Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 Minning: VilmarH. Thorsten- sen verkamaður Fæddur 26. september 1913 Dáinn 25. maí 1992 Mig langar með örfáum orðum að minnast míns elskulega tengda- föðurs, Vilmars Herberts Thorsten- sen, sem lést eftir löng og erfið veikindi á Vífilsstöðum hinn 25. maí sl. Mér er það minnisstætt þegar ég kom inn í fjölskylduna, fyrir- tæpum tveimur áratugum, með litla dóttur, að ég var hálf kvíðin að hitta fjölskyldu Óla. En sá kvíði var ástæðulaus, ég fann strax góðan andblæ á móti mér, og þegar Vilm- ar tók í hönd mér í fyrsta skipti, var það traust og hlýtt handtak, og frá þeirri stundu þótti mér vænt um hann. Þegar talað er um Vilm- ar, kemur Hulda strax upp í hug- ann líka, svo samhent og náin sem þau hjón voru, og hlýjan á milli þeirra var einstök, og naut Vilmar þeirrar hlýju í veikindum sínum, því Hulda var óþreytandi að hlúa að og hjúkra honum á sinn einstaka og óeigingjama hátt. Alltaf var mjög gott að koma í heimsókn í Stigahlíðina til þeirra, enda var þar oft mjög gestkvæmt af vinum og vandamönnum. Margar ánægju- stundirnar höfum við átt með þeim hjónum, hvort heldur er við spila- borðið eða í notalegu spjalli, þar sem Vilmar naut sín vel með fjöl- skyldunni. Hann hafði skemmtilega léttan húmor og góða frásagnar- gáfu. Og mikið höfðu barnabömin mikla ánægju af því að hlusta á hann segja frá sínum æskuárum, sem eflaust vom frábrugðin margra annarra, því hann var fæddur og alin upp af útlendum foreldrum, norskum föður, Óla skósmið, sem kom hingað til lands um 1907, og danskri móður Anine, sem kom hingað árið 1907 á vegum Hálpræð- ishersins. Ekki verður hjá því kom- ist að minnast á hugsjón Vilmars, og baráttu fyrir jafnrétti og betri kjömm, verkamönnum til handa, og var hann til langs tíma trúnaðar- maður Dagsbrúnar á sínum vinnu- stað. Um leið og ég bið Huldu blessun- ar og huggunar, vil ég kveðja Vilm- ar með þessum ljóðlínum. Nú er ég aldinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt til sængur er mál að ganga. - Sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga - þá viidi ég móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. (Om Amarson) Anna tengdadóttir. Nú þegar faðir minn, Vilmar Her- bert Thorsteinsen, hefur kvatt þetta jarðneska iíf, eftir löng og oft erfið veikindi, langar mig að minnast hans. Pabbi var fæddur í Hafn- arfirði, foreldrar hans voru Anine, sem var dönsk og kom til íslands á vegum Hjálpræðishersins, og Óle Thorstensen sem var norskur. Hann kom hingað sem skútusjómaður, en var lærður skósmiður, og ákvað að setjast hér að um tíma. En það fór á annan veg, því hérna lágu leiðir ömmu og afa saman. Þau giftust, eignuðust sex syni, og var pabbi elstur þeirra. Tveir bræður hans dóu barnungir, en þeir sem upp komust auk pabba voru Tryggve Daníel, Olivert og Ekhart, sem einn lifir þeirra bræðra. Afi og amma fluttu fljótlega til Reykjavíkur, þar sem afi starfrækti skósmíðastofu, þar sem pabbi lærði margt um handverk- ið, og þótti okkur krökkunum gaman að fylgjast með honum gera við skó fjölskyldunnar. Þeir bræður ólust upp við svipuð kjör og allur almúgi þess tíma, en samt sem áður við sérstakt hreinlæti og hirðusemi sem amma var þekkt fyrir, ásamt fágæt- um húmor og frásagnarhæfileika, en pabbi erfði báða þessa hæfileika frá henni. Pabbi naut þess að hlusta á góða söng, og minntist oft föður síns, sem hafði ágæta baritónrödd. Hann spilaði sjálfur á mandólín á sínum yngri árum, og alltaf eftir eyranu. Einnig hafði hann yndi af góðum bókmenntum, og las mikið, og voru samtíma rithöfundar eins og Halldór Laxnes, Þórbergur Þórð- arson og aðrir kjarnyrtir höfundar honum hugleiknir. Enda fóru þar saman skoðanir og áhugi á lífi, starfi og baráttumálum verkalýðsins. Pabbi taldi sig vera mikinn gæfu- mann, og var óþreytandi við að segja okkur að hans mesta happ væri hjónaband hans og móður okkar Huldu Klöru Svanlaugsdóttur hjúkr- unarfræðingi fæddri að Þverá í Öxnadal þann 12. október 1914. Þau gengu í hjónband 26. sepember 1942 eða fyrir nær 50 árum. Fyrstu árin bjuggu þau í Miðtúni en keyptu síð- an lítið hús þar á staðnum. Þarna í þessu litla þorpi sem tilheyrir Reykjavík ólumst við fjögur elstu systkinin upp; Eva, fædd 1. apríl 1943, Erna Anine, fædd 14. febrúar 1945, Óli Viðar, fæddur 24. apríl 1948, og Svanhildur Edda, fædd 23. ágúst 1951, við leik og störf, sól inni og sól úti. Því þó ekki væri úr miklu að moða, oft atvinnuleysi, verkföll og aðrir erfiðleikar, þá var aldrei nein vöntun á ástríki og gleði á góðum stundum, og pabbi og mamma voru þeirrar gæfu aðnjót- andi að elda og virða hvort annað, já, voru beinlínis ástfangin alla tíð. Þarna í Smálöndunum eignuð- umst við öll mjög góða vini og var samheldnin mikil, enda veitti ekki af, því erfítt var áreiðanlega með samgöngur og aðdrætti. í Stigahlíð 16 fluttum við 1959 og þar fæddist yngsta barnið, Baldur Pétur, 20. apríl 1961. Sólargeislinn okkarallra, og foreldrar okkar yngdust um 20 ár, og áttu þau ár til góða á uppvaxt- arárum hans. Heima í Stigahlíð hef- ur alltaf verið gestkvæmt, mikið spilað og spjallað og frásagnargleði pabba naut sín vel, þegar gesti bar að garði, og oft mikið hlegið. Pabbi lauk barnaskóla, byijaði síðan að vinna almenn verkamannastörf, að- allega við höfnina, var við sjó- mennsku um tíma, vann um árabil við Fiskimjölsverksmiðjuna að Kletti, þaðan iá leiðin aftur að Reykjavíkurhöfn, og vann hann hjá Ríkisskip fram til 66 ára aldurs, þegar hann hættf störfum vegna veikinda. Hann var allan sinn starfs- aldur virkur félagsmaður í Dags- brún, trúnaðarmaður á sínum vinnu- stað og í trúnaðarráði Dagsbrúnar. Hann var baráttumaður og hafði að leiðarljósi mannkærleika, en sóttist ekki eftir stöðugildum. í þessum miklu veikindum hans, sérstaklega tvö síðustu árin, bar hann sig oftast furðu vel, enda hraustmenni mikið. Hann svaraði oftast, er hann var spurður um líðan sína: „Ég hef það nú bara nokkuð gott, ég er svo glaður.“ Svo komu skemmtilegu sögurnar hans og hjartanlegur hlátur fylgdi. Starfs- fólk Vífilsstaðaspítala þar sem hann dvaldi af og til, síðustu tvö árin, eru færðar þakkir fyrir umönnunina. Hann kunni vel að meta hlýju ykkar og alúð, ekki má gleyma að þakka næturmatinn sem útbúin var sér- staklega fyrir pabba og hann mat mikils. Pabbi var mikill matmaður, borðaði mikið og af ánægju og mestu ánægju hafði hann af því að borða venjulegan íslenskan mat, og helst heima við eldhúsborðið. Að fara út að borða vildi hann helst ekki. „Þá er nú vissara að fá sér vel að borða áður en lagt er af stað,“ var hann vanur að segja ef svo bar við. Pabbi var með hæstu mönnum hér í Reykjavík á sínum yngri árum, og alla tíð grannur, og glæsilegur var hann uppáklæddur. Elsku mamma, þú sem hefur stað- ið eins og klettur við hlið pabba all- an þennan tíma. Þú varst gæfa hans og gleði. Nú hefur hann kvatt, og söknuðurinn er mikill. Þó gleðjumst við vegna þess að hann hélt alltaf sinni reisn, glettni, og gleði af því að gleðja aðra. Pabbi lést á Vífilsstaðaspítala þann 25. maí sl. og var jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk 2. júní sl. Ég kveð föður minn. Erna. Hann var jarðsettur í kyrrþey 2. júní 1992. Vilmar var sonur hjón- anna Ole Thorstensen skósmiðs og konu hans Anina Ernstine Thor- stensen. Faðir hans var aðfluttur frá Noregi, en móðir hans frá Danmörku og kynntust þau hér á landi. Hann var skósmiður, en hún foringi í Hjálpræðishernum. Móðir Vilmars lét af foringjatign í Hjálpræðishemum til að giftast Ole, eftir það starfaði hún sem óbreyttur liðsmaður í hernum. Þau eignuðust 6 syni og Vilmar var þeirra elstur. Aðeins einn þeirra bræðra er eftirlifandi. Vilmar fæddist í Hafnarfirði en HONDA ACCORD ER I FYRSTA . . . sæti í Bandaríkjunum sem söluhæsti fólksbíllinn undan- farin þrjú ár og var heiðraður sem sá bíll sem eigendur voru ánægðastir með. Accord hlaut einnig verðlaunin um Gullna stýrið í sínum flokki í Þýska- landi. Það er ekki hægt að segja að Accord sé sportbíll, en hann er eins nálægt því og hægt er að komast sem fjöl- skyldubíll. Það má því kannski segja að Accord sé fjöl- skyldusportbíli. Utlitshönnun Accord er sérlega vel heppnuð og innréttingar í alla staði vel úr garði gerðar. Accord er með sextán ventla, tveggja lítra vél og nýja hönnun á , sveifarás sem dregur mjög úr titringi. Accord er stórgóður bíll sem uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru til fjölskyldubíla. Accord ár- gerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00- 15:00. Verð frá: 1.548.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. O' HOFUM OPNAÐ NYJA OG GLÆSILEGA VERSLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.