Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 © 1992 Jim UnQer/DistTTnutéTbyUnívérsárPress Syndicate ■A/is 'Taktu. þessar og ht'mgUu sirtxx i e/ þatr VirkCL.u 1 Einfaldast er að hann verði látinn hverfa og ég verði verjandi þinn ... Er hann enn að bíða eftir svari? HÖGNI HRI.KKYÍSI PltrptnlbMiti BRÉF TTL BLADSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Langhala-sannleikur Frá Jóhannesi R. Snorrasyni: En reyna stjórnvöid að telja lands- mönnum trú um að verið sé að gera samning við Evrópubandalagið um gagnkvæmar veiðiheimildir. Fundur með EB-mönnum í Reykjavík á dögunum var settur á svið í fjölmiðl- um og þess getið sérstaklega, hve íslensku samningamennirnir væru harðir í horn að taka. Það var verið að undirbúa þjóðina undir loka- samninginn, en þar verður harkan án efa rómuð og sigri hrósað, þótt EB nái megin markmiði sínu, þ.e. að koma fiskveiðiflota sínum inn í íslenska fískveiðilögsögu, þar sem þeir munu fara sínu fram, líkt og á annarra þjóða miðum. Allt frá út- færslunni í 200 mílur og til þessa tíma, hafa allir sjávarútvegsráðherr- ar okkar þvertekið fyrir að veita erlendum fiskveiðiskipum aðgang að auðlindum þjóðarinnar gegn tolla- lækkunum. Nú er allt á undanhaldi, hvert vígið á fætur öðru fellur og þeir, sem gæta eiga hagsmuna, full- veldis, og sjálfsákvörðunarréttar þjóðarinnar, fleygja frá sér vopnun- um og kasta sér í fang þeirra, sem hvað harðast sækja í auðlindir okkar til lands og sjávar. Forstjóri Ha- frannsóknarstofnunar hefir þráfald- lega bent á í ræðu og riti, að loðnuk- vóti sá, sem EB býður Islendingum í skiptum fyrir 3.000 tonn af karfa (sem hæglega gætu orðið 30 þúsund tonn), sé engin viðbót við okkar veiðiheimildir á loðnu, miðað við afl- amang undanfarinna ára. Hvorki Grænlendingar né heldur EB hafa getað nýtt loðnuna við Áustur- Grænland, enda er hana varla þar að finna í veiðanlegu ástandi. EB hefir því ekki látið neitt af hendi til þess að öðlast veiðiheimildir við ís- land. Góður „business“ er, þökk sé harðsnúnum samningamönnum Is- lendinga! Þegar reynt er að villa landsmönnum sýn í þessu máli, er tortryggni varðandi sjálfan EES- samninginn afar eðlileg. Nú hefir iitprentuðum áróðursbæklingi verið dreift inn á heimili landsmanna, á kostnað okkar allra. Það verður tæpast talið réttlætanlegt að áróður talsmanna EES- og EB-aðildar ís- lands, sé það eina sem landsmenn fá að vita um þennan samning, sem galopnar ísland fyrir nánast alla Evrópubúa til atvinnu og búsetu, til atvinnurekstrar, til möguleika á að kaupa allt það sem arðvænlegt þætti og síðast en ekki síst, að við skulum í framtíðinni þurfa að lúta erlendum lögum og dómsúrskurðum í veigam- iklum málum sem m.a. varða lífs- hagsmunamál þjóðarinnar. Hinn al- menni launamaður á íslandi ætti að skoða hug sinn vel áður en afstaða er tekin til samningsins um EES, en í EB-ríkjunum er staða stéttar- félaga afar veikburða og eiga þau í miklum erfiðleikum með að fá samningsrétt viðurkenndan, enda byggjast réttinda þeirra nær ein- göngu á EB-lagaákvæðum. Sam- staða um óháð ísland hefir tvívegis Frá Magnúsi Garðarssyni: Pressan, sem kom út hinn 21. maí sl., helgar mér stóran hluta af for- síðu og síðan heila siðu inni í blað- inu. Blaðið flennir út þær staðhæf- ingar að ég hafi fengið útigangs- mann til þess að gefa út 20 skulda- bréf hvert að fjárhæð 500 þús. kr. og goldið greiðann með tveimur flöskum af brennivíni. Mér er algjörlega ókunnugt um hvernig þessi bréf voru gefin út eða af hvaða tilefni. Rétt er aftur að í viðskiptum var mér greitt með þremur bréfum eða samtals kr. 1,5 millj. Ef bréfin ekki greiðast fæ ég ekki betur séð en að ég verði fyrir fengið neitun utanríkisráðuneytisins um fjárstyrk til kynningar á öllum hliðum EES-samningsins, þótt slík fyrirgreiðsla sé talin lýðræðislega sjálfsögð á hinum Norðurlöndunum. Arsvelta norsku samtakanna gegn EES og EB er t.d. um 62 milljónir króna, að verulegum hluta opinber styrkur. íslensk stjórnvöld kjósa að beita pólitísku valdi sínu til þess að hindra að skuggahliðar EES-samn- ingsins komi fyrir augu almennings, en hætt er við að margir myndu hrökkva við, væru þær hliðar hans kynntar að jöfnu. Það er engu líkara en að stjórnvöld hafi gleymt því að við búum ennþá í lýðræðisríki, eða er ætlunin að fótum troða alla grundvallarþætti lýðræðisins og stjórna með einhliða upplýsingum og einræðislegum tilskipunum? Fólk- ið í landinu hefir fengið smjörþefinn af tilburðum sem óneitanlega minna okkur á, að nú er alvara á ferð í íslensku þjóðlífi. JÓHANNES R. SNORRASON, Helgalandi 6, Mosfellsbæ. tjóni sem því nemur. Á því tvennu er reginmunur hvort maður fær bréf í viðskiptum eða hvort hann á þátt í tilurð þeirra eins og Pressan fjallar um. Og aðr- ar fullyrðingar í margnefndri Press- ugrein eru ekki haldbærari en að framan greinir. Það eina sem er rétt hjá Press- unni er að ég var erlendis. Það telj- ast varla vinnubrögð sem sæma neinu blaði að ausa yfir mann sem er fjarstaddur svo meiðandi álygum. Áskil ég mér allan rétt vegna þessa. MAGNÚS GARÐARSSON, Víkurási 6, Reykjavík. Vegna Pressugreinar Víkveiji skrifar Arið 1954, þegar fiskveiðiland- helgin var aðeins fjórar mílur, voru veidd rúmlega 547 þúsund þorsktonn á íslandsmiðum. Það er 282 þúsund tonnum meira en kvóti yfirstandandi fiskveiðiárs heimilar að sækja í þorskstofninn, sem er 265 þúsund tonn. Þar af veiddu íslend- ingar 306 þúsund tonn, sem einnig er meira en þorskveiðikvóti líðandi árSj en útlendingar 240 þúsund tonn. Árið 1952 færðum við fiskveiði- landhelgina út í 4 mílur, 1958 í 12 mílur, 1972 í 50 mílur og 1975 í 200 mílur. Þar með var erlendum fiskveiðiflota svo gott sem ýtt út af íslandsmiðum. Við sátum einir að auðlindinni, vörzlu hennar og nýt- ingu. Veldur hver á heldur segir máltækið. Allar útfærslur voru. byggðar á landgrunnslögunum (nr. 44/1948) um visindalega verndun fiskimiða landgrunnsins. Og til að gulltryggja verndun auðlindarinnar og arðsemi veiða og vinnslu var tekin upp opin- ber veiðistýring, sem hefur þróast yfir í gildandi kvótakerfi, sem land- inn hefur lengi þæft um af þjóðlegri þrætubókarlist. XXX Hvemig hefur okkur svo til tek- izt? Höfum við gengið til góðs sjávarútvegsgötuna? Þegar Hafrannsóknarstofnun kynnir niðurstöður ráðgjafarnefndar Alþjóða hafrannsóknarráðsins eru þær orðaðar svo í frétt hér í blaðinu: „Þegar skoðuð eru gögn um þorskstofninn kemur íljós að hrygn- ingarstofninn hefur minnkað úr því að vera yfir milljón tonn milli áranna 1955 og 1960 í það að vera rúmlega 200 þúsund tonn 1992. Einnig er nú orðið ljóst að allir árgangar frá 1985 eru undir meðallagi og er 1986 árgangurinn sá lélegasti frá 1955.“ Ráðgjafarnefndin leggur til að minnka veiðisókn um 40% á árinu 1993 (sem þýðir 12 til 16 milljarða skerðingu í útflutningstekjum og lífskjörum) til að freista þess að ná stofninum upp í 300 þúsund tonn (sem yrði þrír tíundu af því sem hann var 1955-60) á árinu 1995. Verði veiðin minnkuð um 20%, segja ráðgefendur, stendur stofninn hugsanlega í stað en tekin verður stór áhætta. Ef sömu veiðisókn verð- ur haldið áfram sem í ár minnkar stofninn enn og aflinn rýrnar jafnt og þétt ár frá ári. XXX Víkverji dagsins gerir sér ljóst að við ráðum ekki árferði í líf- ríki sjávar, hvorki fiskifræðingar né sjávarútvegsaðilar. Samt sem áður verður ekki komizt fram hjá þeirri nöturlegu staðreynd að sá árangur, sem að var stefnt með útfærslum, vísindalegri verndun og veiðistýr- ingu (kvóta), hefur hvergi nærri náðst. Þvert á móti. Við höfum trúlega ekki hlustað grannt á fiskifræðinga. Við höfum ekki fylgt ráðum þeirra út í yztu æsar. Þjóðhagsleg rök, sem vega þungt, ekkert síður en fiskifræðileg rök, hafa leikið á tungu hagsmuna- aðila. Og sem heild höfum við íslend- ingar tileinkað okkur hugsunarhátt veiðimannsins, sum sé þann, að bezt sé að láta hvern dag hafa sína þján- ingu, den tid den sorg. Vopnaðir ekki færri en fjórum útfærslum á landhelginni (og brott- rekstri erlendra fiskveiðiflota af ís- landsmiðum), vísindalegri þekkingu og rannsóknum, margþættum og lögboðnum friðunaraðgerðum og því hugvitsundri, sem við köllum kvóta (og verzlum með okkar á milli), hef- ur okkur ekki miðað áleiðis að sett- um sjávarútvegsmarkmiðum, við höfum ekki einu sinni staðið í stað, heldur hrakizt aftur á bak. Hrygn- ingarstofn þorsksins er aðeins fimmtungur þess, annó 1992, sem hann var þegar við færðum út í fjór- ar mílur árið 1952, að dómi Alþjóða hafrannsóknarráðsins. Ef fer fyrir þorskstofninum eins og Norður- landssíldinni ekki alls fyrir löngu má kannski segja, að það verði fleiri þorskar á þurru landi en á veiðislóð. Nú er sem sagt lagt til að skera niður þorskkvótann um 12 til 16 milljarða í útflutnings- og lífskjara- krónum næsta ári; den tid, den sorg rétt við bæjardyrnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.