Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 Lagt til að Iþrótta- skemmunni verði lok- að eftir eitt til tvö ár GERA má ráð fyrir að íþrótta- skemman á Oddeyri verði lögð niður sem íþróttahús eftir 1-2 Lego-bygginga- samkeppni: Um 200 verk- um skilað inn LÍNEY Úlfarsdóttir, 12 ára, bar sigur úr býtum í byggingasam- keppni sem haldin var á vegum Leikfangamarkaðarins Parísar og Vöruhúss KEA í síðustu viku. í öðru sæti varð Hörður Þór Rafnsson, 10 ára, og Jón Geir Svansson, sem er 8 mánaða, varð í þriðja sæti. Byggingasamkeppnin, sem var fyrir listafólk á öllum aldri, fólst í því að byggja úr að hámarki 25 Lego-kubbum. Þátttaka var mjög góð, en um 200 verkum var skilað og voru þau mjög fjölbreytt. I dómnefnd voru Þorleifur V. Stefánsson, fyrir hönd Lego, Baldur Ellertsson myndlistamaður og Páll Tómasson arkitekt. Veitt voru veg- leg aðalverðlaun fyrir þrjú bestu verkin og 20 aukaverðlaun. (Fréttatilkynning) ár og verði þess í stað notuð sem áhaldahús bæjarins, svo sem hlutverk hússins átti í upphafi að vera. Ingólfi Ármannssyni skólafull- trúa og Stefáni Stefánssyni bæjar- verkfræðingi var í vetur falið að gera tillögur um íþróttaskemmuna og íþróttaaðstöðu við Oddeyrar- skóla í kjölfar þess að fram komu hugmyndir um að loka húsinu sem íþróttahúsi og gera það að áhalda- húsi fyrir bæinn, en það var í upphafi byggt sem slíkt. Skólafull- trúa og bæjarverkfræðingi var falið að gera tillögur um þessi mál, en nokkur mótmæli bárust frá hagsmunaaðilum eftir að þess- um hugmyndum var varpað fram. Ingólfur Ármannsson skólafull- trúi sagði að lagt hefði verið til að engar breytingar yrðu gerðar næstu eitt til tvö árin, þ.e.a.s. skemman yrði áfram íþróttahús fyrir nemendur Oddeyrarskóla og nýttist einnig almenningi á kvöldin og um helgar. Þá er lagt til að strax eftir að ákveðið hefði verið að breyta hlutverki hússins yrði gerð áætlun um næstu skref í málinu, en ljóst er að byggja þar íþróttahús fyrir nemendur Oddeyr- arskóla verði íþróttaskemmunni lokað. Tollgæslan: Áfengi gert upptækt FJÓRTÁN flöskur af vodka voru gerðar upptækar seinnipartinn í gær í þýska skipinu Jennyfer sem liggur við Oddeyrar- bryggju. Sigurður Pálsson, yfirtollvörður Tollgæslunnar á Akureyri, sagði að grunsemdir hefðu vaknað vegna mannaferða um borð í skipið. Um er að ræða leiguskip sem'skráð er 1 í Hamborg, en það kom til Akur- eyrar beint frá Lúbeck í Þýska- landi. Pólveijar eru í áhöfn skipsins og viðurkenndi einn þeirra við yfír- heyrslur hjá Tollgæslunni að eiga áfengið. Það var gert upptækt og eiganda þess gert að greiða ríflega 30 þúsund krónur í sekt til ríkis- sjóðs. í iiðinni viku hafði Tollgæslan afskipti af viðskiptum áhafnar rússnesks togarara með áfengi, en þau afskipti leiddu síðan til þess að í húsi einu í bænum fundust 36 hálfs lítra brúsar af spíra. Sigurður sagði að afskipti af verslun áhafna erlendra leiguskipa, togara og flutningaskipa færu vax- andi. Skipulagsdeild: Hagvirki bent á lausar lóðir HAGVIRKI-Kletti í Hafnarfirði voru í gær send gögn varðandi lóðir sem koma til greina til að byggja á íbúðir fyrir aldraða. Byggin’gafyrirtækið sótti um hentuga lóð á Akureyri til að byggja á 40 til 50 íbúðir fyrir aldraða eftir að tilboði þess í byggingu íbúða fyrir aldraða við Lindarsíðu var hafnað fyrir nokkru, en Hagvirki- Klettur átti lægsta tilboð í verkið. Bæjarráð fól byggingafulltrúa og skipulagsstjóra að ræða við for- „syarsmenn hafnfirska verktakafyr- irtæksins og sagði Sveinn Brynj- ólfsson hjá Skipulagsdeild að í gær hefðu verið send gögn um þær lóð- ir sem til greina koma vegna fyrir- hugaðrar byggingar Hagvirkis- Kletts. Bent var á lóðir í Giljahverfi, en það er nýjasta hverfí bæjarins. Þar eru lausar lóðir undir fjölbýlishús af öllu tagi og erU'lóðirnar bygging- arhæfar nú þegar. Þá var einnig bent á þann möguleika að kaupa upp eldra húsnæði, annað hvort í miðbænum eða nágrenni hans og eins á Oddeyri. SUMARSKOLINN A AKUREYRI USTIR - LÍF - LEIKIR 14 dagar fyrir 10-14 ára frá 20. júní. Leiklist: Ásta Arnardóttir (Reykjavík). Myndlist: Örn Ingi (Akureyri). Dans: Anna Richardsdóttir (Reykjavík). Matargerðarlist: Ýmsir meistarar. Upplýsingar og skráning í síma 96-22644 frá kl. 17.00-19.00 I Xv ■'% Morgunblaðið/Magnús J.Mikaelsson Hreinsað til í Hrísey Árlegt hreinsunarátak íbúa Hríseyjar var um síðustu helgi og mættu fjölmargir og galvaskir íbú- ar og tóku til hendinni. Rusli var safnað saman í þorpinu og umhverfis það og þegar upp var staðið höfðu safnast 16 sturtuvagnar af rusli. Að loknu vel unnu dagsverki var grillað ofan í mannskapinn við ráðhús Hríseyinga og tóku menn hraustlega til matar síns. Vinnumiðlunarskrifstofan: 244 á atvinnuleysisskrá FYRSTU dagana í júní bættist töluverður hópur fólks á atvinnuleys- isskrá, en þar er aðallega um að ræða ræstingakonur í skólum og eins skólafólk sem hefur rétt til atvinnuleysisbóta. Um síðustu mánaðamót voru 244 á atvinnuleysisskrá á Akureyri, 132 karlar og 112 konur, og fækkaði atvinnulausum um 35 á milli mán- aðamóta, en í lok apríl voru um 280 manns á atvinnuleysisskrá. Sigrún Björnsdóttir forstöðu- maður Vinnumiðlunarskrifstofunn- ar á Akureyri sagði að nokkuð margir hefðu fengið vinnu undan- farna daga og horfið þar með út af skránni, en á móti kæmi að fyrstu dagana í júní hefði verið þó nokkur straumur nýs fólks á atvinnuleysis- skrána. Þar væri fyrst og fremst um að ræða skólafólk sem hefði rétt á atvinnuleysisbótum og þá kæmu ræstingakonur sem starfa við skóla bæjarins að jafnaði inn á atvinnuleysisskrána um þessi mán- aðamót. Af þeim sem nú eru án atvinnu eru flestir félagsmenn í Einingu, samtals 100 manns, 49 karlar og 51 kona, þá eru 50 félagsmenn í Félagi verslunar- og skrifstofufólks án atvinnu, 15 karlar og 35 konur. Iðjufélarar eru 38 talsins, 17 karlar og 21 kona, og þá eru 20 iðnaðar- menn á atvinnuleysisskrá nú í sum- arbyijun. Óhemju mikið af eggjum Gnmsey: Grímsey. „ÞAÐ ER óhemju mikið af eggjum," sagði Haraldur Jóhannsson í Grímsey, en hann og synir hans hafa að undanförnu verið að síga í björg eftir eggjum. Veður hefur verið einstaklega gott síðustu daga og vel til bjargsigs fallið, skraufaþurrt og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. Haraldur og synir hans hafa tekið um tvö þúsund egg, en þeir hafa að jafnaði farið með tveggja daga millibili í bjargið eftir eggjum, Söngur og sól- stöðukaffi í menningardagskrá MENOR, sem birtist í blaðinu í gær, þriðju- dag, urðu þau mistök í dagskrá sem blaðið fékk í hendur, að lið- urinn Söngur og sólstöðukaffi í Breiðumýri í Reykjadal var sagð- ur vera 14. júní. Hið rétta er að sólstöðukaffið verður að sjálfsögðu sunnudaginn 21. júní næstkomandi, en þar koma fram Kvennakórinn Lissý, Hildur Tryggvadóttir, sópran, Ragnar Þor- grímsson, píanó, en stjórnandi er Margrét Bóasdóttir. -----♦ ♦ ♦--- Ferming í Glæsi- bæjarkirkju Möðruvallaprestakall: Ferming verður í Glæsibæjarkirkju á Hvíta- sunnudag, 7. júní næstkomandi og hefst hún kh 16.00. Fermdur verður Valgeir Einar Ásbjörnsson, Ytri- Skjaldarvík, Glæsibæjarhreppi. þannig að þeir éru ávallt með ný og góð egg. „Jarðskjálftinn hér um daginn ýtti svo sem ekki undir að menn færu, en hann hélt nú heldur ekk- ert aftur af mönnum. Við vitum af því að hér getur hrunið úr björg- um og erum meðvitaðir um hætt- urnar sem þessu fylgja,“ sagði Haraldur. Löngu er aflagt að menn sígi í björg eftir eggjum í atvinnuskyni, Wolfgang Tretzsch er fæddur í Anerbach í Þýskalandi, hann lauk A- prófi í orgelleik frá Kirkjutónlist- arskólanum í Helle og nam síðar kórstjórn og söng við Tónlistarhá- skólann í Berlín. Hann hefur starfað í fjölda ára sem organisti í Berlín, en er nú starfandi við kirkjurnar á Isafirði, Hnífsdal og Súðavík. Einn- ig kennir hann söng við Tónlistar- en þó eru nokkrir sem ætíð fara til að ná sér í egg til að bragða á og til að gefa vinum og ættingum. Einstaka menn selja eggin og sagði Haraldur að menn hefðu ekki bundist samtökum um verðlag. Hann hefði heyrt af því að egg væru boðin á allt frá 55 krónum og upp í um 150 krónur. Krían byijaði að verpa á undan skeglunni, sem ekki er vanalegt, en skeglan við Grímsey er rétt að byija varpið um þessar mundir, sem er frekar seint. Mikið er af fugli í Grímsey og sagði Haraldur að mikil aukning hefði verið á svartfugli undangengin ár. - HSH skóla ísafjarðar og stjórnar Karla- kór Isaljarðar og Bolungarvíkur. Síðar í þessum mánuði mun hann leika í Dómkirkjunni í Reykjavík og fer síðan til frekara tónleika- halds til Þýskalands. Á efnisskrá tónleikanna eru org- elverk eftir J.S. Bach, Mozart, Distl- er, Kiel og Petr Eben. (Fréttatilkynning) Þýskur organisti leikur á tvennum tónleikum ÞÝSKI organistinn Wolfgang Tretzsch heldur tónleika í Húsavíkur- kirkju annað kvöld, föstudaginn 5. júní kl. 20.30. Þá leikur hann á hádegistónleikum kl. 12 á laugardag í Akureyrarkirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.