Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JUNI 1992 Breytingar í A-Evrópu kalla á meira starf Stykkishólmi. Á AÐALFUNDI Rauðakross íslands sem haldinn var í Stykkishólmi um helgina voru þrír af varaforsetum Alþjóðasambands Rauðakross- félaga og Rauða hálfmánans, þeir Guðjón Magnússon formaður Rauða kross Islands, Karl Kennel formaður svissneska rauða kross- ins og Ali Bandiari formaður Rauða krossins í Nígeríu. Erlendu varaforsetarnir voru sérstakir gestir fundarins. í máli varaforsetanna þriggja kom fram að Alþjóðasambandið stendur nú á tímamótum vegna nýrrar heimsmyndar í kjölfar breyt- inganna í Austur-Evrópu. Á því svæði sé nú þörf fyrir bæði mat- væla- og þróunaraðstoð auk neyð- arhjálpar á ófriðarsvæðum Júgó- slavíu þar sem hatrömm borgara- styrjöld geisar. En í hvaða ljósi sjá varaforsetarnir þau tímamót sem Alþjóðasamtökin standa á? Áli Bandiari frá Nígeríu: Hvað þessi mál varðar þá tala ég fyrir munn frönskumælandi Afríkuþjóða en hjá' öllum þeim þjóðum gætir töluverðs kvíða. Ástæða hans er sú að þörfín fyrir aðstoð Rauða kross- ins er ennþá gríðarlega mikil í lönd- um okkar og öllum hinum þriðja heimi. Það er ljóst að ef aukin neyð- araðstoð berst ekki í allra nánustu framtíð er mikil hungursneyð yfir- vofandi á þurrkasvæðum Afríku. Þar fyrir utan eru verkefnin ótelj- andi og sem dæmi má nefna flótta- mannavandamál vegna þurrka og stríðsátaka sem sífellt eru að koma upp. Atvinnuuppbygging er annað atriði sem víða er skammt á veg komin og get ég nefnt sem dæmi að í föðurlandi mínu, Nígeríu, eru innan við 1% þjóðarinnar með fasta launaða vinnu. Fólksfjölgun er líka mjög mikil en 1960 voru Nígeríu- menn um 3 milljónir en í dag eru þeir um 8 milljónir. Það er því ein- læg von okkar að þörfin fyrir að- stoð í Austur-Evrópu dragi ekki úr aðstoð frá Rauða krossinum í lönd- um okkar því mjög víða er hægt að benda á dæmi sem sanna mikil- vægi starfsemi hans í löndum þriðja heimsins. Guðjón Magnússon forseti Rauða krossins á íslandi: Hvað okkur íslendinga varðar er augljóst að hjálparsvæði Rauða krossins hafa færst nær okkur landfræðilega ög þeim hefur einnig fjölgað. í hinni nýju Austur-Evrópu er víða mikil þörf fyrir aðstoð t>æði til þróunar- starfa og einnig sem neyðarhjálp eins og við erum daglega minnt á í fréttum af stríðinu í Júgóslavíu. í þeim stríðum sem nú geisa í ver- öldinni er víða um trúarbragðastríð að ræða og því miður eru ekki allir sem virða störf og hlutleysi Rauða krossins og hefur hann því sums staðar þurft að kalla sendifulltrúa sína heim. Eitt slíkt sorglegt og nærtækt dæmi er dauði íslensks hjúkrunarfræðings sem var sendi- fulltrúi Rauða kross íslands. Hvað varðar þörf fyrir hjálp í löndum þriðja heimsins þá hefur hún ekki minnkað. Það er stefna íslenska Rauða krossins að draga ekki úr aðstoð við þróunarlöndin þrátt fyrir ný verkefni í Austur-Evrópu. Það gefur því augaleið að við sjáum fram á enn meira starf en áður í framtíðinni. Karl Kennel frá Sviss: Á sama hátt og íslendingar upplifa Sviss- lendingar aukna nálægð við hjálp- arsvæði Rauða krossins vegna breytinganna í Austur-Evrópu og núverandi átaka í Júgóslavíu. Mér viðist starf Rauða krossins aldrei hafa verið mikilvægara en einmitt nú því allt í einu er Evrópa sem áður stóð frekar á bak við fjáröflun og hjálparstarf samtakanna orðin þiggjandi og í þörf fyrir aðstoð .svo ekki sé minnst á mörg svæði sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Það er ekk-i erfitt að skilja ugg þróunar- ríkjanna um að draga muni úr fram- lögum til þeirra vegna nýrra verk- efna sem eru landfræðilega við bæjardyr Vestur-Evrópu og oft um skyldar þjóðir að ræða. Eg hef þá trú og von að svo verði þó ekki í framtíðinni. Við getum illa minnkað þróunaraðstoð við ríki þriðja heims- ins og nýlegar samþykktir Evrópu- bandalagsins kveða á um að þróun- arríkin gleymist ekki. Ég vil því leggja mikla áherslu á að fólk bjóði sig fram til sendifulltrúastarfa á vegum Rauða krossins hér á íslandi sem og í öðrum löndum og styðji starfsemi samtakanna enn betur en áður því öflugra starf er okkar eina svar við aukinni hjálparþörf. -Ar GBC-lnnbinding Fjórar mlsmunandi geröir af efni og tækjum til innbindingar ■ 3- ----------O---------------------------------7 þá fæst hann ljómandi ljúffengur, ferskur og safaríkur á aðeins 149 kr. stk í Hagkaup Nú er gott tækifæri til að kynnast hinum ljúffenga, suðræna ávexti ananas, því í Hagkaup fæst hann á mjög góðu tilboði, - aðeins 149 kr. stykkið og hver ananas er að meðaltali 1,7 kg Ferskur ananas er alveg kjörinn í eftirrétti, t.d. ferskt ávaxtasalat eða bara einn og sér. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 — allt i einni ferö HAGKAUP ;v - - , ... Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnarsdóttir Guðjón Magnússon formaður RKÍ, Ali Bandiari, form. Rauða Kross- ins í Nígeríu, Karl Kennel form. svissneska Rauðakrossins. Allir eru þeir varaforsetar alþjóðasamband Rauðakross félaga og Rauða hálf- mánans. Aðalfundur RKÍ í Stykkishólmi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.