Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 KNATTSPYRNA / HEIMSTARAKEPPNIN V» höldum áætlun - sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, eftir sigurinn í Búdapest ASGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari, brosti sínu breiðasta yfir 2:1 sigrinum gegn Ung- verjum, en var jarðbundinn og sagði að enn væri ýmis- legt, sem þyrfti að laga. Byijunin var hroðaleg og vam- arleikurinn í fyrri hálfleik var ömurlegur. Ég man hins veg- ar ekki eftir eins góðum sóknar- hálfleik hjá íslensku landsliði, því þó við mættum þakka fyrir að fá ekki á okku fjögur eða fimm mörk gátum við auveldlega gert eitt eða tvö.“ -Hvað sagðirðu við piltana í hléinu? „Ég skammaði þá fyrir það, sem þeir höfðu ekki gert vel í vamarleiknum og sagði þeim að það væri sá hluti, sem þyrfti að laga. Þeir tóku sig á í seinni hálf- leik og gerðu margt sem áður var aðfinnsluvert að mörgu leyti vel. Vamarleikurinn eftir hlé var mjög góður og menn sátu ekki eftir. Jagnframt var sóknarleikurinn alltaf ógnandi og jöfnunarmarkið kom á góðum tíma.“ -Hvað ertu helst óánægður með? „Við gáfum mótheijunum of mikinn tíma á miðjunni og þvi náðu þeir að ógna beint í gegnum vörnina. Við verðum ávallt að hafa hugfast að þrengja betur svæðið inni á miðjunni og leyfa mótheijunum ekki að spila í gegn- um okkur.“ -Sigurin er sætur en hvað ann- að er ánægjulegt við leikinn? „Aftasta línan lék of aftarlega í fyrsta leiknum í Grikklandi. Þessu vildum við breyta og það tókst. Ég er ánægður með liðið sem heild og alli eiga hrós skilið fyrir seinni hálfleikinn. Þá unnu þeir eins og skepnur, gáfu sig 100 prósent í verkefnið og gerðu meira en þeir eiga að geta. Rúnar vann sérstaklega vel í seinni hálfleik, alltaf fram á við, en hann kom ekki nógu vel aftur fyrir hlé. Ungveijarnir voru tvisvar til þrisvar sinnum betri en gegn Svíum í síðustu viku og þar hefur heimavöllurinn mikið að segja, en þeir voru of óþolinmóðir undir lok- in.“ -Gefur sigurinn liðinu ekki auknar vonir í keppninni? „Við stefndum að því að fá tvö stig úr tveimur fyrstu útileikjun- um og það tókst. Þetta þýðir að við höldum áætlun og við ætlum okkur út úr riðlinum, en það verð- ur að koma í ljós hvort það tekst eða ekki. Við þurfum 75% stiga til að vera öryggir og þá er ein- faldast að stefna að sigri á heima- velli og jafntefli á útivelli. Nú höfum við unið upp tapið í Grikk- landi, en til að halda settu marki og framkvæma ætlunarverkið verðum við að fá mjög sterkan heimavöll. Við verðum að fá öfluga áhorfendur, sem með skipulegum hætti getað haft áhrif á mótheijana o gdómara, truflað þá. Þessu verður alvarlega að vinna að.“ y Ásgelr Elíasson. Bernsku- draumurinn rættist - sagðiHörður Magnússon Hörður Magnússon var ekkert ánægður með það að vera á .bekknum í byijun, en kom sá og sigraði. „í Grikklandi kom ég inná, þegar 15 mínútur voru eftir og það var of stutt, en nú fékk ég hálf- tíma, sem var betra. Það var þægi- legt að koma inná í þessari stöðu, því við vorum að komast inn í leik- inn og möguleikinn var fyrir hendi. Helsti styrkleiki minn er að nýta skyndisóknir og við beittum þeim reglulega." Um_ sigurmarkið sagði miðheiji FH: „Ég trúði þessu ekki. Draumur- inn sem smápatti var að komast í landslið og gera sigurmarkið að viðstöddum þúsundum, en þetta er engu líkt. Draumurinn hefur nú rætst.“ OPNA LACOSTE GOLFMÓTIÐ verður haldið á Grafarholti mánud. 8. júní n.k. (annan hvítasunnudag). Skráning í síma 682215 til kl. 14.00 sunnudag 07.06. Reuter Á uppleið! Amar Grétarsson hefur hér betur í baráttunni við ungverska leikmanninn Ist- van Vincze í leiknum í Búdapest í gærkvöldi. Rosalega sætur sigur Sigurður Grétarsson fyrirliði ís- lenska landsliðsins mætti blaðamanni Morgunblaðsins í dyr- um búningsherbergis liðsins eftir leikinn og spurði: „Hvemig fór? Fór 2:1?“ Já var svarið. „Þetta er rosa- lega sætur sigur,“ vom fyrstu við- brögðin, en svo hélt hann áfram: „Þó við hefðum getað skorað eitt eða tvö mörk í fyrri hálfleik, höfðum við heppnina með okkur, en svona er fótboltinn. Ég hef hins vegar enga skýringu á því hvers vegna við þurfum alltaf að byija á því að þreifa fyrir okkur og vakna ekki fyrr en við emm marki undir. Hugs- anlegt er að hugarfarið innst inni sé að ná jafntefli á útivelli. Við gáfum of mikið svæði, en Ásgeir talaði yfir hausamótunum á okkur í hálfleik og þegar á heildina er lit- ið verður að segjast að það er ekki oft sem við fáum eins mörg færi í landsleik eins og að þessu sinni." Ekki viljandi Guðni Bergsson tók við fyrirliða- stöðunni eftir að Sigurður fór af velli og stjórnaði liðinu sem herfor- ingi til loka. Hann kom mikið við sögu, en um návígið gegn István Vincze, hinum snögga kantmanni nr. 10, sem gerði það að verkum að Ungveijinn varð að fara af velli skömmu síðar, sagði Guðni: „Ég gerði þetta ekki viljandi. Ég ætlaði að taka boltann, en hann varð að Ungveija." Guðni var í Kovacs, þegar hann skoraði. „Við gerðum mistök og ég nenni helst ekki að skilgreina hvað gerðist. En við misstum manninn, sem komst í færi. Ég var í honum, en var smeykur við að fá rautt spjald ef ég tæki harkalega á hon- um og gerði það því ekki. Enn einu sinn var einbeitingarleysi ríkjandi til að byija með og vörnin var slök í fyrri hálfleik, en við náðum að beita skyndisóknum, sem voru hættulegar. í seinni hálfleik tókst okkur að ná betra sambandi á milli varnar og miðju og við nýttum færin.“ Engar áhyggjur Birkir Kristinsson gerði ein alvar- leg mistök, en bætti þau'upp með frábærri markvörslu, þegar mest lá við. „Ég er ósáttur við að hafa misst af fyrirgjöfinni, þegar Kiddi bjargaði á línu. En það furðulega gerðist að menn voru ekkert að kippa sér upp við, þó einhver gerði mistök, heldur þjöppuðust betur saman og styrktu hver annan. And- inn var frábær og allir unnu fyrir alla.“ Undir lokin skall hurð nærri hælum eftir að Kristinn hafði hitt boltann illa, en Birkir bjargaði í horn. „Það var rosalegur snúningur á boltanum og það hvarflaði ekki að mér að reyna að grípa hann. Guðni kallaði og sagði að maður væri í nánd og því tók ég enga áhættu." Leið vel í leiknum Rúnar Kristinsson var áberandi sem leikstjórnandi í gærkvöldi og fréttamaður Reuters-fréttastofunn- ar sagði hann bestan á vellinum. „Mér leið mjög vel. Strákarnir treysta mér fyrir þessu hlutverki, þetta er mín staða og ég er í þessu hlutverki. Ég bið um boltann og reyni að leika mig frían og það tókst ágætlega." Um varnarhliðina sagði hann: „Við bökkuðum of mikið í Grikk- landi og mér fannst ekki þörf á mér í vörninni. Ásgeir benti mér á í hálfleik að ég yrði að bakka meira og því gerði ég það í seinni hálfleik." íslendingar léku skynsamlega Imre Jenei, landsliðsþjálfari Ungveija, var dapur að leik loknum. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Við fengum tækifæri til að. tryggja okkur bæði stigin, en sátum eftir með sárt ennið. íslenska liðið lék skynsamlega og það var ekki heppni, sem réði úrslitum." -Getur verið að leikmenn þínir hafi vanmetið íslenska liðið? „Ég hef aldrei leyft mér að vanmeta mótheija, en ég veit ekki hvað leikmennirnir hugsa. Ég trúi því samt ekki að þeir fari í leik með slíku hugarfari, því ef þeir gera það eru þeir á rangri hillu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.