Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 47 Ottó Wathne Björns son — Minning Fæddur 7. júlí .1904 Dáinn 26. maí 1992 í dag verður jarðsettur frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði vinur okkar Ottó Wathne Björnsson, sem fædd- ur var 7. júlí 1904 á Arnarstaþa á Snæfellsnesi. Okkur systkinin langar með fáum orðum að minnast okkar kæra vinar, sem lést 26. maí sl. á Sólvangi í Hafnarfirði. Otti, eins og hann var kallaður af öllum sem til hans þekktu og þeir voru æði margir, bæði hér í Hafnarfirði sem og annars staðar, var mikill og góður heimilisvinur á okkar æsku- heimili á Köldukinn 6. Þegar sest er niður til að minn- ast manns sem svo nátengdur er allri okkar æsku og uppvexti streyma ýmsar minningar fram í hugann. Allt eru þetta góðar minn- ingar, því Otti var ljúfur maður og vinmargur og hændust því að hon- um bæði börn og dýr. Við minn- umst sérstaklega allra hans heim- sókna á okkar heimili og oft færði hann okkur góðar og skemmtilegar gjafir, sem glöddu okkur börnin mikið, og sumar þessara gjafa eig- um við enn. Eftir að við fullorðnuð- umst og stofnuðum okkar heimili fylgdist hann alltaf með okkur, og þegar börnin okkar fæddust gladd- ist hann með okkur og spurði alltaf um þau og vildi fá að sjá þau með okkur foreldrunum í heimsóknum til hans á Sólvang. Otti sýndi okkur systkinunum mikið trygglyndi og áhuga alla tíð og t.d. þegar Inga systir gifti sig gaf hann okkur ýngri systkinunum líka brúðargjafir, þó að gifting væri ekkert í sjónmáli hjá okkur þá, og það yngsta okkar væri að- eins barn að aldri. Fyrir nokkrum árum fluttist Otti á Sólvang þar sem honum leið mjög vel og lifði við gott atlæti og um- hyggju starfsfólksins þar. En alltaf held ég að hann hafi þó saknað litla heimilisins síns í Bröttuk- inninni og jafnvel gert sér vonir fyrst í stað um að komast þangað aftur. En nú verður það ekki því Otti hefur kvatt þetta líf á meðal okkar og hafist handa á öðrum stað. Hvíli í friði kæri vinur. Inga, Einar og Björg. Ottó Wathne Björnsson, vinur minn, er látinn. Hann fæddist 7. júlí 1904 á Arnarstapa á Snæfells- nesi. Foreldrar hans voru Gunnhild- ur Bjarnadóttir og Björn Jónsson. Ottó fluttist til Hafnarfjarðar 1920. Hann átti hús í Bröttukinn 29, Hafnarfirði. Þangað kom ég oft. Ottó var búinn að vera nokkur ár á Sólvangi. Hann var alltaf ein- setumaður. Ottó var sérstakur maður. Ég kynntist honum þegar ég kom í lögregluna 1954. Ég fékk fljótlega áhuga fyrir að mála hann en það gekk á ýmsu að til þess kæmi, hann var hálfhræddur við slíkt uppátæki og fór lengi undan í flæmingi. En loks tókst að fá hann til að sitja fyrir heima hjá honum. Hann vildi ekki koma í vinnustofu mína. Það var dálítið erfitt að fá hann til að sitja kyrr- an. Hann þurfti að vera að taka í nefið og alltaf að aka sér til og frá og með ýmsar brettur sem honum voru kannski eðlilegar. Einnig vildi hann alltaf vera að tala við mig. Þetta hafðist þó á endanum. Eg var dálítið búinn að stúdera Ottó þegar hann kom á lögreglustöðina í Hafnarfirði, en það var mjög oft. Stundum kom hann seint á kvöldin og þá venjulega með flöskur í pok- um og var þá oft þreyttur. Hann kom til að hitta vini sína, þá einu eins og hann sagði stundum. Hann safnaði flöskum og keypti hingað og þangað, fór meira að segja til Keflavíkur og víðar. Ottó hafði áður unnið almenn sveitastörf og ýmis verkamannastörf á ævinni. Hann var flöskukaupmaður 30 síð- ustu ár ævi sinnar. I þá daga voru flöskur í verði og sérstaklega brennivínsflöskur. Það var ekki ósjaldan að við á lögreglustöðinni ókum Otta heim með pokana sína fulla af flöskum. Hann kom stund- um með nokkra poka í strætó í síðasta vagni. Voru strætóbílstjórar góðir við Otta og leyfðu honum að flytja þessa poka í vögnunum. Síð- an bar hann þá á sjálfum sér að lögreglustöðinni. Eftir klukkan 3 á nóttunni þegar um hægðist í bæn- um og allt var orðið rólegt var honum hjálpað heim með varning sinn í hús sitt og inn í kjallara. Þá lá vel á karli og stundum bauð hann upp á flotta vindla og malt- öl. Ottó var nefnilega góður vinur vina sinna. Hann var sérstakur og sérsinna en hrekklaus, góð sál. A seinni árum var honum gefið sjón- varp af vinum sínum í Reykjavík, en það setti hann aldrei í samband. HARDVIDARVAL f HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 IR'? íáJKIf- Jtlj ■ iff rE ' i JÉl Hlustaði bara á útvarpið, gömlu, góðu Gufuna, og lagði kapal. Hann talaði fallega íslensku og var gam- an að ræða við hann. Það voru stuttar setningar og hnitmiðaðar sem minntu á Hemmingway, sem hann hafði aldrei heyrt um eða les- ið. Ottó kom stundum heim til mín að Köldukinn 12 enda stutt að fara. Hann var góður við börn, hugsaði mikið um þá sem áttu bágt, en lít- ið um sjálfan sig. Hann var stund- um skemmtilegur og lék á als oddi. Hulda og Jónatan í Köldukinn 8 voru alltaf góð við Otta, gáfu hon- um að borða á hátíðum og Hulda kom honum í bað sem var ansi erfitt. Kristinn Hákonarson yfirlög- regluþjónn og Sólveig Baldvins- dóttir sendu honum oft mat um jólin og öðrum hátíðisdögum. Einn- ig vinir hans í Reykjavík. Einstæð- ingar eru oft látnir eiga sig en fyrr á árum meira gert í því að gleðja þá á hátíðum. öánecýtivupciK, Opið alla daga frá kl. 9-22. Ottó Wathne var ekki allra, hann var einn af þeim mönnum sem setti svip á bæinn okkar. Nú eru flestir þessir sérstöku menn gengnir til feðra sinna og engir þeim líkir koma í staðinn. Þeir voru nefnilega ansi vel gefnir margir hverjir og kunnu að svara fyrir sig. Ottó var saklaus sál sem fólki þótti vænt um. Hann kunni að drekka kaffi af undirskál sem hann hélt fallega á og ekkert fór niður þótt hann væri með kreppta fingur. Ég man vin minn alltaf, veri hann kært kvaddur. Það verður tekið vel á móti honum. Krísuvík, 29. maí ’92, Sveinn Björnsson. BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opift alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. t Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir og systir, ANNA MARÝ SNORRADÓTTIR, Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi, sem lést í London þann 30. maí sl., verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 5. júní nk. kl. 14.00. Sigmundur Jóhannesson, Tinna Björk Sigmundsdóttir, Arna Þöll Sigmundsdóttir, Snorri Ólafsson, Jóhannes Sigmundsson, Hrafnhildur S. Jónsdóttir, Nikolína Th. Snorradóttir, Sigurvin Ó. Snorrason, Jón Freyr Snorrason, Þorbjörg Snorradóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HERBERT SVEINBJÖRNSSON málari, Víðilundi 20, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu, Akureyri, aðfaranótt sunnu- dagsins 31. maí, verður jarðsunginn föstudaginn 5. júní kl. 13.30. Athöfnin fer fram frá Akureyrarkirkju. Jarðsett verður í Saurbæ. Friðrika Hallgrímsdóttir, Hjörleifur Hallgríms, Örn Herbertsson, Nanna Kristin Jósefsdóttir, Rafn Herbertsson, Svala Tómasdóttir, Hjörtur Herbertsson, Hanna Björg Jóhannesdóttir, Sveinbjörn S. Herbertsson, Hansfna Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til ykkar allra, er sýnduð okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mfns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HERMANNS SNORRA JAKOBSSONAR frá Látrum f Aðalvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar, starfsfólks á Hlíf og til lækna og hjúkrunarfólks Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði. Guðmunda Þorbergsdóttir, Trausti Hermannsson, Sólveig Ólafsdóttir, Helga Hermannsdóttir, Jóhanna Hermannsdóttir, Jónas Guðmundsson, Snorri Hermannsson, Auður H. Hagalfn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR HELGU FERTRANSDÓTTUR frá Nesi f Grunnavík. Sérstakar þakkir viljum við færa hjúkr- unar- og starfsfólki Hrafnistu, Reykja- vík, fyrir hlýhug og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Halldórsdóttir, Gunnar Halldórsson, Ólafur Halldórsson, Ingólfur Halldórsson, Margrét Halldórsdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Pétur Pétursson, Álfhildur Friðriksdóttir, Margrét Reimarsdóttir, Anna Dóra Ágústsdóttir, Gústaf Gústafsson, Ingólfur Konráðsson, Guðrún Björnsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Móðir mín og tengdamóðir, ÞÓREY HELGA EINARSDÓTTIR, Kleppsvegi 136, sem lést þann 26. maí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 5. júní kl. 15.00. Einar Ingi Hjálmtýsson, Kristfn Guðmundsdóttir. t HELGA INGVELDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Bólstaðarhlfð 41, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 5.júníkl. 13.30. Örn B. Ingólfsson, Hjördfs Óskarsdóttir, Þorsteinn Ingólfsson, Hólmfrfður Kofoed-Hansen, Guðrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.