Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Þj óðaratkvæða- greiðslan í Danmörku Mikill vandi blasir við dönsku ríkisstjórninni í kjölfar þess að naumur meirihluti danskra kjós- enda hafnaði Maastricht-sam- komulaginu um nánara samstarf aðildarríkja Evrópubandalagsins. Fylgismenn þess telja hættu á að Danir einangrist í bandalaginu, missi áhrif og möguleika á þátt- töku í frekari þróun þess. Þeir telja einnig að efnahagslegar afleiðing- ar geti orðið alvarlegar. Það er því skiljanleg og eðlileg afstaða ríkis- stjórnarinnar að óska eftir viðræð- um við hin ellefu aðildarríkin um hugsanlegar breytingar á Maast- richt-samkomulaginu, sem danskir kjósendur geti sætt sig við. Litlar Iíkur eru taldar á því, að aðildarþjóðimar ellefu vilji taka upp viðræður um endurskoðun á Maastricht-samkomulaginu vegna Dana, m.a. vegna þess, að þá má búast við því, að aðrar aðildarþjóð- ir vilji fá viðræður um sín sérmál. Það kostaði mikla vinnu og erfiði að ná samkomulaginu og ekki tókst að höggva á alla hnúta, eins og t.d. sérákvæðin fyrir Breta sýna. Þeir voru ekki reiðubúnir að gefa sterlingspundið upp á bátinn og sætta sig við yfirstjórn EB á fjármálamarkaði sínum, svo og í félagsmálum. Þess vegna eru Bret- ar ekki aðilar að myntbandalaginu eða sameiginlegri félagsmálalögg- jöf hinna ríkjanna ellefu, en geta orðið það síðar, ef þeir óska. Brezka stjórnin er andvíg því að pólitískt samstarf innan Evrópu- bandalagsins leiði til stofnunar sambandsríkis, þótt hún sé hlynnt víðtæku samstarfi á öðrum sviðum, einkum efnahagslegu. Þegar þetta er haft í huga er ekki að furða þótt formaður ráðherranefndar EB, Portúgalinn Joao de Deus Pin- heiro, hafni alfarið breytingum á Maastricht-samkomulaginu til að þóknast Dönum, því endurskoðun gæti hleypt öllu í bál og brand. Utanríkisráðherrar EB, sem koma saman í dag á NATO-fundi í Ósló, munu væntanlega staðfesta þessa afstöðu. Ýmsir stjómmálamenn og sér- fræðingar telja, að afleiðingarnar af höfnun Maastricht-samkomu- lagsins geti orðið mjög alvarlegar fyrir Dani. Því er haldið fram, að stöðnun fylgi í kjölfarið í dönsku efnahags- og atvinnulífi, áhrifin á danskan fjármálamarkað verði víð- tæk, m.a. dragi mjög úr fjárfest- ingum, verð á hlutabréfum og öðr- um verðbréfum lækki verulega, svo og gengi dönsku krónunnar. Full- trúi Dana í framkvæmdastjórn EB, Henning Christophersen, og fyrr- um fjármálaráðherra, segir að um 200 þúsund störf tapist, en danska ríkisstjórnin vonaðist einmitt eftir því, að þátttakan í nánara efna- hagssamstarfi EB-ríkjanna myndi bæta úr miklu atvinnuleysi í land- inu. Danir eru ákveðnir í því, að taka eins víðtækan þátt í samstarfinu innan EB og þeir framast geta miðað Við núverandi aðildará- kvæði. Fyrir því virðist vera breið samstaða í dönskum stjórnmálum. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar verða þó að teljast mikið áfall fyr- ir forustumenn danskra stjórn- mála, því yfírgnæfandi stuðningur var á danska þjóðþinginu við Ma- astricht-samkomulagið. Þar var það samþykkt með 138 atkvæðum gegn 25 og því sterkur pólitískur vilji til að samþykkja það, jafnt innan sem utan stjórnar. Danskir stjórnmálamenn hljóta því að fy'alla um ástæður úrslitanna og eigin vinnubrögð, „hugsa sinn gang og meta hvernig á því standi, að þeir eru svo fjarlægir kjósendum“, eins og Uffe Elleman-Jensen, utanríkis- ráðherra, orðaði það. Enn er of snemmt að spá fyrir um afleiðingar úrslitanna í öðrum ríkjum EB að öðru leyti en því, að andstæðingar nánari samruna fá vatn á myllu sína. Frakklands- forseti tilkynnti eftir tíðindin frá Danmörku, að efnt verði til þjóðar- atkvæðis um Maastricht-sam- komulagið, en tilgangur hans er vafalaust sá að styrkja umboð sitt til að hafa áfram forustu um póli- tíska sameiningu Evrópu. írar höfðu ákveðið þjóðaratkvæða- greiðslu hjá sér um málið 18. júní og hefur írska stjórnin tilkynnt, að hún fari fram eins og ekkert hafi í skorizt. Úrslitin í Danmörku snerta okk- ur íslendinga ekki beint, en þau geta þó haft áhrif á framvinduna innan Evrópska efnahagssvæðis- ins. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, lét svo um mælt eftir að þau lágu fyrir, að EES-' samningurinn kunni að verða var- anlegri en margir héldu, því um- Qöllun um aðildarumsóknir EFTA- ríkja kunni að tefjast á meðan EB-ríkin leysi sín innri vandamál. Afstaða Dana sýnir að hraðlest- in til nánara samstarfs Evrópuríkja fer ekki jafn hratt og af hefur verið látið og brautin er ekki eins bein og breið. Innan annarra aðild- arríkja Evrópubandalagsins er einnig hörð andstaða gegn Maastr- icht-samkomulaginu. I hópi þeirra, sem hafa efasemdir um það er Margrét Thatcher; fyrrum forsæt- isráðherra Breta. I blaðagrein fyrir skömmu um þetta samkomulag sagði hún m.a.: „Staðreyndin er sú, að Maastricht-samkomulagið færir gífurleg völd frá þingræðis- lega kjömum ríkisstjómum til mið- stýrðs skrifstofuveldis. Hleypi- dómalausum áhorfanda fyrirgefst kannski að spyrja hvort það séum við á Vesturlöndum sem emm að reyna að snúa Austur-Evrópuþjóð- unum til lýðræðis eða þær að snúa okkur' til skrifræðis." Þorskur og umhverfi á Norður-Atlantshafi einnig reiknimeistarar eða módel- smiðir - frá löndum vestanhafs og austan munu væntanlega koma til leiks. Það var löngum ljóst að sam- hliða fiskirannsóknum verði að huga að umhverfisrannsóknum og tengja þær síðarnefndu við lífsferla og sveiflur fiskistofna. Að öðru leyti er þekking á hafinu þýðingarmikil fyrir skilning á veðurfari og veðurfars- sveiflum. Þær rannsóknir eru alþjóð- legar og ná til alls heimsins (hnatt- rænar). eftir Svend-Aage Malmberg í vetur (1991-1992) var mikið rætt og ritað um ástand þorsk- stofns - svonefndur norðurstofn - við Nýfundnaland (sjá m.a. Morgunblaðið 29. mars). Stofnarn- ir eru reyndar margir á þessum slóðum en norðurstofninn er þó þeirra langstærstur. Hnignun hans, sem að sjálfsögðu er alvar- legt mál fyrir íbúa Nýfundna- lands, var í umfjölluninni einkum talin stafa af ofveiði, veiðum út- lendinga á djúpslóð og veiðum heimamanna á grunnslóð. Einnig var þó minnst á lágt hitastig sjáv- ar á bönkunum út af Nýfundna- landi. Hér á eftir verður í stuttu fmáli reynt að gera grein fyrir umhverfisbreytingum í hafinu við Nýfundnaland og annars staðar á Norður-Atlantshafi ef vera skyldi að þær varpi frekara ljósi á tengsl þeirra við ástand þorskstofna. Reyndar þykir höfundi brýn þörf knýja á um að koma þessum upp- lýsingum á framfæri. Straumakerfi Norður-Atlantshafs Sýnt hefur verið fram á að áhrifa hafísáranna við ísland 1965-1971 gætti um allt norðanvert Norður- Atlantshaf og í Norðurhafi á um 15 ára tímabili þar á eftir. Auk þess sem mörkin milli hlýsjávarins og kaldsjáv- arins á Norður-Atlantshafí færðust sunnar á tímabilinu en áður var komu áhrifín fram í Iágri seltu af völdum pólsjávar sem blandaðist hlýsjónum á leið sinni um hafíð frá íslandi og Grænlandi (Austur- og Vestur-Græn- landsstraumur) til Labrador og Ný- fundnalands (Labradorstraumur) og þaðan aftur til stranda Evrópu (Norð- ur-Atlantshafsstraumur eða Golf- straumur) og áfram norður í höf (Noregsstraumur, 1. mynd). Á þessum ferli jukust áhrif kalds pólsjávar við Grænland og Labrador og áhrif hlýsjávar með þeirri kvísl Golfstraumskerfisins, sem nefnist Irmingerstraumur, minnkuðu jafn- framt. Við Vestur-Grænland fór reyndar að kólna í sjónum eftir 1962 og 1970 hafði kólnað um 1,5 ° í yfirborði frá því sem var um 1960. Við Labrador fór að kólna í yfirborðs- lögum um 1966 og lægst varð hita- stigið 1972 eða allt að 2 ° lægra en 1965-1966. Jafnframt lækkaði hita- stigið í hlýja sjónum í Labradorhafí (Irmingerstraumur) um 1 ° eftir 1972 og hefur það haldist síðar. (2. mynd). Þessari atburðarás og físk- dauða á Nýfundnalandsmiðum var lýst þegar 1976 af kanadískum vísindamönnum. Tengsl við atburða- rás í sjó og lofti á stórum svæðum á Norður-Atlantshafí voru síðan mjög til umræðu á áttunda áratugnum og síðar og þá einnig hér á íslandi. Það var löngum viðurkennt sjón- armið að þorski í Norður-Atlantshafi sé nauðsyn að búa við aðstreymi hlýs Atlantssjávar (3. mynd). Þessi sjór er bæði ylríkur og jafnframt flytur hann með sér upp á landgrunnin önnur skilyrði sem eru þorskinum nauðsynleg eins og næringarefni fyr- ir gróanda og æti. Sjór og fiskur a) íslandsmið. Ekki hefur verið unnt að staðfesta bein eða óyggjandi áhrif umhverfís- breytinga í sjónum við Island á við- komu þorskstofnsins hér við land. í því sambandi er rétt að benda á að þorskur hrygnir hér við land í hlýja sjónum en hann elst svo upp í kald- ari sjó fyrir Norðurlandi uns hann leitar aftur í hlýja sjóinn til hrygning- ar. Ástand sjávar á þessum slóðum er gjörólíkt. Sérstaklega eru svipting-. ar frá ári til árs oft miklar í sjónum Svend-Aage Malmberg „Hér á eftir verður í stuttu máli reynt að gera grein fyrir um- hverfisbreytingum í hafinu við Nýfundna- land og annars staðar á Norður-Atlantshafi ef vera skyldi að þær varpi frekara ljósi á tengsl þeirrá við ástand þorskstofna.“ úti fyrir Norðúrlandi (allt að 5 ° á hafísárunum), en langt um síður fyr- ir Suðurlandi (tíundu hlutar úr gráðu). Fyrir sunnan land eru önnur öfl að verki eins og t.d. ferskvatns- flæði frá landi. Breytilegt innstreymi hlýsjávar á norðurmið ásamt ætis- skilyrðum og magni pólsjávar þar gefa þó helstu hugmyndir um áhrif umhverfís á þorsk hér við land. Var íjallað um það efni í greinum í Morgunblaðinu fyrr í vetur (22. nóv- ember ’91 og 7.febrúar ’92) b) Grænlandsmið. Allt er þetta ljósara á Grænlands- miðum. Þau eru að öllu jöfnu kald- sjávarmegin við skilin milli hlý- og kaldsjávarins. Þorskur þar verður því fyrir áhrifum af bæði auknum köld- um pólsjó og minnkandi hlýsjó eins og varð á sjöunda áratugnum þegar sjávarhiti féll um 1,5° (4. mynd). Á ísland V-Grænl. Afli þús. tonna 450-300 400-<100 Nýliðun millj. fiska 300-100 >1000-100 Hrygn.stofn þús. tonna 600-200 1000-<100 sama tímabili féll þorskveiði við Vestur-Grænland úr 400.000 tonnum á ári í um 50.000 tonn og hafa veið- arnar ekki náð sér aftur síðan. (5. mynd). Stafar það líklega af mikilli sókn 1965-1970, lélegri nýliðun (síð- ast góð 1961) og óblíðum uppvaxtar- skilyrðum í versnandi árferði á heim- amiðum eftir 1962 og þá ört minnk- andi hrygningarstofni ásamt tiltölu- lega litlu reki seiða frá íslandi til Grænlands eftir 1963 nema 1973 og 1984. c) Nýfundnalandsmið. Sömu sögu er að segja um miðin við Labrador og Nýfundnaland. Þar hafði í langan tíma (1850-1960) aflast um 200.000-300.000 tonn á ári (6.mynd). Veiðarnar ukust svo í 600.000-800.000 tonn á sjöunda áratugnum og náðu hámarki 1968. Þá dró mjög úr nýliðun og hrygning- arstofn minnkaði ört á áttunda ára- tugnum - úr 800 í 200 þúsund tonn - en sóknarþungi jókst ört allt til 1976. Kandamenn gerðu sér vonir um áframhald á miklum afla og reiknuðu reyndar fastlega með því að svo yrði. Þeir gættu þess ekki að þeir höfðu búið við góð skilyrði í sjónum á sjöunda áratugnum og reiknuðu fyrst samkvæmt því. En nú brá svo við að mjög dró úr sjávar- hita á tímabilinu 1966-1972 eins og við Grænland 1962-1970. Þarf þá ekki mikið ímyndunarafl til að átta sjg á samhenginu þegar ársafli varð aftur um 200.000 tonn eftir 1970. Nokkurs bata gætti svo aftur á níunda ártuginum. Þá höfðu Kanda- menn tekið á málum varðandi sðkn- ina með stranagri stjórnun jafnt á landgrunninu innan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar sem í kantin- um utan hennar, þar sem Evrópu- menn veiddu. Reyndar er það svo að merkar umhverfisrannsóknir Kanadamanna beinast mjög að því sem gerist á víðáttumiklu land- grunni þeirra, og er oft erfitt að átta sig á langtímabreytingum þar vegna staðbundinna og landrænna áhrifa. Þeir sem um málið fjalla höfðu áður síður sinnt því sem ger- ist úti í kanti á áhrifasvæði stóru hafstraumanna. Bestu langtíma- gögn frá síðarnefndu svæðunum koma frá Rússum og er 2. mynd reyndar frá þeim komin. dj Noregsmið - Lofoten og Bar- entshaf. Hér verðu ekki lýst ástandi sjávar né þorskstofns í hafinu úti fyrir Norður-Noregi. Vistkerfi sjávar norður þar er að mörgu leyti miklu flóknara en í kalda sjónum við Vestur-Grænland og Nýfundnaland. Eins og íslandsmið hafa sín sérein- kenni sem mótast einkum af legu landsins við straumamót á neðan- sjávarhryggjum þá mótast Noreg- smið af m.a. mismunandi flæði hlý- sjávar inn á víðáttumikið landgrunn Barentshafs og fjölbreyttu samspili margra fískistofna. Að lýsa atburða- rás þar er efni í sérstaka grein. Skal hér aðeins í mjög stórum drátt- um veita upplýsingar um mismun- andi afla, hrygningarstofn og nýlið- un þorsks á Noregsmiðum og í haf- inu við ísland, Vestur-Grænland og Nýfundnaland í upphafi og lok tíma- bilsins 1960-1990 (tafla) Fram kemur að afli á umræddum miðum í heild hefur á tímabilinu dregist saman um helming (50%), nýliðun um tvo þriðju (66%) og hrygningarstofn um þijá fjórðu (75%). Versnandi árferði og þá minnkandi „veiði- eða beitarlendur" þorsks á Norður-Atlantshafi eiga hér vafalítið hlut að máli ekki síður er sókn í fiskistofnana. Að greina þar á milli er svo aftur vandinn. Nýfundnal. Norcgur Hcild 600-300 1000-200/500 2500-1200 í 000-150/500 600-300 3000-1000 1000-300 600-200 3200-800 Straumar og ofveiði Það er víðar en í Kanada sem það hefur tekið tímana tvo að vekja at- hygli á þýðingu meginhafsstrauma fyrir lífríki sjávar. Oft er ýmsu öðru um kennt þegar illa horfír um ástand fiskistofna (útlendingum, hvölum og jafnvel vísindamönnum). Þó skal áréttað að höfundur telur að sjálf- sögðu nauðsyn á stjórnun fiskveiða, því allir fískistofnar eiga sín takmörk og þegar illa árar og fiskur býr við verri skilyrði en ella þá getur sóknin leitt til hruns. Þá er um ofveiði að ræða miðað við aðstæður fisks og umhverfis, með öðrum orðum miað við þau takmörk sem náttúran setur hveiju sinni. Alþjóðlegar haf- og fiskirannsóknir Sumarið 1993 verður haldin í Reykjavík ráðstefna á vegum Al- þjóðahafrannsóknaráðsins um þorsk og veðráttu í sjó og lofti (Cod and Climate). Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, mun stýra ráðstefnunni og vísindamenn - fiskifræðingar, hafeðlisfræðingar og Hafstraumar á Norður-Atlantshafi og í Norðurhafi ásamt upplýsingum um hvenær (ár) ákveðin skilyrði (seltulágmark) sem berast með straumi fundust. Athuganir sýna að áhrifa hafísáranna við ísland, t.d. 1968, má rekja í áhrifum íss og pólsjávar á seltu sjávar á Norður-Atlants- hafi (Dickson og félagar 1986). Breytingar á hitastigi sjávar að hausti á mismunandi dýpi út af Labrad- or 1964-1990. A. í pólsjónum á 0-200 m dýpi B. í Irmingersjó á 0-200 m dýpi C. í Irmingersjó á 200-500 m dýpi D. í Irmingersjó á 500-1000 m dýpi. (Borokov og Tevs 1991) Breytingar á hitastigi sjávar yfir Vestur-Grænlandi 1876-1974 (Buck og Hovgaard 1988). E.t.v. má botna þennan þátt um sjó og fisk með áherslu á mismun- andi viðhorf til fisks og umhverfis á alþjóðavelli. Fiskur er auðlind sem hver þjóð eða þjóðarsamsteypa - svo ekki sé talað um Jandshluta, félög eða einstaklinga - reynir að eigna sér, en veðráttan er alþjóðaeign eða hnattræn (global). Þessi tvö sjónar- mið koma vel fram hvað varðar haf- og fískirannsóknir á íslandsmiðum og í nálægum höfum. Fjöldi erlendra rannsóknaskipa kemur á þessar slóð- ir til hafrannsókna, en við sitjum ein að fiskirannsóknunum. Þetta er eðli- legt í ljósi þeirrar þróunar sem var í landhelgismálum 1952-1975. Yfír- ráðaréttur íslensku þjóðarinnar yfir miðunum við landið er reyndar undir- staða efnahafslegs sjálfstæðis henn- ar, en þeim rétti fylgir líka mikil ábyrgð bæði heima og á alþjóðavelli. Varðandi hin mismunandi viðhorf til fisks og veðurs vaknar sú spurn- ing hvort ekki megi sameina þau í einhveijum mæli, þar serp fiskur er háður umhverfi sem aðeins verður að fullu skilið hnattrænt og með átaki margra aðila. Sérstaklega þykir höf- undi þetta sjónarmið geta gilt fyrir rannsóknir á tiltölulega óþekktum - eða svonefndnum vannýttum - fisk- stofnum á víðáttumiklum og djúpum hafsvæðum. Slík verkefni verða vart leyst nema með samstilltu átaki á ýmsum sviðum haf- og fiskifræði, og helst á mörgum skipum á ákveð- inn tíma. Kemur þá til kasta alþjóða- samvinnu. Lokaorð Að lokum má minna á nauðsyn þess að átta sig á samhengi hlutanna og að nýtt sé sú þekking sem fyrir liggur fremur en, svo dæmi sé tekið, að kenna ofveiði útlendinga (Portúg- ala og Spánvetja) um hvernig komið sé fyrir þorskstofni við Nýfundna- land. Að Nýfundnalandsmenn sitji einir að sínum takmörkuðu fiski- stofnum er þessu máli óskilt og eðli- leg krafa af þeirra hálfu. íslendingar sem svo mjög eru háð- ir veðri og fiski ættu a.m.k. að gá að sér í tortryggni sinni í garð „vondra útlendinga“ nú þegar þeir á einn eða annan veg standa frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum á al- þjóðavelli. Á sviði hafrannsókna er rannsóknum og þekkingum best borgið með virkri þátttöku í verkefn- um í samvinnu við einstaklinga og stofnanir í hinum ýmsu löndum. Samningurinn um evrópskt efna- hagssvæði (ESS) býður m.a. upp á ný tækifæri í þeim efnum. Hugum að okkur og reynum að takast á við og nýta okkur fyrirliggjandi aðstæð- ur. Helstu heimildir: Borokov, Tevs 1991: Oceanographic Cond- itions in NAFO Subareas 0,1,2,3 in 1990. NAFO Scientific Council Meeting June 1991. Erik Buch, Holger Hovgaarfd 1986. Cli- mate and Cod Fishery at West Greenland. Int. Symp. Long Term Changes Mar. Fish Pop. Vigo. Jakob Jakobsson 1991. Recent Variability in Fisheries of the North Atlantic.ICES Var- iability Symposium 21,3. Jón Kristjánsson 1992. Mörg er búmanns- raunin, Víkingur 54, 2-3. Robert R. Dickson, Jens Meincke, Sv.A.M., Arthur Lee 1988. The „Great Salinity Ano- maly“ in the northern North Atlantic 1968- 1982. Prog. Oceanogr. 20. Sv.A.M., Arthur Svansson 1982. Variati- ons in the physical marine environment in relation to climate. ICES. C.M. 1982/Gen:4. V erktakasamband byggingamanna: Einfalda ber fjármögnun húsnæðislána EFTIRFARANDI ályktun um íbúðarmál var samþykkt á aðal- fundi Meistara- og verktaksam- bands byggingamanna á Kjalar- nesi 7. og 8. maí: „Meistara- og verktakasamband byggingamanna vill benda á það sem betur má fara í opinberu hús- næðislánakerfí landsmanna. Mikil þörf er á einföldun og sparnaði í félagslegu og almenna húsnæðislánakerfinu. Flókinn og umfangsmikill rekstur Húsnæðis- stofnunar ríkisins, Byggingasjóðs verkamanna, kaupleigukerfisins og húsnæðisnefnda víða um land verði lagður niður og úthlutun lána fari til bankanna. Þeim fjármunum sem varið er til húsnæðismála má ekki tína í skrif- fínnsku og stofnanabákni. Æskilegt er að úthlutun lána virki hvetjandi á framtak og dugnað fólks, en ekki letjandi eins og núverandi félags- legt kerfi. Því vill aðalfundur Meistara- og verktakasambands byggingamanna beina eftirfarandi ályktun til ríkis- stjórnar íslands að kannaður verði til hlítar sá möguleiki að íjármögn- un húsnæðismála verði einfölduð með því að öll íbúaðarkaup verði fjármögnuð með sama hætti þar með talin íbúðarkaup lágtekjufólks, tillit verði tekið til þeirra sem minnst mega sín með vaxtabótum í skattakerfinu. Með einu sam- ræmdu lánakerfi er lagður grunnur að mun ábyrgari fjármálastefnu hins opinbera á þessu sviði.“ Arbók Land- græðslunn- ar komin út GRÆÐUM ísland, árbók Landgræðslunnar 1991-1992, er komin út. Árbók Land- græðslunnar kemur nú út í fjórða sinn. Andrés Arnalds ritsýrir bókinni seni er prýdd á annað hundrað mynda af ýmsum stöðum á landinu og segja myndirnar langa sögu gróðureyðingar og upp- græðslu á landinu. Halldór Blöndal landbúnað- arráðherra fylgir bókinni úr hlaði en árbókinni er skipt í 21 kafla og hafa ýmsir höfundar lagt hönd á plóginn. í kynningu útgefanda eru sem dæmi um efni nefnt: Land- græðslustarfið eftir Svein Run- ólfson, þar er fjallað um helstu verkefni Landgræðslunnar árin 1990 og 1991. Drög að flokkun rofmynda á íslandi, sem segir frá hinum margvíslegum mynd- um sem rof getur birst í. Útivist- ar- og landgræðsluskógar skóla- barna, hugmyndir um gróður- vernd og ræktun sem almenn- ingur, og þá sérstaklega börn og unglingar, gæti tekið þátt í. Biskupstungnaafréttur með augum bónda og Birkileifar og kolagrafir á Biskupstungnaaf- rétti. Greinar heimamanns, Arn- órs Karlssonar. Melgrasskúfur- inn harði, fróðleg grein um hið mikilvæga hlutverk melgresisins í að veija land fyrir sandfoki. Hnignun gróðurs og jarðvegs um beit og ýmsa umhverfis- þætti og áhrif þeirra til hnignun- ar gróðurs og jarðvegs. Svona gerðum við, skemmtileg og bjartsýn frásögn og hvatning um gróðui-vernd frá Húsavík. Búskapur og gróðurvernd, og svo mætti lengi telja. Græðum Island er 193 blað- _ síður. Höfundur er haffræðingur. Hafstraumar og þorskur á Norður-Atlantshafi. Hryguingarslóðir eru merktar með lóðréttum strikum, úrbreiðslusvæði með láréttum strikum og gönguleiðir með gildum örvum, en hafstraumar með grönnum örv- um (FAO 1971). Ársafli á þorski á Labrador- og Nýfundnalandsmiðum í þúsundum tonna 1850-1990 (Jakob Jakobsson). Ársafli á þorski á miðunum við Vestur-Grænland í þusundum tonna 1926-1990 (Jakob Jakobsson 1991).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.