Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 B? 57 GOLF Aldrei nád árangri í líkingu við þennan SIGURJÓN Arnarsson hafnaði f 20. sæti á mjög sterku áhuga- mannamóti; Saint Andrews Links T rophy sem f ram fór á golfvellinum fræga í Skotlandi um sl. helgi. Úlfar Jónsson lék einnig á mótinu en komst ekki áfram eftir fyrri daginn. Eg hef aldrei náð árangri í lík- ingu við þennan og ef að ég hefði ekki lent í „stórslysi" á 17. holunni þá hefði ég lent í verðlauna- sæti,“ sagði Sigurjón en tólf efstu menn á mótinu voru verðlaunaðir. „Árangurinn kom mér mjög á óvart því að ég er nýskriðinn upp úr prófum og hafði aðeins náð að æfa í hálfan mánuð fyrir mótið. Á laugardag lék Siguijón 36 holumar á 147 höggum og hafnaði í 23. sæti en Úlfar lék á 155 högg- um og var ekki á meðal þeirra 49 kylfinga sem komust áfram. Siguijón fór fyrri hringinn á ÚRSLIT KNATTSPYRNA Kirin Cup Gifu, Japan: Argentína - Wales...............1:0 Batistuta (88.). 31.000 Vináttulandsleikir Helsinki, Finnlandi: Finnland - England..............1:2 Ari Hjelm (27. víti) - David Platt 2 (45. °g 62.). 16.101 England: Chris Woods, Gary Stevens, (Carlton Palmer 46.), Stuart Pearce, Martin Keown, Des Walker, Mark Wright, David Platt, Trevor Steven (Tony Daley 84.), Neil Webb, Gary Lineker, John Bames (Paul Merson 16.). Kaupmannahöfn, Danmörku: Danmörk - SSR...................1:1 Bent Christensen (34.) - Igor Kolyvanov (52.). 5.339 Danmörk: Peter Schmeichel, John Siveba- ek, Kent Nielsen, (Torben Piechnik 65.), Lars Olsen, Henrik Andersen, Kim Chri- stofte (Henrik Larsen 68.), John Jensen, Flemming Povlsen (Johnny Molby 46.), Brian Laudrup (Torben Frank 73.), Bent Christensen, Kim Vilfort. SSR: Stanislav Cherchesov (Dmitry Kharin 46.), Kakhaber Tskhaddze (Andrei Ivanov 41.), Akhrik Tsveiba, Oleg Kuznetsov, Igor Shalimov, Alexei Mikhailichenko, Andrei Kanchelskis, Sergei Aleinikov (Igor Ledyak- hov 59.), Igor Dobrovolsky, Sergei Kiryakov (Dmitry Kuznetsov 46.), Igor Kolyvanov (Vladimir Lyuty 65.). Osló, Noregi: 4 Noregur - Skotland..............0:0 8.786 áhorfendur. Skotland: Andy Goram, Alan McLaren, Maurice Malpas (Stewart McKimmie 68), Richard Gough, David McPherson, Tom Boyd, Stuart McCall, Paul MeStay, Brian McClair (Gordon Durie 46.), Ally McCoist (Kevin Gallagher 46.), Gary McAllister (Jim Mclnally 79.). Undankeppni HM 'I'óflir, Færeyjum: Færeyjar - Belgía..............0:3 - Philippe Albert (30.), Marc Wilmost (65. °g 71.). 5.156 STAÐAN - 4. RIÐILL: Rúmenfa..........2 2 0 0 12: 1 4 Belgía...........2 2 0 0 4: 0 4 Kýpur............10 0 1 0: 1 0 Wales............1 0 0 1 1: 5 0 Færeyjar.........2 0 0 2 0:10 0 Tékkóslóvakía....0 0 0 0 0: 0 0 Tirana, Albaníu: Albanía - Litháen...............1:0 Eduard Abazi. 15.000 Evrópukeppni U-21 árs: Vaxjö, Svíþjóð: Svíþjóð - Ítalía................1:0 Pascal Simpson (56.). 6.172. Hítalir unnu samanlagt 2:1 og eru þar með orðnir Evrópumeistarar. tennis Opna franska meistaramótið: Einliðaleikur karla, fjórðungsúrslit: 11-Andre Agassi (Bandar.) vann 3-Pete Sampras (Bandar.) 7-6 (8-6) 6-2 6-1 1-Jim Courier (Bandar.) vann 8-Goran Ivan- 'sevic (Króatíu) 6-2 6-1 2-6 7-5 Henri Leconte (Frakkl.) vann Nicklas Kulti (Sviþjóð) 6-7 (8-10) 3-6 6-3 6-3 6-3 Sigurjón Arnarsson sunnudag á 71 höggi eða einu und- ir pari vallarins. Hann lenti hins vegar í vandræðum í síðari hringn- um á 17. holunni, hann lék á níu höggum og kom inn á 76 höggum. Siguijón lék því á 147 höggum báða dagana, eða 294 höggum sam- tals. Sigurvegari á mótinu var Breti sem fór 72 holurnar á 281 höggi. 102 kylfíngar tóku þátt í mótinu, allir með 0 í forgjöf eða betri. Leik- ið var á gamla vellinum í St. Andrews ef undanskilinn er fyrri hringurinn á laugardag sem leikinn var á nýja vellinum. HANDKNATTLEIKUR / OL Ekki dregið aftur í riðla - þó ísland kæmi í stað Júgóslavíu Ekki verður dregið aftur í riðla handknattleikskeppninnar á Ólympíuleikunum í Barcelona, þó svo ísland kæmi í stað Júgóslavíu, sem er í betri styrkleikaflokki. „Nei, það er ekki hægt að draga aftur. Til þess er allt of stuttur tími til stefnu," sagði Jörg Bahrke, framkvæmdastjóri alþjóða hand- knattleikssambandsins (IHF) í sam- tali við Morgunblaðið i gær. Hann sagði þessa hugmynd hafa verið rædda, en hún væri ekki fram- kvæmanleg. „Það er búið að selja FELAGSLIF Aðalfundur hjá Víkingi Aðalfundur Handknattleiksdeildar Vikings verður haldinn f Víkinni í kvöld, fimmtudag 4. júní, kl. 20. Unglíngalandsmót UMFÍ Forskráningu fyrir Unglingalandsmót UMFÍ á Dalvík, sem verður 10.-12. júlí, lýkur á morgun, föstudag. Nánari upp- lýsingar f síma 96-63133 kl. 8-17. nánast alla miða á handknattleiks- keppni leikanna, fólk hefur keypt miða til að sjá ákveðin lið mætast og því er engu hægt að breyta. Framkvæmdanefnd leikanna í Barce'iona stóð frammi fyrir því vandamáli að þurfa hugsanlega að draga upp á nýtt í mörgun greinum, en þvertók fýrir það. Eina breyting- in sem við getum gert er að skipta um lið, eins og hugsanlega verður tilfellið, að ísland komi í stað Júgó- slavíu,“ sagði Bahrke. Ikvöld ..kl. 20 Knattspyrna 1. deild kvenna: KR-völlur: KR-UBK...... 3. deild karla: Grenivík: Magni - Dalvík.....kl. 20 4. deild, d-riðill: Seyðisfjörður: Huginn - Sindri ,.kl. 20 Reyðarfjörður: Valur-Höttur ,.kl. 20 Fáskrúðsfj.: Leiknir - Austri E. .kL 20 Vopnafj.: Einheiji - Huginn F....kl. 20 TENNIS / OPNA FRANSKA MEISTARAMOTIÐ Leconte kominn áfram FRAKKINN Henri Leconte tryggði sér sæti í undanúrslit- um Opna franska meistara- mótsins í einliðaleik karla, þeg- ar hann sigraði Svíann Niklas Kulti f fimm hrinu leik í gær. Leconte tapaði fyrstu tveimur hrinunum 6-7 og 3-6, en hristi af sér slenið og sigraði síðustu þrjár hrinurnar 6-3 6-3 og 6-3. Andrei Agassi frá Bandaríkjun- um og landi hans Jim Courier tryggðu sér einnig sæti í und- anúrslitum í gær. Agassi sigraði landa sinn Pete Sampras nokkuð auðveldlega, 7-6 6-2 og 6-1. Jim Courier átti í nokkrum vandræðum með Króat- ann Goran Ivanisevic, en sigraði engu að síður með þremur hrinum gegn einni, 6-2 6-1 2-6 og 7-5. Tékkinn Petr Korda og Andrei Cherkasov frá Samveldi sjálfstæðra ríkja, urðu að hætta að spila í gær vegna veðurs, en hvor hafði þá unnið eina hrinu. Frammistaða Leconte kemur talsvert á óvart, en hann er númer 200 á heimslistanum. I undanúrslit- unum mun hann mæta annað hvort Petr Korda eða Andrei Cherkasov. Jim Courier og Andrei Agassi beij- ast í hinum undanúrslitaleiknum um sæti í úrslitunum. Undanúrslitin í einliðaleik kvenna verða hins vegar leikin í dag, en þá mætast í fyrri leiknum Arantxa Sanches Vicario og Steffi Graf, en í hinum síðari eigast við Monica Seles og Gabriela Sabatini. ISHOKKI PHtsburgh vann Stanley-bikarinn Pittsburgh Penguins tryggði sér Stanley-bikarinn i ishokki á mánudaginn með því að vinna Chicago Blackhawks, 6:5, í fjórðu viðureign liðanna. Pittsburgh vann alla íjóra leikina og vann Stanley-bikarinn annað árið í röð. Bryan Trottier, miðheiji Pittsburgh, var í sigurliði í sjötta sinn, en hann varð meistari fjórum sinnum með New York Islanders upp úr 1980. Reuter Henri Leconte, til hægri, gengur af velli ásamt Svíanum Niklas Kulti, eftir að hafa sigrað hann í fímm hrinu leik á Roland Garros í gær. KNATTSPYRNA Barnes meiddist alvarlega Enski landsliðsmaðurinn John Barnes meiddist alvarlega í leik gegn Finnum í gær og verður ekki með enska landsliðinu í úrslitum Evr- ópukeppninnar í Svíþjóð. Þetta er mikið áfall fyrir enska landsliði, en Barnes var nýbúinn að ná sér af erfiðum meiðslum. Englendingar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu. Barnes sleit hásin fljótlega í leiknum, þegar finnski varnarmaður Erik Holmgren braut illa á honum. Þjálfari enska landsliðsins ætlar að fara fram á það við Knattspyrnusamband Evrópu að Andy Sinton frá QPR, fái'að koma í hópinn í stað Barnes, en síðustu forvöð til að tilkynna skipan landsliðsins til ÚEF'A var á sunnudaginn. Varnarmaðurinn Gary Stevens meiddist einnig í leiknum og var skipt út af í hálfleik. Það skýrist hins vegar ekki fyrr en í dag hversu alvarlega meiðsli hans eru. ÍÞfémR FOLK ■ MIKE Walker hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri enska úr- valsdeildarliðsins Norwich City. Forráðamenn liðsins höfðu sýnt áhuga á að fá fyrrum leikmann Liverpool, Phil Neal, til að taka að sér starfíð, en hann afþakkaði það vegna þess að ijölskylda hans hafði ekki áhuga að flytja til Aust- ur Angliu. ■ DREGIÐ verður í riðla í úr- slitakeppni HM '94 í Bandaríkjun- um í Las Vegas 18. eða 19. desem- ber á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi FIFA um sl. helgi. ■ AYRTON Senna frá Brasilíu náði að stöðva sigurgöngu Niegel Mansell er hann sigraði í formula 1 kappakstrinum í Mónakó sl. sunnudag. Mansell varð annar og Riccardo Patrese, Ítalíu, þriðji. Mansell hefur forystu í stigakeppn- inni með 56 stig, Patrese er næst- ur með 28, Michael Schumacher, Þýskalandi, þriðji með 20 stig og Senna fjórði með 18 stig. ■ KÚLUVARPARINN sviss- neski Werner Guenthoer varpaði kúlunni 21.30 metra á móti í Sviss um sl. helgi, og er þetta besti árang- ur sem náðst hefur í kúluvarpi á árinu. ■ ASTRID Strauss sundkona frá fyrrum Austur-Þýskalandi, hefur verið úrskurðuð í 6 mánaða keppn- isbann af þýska sundsambandinu fyrir að nota ólögleg lyf - stera. Strauss, sem er 23 ára, varð heims- meistari í 800 metra skriðsundi á HM í Madrid 1986 og varð önnur í sömu grein á ÓL i Seoul 1988.. ■ HLA UPAKONAN þýska Katrin Krabbe ætlar að mæta á hlaupabraútina 13. júní nk. í móti í Þýskalandi. Krabbe bíður enn eftir ákvörðun yfirvalda um það hvort hún megi hlaupa á Ólympíu- leikunum í Barcelona, en ætlar engu að síður að freista þess að ná ólympíulágmarki í 100 metra hlaupi. ■ KRABBE var dæmd í fjögurra ára bann af þýska fijálsíþróttasam- bandinu í febrúar, ásamt stöllum sínum Silke MUller og Grit Breu- er vegna lyfjanotkunar. Laganefnd sambandsins aflétti banninu í apríl, en Alþjóða fijálsíþróttasambandiðoo tekur ákvörðun um það síðar í mánuðinum hvort það fylgir for- dæmi nefndarinnar og leyfir stúlk- unum á keppa á Ólympíuleikunum. ■ RINUS Michels, þjálfari Evr- ópumeistara Hollendinga, hefur bannað Ronald Koeman að leika með Barcelona í síðustu umferð 1. deildarkeppninnar á Spáni, sem fram fer um helgina. Barcelona er einungis einu stigi á eftir Real Madrid. ■ HOLLENDINGAR spila undir- búningsleik við Frakka á föstudag- inn, en bæði liðin leika í úrslitum Evrópukeppninnar, sem hefst í Sví> þjóð í næstu viku. ■ BELGÍSKA knattspyrnufélag- ið Mechelen hefur endanlega neit- að markverðinum Michel Preud- homme um að skipta yfir í ítalska félagið Brescia. Félagið telur markvörðinn það verðmætan að það megi ekki missa hann. ORKU-DU PONT MOTIÐ á Hlíðarvelll í Mosfellsbæ 6. júní nk. Veglegir vinningar. Skráning fimmtud. og föstud. kl. 14-20 ísíma 667415.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.