Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JUNI 1992 DANIR FELLDU MAASTRICHT-SAMKOMULAGIÐ Efinn o g spurning Hamlets leita stöðugt á dönsku þjóðina - segir Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfund í gærmorgun sagði Poul Schliiter forsætisráðherra að danska stjórnin hefði enjgin áform um að segja af sér eftir úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. I þjóðarat- kvæðagreiðslu ættu kjósendur að greiða atkvæði um ákveðin mál- efni, án þess að þurfa að vera ónáðaðir af vangaveltum um hver áhrif niðurstaðan hefði á ríkisstjórnina. Eftir áberandi vonbrigði að kvöldi kjördags, mætti Uffe Elle- mann-Jensen utanríkisráðherra brattari útlits á blaðamannafund í gær. Hann sagðist áður hafa lýst löndum sfnum sem miklum efa- semdarmönnum, er veltu stöðugt fyrir sér spurningu Hamlets um að vera eða vera ekki. En til að lýsa aðstöðu dönsku stjómarinnar nú þyrfti hann að grípa til orða danska skáldsins Piets Heins, sem segði svarið við spumingu Hamlets felast í því að vera og vera ekki. Nú lægi fyrir dönsku stjóminni að fínna hvemig Danir gætu bæði verið og verið ekki í þeirri evrópsku sam- vinnu, sem ætti að hefjast 1. janúar nk. Utanríkisráðherra sagði stjórn- ina hafa góðan tíma, en það lægi ljóst fyrir að hún gæti ekki staðfest Maastricht-samkomulagið. Danir yrðu að vera með á eigin forsend- um, vera eins mikið með og þeir gætu og finna leiðir til þess. Um Hveiju höfnuðu Danir? Brussel. Frá Kristófer M. Kristinss- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. LEIÐTOGAR Evrópubanda- lagsins náðu samkomulagi um þijú mikilvæg atriði á fundi sínum í hollensku borginni Maastricht í desember í fyrra. Stefnt skyldi að náinni efna- hagssamvinnu, evrópskum seðlabanka og sameiginlegum gjaldmiðli, sem á að koma á árið 1999. Efnahagssamvinn- an fæli m.a. í sér strangar reglur um skuldir ríkissjóðs og fjárlagahalla aðildarríkj- anna. Þá skuldbundu aðildarríkin sig til að setja sameiginlegar reglur um félagsleg réttindi þegnanna, m.a. til að tryggja þátttöku launþega í rekstri fyrir- tækja. Bretar höfnuðu þessum hugmyndum og niðurstaðan varð sú að þeir koma til með að standa utan við þennan þátt samstarfsins. Að lokum ákváðu aðildarrikin að taka upp mun nánara sam- starf á stjómmálasviðinu með sameiginlega utanríkisstefnu og vamar- og öryggismálasam- vinnu að markmiði. Til þess að ná þessum mark- miðum er óumflýjanlegt að breyta Rómarsamningnum, stofnskrá Evrópubandalagsins. Honum verður hins vegar ekki breytt nema með samhljóða samþykki allra aðildarríkjanna. Nærri virðist liggja að álykta samkvæmt lýðræðislegum hefð- um að þar með séu breytingar á Rómarsamningnum úr sögunni í bili. Eina úrræðið væri þá að endurskoða tillögumar og leggja þær fyrir að nýju í einhverri þeirri mynd sem líkleg er til að hljóta samþykki meirihluta kjós- enda í aðildarríkjunum. Margt bendir hins vegar til að það sé ásetningur margra annarra EB- ríkja að horfa fram hjá reglunni um neitunarvald hvers ríkis í mikilvægum málum en setja þess í stað Dani út í kuldann. það hvernig til tækist, ylti mikið á velvilja evrópsku samstarfsþjóð- anna. Strax kosningakvöldið ýjaði Schluter að annarri atkvæða- greiðslu, en Ellemann-Jensen sagði að hann áliti það óvirðingu við kjós- endur að spytja þá aftur sömu spurningar. Forsætisráðherra sagði að auð- vitað vildi danska stjórnin taka upp viðræður aftur um samkomulagið og það yrði samráð allra flokka um hvaða atriði ætti að leggja áherslu á, en það væri óljóst hvernig því yrði tekið innan EB. Hann sagði niðurstöðuna ekki eiga eftir að leiða til neins hringlapda í stjórn danskra efnahagsmála. í gær hefði orðið lít- ilsháttar vaxtahækkun að höfðu samráði við seðlabankann en krón- an væri stöðug. Reuter Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar EB, sagði á blaðamann- afundi í Brussel í gær, að aðildarríkin myndu áfram vinna að aukn- um samruna hvað sem liði afstöðu Dana. EB-ríkin harma órslitin en telja Maastricht eina kostinn Getur eflt andstööuna við EB á Norðurlöndum og jafnvel við EES í Noregi Ósló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Brussel. Frá fréttariturum Morgunblaðsins, Rcuter. ÓHÆTT er að segja, að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Dan- mörku um Maastricht-samningana hafi komið á óvart í höfuðborgum Evrópuríkjanna. Telja margir, að vegna þeirra sé Evrópubandalag- ið, EB, allt í kreppu, sem leysa þurfi strax, en í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi óttast margir, að niðurstaðan muni tefja fyrir aðild land- anna að EB. Andstæðingar EB-aðildar á Norðurlöndum eru hins vegar sigrihrósandi en i Brussel, höfuðstöðvum EB í Belgíu, Þýska- landi, Hollandi og fleiri EB-rílgum hafa úrslitin í Danmörku verið hörmuð. Talsmaður þýsku stjórnarinnar sagði raunar, að hún væri „furðulostin yfir þessum alvarlegu tíðindum“. Leiðarahöfundar norsku dag- blaðanna voru flestir þeirrar skoð- unar í gær, að danska neiið setti verulegt strik í reikninginn hvað varðaði væntanlega umsókn Noregs að EB en Gro Harlem Brundtland reyndi að bera sig vel. Sagði hún, að stefnan hefði verið sett á EB og frá henni yrði ekki hvikað. Kvaðst hún ekki vilja gera lítið úr úrslitunum í Danmörku en sagði þau sýna, að EB væri ekki einsleitt bandalag. Eitt lítið land hefði sagt nei og það út af fyrir sig styrkti jafnvel röksemdimar fyrir aðild. Auka róðurinn gegn EES EB-andstæðingar í Noregi kunna sér ekki læti af ánægju með dönsku úrslitin en svo getur farið, að þau hafi ekki aðeins áhrif á afstöðu margra Norðmanna til EB, heldur verði einnig til að efla andstöðuna gegn samningunum um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Talið er, að nú sé til dæmis meirihluti fyrir þeim innan þingflokks Kristilega þjóðar- flokksins en helsti andstæðingur þeirra þar, Káre Gjönnes, gerir sér vonir um, að flokkurinn snúist gegn þeim. í Svíþjóð komu dönsku úrslitin eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir stjómmálaleiðtogana, jafnt stjórn sem stjórnarandstöðu, en Carl Bildt forsætisráðherra kvaðst ekki telja, að þau skiptu miklu um þá pólitísku einingu, sem EB stefndi að. Hin aðildarríkin 11 myndu halda sínu striki án Dana. Ingvar Carls- son, leiðtogi jafnaðarmanna, segist hins vegar viss um, að niðurstaðan í Danmörku muni verða til að seinka aðild Svíþjóðar að EB og efla and- stöðuna við bandalagið meðal sænskra kjósenda en þjóðarat- kvæðagreiðsla um aðild er fyrirhug- uð í september 1994. Sænska blaðið Expressen sagði í leiðara í gær, að úrslitin í Dan- mörku- væm sigur fyrir lýðræðið en áfall fyrir Norðurlönd. Ólíklegt væri, að þau hefðu mikil áhrif á einingarstarf hinna EB-ríkjanna en fyrir Dani sjálfa væru afleiðingam- ar þær, að rödd þeirra í ráðherra- ráði EB væri næstum hljóðnuð. Þeir sætu þar nú sem áheyrnarfull- trúar. Esko Aho, forsætisráðherra Finnlands, sagði í gær, að úrslitin breyttu engu um aðildammsókn Finna. Vill finna smugu fyrir Dani Talsmaður þýska utanríkisráðu- neytisins sagði í gær, að stjómin harmaði úrslitin í Danmörku en vildi annars ekki tjá sig um þau nánar að svo stöddu. „Við urðum einfald- lega fyrir áfalli vegna úrslitanna. Þau komu okkur á óvart og geta haft víðtækar afleiðingar í Evrópu og annars staðar," sagði talsmaður- inn en Hans-Dietrich Genscher, einn af höfundum Maastricht-sátt- málans og fyrrverandi utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði, að hin aðildarríkin yrðu að halda sínu striki, ganga frá samningunum fyr- ir áramót og reyna síðan að fínna einhveija smugu fyrir Dani. Roland Dumas, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði, að Frakk- ar og Þjóðveijar, sem beittu sér mest fyrir Maastricht-sáttmálan- um, myndu halda ótrauðir áfram með eða án Dana. „Lestin er lögð af stað og hún verður ekki stöðv- uð,“ sagði hann. Ekki um annað að ræða en Maastricht „Ég er hræddur um, að það sé ekki um annan kost að ræða en Maastricht," sagði Willy Claus, ut- anríkisráðherra Belgíu, þegar hann var inntur eftir úrslitunum í Dan- mörku en hann og aðrir utanríkis- ráðherrar EB ætla að ræða stöðuna á t'undi í Ósló í dag en þar fer einn- ig fram utanríkisráðherrafundur NATO-ríkjanna. Kosningabaráttan í Slóvakíu: Auglýsingastríðið tek- ur á sig skoplega mynd Bratislava. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. „ÞAÐ Á aldrei að útiloka kraftaverk. Ekki einu sinni í stjórnmál- ura," sagði talsmaður Kristilega demókrataflokksins í Slóvakíu (KDH) í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Hann vildi engu spá um atkvæðahlutfall einstakra flokka í þingkosningunum í Tékkóslóv- akíu á föstudag og laugardag en útilokaði ekki sigur KDH. „Ef við hljótum fleiri atkvæði en HZDS, Hreyfing fyrir lýðræðislegri Slóv- akíu, þá höfum við unnið sigur.“ HZDS er spáð um 30% atkvæða en KDH 10%. En „allt getur gerst í Slóvakíu", eins og frambjóð- andi Ungverska borgarafiokksins komst að orði, og úrslita kosning- anna er beðið með eftirvæntingu. Baráttan milli KDH og HZDS hefur harðnað undanfama daga. KDH telur það skyldu sína að leiða almenning í allan sannleika um HDZS en HZDS segir árásir KDH aðeins vitnisburð um að flokkurinn sé í dauðateygjunum. Orrahríðin milli flokkanna birtist með skoplegum hætti í dagblöðun- um hér í Bratislava. KDH birti auglýsingu í fyrrdag þar sem Jan Carnogursky, formaður KDH og forsætisráðherra Slóvakíu, og Valdimir Meciar, formaður HZDS og fyrrverandi forsætisráðherra, eru bornir saman. Kross kristinna manna er yfír nafni Carnogursky en hamar og sigð kommúnista yfir Meciars. Það er bent á að Carnog- ursky hafí hvorki verið í kommún- Starfsmenn slóvakískrar vopnaverksmiðju hlýða þungir á brún á boðskap frambjóðanda. istaflokknum né unnið fyrir hann heldur barist gegn honum sem andófsmaður. Meciar var hins veg- ar í kommúnistaflokknum og liggur undir grun um að hafa starfað fyr- ir öryggislögregluna. Carnogursky er sagður hlynntur sterkri Slóvakiu innan Tékkóslóvakíu en Meciar er sagður vilja leysa Tékkóslóvakíu upp og eyðileggja Slóvakíu. HZDS hafði spurnir af auglýsingunni áður en hún birtist og birtir eigin auglýs- ingu undir henni þar sem segir: „Þetta er dæmi um „réttlætið" og „sannleikann" í kosningabaráttu KDH.“ Flokkamir tveir útiloka samstarf hvor með öðrum eftir kosningar. HZDS vill fullveldi Slóvakíu og jafnvel sambandsslit við Bæheim og Mæri ef Tékkar kæra sig ekki um bandalagsríki. KDH vill áfram- haldandi sambandslýðveldi og styð- ur efnahagsstefnu Vaclavs Klaus, fjármálaráðherra Tékkóslóvakíu, en HZDS vill hægja á einkavæðing- unni og fylgja félagslegri efna- hagsstefnu. Talsmaður KDH spáir því að HZDS myndi samsteypu- stjóm með öðrum þjóðemisflokkum og jafnvel stuðningi gamla komm- únistaflokksins. „En hún verður skammlíf ef þeir standa við kosn- ingaloforðin," sagði hann. „Efna- hagsástandið mun þá versna svo mjög að það getur komið til óeirða og stjórnin verður þá að fara frá“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.