Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 TILLAGA UM 40% SKERÐINGU ÞORSKAFLA VIÐ ISLAND Skerðing hefði alvar- leg og víðtæk áhrif FORSVARSMENN sveitarfélaga, verkalýðsfélaga og útgerðarmenn, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, telja, að verði farið að tillögu fiskveiðiráðgjafarnefnd- ar Alþjóðahafrannsóknarráðsins og þorskafli minnk- aður um 40 af hundraði á næsta ári, hafi það mjög alvarleg áhrif um land allt. Viðtöl við þá fara hér á eftir og á næstu opnu. Bæjarstjóri Ólafsvíkur: Svartnætti ef skert um 40% í einu „VIÐ erum enn að jafna okkur eftir þetta áfall, en ég hef að vísu ekki trfr á að við gætum farið að þessum tillögum um 40% samdrátt í þorskafla, þó við þyrftum. Það myndi einfaldlega þurrka út hluta af landsbyggð- inni,“ sagði Stefán Garðarsson, bæjarstjóri í Ólafsvík og stjórn- arformaður útgerðarfélagsins Snæfellings, sem er í eigu bæjar- ins. Stefán sagði að bærinn ætti fullt í fangi með að standa undir rekstri togara, sem hefði 1771 þorskígilda kvóta. „Ef við missum 600 tonna kvóta, þá verðum við að biðja Guð að hjálpa okkur,“ sagði hann. „Við getum ekki skorið rekstrarkostnað- inn niður, sem nemur slíkri skerð- ingu og því þyrfti að auka eigið fé. Það er hins vegar ekki tfl. Bærinn lagði 110 milljónir í Snæfelling á síðasta ári, til að styrkja atvinnulíf- ið í bænum. Mér er til efs að verð- gildi togarans hækkaði eftir skerð- inguna, því ég sé ekki að fyrirtæki hefðu bolmagn til að greiða hærra verð fyrir kvóta en nú er. Bærinn gæti því verið að tapa um 40 millj- ónum. Snæfellingur er líka að reyna að selja tvo báta, en mér þykir lík- legt að menn haldi að sér höndum í slíkum kaupum, þar til þeir sjá hvað verður. A meðan hlaðast drátt- arvextirnir upp.“ Bátar á Ólafsvík hafa um 10 þúsund tonna kvóta, í þorskígildum. „Við vinnum héma heima um 8000 tonn af þorski á ári,“ sagði Stefán. „40% skerðing næmi 3200 tonnum, sem er vinnsla í einu hraðfrystihúsi hér. Vinnsla, sem um 70 manns hafa atvinnu af, eða um 20% af vinnufæru fólki í bænum. Ég hef því enga trú á að skerðingin á næsta ári nemi 40%, þá blasti ekk- ert við nema gífurlegt svartnætti.“ Bæjarstjóri Stykkishólms: Reiðarslag en engin uppgjöf „ÞETTA er auðvitað reiðarslag, en það er engin uppgjöf í mönn- um hér. En það standa auðvitað allir berskjaldaðir, ef hrun verð- ur í atvinnulífínu,“ sagði Ólafur H. Sverrisson, bæjarstjóri Stykk- ishólms. Ólafur sagði að atvinnuástand í Stykkishólmi hefði verið býsna gott undanfarið, þó fiskur væri allur seldur á markað, en ekki unninn á staðnum. „Við erum ekki með öll egg í sömu körfu, því við höfum líka skelfiskinn og rækjuna," sagði hann. „Núna er til dæmis verið að reisa hér nýja rækjuverksmiðju. Bærinn hefur ekki lagt fé í útgerð- arfyrirtæki eða gengið í ábyrgðir fyrir þau, svo fjárhagurinn er þokkalegur. Að vísu skuldum við eitthvað vegna töluverðra fram- kvæmda undanfarið, en það er ekki óyfirstíganlegt." Ólafur sagði að sér þætti ein- kennilegt að fregnir um hugsanleg- an 40% samdrátt í þorskveiðum á næsta ári hefðu komið ráðamönnum svo mjög á óvart, sem raun bæri vitni. Framkvæmdastjóri Signrðar Ágústssonar hf.: Eins og að missa náinn ættingja „ÞETTA er hræðilegar fregnir og líðanin er eins og maður hafi misst náinn ættingja. 40% sam- dráttur í þorskafla hefði ugg- vænleg áhrif hér,“ sagði Ellert Kristinsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Sigurðar Ag- ústssonar hf. í Stykkishólmi. Ellert sagði að fyrirtækið hefði 1500 tonna þorskkvóta. „Við höfum þurft að þola mikla skerðingu á kvóta vegna skelveiðanna og kvót- inn í þeim veiðum hefur líka verið skertur mjög, eða um 10 af hundr- aði þijú ár í röð,“ sagði hann. „Bát- arnir héma hafa átt í vandræðum með verkefni allt árið út af þessari skerðingu, enda er kvóti okkar núna í engu samræmi við veiðarnar eins og þær voru fyrir kvóta. Við erum með fjóra báta og höfum selt aflann á fiskmarkað, því saltfískvinnsla okkar á Rifí hefur ekki verið starf- rækt undanfárið." Ellert sagði að hann gæti ekki séð að skelfísk- og rækjuveiðar gætu bætt upp skerðingu á þorsk- kvóta. „Miðað við niðurstöðu físki- fræðinga undanfarin ár er ég ekki bjartsýnn á að við fáum að veiða meiri' skel og rækju en nú er. Þetta er ljótt ástand." Um sjötíu manns starfa að með- altali hjá Sigurði Ágústssyni hf., að áhöfnum bátanna meðtöldum. Framkvæmdastjóri Einars Guðfinnssonar hf.: Skelfilegt fyrir þjóðina „40% SKERÐING þorskafla hefði í för með sér skelfilegar afleiðingar fyrir land og þjóð, en ég bíð þess að sjá tillögur okkar fiskifræðinga,“ sagði Ein- ar Jónatansson, framkvæmda- stjóri Einars Guðfinnssonar hf. á Bolungarvík. Einar sagði að áhrif skerðingar- innar yrðu afdrifarík fýrir þau fyrir- tæki, sem byggðu langmest á þorskvinnslu. „Skerðing kvóta á undanfömum ámm hefur komið langmest fram í þorskinum og þar af leiðandi bitnað mest á þeim, sem höfðu mestar þorskveiðiheimildir fyrir,“ sagði hann. „Vestfírðingar hafa því orðið verr úti en margir aðrir og ég held að það hljóti að koma til greina að milda áhrif þessa með því að þeir fái hærri hlutdeild í þorskaflanum." Einar Guðfínnsson hf. hefur nú um 2200 tonna þorskkvóta. Einar Jónatansson sagðist ekki sjá neinn vaxtarbrodd í atvinnulífi á Vest- fjörðum, sem gæti bætt 40% skerð- ingu þorskafla að einhvetju leyti. „Þetta hefur allt snúist um fískveið- ar og fiskvinnslu og í fljótu bragði sé ég ekkert sem gæti komið í stað- inn,“ sagði hann. Framkvæmdastjóri Norðurtanga hf.: Ohugnanleg- ar afleiðingar „ÞAÐ liggur í hlutarins eðli að þetta hefur óhugnanlegar afleið- ingar hér, bæði fyrir veiðar og vinnslu. Árið 1981 veiddu íslend- ingar 470 þúsund lestir af þorski, en nú er talað um að aflinn verði innan við þriðjungur af því. Það er ekki mögulegt fyrir neinn at- vinnurekstur að aðlaga sig slíku,“ sagði Jón Páll Halldórs- son, framkvæmdastjóri hrað- frystihússins Norðurtanga á ísafirði. Jón Páll sagði að hugsanleg skerðing kæmi verst niður á at- vinnulífí á Vestfjörðum og Norður- landi, sem væri háðast þorsk- og grálúðuafla. „Þessa 40% skerðingu verður að skoða í ljósi þess, að þetta yrði alls ekki fyrsta skerðingin und- anfarin ár,“ sagði hann. „Það yrði að ræða einhvers konar uppstokkun á fískveiðilöggjöfinni, því núna ger- ir hún ekki ráð fyrir að einhver landshluti fái hærri hlutdeild í afl- anum en annar." Jón Páll sagði, að hann kæmi ekki auga á neitt, sem gæti bætt upp skerðingu á afla að einhveijum hluta. „Landfræðilega erum við Vestfírðingar þannig í sveit settir að ég sé ekki að atvinnulíf okkar gæti byggt á öðru en veiðum og vinnslu." Bæjarstjóri Bolungarvíkur: Taka verður tillit til sérstöðu Vestfjarða „ÞETTA eru hryggilegar fréttir fyrir Bolvíkinga og Vestfirðinga alla, enda kæmi 40% skerðing þorskafla harðast niður á þessum landshluta. Slík skerðing má ekki ganga jafnt yfir alla, heldur verður að taka tillit til sérstöðu Vestfirðinga, sem byggja svo mikið á þorskinum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bol- ungarvík. Ólafur sagði að sjávarútvegsfyr- irtæki á Vestfjörðum væru engan veginn í stakk búin til að mæta 40% skerðingu þorskafla. „Slíkum sam- drætti fýlgdi svo samdráttur í at- vinnulífí, sem hefur verið með dauf- ara móti undanfarið,“ sagði hann. „Þá þýddi þetta mikla erfíðleika fyrir bæjarsjóð, sem hefur frá árinu 1988 lagt 160 milljónir króna af mörkum vegna atvinnulífsins, í formi fjárframlaga, hlutafjárkaupa og ábyrgða." Ólafur sagði að endurskoða yrði stjóm fískveiða. „Þjóðin öll verður að taka á sig byrðar vegna þessa, en hún hlýtur að taka tillit til sér- stöðu Vestfjarða. Mér fínnst því að jafn niðurskurður gangi ekki, held- ur verði hlutfall okkar Vestfirðinga að aukast frá því sem nú er. í fljótu bragði sé ég enga vaxtarbrodda í atvinnulífí hér, þó að loðnuveiði gæti auðvitað orðið plástur á sárin að einhveiju leyti.“ Ólafur hefur lagt til við bæjarráð Bolungarvíkur að komið verði á fundi forsvarsmanna sveitarfélaga, útvegsfyrirtækja ' og verkalýðs- hreyfíngarinnar á Vestfjörðum, til að ræða horfur í atvinnumálum. Aðstoðarframkvæmda- stjóri Haraldar Böðvars- sonar hf: Ekki má breyta kvótakerfinu KVÓTI stærsta útgerðafyrirtæk- isins á Akranesi, Haraldar Böðv- arssonar hf., myndi minnka um 1000 tonn ef af 40% skerðingu á þorskvóta verður. Sturlaugur Sturlaugsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri fyrirtæksins telur mikilvægt að ekki verði gripið til skammtimalausna, t.d. til- færslna á karfakvóta milli fyrir- tækja. Sturlaugur segir Harald Böð- varsson hf. hafa reynt að vera með dreifða áhættu, kvóta í mörgum fískitegundum, og í kring um það hafí fyrirtækið verið byggt upp. „Sjávarútvegurinn þarf að standa saman. Vandamálið má ekki reyna að leysa með skammtímalausnum þannig að ekki verði hróflað við þeirri sátt sem menn hafa náð um kvótakerfið,“ segir Sturlaugur. Gísli Gíslason bæjarstjóri segir kvótaskerðingar síðustu ára hafa komið hart niður á sjávarútvegsfyr- irtækjum á Akranesi. „Á síðasta ári var kvótinn skertur um 10-15% og öll kvótaskerðing til viðbótar er mjög af hinu slæma fyrir físk- vinnslu og atvinnulíf í bænum,“ segir Gísli. „í fískvinnslu og útgerð eru um 20% af starfandi Akumesingum. Sveiflur í sjávarútvegi hafa því ekki komið eins hart niður á okkur og mörgum öðrum bæjarfélögum. Við- varandi atvinnuleysi hefur verið um 2-4% en skerðing kvóta myndi auka það nokkuð." Bæjarstjórinn Neskaupstað: 300 milljónir króna tapast SKERÐING um 40% á þorsk- kvóta þýðir um 2200 tonna minni kvóta í Neskaupstað sem eru verðmæti upp á u.þ.b. 300 milÖ- ónir króna. „Þetta jafngildir fækkun á um 90 störfum í sjávar- útvegi hér og með hliðarverkun- um er það um 130-140 störf í Neskaupstað. Alls eru starfandi um 500 manns í kring um sjávar- útveginn hér,“ segir Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri í Neskaup- stað. „Vandamálið hlýtur að hafa verið ljóst lengi þar sem hér hafa menn ekki náð að veiða upp í þann þorsk- kvóta sem úthlutað hefur verið. Hins vegar koma tillögur um svona mikinn niðurskurð á óvart.“ Guðmundur Bjarnason segir skerðinguna vera eitt hið mesta efnahagslega áfall sem þjóðin sé að verða fyrir. „Skerðingin er ekki einungis áfall fyrir landsbyggðina. Þjónustukerfið sem búið er að byggja í kring um Reykjavík hlýtur einnig að verða fyrir miklum áföll- um.“ Stærð þorskárgan Fjöldi við þriggja ára aldur 450 milljónir fiska nna 1960-1990 Árgangar STÆRÐ árganga þorsksins hefur verið misjöfn undanfarna áratugi í samræmi við nýliðun. Þar sem miðað er við þriggja ára fisk, er veiðin ekki farin að hafa teljandi áhrif. Árgangurinn frá 1973 er langstærsti árgangurinn frá árinu 1960 og bar hann uppi veiðina lengi á eftir. Árgangurinn 1983 var einnig stór, en síðan hefur verið um slaka ár- ganga að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.