafna ágreining sín á milli. Eða með öðrum orðum, það hvernig nýgift hjón rífast segir með mikilli nákvæmni fyrir um það hvort sambúðin eigi síðar meir eftir að leysast upp eða ekki. Það sem er einkar athyglisvert í þessu sambandi, er að það er ekki tíðni sundurlyndis og hversu oft hjónin rífast, sem tengist skiln- aði síðar meir, heldur hvemig hjónin rífast, þegar þau rífast. En rannsóknir á því hvernig hjón tal- ast við, rífast og sætta ágreining, hafa leitt í ljós að sá munur í við- ræðum, sem annars vegar leiðir til þess að hjónin leysa ágreining sinn og geta tekið upp þráðinn að nýju, en hins vegar leiðir þau í ógöngur og færir þau engu nær sátt, þrátt fyrir að rífast, er sára- lítill og felst í aðferðum til að skapa öryggi í samskiptum á milli hjónanna. Þessar sömu aðferðirn- ar bæta ekki aðeins viðræður hjóna, heldur hafa þær almennt gildi þar sem samskipti geta verið stirð, svo sem milli foreldra og táninga, og milli fólks á vinnustöð- um og í skólum. Við háskólann í Denver í Col- orado í Bandaríkjunum hefur hóp- ur vísindamanna, undir stjórn dr. Howards Markmans, gert athug- anir á því, hvort hætt sé að kenna hjónum að nota þá viðræðutækni sem einkennir farsæl hjón, og hvort það síðan auki líkur á stöðugleika þeirra í sambúð. Þess- ar rannsóknir hafa nú staðið yfir í meira en 10 ár og sýna tvímæla- laust að svo sé. Vönduð saman- burðarrannsókn sýnir að þeir, sem læra einfaldar aðferðir til að gera viðræður árangursríkari, hafa mun lægri skilnaðartíðni, eða um helmingi minni, en samanburðar- hópur, og það sem meira er, þeir eru mun hamingjusamari en sam- anburðarhópurinn með maka sinn, kynlíf og sambúð almennt. Aðferðir sínar hefur dr. Mark- man sett saman í einfalt kennslu- námskeið fyrir fólk í sambúð, PREP, sem annars vegar haldið yfir sex vikur sem kvöldnámskeið, eða sem helgarnámskeið yfir eina helgi. Námskeiðið var upphaflega ætlað hjónaefnum og fólki sem var að stíga sín fyrstu skref í sambúð, en hefur síðan sýnt sig að nýtast vel fólki sem jafnvel á margra ára sambúð að baki. Námskeiðið er kennslunámskeið, en ekki með- ferðarnámskeið. Það kennir fólki aðferðir til að greina, ræða og leysa ágreining sinn á einfaldan og öruggan hátt og án þess að samræðurnar fari úr böndum. Rannsóknir og námskeið dr. Markmans hafa hlotið gífurlega athygli í Bandaríkjunum og hefur verið fjallað um rannsóknir hans í helstu fréttaskýringar- og við- talsþáttum sjónvarps <„20/20“, „48 hours“, „Oprah Winfrey Show“, o.s.frv.) á síðustu misser- um, auk ótal blaðagreina. Ástæða þess að PREP hefur notið meiri Halldór Kr. Júlíusson „ Við getum ekki tryggt neinum farsæla sam- búð, en við getum látið fólki í té aðferðir sem öðrum hafa reynst heilladrjúgar við að styrkja og efla sambúð sína og lífshamingju.“ athygli en önnur námskeið á þessu sviði, sem fólki hafa staðið til boða um áraraðir, felst fyrst og fremst í tvennu. í fyrsta lagi hefur verið sýnt fram á langtímaárangur af námskeiðinu með ótvíræðum hætti. í öðru lagi tekur námskeið- ið enga afstöðu til þess hvernig hjónabönd eigi að vera, heldur kennir það einungis aðferðir til að greina vandamál og ræða um þau á öruggan hátt. Aherslan er á kennslu og tækni til að ræða sam- an, en ekki upplýsingar um góðar lausnir. Hvaða Iausnir eru góðar er hjónunum látið eftir að ákveða. Námskeiðið lætur þeim hins vegar í té aðferðir til að finna þær. Þeir aðilar sem lengst hafa sinnt undirbúningi hjóna, prestar og aðrir starfsmenn trúarsafnaða, hafa brugðist skjótt við framförum á þessu sviði. Á nýlegu námskeiði fyrir stjórnendur PREP, voru t.d. um helmingur þátttakenda prest- ar, en helmingur sálfræðingar og félagsráðgjafar. Alþjóðlegur áhugi Á PREP er einnig mikill og er námskeiðið nú notað í Þýskalandi, m.a. á vegum kaþólsku kirkjunnar og í Hollandi. Jafnframt er verið að þýða PREP á íslensku og gefst fólki hér kostur á að kynna sér þessa viðræðutækni á næstunni, en tvö helgarnámskeið verða væntanlega haldin í Reykjavík í júní í samstarfi við Pjölskylduþjón- ustu kirkjunnar. Fyrirbyggjandi starf á sviði fé- lagslegrar þjónustu hefur hingað til að mestu verið draumsýn félagsvísindamanna og óskhyggja stjórnmálamanna. Ástæðan er sú að erfitt hefur verið að meta hvaða árangri það skilar, en til þess þarf vandaðar langtímarannsóknir. Nú þegar þessar langþráðu framfarir eru að eiga sér stað, er mikilvægt að fylgja þeim eftir með rannsókn- um og mati á árangri. Þótt að- stæður fólks á íslandi séu í mörgu svipaðar og í nágrannalöndum okkar, er mikilvægt að við þekkj- um sérstöðu okkar. Langtíma- rannsóknir á fjölskyldum og velf- arnaði barna eru því engu síður nauðsynlegar hér sem annars staðar. Lokaorð Við vitum að flestir meta far- sælt samband við maka sinn ofar öðru. Við vitum að stórtu hlutfalli fólks tekst ekki það ætlunarverk sitt að glæða með sér farsæla sam- búð. Við vitum að auk ómældrar sorgar og röskunar, hafa hjóna- skilnaðir í för með sér áhættu, bæði fyrir hjónin sjálf og börn þeirra. Við vitum hver er helsta ástæða þess að hjón geta ekki jafnað innbyrðis ágreining sinn og við höfum undir höndum þekkingu til að kenna aðferðir og tækni sem leiðir af sér uppbyggilega sambúð. Við getum ekki tryggt neinum farsæla sambúð, en við getum lát- ið fólki í té aðferðir sem öðrúm hafa reynt heilladijúgar við að styrkja og efla sambúð sína og lífshamingju. Höfundur erMA ísálfræði og stundnr framhnldsnám í þróunarsálfræði í Bnndnríkjunum. Notaðir bílar á góðu verði - Allir skoðaðir 1992 og góð greiðslukjör í boði - Bíll vikunnar: MMC Colt GL árgerð 1988. Ekinn 59.000 km. Góður bíll á frábæru verði. Staðgr. 430.000,- kr. BÍLAGALLERÍ • FAXAFENI 8 • SÍMI 685870 • Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-18 • Laugardaga kl. 10-16 100-300 þús. Dal. Charmant 4G 4D árg. ’78. Ek. 89. Tölvunr. 2432. stgr. 50 Saab 99 5G 2D árg. ’82. Ek. 125. Tölvunr. 2540 stgr. 165 Fiat Uno 45 4G 3D árg. ’86. Ek. 48. Tölvunr. 2564. stgr. 190 Dai. Charade TS 4G 3D árg. ’86. Ek. 75. Tölvunr. 1344. stgr. 250 Dai. Charade TX 4G 3D árg. ’86. Ek. 96. Tnr. 2359. stgr. 270 Ford Escort SSK 5D árg. ’84. Ek. 92. Tölvunr. 2392. stgr. 295 Kr. 300-500 þús. Volvo 240 GL SSK4D árg. ’82. Ek. 166. Tnr.2553. stgr. 310 Dai. Charade CS 4G 5D árg. ’87. Ek. 77. Tölvunr, 2465. stgr. 340 Dai. Charade CS 4G 5D árg. ’87. Ek. 56. Tölvunr. 2345. stgr. 350 Volvo 340 DL 4G 5D árg. ’86. Ek. 92. Tölvunr. 2275 stgr. 380 Volvo 240 GL 5G 4D árg. ’84. Ek. 150. Tölvunr. 1926. stgr. 390 Dai. Charade TS 4G 3D árg. ’88. Ek. 56. Tölvunr. 2344. stgr. 425 Kr. 500-700 þús. Dai. Charade Turbo 5G 3D árg. ’88. Ek. 68. Tölvunr. 2462 stgr. 550 Subaru Justy J-12 5G 5D árg. ’89. Ek. 32. Tölvunr. 2495. stgr. 620 Toyota Corolla XL 5G 5D árg. ’88. Ek. 73. Tölvunr. 2570 stgr. 635 Subaru Justy GL 5G 5D árg. ’89. Ek. 21., Tölvunr. 2573. stgr. 640 Nissan Sunny SLX 5G 4D árg. ’88. Ek. 45. Tölvunr. 2578. stgr. 680 Toyota Carina DX SSK 4D árg. ’88. Ek. 62. Tölvunr. 2078. stgr. 640 Kr. 700-900 þús. Volvo 740 GL SSK 4D árg. ’85. Ek. 75. Tölvunr. 2225. stgr. 760 Dai. Applause 16L 5G 5D árg. '90. Ek. 28. Tölvunr. 2516. stgr. 765 Subaru 1800 GL Stat. 5G 5D árg. '88. Ek. 80.Tnr.2276. stgr. 810 Dai. Feroza EL-2 5G 3D árg. '89. Ek. 49. Tölvunr. 1497 stgr. 890 Dai. Feroza EL-2 5G 3D árg. ’89. Ek. 53. Tölvunr. 1661. stgr. 900 Volvo 740 GL SSK 4D árg. ’86. Ek. 85. Tölvunr. 2168 stgr. 900 Kr. 900-1.100 þús. Dai. Feroza EL-2 5G 3D árg. '89. Ek. 47. Tnr.2024. stgr.930 Dai. Feroza EL-2 5G 3D árg. ’89. Ek. 23. Tnr.2133 stgr.930 Volvo 460 GLE 5G 4D árg. ’90. Ek. 94. Tölvunr. 2090. stgr. 950 MMC Galant GLSi SSK 4D árg. ’89. Ek. 64. Tölvunr. 2483. stgr. 960 Volvo 440 Turbo 5G 5D árg. '89. Ek. 57. Tnr. 2019. stgr. 1.050 Volvo 740 GLE SSK 4D árg. ’87. Ek. 72. Tnr. 479 stgr. 1.095 __________252 Volvo 740 GL SSK 4D árg. '88. Ek. 67. Tnr.1027. stgr, 1.190 Volvo 460 GLE SSK4D árg. ’90. Ek. 21. Tölvnr. 1404. stgr. 1.230 Dai. Feroza EL/EFi 5G 3D árg. '91. Ek. 13. Tnr.2313. stgr. 1.220 Dai. Rocky EL-2 5G 3D árg. '90. Ek. 30. Tnr.2405. stgr. 1.250 Volvo 460 GLE SSK4D árg. ’91. Ek. 18. Tnr. 2056. stgr. 1.310 Dai. Rocky Turbo Diesel 5G 3D ár. ’90. Ek. 30.Tnr. 2176 stgr. 1.520 1.100-2. þús. SSK = Sjálfskiptur. D = Dyrafjöldi. G = Gírar. St. = Station.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.