Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 Morgunblaðið/Aki H. Guðmundsson Búrhvalur dreginn úr fjörunni á Bakkafirði Björgunarsveitinni Erni á Bakkafirði var falið að sjá um að fjar- lægja eitt búrhvalshræið úr fjörum Bakkafjarðar og draga það á haf út svo það grotnaði ekki niður rétt við þæjardyr þorpsbúa. Feng- inn var til þess 9 tonna bátur, hræið dregið út á kvöldflóði 27. maí si. og gekk það verk mjög vel. Á myndinni má sjá björgunarsveitar- menninga ofan á hvalnum, þá Ólaf B. Sveirisson, Geir Vilhjálmsson og Marinó Jónsson. Húsnæðisstofnun ríkisins: Útboð á skuldabréfum fyrir allt að 3 milljarða Bréfin seld með uppboðsfyrirkomulagi í mánaðarlegum áföngum HÚSNÆÐISSTOFNUN hefur samið við Verðbréfamarkað íslands- banka um að annast útboð á skuldabréfum stofnunarinnar á almenn- um markaði að fjárhæð allt að 3 milljarðar króna. Skuldabréfin verða seld með uppboðsfyrirkomulagi á þessu ári í sjö mánaðarleg- um áföngum, í fyrsta sinn 23. júní. Húsnæðisstofnun gerði fyrr á þessu ári samkomulag við lífeyris- sjóðina um að stefnt verði að því að lántökur stofnunarinnar verði í formi almenns útboðs á verðbréfa- markaði. Á þessu og næsta ári mun stofnunin bæði afla fjár með útboð- um og samningum við lífeyrissjóðina en á árinu 1994 er gert ráð fyrir að öll lántaka fari fram með útboð- um. Þannig verði um fjórðungi lánsfjárins aflað með almennu út- boði skuldabréfa á þessu ári, um helmingi á árinu 1993 og á árinu 1994 verði öll lántakan boðin út. Samkvæmt samkomulagi lífeyr- VEÐUR / DAG kl. 12.00 HdmlkJ: Veöur$toIa ístands (Byggt ó veöurspá kl. 16.15 í gœr) VEÐUR VIÐA kl. 12.00 ígær UMHEIM að ísl. tíma hitl veður Akureyri 10 skýjað Reykjavik 8 skúrir Bergen 24 léttskýjað Helslnki 17 skýjað Kaupmannahöfn 24 heiðskfrt Narssaresuaq 2 alskýjað Nuuk +1 skýjað Óstö 25 léttskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Þórshöfn 10 skýjað Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 19 skýjað Barcelona 26 léttskýjað Berlín 25 skýjað Chicago 14 heiðskirt Feneyjar 24 þokumóða Frankfurt 20 skýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 18 skýjað London 18 skýjað Los Angeles 17 þokumóða Lúxemborg vantar Madríd 20 hálfskýjað Maiaga 25 skýjað Mallorca 22 skýjað Montreal 15 skýjað New York 18 léttskýjað Orlando 23 rigning Parls 17 rignlng Madeira 20 hálfskýjað Róm 24 skýjað Vín 18 þrumuveður Washington 17 þokumóða Winnipeg 17 hálfskýjað issjóðanna við Húsnæðisstofnun frá því í apríl er gert ráð fyrir að sjóð- irnir semji um kaup á skuldabréfum af stofnuninni fyrir 5,3 milljarða á þessu ári. Ef þeir samningar ganga eftir þyrfti útboðið að vera um 2 milljarðar. Vegna óvissu um hvort allir sjóðirnir vilji ganga til samn- inga við stofnunina svo og væntan- legra affalla af bréfunum við sölu var útboðsfjárhæðin því ákveðin 3 milljarðar. Vali á tilboðum verður þannig háttað að eftir að tilboðsfrestur rennur út fer Húsnæðisstofnun yfir þau og tekur ákvörðun um hvaða ávöxtunarkröfu verður miðað við í útboðinu, þ.e. lokaávöxtun. Öllum tilboðum sem miðast við hærri ávöxtun en lokaávöxtun verður hafnað. Allir þeir sem buðu loka- ávöxtun eða lægri ávöxtun fá þau skuldabréf sem þeir óskuðu eftir miðað við lokaávöxtun. Þannig fá allir sem gerðu tilboð sem gengið verður að, skuldabréfin miðað við sömu ávöxtunarkröfu í hveiju út- boði. Jafnframt verður heimilt að gera bindandi tilboð fyrir ijárhæð undir 5 milljónum króna án þess að tilgreina ávöxtunarkröfu og munu viðkomandi fá þau skuldabréf sem þeir óska eftir miðað við lokaávöxt- un. Frestur til þátttöku í fyrsta útboð- inu rennur út á hádegi þriðjudaginn 23. maí en uppboð verða síðan næst síðasta þriðjudag hvers mánaðar mð sem eftir er ársins. Daginn eft- ir að tilboðsfrestur rennur út verður tilkynnt hvaða ávöxtunarkröfu gengið verður að í útboðinu. Greiðslu þarf að inna af hendi eigi síðar en innan þriggja daga frá þeirri tilkynningu. Skuldabréfin verða skráð á Verðbréfaþingi ís- lands. Þau eru til 20 ára með jöfnum greiðslum tvisvar á ári bundin vexti. Skuldabréfin verða í 1 milljón og 10 milljóna króna einingum. Yngvi Örn Kristinsson, formaður stjórnar Húsnæðisstofnunar, sagði að óformleg verðkönnun hefði verið gerð hjá verðbréfafyrirtækjunum á gjaldtöku þeirra. „Okkur leist ekki á þær tölur því þar var um að ræða prósentur af heildarfjárhæð útboðs- ins sem leiða til hárra upphæða. Við völdum þann kostinn að ganga beint til samninga við eitt ákveðið fyrirtæki. Ég held að hiðurstaðan af því sé mjög ásættanleg fyrir stofnunina. í verðbréfaviðskiptum eru báðar leiðir jafngildar, þ.e. ann- aðhvort að velja traustan samstarfs- aðila eða bjóða út. Mín skoðun var sú að ef valið færi fram með opnum tilboðum myndu fyrirtækin ekki hreyfa sig langt frá sínum opinberu verðskrám. Einnig skiptir það máli að útboðið er á tilraunagrundvelli á þessu ári og á tiltölulega lágri fjár- hæð miðað við okkar þarfir. í ljósi þess kostnaðar sem af þessu leiðir mun Húsnæðisstofnun leggja kapp á að gera þetta sjálf á næsta ári. Þama er um tímabundna ráðstöfun að ræða og útboð meðal verðbréfa- fyrirtækjanna hefði tekið tíma og tafíð framgang málsins. Að mínu mati er þetta hagkvæmasta leiðin fyrir okkur.“ Minjar og saga: Áhugi á að gefa Þjóð- minjasafninu myndina af biskupshjónunum FÉLAGIÐ Minjar og saga hyggst bjóða í málverk frá því um 1700 af biskupshjónum í Skálholti á uppboði á Hótel Sögu í kvöld, en hér er um að ræða elsta málverk, sem boðið hefur verið upp hér á landi. Félagið hefur hug á að gefa Þjóðmiiyasafninu verk- ið ef því verður slegið það. Gallerí Borg greiddi tæpa hálfa millj- ón íslenskra króna fyrir verkið á uppboði í Kaupmannahöfn í byrjun maí en býður það nú upp á uppboði, sem fyrirtækið heldur i samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar. Málverkið er af Þórði Þorláks- syni (Thorlacius) Skálholtsbiskupi og konu hans Guðríði Gísladóttur. Það er talið málað af séra Hjalta Þórarinssyni í Vatnsfirði, en hann var uppi 1665 til 1750. Þjóðminja- safn Islands var meðal þeirra sem buðu í verkið á uppboðinu í Kaup- mannahöfn og sagði Lilja Áma- dóttir safnstjóri þá, að afar sárt væri fyrir safnið að hafa ekki fengið það, því þar ætti það fyrst og fremst heima. Sverrir Kristinsson, formaður félagsins Minja og sögu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að félagið hygðist bjóða í verkið á uppboðinu í kvöld. „Minjar og saga er félag áhugamanna um minjar og sögu og einskonar vina- félag Þjóðminjasafnsins,“ sagði Sverrir. „Það er 4 ára gamalt og félagsmenn eru um 250. í stjóm þess sitja, auk formanns, þau Guðjón Friðriksson, Guðrún Þor- bergsdóttir, Katrín Fjeldsted, Ólafur Ragnarsson, Sigríður Th. Erlendsdóttir og Sverrir Scheving Thorsteinsson. Félagið hefur með- al annars staðið fyrir fyrirlestrum um fomleifafræði og sagnfræði, efnt til ferðalaga til sögufrægra Málverk af biskupshjónum í Skálholti, sem boðið verður upp á Hótel Sögu í kvöld. staða og safnaferða. Það hefur einnig það markmið að styrkja Þjóðminjasafnið og hefur nú hug á að kaupa þetta málverk og gefa það safninu." Sverrir sagði að stjóm félagsins hefði nú leitað eftir stuðningi meðal fyrirtækja og stofnána til að fjármagna kaup á málverkinu og einnig myndi hún leita til félagsmanna umstuðning. Minjar og saga ætli að reyna að kaupa það, en þó verði tilboð félagsins innan hóflegra marka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.