Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 56
56 MORGIP'-,lAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JUNI 1992 SkíDabakterían lætur engan nsnnrtinn Sárstök námskeið fyrir unglinga í júní og ágúst FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS SKÓGARHLÍÐ18 - SÍMI91-623300 'ifb jlfanQgtuiMiifrffe Metsölublað á hverjum degi! NEYTENDAMÁL Að reykja frá sér C-vítamínið Þessa viku er í gangi herferð gegn reykingum. Reykingar eru skaðlegar og því ekki úr vegi að benda reykingamönn- um á að sígarettureykingar virðast eyða C-vítamíni í blóði þeirra sem reykja. Reykingamönnum hefur því verið bent á að auka daglega neyslu á C-vítamíni. C-vítamín hefur þau áhrif að geta dregið úr skaðlegum áhrifum þránunar í frumum og öðrum hliðstæðum efnahvörfum. C-vítamínið er talið gegna mikilvægu hlutverki í vörn- um gegn krabbameinsvöldum, í eflingu ónæmiskerfisins og við að hindra skaðlegar breytingar í fitu sem geta valdið hjartasjúkdóm- um. Af rannsóknum, sem gerðar voru við Medical College of Wisc- onsin í Milwaukee í Bandaríkjun- um, þykir ljóst að þriðjungur bandarískra reykingamanna þjá- ist af C-vítamín-skorti á misháu stigi. Þær upplýsingar þykja benda til þess að reykingamenn þurfi, til að koma í veg fyrir skort, að minnsta kosti 200 mg af C-vít- amíni daglega til að ná sama C- vítamínmagni í blóði og þeir sem ekki reykja fá með neyslu á 60 mg. Rúmlega helmingur reykinga- manna virtist fá það magn af C-vítamíni í fæðunni sem talið hefur verið fullnægjandi. Ráðgef- andi aðilar þar vestra hafa nú hækkað ráðlagt magn úr 60 mg í 100 mg á dag. Það magn virðist ekki nægja reykingamönnum. Um 27 prósent reykingamanna fær um 100 mg af C-vítamíni á dag, en aðeins 9 prósent um 200 mg á dag. Fyrir aðra reykingmenn er talið geta verið nauðsynlegt að taka viðbótar C-vítamín í bæti- efnaformi til að koma í veg fyrir C-vítamíniskort í blóði. Einfaldast væri, að sjálfsögðu, að taka ekki áhættu af C-vítamín- skorti — heldur hætta að reykja. M. Þorv. Gætið varúðar við end- urnýtingu plastumbúða Umhverfismál, endurvinnsla og endurnýting er mál málanna þessa daga. Margir nýta til hins ýtrasta flest það sem til fellur á heimilinu eins og umbúðir af brauðum, álþynnur og fleira. Nú hefur þeim sem endurnota plastumbúðir af brauðum verið bent á að gæta þess vel að prentaða hliðin á umbúðunum komi aldrei í snertingu við brauðin. Við rannsóknir í Bandaríkjun- um hefur komið í ljós að 28 milligrömm af blýi eru til staðar í prenti á 17 af hverjum 18 plast brauðpokum sem þar voru rann- sakaðir. Veik sýra dró út um 6 prósent af þessu blýi á aðeins 10 mín. í bandarískri könnun, þar sem þátt tóku 106 vel menntaðar mæður, kom í Ijós að um 41 pró- sent þeirra endurnýtti plastpoka af brauðum, 16 prósent þeirra sneru pokunum við áður en matur var settur í þá til geymslu. Talið er að það hafi verið gert til að losna við brauðmylsnu sem leynst gæti í hornum pokans og myglað. Dæmi eru um að prentið hafi flagnað af pokunum og komist í matinn. Talið er að veik sýra eins og edik geti leysi út um 0,1 mikro- gramm af blýi úr plastpokum á svæði sem svarar til stærðar einn- ar brauðsneiðar, en það er helm- ingi meira magn en áætlað er fólk neyti daglega með fæðunni. Þó að þetta blýmagn sé ekki talið valda bráðum heilsuskaða, þá hafa komið fram óskir um að blýið á slíkum umbúðum verði íjarlægt sem ónauðsynlegur áhættuþáttur fyrir heilsuna. Bent hefur verið á að umtals- vert magn af blýi fari í prentið á plastpokunum og að pokar þessir endi á sorphaugunum. Þar sem sorpið er brennt losnar blýið út í andrúmsloftið, en það er viðbót sem menn geta vel án verið. M. Þorv. _____________Brids_________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Sumarbrids í Reykjavík Metþátttaka var í Sumarbrids síð- asta mánudag. 49 pör mættu til leiks í tölvureiknuðum Mitchell-tvímenning. Úrslit urðu (efstu pör): N/S: Bergljót Sigurbjömsd. - Guðm. Guðmundsson 522 AronÞorfinnsson-Jónlngþórsson 510 Bjöm Theodórsson - Gylfi Baldursson 492 Þorleifur Þórarinsson - Þórarinn Ámason 486 Baldur Bjartmarsson - Guðmundur Þórðarson 471 Bjöm Amórsson - Kristín Guðbjömsdóttir 465 A/V: Erlendur Jónsson - Jón Viðar Jónmundsson 505 RagnarJónsson-Þrösturlngimarsson 492 Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 488 AlfreðAlfreðsson-BjömÞorvaldsson 462 Gunnar Þórðarson - Sigfús Þórðarson 462 Kolbrún Guðveigsdóttir - Páll Þórsson 460 í dag (fimmtudag) verður spilað í riðlum og verður húsið opnað kl. 17. Síðasti riðill fer af stað kl. 19. Á laug- ardögum hefst spilamennska kl. 13.30 (Mitchell). Sú breyting hefur orðið á í Sum- arbrids að á þriðjudögum verður einn- ig spilaður Mitchell-tviménningur með tölvuútreikning para. Húsið verður því opnað á sama tíma og á mánudögum eða kl. 18 og spilamennska hefst kl. 19 báða dagana (mánudaga og þriðju- daga). Allt bridsáhugafólk er velkomið í Sumarbrids meðan húsrúm leyfir. Spilað er í húsi Bridssambandsins í Sigtúni 9. Nánari uppl. veitir Ólafur í s. 16538. TOSHIBA Super Cv TUBE LAMPINN SKIPTIR OLLU MALI Myndgæði litsjónvarpstækja byggjast aðallega á myndlampanum. TOSHIBA býður nú áður óþekkt myndgæði með nýja Super C-3 myndlampanum, sem gefur skýrari og bjartari mynd en eldri gerðir. Skil milli lita eru skarpari og ný gerð af síu hindrar stöðurafmögnun og minnkar glampa. Sjón er sögu ríkari, komið í verslun okkar og kynnist nýju TOSHIBA Super C-3 litsjónvarps- tækjunum afeiginraun! TWR Einar Faresfcveit & Co.hf. Borgartúni 28 — S 622901 og 622900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.