Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 Metsölublað á hverjum degi! Landlæknisembættið; Notkun steralyfja mikil hér á landi Landlæknisembættið hefur gefið út fræðslubækling- um steralyf sem nefnist Staðreyndir um steralyf. í bæklingnum kemur m.a. fram að svo virðist sem misnotkun íþrótta- og vaxtarræktarfólks á stera- lyfum sé algeng víða um heim. Talið er að tæplega sjö af hverjum hundrað körlum og rúmlega ein af hverjum hundrað konum í efstu bekkjum bandarískra framhaldsskóla hafi notað karlhormón. Nýleg rannsókn í sænskri vaxtarræktarstöð leiddi í ljós að þrír af hverjum fjórum körlum sem æfðu fyrir keppni notuðu karlhormón en einnig einn af hverjum fjórum sem æfðu Bæklingurinn er tekinn saman af læknunum Ara Jóhannssyni og Pétri Péturssyni á Akureyri. Þar kemur fram að steralyf eru ýmist nákvæmlega eins og testósteron, hið eiginlega kynhormón karla, eða nauðalík því að gerð. Læknar ávísa steralyfjum einkum þegar þörf er á að bæta karlmönnum upp vanstarf- semi kynkirtla þeirra. Landlæknisembættið telur mis- notkun karlhormóna vera útbreidda meðal íslenskra kraftlyftinga- og vaxtarræktarmanna. í bæklingnum segir að löngum hafi verið deilt um hvort steranotkun bæti árangur í íþróttum. Árangurinn sé greinileg- astur hjá konum og unglingum af báðum kynjum, en hjá heilbrigðum karlmönnum hefur reynst erfítt að sanna bein áhrif á vöðvauppbygg- ingu á þann gagnrýna hátt sem krafíst er í læknavísindum. Einnig er deilt um hvort misnotkun stera sé hættuleg. Vegna þess pukurs sem einkenni alla misnotkun sé nær öruggt að aldrei sé greint frá fjöl- mörgum aukaverkunum opinber- lega. Hins vegar sé nægilega mikið vitað um aukaverkanir til þess að fullyrða að steranotkun eins og hún er víðast stunduð sé oft á tíðum stórhættuleg. Aukaverkanir megi rekja til karl- gerandi áhrifa hormónanna á kon- ur, börn og unglinga, kvengerandi áhrifa þeirra á karla, eituráhrifa, t.d. á lifur, áhrifa eftir ýmsum leið- um á vökva- og saltjafnvægi líkam- ans, sykur- og fítubúskap, hjarta- einungis í fegrunarskyni. og æðakerfi, sálarlíf og fleira. Al- varlegustu aukaverkanir vegna steranotkunar barna og unglinga sé ótímabær stöðvun á vexti, þar sem vaxtarlínur beina lokast. Kyn- færi drengja þroskist fyrr en ella og kynfæri stúlkna geti afmyndast. Dómgreindarleysi og árásarhneigð sé áberandi í fari margra steranot- enda. Enn alvarlegri sjúkdómsein- kennum hefur verið lýst svo sem þunglyndi, ofsóknarbijálæði, of- skynjunum, kvíða, svefnleysi, of- virkni og mikilmennskubijálæði. Þegar stórneyslu sé skyndilega hætt taki stundum við alvarlegt þunglyndi. Hætta virðist á ávana og fíkn svo erfítt kann að reynast að hætta steratöku þótt vilji sé fyr- ir hendi. I bæklingnum segir að ávísanir lækna á þessi lyf til heilbrigðra bijóti í bága við læknisheit þeirra og siðareglur. Viðskipti með þessi lyf fari oftast fram á svörtum mark- aði. Margt sé líkt með þessari versl- un og eiturlyfjaviðskiptum enda bendir margt til þess að misnotkun- in geti haft í för með sér ávana og fíkn. í bæklingnum er bent á að farið sé að bera á misnotkun vaxtarhorm- óns, sem nauðsynlegur er vexti barna og unglinga. Engar vísinda- legar heimildir staðfesti það að full- vaxið fólk geti haft gagn af notkun vaxtarhormóns. Aftur á móti megi búast við ýmsum aukaverkunum, svo sem sykursýki, hjartasjúkdóm- um og háum blóðþrýstingi. optibelt KÍLREIMAR Norræn ráðstefna um starfsmenntun kennara endur hafa verið sérfræðingar kenn- aramenntunarstofnana og stjórn- valda ásamt kennurum og stjórnend- um starfsmenntaskóla. ísland hefur frá upphafi tekið þátt í þessu norræna samstarfi. Að undanfömu hefur mikil um- ræða verið um gæði í framleiðslu og gæðastjórnun. Á þessari ráð- stefnu er sjónum beint að því hvern- ig hafa megi starfsmenntun og menntun starfsmenntakennara til að mæta nýjum og breyttum kröfum atvinnulífsins í framtíðinni. Þessar ráðstefnur hafa verið haldnar til skiptis í löndunum fímm og hefur ísland tvisvar áður verið gestgjafí, í Hveragerði árið 1981 og Húsavík 1986, Þetta er því í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin í Reykjavík. KKogSilf- urtónar á Púlsinum KK-BAND og Silfurtónar halda í kvöld, fimmtudaginn 4. júní, tón- leika á Púlsinum í beinni útsend- ingu Bylgjunnar í boði Prent- smiðjunnar Odda. Hljómsveitina KK skipa: Kristján Kristjánsson, Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Þorleifur Guð- jónsson og Kormákur Geirharðsson. Meðlimir Silfurtóna eru: Júlíus og Magnús sem eru sem fyrri í for- grunni, syngja og leika á gítara, Hlynur er á bassa og Bjami á tromm- ur og Ámi úr Rut er þriðji gítarleik- ari sveitarinnar. 13. NORRÆNA ráðstefnan um menntun starfsmenntakennara stendur yfir um þessar mundir í Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð. Þema ráðstefnunnar verður: Gæði starfsnáms og menntun starfsmenntakennara. Þær stofnanir í Danmörku, Finn- landi, Islandi, Noregi og'Svíþjóð sem sjá um menntun kennara fyrir starf- menntaskóla á framhaldsskólastigi hafa um árabil haft með sér sam- vinnu sem meðal annars hefur falist í ráðstefnum sem haldnar hafa verið til skiptis í löndunum fímm. Þátttak- (FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 814670 JjJJ REIMSKÍFUR OG FESTIHÓLKAR Drifbúnaður hvers konar er sérgrein okkar. Allt evrópsk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta Suzuki Vitara 3ja dyra lipur og öflugur lúxusjeppi — - Staðalbúnaður í Suzuki Vitara SUZUKI MINNI MENGUN • 1.6 I 80 ha vél með rafstýrðri bensínsprautun • 5 gíra með yfirgír eða 3ja gíra sjálfskipting • Samlæsing hurða • Rafmagnsrúðuvindur • Rafstýrðir speglar • Snertulaus kveikja • Vökvastýri • Veltistýri • Halogen ökuljós með dagljósabúnaði • Þokuljós að aftan • Útvarpsstöng • Gormafjöðrun á öllum hjólum • Diskahemlar að framan, skálar að aftan • Grófmynstraðir hjólbarðar 195x15 • Varahjólsfesting • Snúningshraðamælir • Klukka • Vindlingakveikjari • Hituð afturrúða • Afturrúðuþurka og sprauta • Kortaljós • Fullkomin mengunarvörn, (Catalysator) • Samlitir stuðarar, hurðar- húnar og speglar • Vönduð innrétting • Litaðar rúður • Sílsahlífar • Eyðsla frá 8.0 I á 100 km • Verð 5 gíra: 1.438.000 stgr. Sjálfskiptur: 1.530.000 stgr. Til afgreiðslu strax. $ SUZUKI ----------------------- SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 ■ SÍMI 68 51 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.