Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 Sjúkrapúðar Rauða kross Islands og Landsbjargar: Höfum hjálpina næst þegar neyðin er stærst eftir Björn Hermannsson Væru allir fólksbílar á íslandi búnir nauðsynlegustu sjúkragögn- um myndi alvarlegum afleiðingum umferðarslysa fækka. Ef ökumenn kynnu grundvallaratriði í skyndi- hjálp, sem hægt er að læra á stuttu námskeiði, yrði hörmungum margra afstýrt. Hvað eftir annað verða afleiðing- ar minni háttar slysa alltof miklar vegna þess að ekki var brugðsit rétt við strax í upphafi eða að ein- földustu sjúkragögn voru ekki við höndina hjá þeim sem fyrstir komu á slysstað. I einum bíl af tólf Talið er að hér á landi séu sjúkra- gögn af einhverju tagi í tólfta hveij- um bíl. Til samanburðar má geta þess að í mörgum nágrannalöndum, Þýskalandi t,d. er skylda að hafa sjúkrapúða í bílum. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því að sjúkra- gögnin verður að endurnýja reglu- lega og geyma þar sem auðvelt er að ná til þeirra - t.d. ekki við vara- dekkið í skotinu. Ef ekki er hirt um endurnýjun innihaldsins er hætt við að plástrar og sárabindi fúni og verði einskis nýt þegar á þarf að halda. Því er líklegt að hér á landi séu mun færri en tólfti hver einkabíll með sjúkragögn sem rísa undir nafni. Ástandið er yfirleitt betra í bílum sem notaðir eru í atvinnu- skyni, enda er ökumönnum þeirra skylt að hafa góðan og vel búinn sjúkrakassa meðferðis. Púði í hvern bíl í ljósi þess sem að ofan er lýst er brýnt að bæta ástandið á þessu sviði hér á landi. Það er ástæðan fyrir því að nú sameina Rauði kross íslands og Landsbjörg, landssam- band björgunarsveita, krafta sína og gangast fyrir sölu á sjúkrapúð- um undir yfirskriftinni „Fyrsta hjálp“. Markmiðið er að koma slík- um púða fyrir í sem allra flestum bílum á landinu og tryggja þar með að hjálpin sé næst þegar neyðin er stærst. Algengust sár sem fólk fær við bílslys eru skurðir, smáir og stórir. Skurðsár líta oft illa úr, því mikið vill blæða úr þeim, en oftast er til- tölulega einfalt að búa um þau til bráðabirgða. Því er afar mikilvægt fyrir þann sem kemur á slysstað að taka sjúkrapúðann sinn með sér út úr bílnum og hafa hugfast að hver sekúnda er dýmæt og alls ekki víst að svigrúm sé til að hlaupa til baka og sækja púðann. Utan á pokanum er minnt á hvað er mikilvægast fyrir þann sem kem- ur á slystað: 1. Að koma í veg fyrir frekari slys. 2. Að senda eftir hjálp. 3. Að hlúa að hinum slösuðu. „Og ekki er síður mikil- vægl að endurnýja sjúkragögnin í hvert sinn sem eitthvað af þeim hefur verið notað þannig að sjúkrapúðinn sé ævinlega fullbúinn og að hjálpin sé raun- verulega næst þegar neyðin er stærst.“ Þrenns konar sárabindi Þegar hlúð er að fólki með blæðandi sár er forgangsverkefni að koma í veg fyrir bióðmissi. Ástæðulaust er að veija dýrmætum tíma í að hreinsa sárið vandlega áður en reynt er að loka því og stoppa blæðingu. Sárið verður hvort eð er hreinsað þegar sjúklingurinn kemst undir læknishendur. í sjúkrapúða eins og þeim sem nú er verið að selja er þrenns konar búnaður til að búa um sár, það er að segja plástrar og sárabindi sem duga eiga í flestum tilvikum, í það minnsta til bráðabirgða. Fyrir lítil sár: Poki með plástrum af ýmsum stærðum auk sótthreins- aðara klúta og grisja til að gróf- hreinsa sár og þurrka blóð. Fyrir stór sár: Poki með sára- grisjum og heftiplástri ásamt sótt- hreinsuðum klútum. Falsaður LACOSTE fatnaður í umferð Undanfarið hafa einstaklingar gengið í hús og fyrirtæki og boðið fatnað merktan LACOSTE til kaups. Hér er um falsaða vöru og ólöglega starfsemi að ræða. Við viljum því vara fólk við. Þetta er ekki LACOSTE gæðavara, hún fæst aðeins í betri fataverslunum. Falsað LACOSTE merki kemur ekki í veg fyrir að flíkin skemmist í fyrsta þvotti. LACOSTE PARÍS FRAKKLAND Björn Hermannsson Fyrir stóra áverka: Poki með stórum sjálflímandi sáragrisjum og bindum ásamt heftiplástri og teygjubindi sem hægt er að nota til að stöðva blóðrás. Auðveldur aðgangur í púðanum eru einnig skæri, flís- atöng, álteppi, gúmmíhanskar og fleira sem nauðsynlegt má telja og bæklingur með skilmerkilegum leið- beiningum um skyndihjálp og hvernig nota á gögnin sem í pokan- um eru. Mikilvægt er að hver sá sem kaupir poka opni hann og skoði vel, kynni sér leiðbeiningarnar og geymi púðann þar sem auðvelt er að ná til hans. Og ekki er síður mikilvægt að endurnýja sjúkragögnin í hver sinn sem eitthvað af þeim hefur verið notað þannig að sjúkrapúðinn sé ævinlega fullbúinn og að hjálpin sé raunverulega næst þegar neyðin er stærst. Engin veit hvenær það verð- ur - vonandi aldrei - en þá er betra að grípa ekki í tómt. Höfundur er frnmkvæmdastjóri Landsbjargar, landssambands björgunarsveita. Smáprent Orlagsins, annað hefti, komið út FYRIR skömmu kom út hjá Örlag- inu annað heftið í ritröðinni Smá- prent Örlagsins. Hér er um að ræða flokk rita í stærðinni A6, sannkölluðu vasabroti. Fyrsta hefti þessa flokks kom út í júlí 1990 og var sú stefna mörkuð í upphafi að ritin kæmu eins óreglulega út og kostur væri. Ekki er enn ljóst hvort þessu marki verður náð það eð einungis tvö hefti hafa komið til þessa. Það þykir hinsvegar lofa góðu að tæp tvö ár eru milli þeirra tveggja sem komin eru. Eins og í fyrra skiptið er það Jó- hann Hjálmarsson, skáld og þýð- andi, sem er höfundur efnis í Smá- prentinu. Líkt og áður hefur efnið ekki áður birst á prenti. Að þessu sinni er um að ræða ljóðabálkinn Skugga sem Jóhann samdi í Banda- ríkjunum árið 1966. Forlaginu barst vitneskja um tilvist þessa ljóðabálks og eggjaði höfundinn til að grennsl- ast eftir í handraðanum hvort bálk- inn væri þar enn að finna. Eftir allm- ikla leit reyndist svo vera. Um ástæður þess að bálkurinn hefur ekki áður komist á prent seg- ir Jóhann: „Skuggar urðu viðskila við handrit bókarinnar Ný lauf, nýtt myrkur (1967). í Skuggum kvað að mínu mati við annan tón og mér þótti rétt að leggja þá til hliðar. Þeir sem lásu yfir fyrrnefnt handrit voru sammála mér. Nú sýnist mér Skuggar komnir í eðlilegt samhengi að minnsta kosti eru þeir ekki mjög fjarri því andrúmslofti sem til dæm- is Ákvörðunarstaður myrkrið (1985) er til vitnis um.“ Smáprent Örlagsins er átta blað- síður að stærð, vinnsla þess fór fram hjá Örlaginu en um fjölföldun sá Stensill hf. (Fréttatilkynning) M _ I 1 -} w&'). ~ 1 Á ' 8» ',4. f m b 1 Jí < <4 . X | 1 f Anna Birna Jensdóttir, formaður Öldrunarfræðafélags íslands, af- hendir Þór Halldórssyni, formanni Vísindasjóðs félagsins, 100.000 kr. framlag í sjóðinn. 100 þúsund krónur til Vísindasjóðs Öldrunar- fræðafélags Islands STJÓRN Öldrunarfræðafélags íslands afhenti nýlega 100.000 krónur sem framlag í Vísinda- sjóð félagsins. Tilgangur og markmið Vísindasjóðs er að styrkja vísinda- og rannsókna- starfsemi á málefnum aldraðra. Veitt er úr sjóðnum 1. desember á hveiju ári og skulu umsóknir hafa borist til stjórnar sjóðsins fyrir 1. nóvember. Markmið Öldrunarfræðafélags Islands er að styðja hvers konar rannsóknir á fyrirbærum öldrunar, öldrunarsjúkdómum, félagslegum- og fjárhagslegum vanda aldraðs fólks. Félagið hefur einnig unnið að aukinni fræðslu um þessi efni, jafnt á faglegu sviði sem meðal almennings. Það er einnig markmið félagsins að vera til ráðuneytis um lausn vandamála aldraðs fólks og koma með ábendingar um tillögur til opinberra aðila um málefni aldr- aðra. Félagið verur 20 ára á þessu ári. (Fréttatilkynninff)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.