Morgunblaðið - 04.06.1992, Side 56

Morgunblaðið - 04.06.1992, Side 56
56 MORGIP'-,lAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JUNI 1992 SkíDabakterían lætur engan nsnnrtinn Sárstök námskeið fyrir unglinga í júní og ágúst FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS SKÓGARHLÍÐ18 - SÍMI91-623300 'ifb jlfanQgtuiMiifrffe Metsölublað á hverjum degi! NEYTENDAMÁL Að reykja frá sér C-vítamínið Þessa viku er í gangi herferð gegn reykingum. Reykingar eru skaðlegar og því ekki úr vegi að benda reykingamönn- um á að sígarettureykingar virðast eyða C-vítamíni í blóði þeirra sem reykja. Reykingamönnum hefur því verið bent á að auka daglega neyslu á C-vítamíni. C-vítamín hefur þau áhrif að geta dregið úr skaðlegum áhrifum þránunar í frumum og öðrum hliðstæðum efnahvörfum. C-vítamínið er talið gegna mikilvægu hlutverki í vörn- um gegn krabbameinsvöldum, í eflingu ónæmiskerfisins og við að hindra skaðlegar breytingar í fitu sem geta valdið hjartasjúkdóm- um. Af rannsóknum, sem gerðar voru við Medical College of Wisc- onsin í Milwaukee í Bandaríkjun- um, þykir ljóst að þriðjungur bandarískra reykingamanna þjá- ist af C-vítamín-skorti á misháu stigi. Þær upplýsingar þykja benda til þess að reykingamenn þurfi, til að koma í veg fyrir skort, að minnsta kosti 200 mg af C-vít- amíni daglega til að ná sama C- vítamínmagni í blóði og þeir sem ekki reykja fá með neyslu á 60 mg. Rúmlega helmingur reykinga- manna virtist fá það magn af C-vítamíni í fæðunni sem talið hefur verið fullnægjandi. Ráðgef- andi aðilar þar vestra hafa nú hækkað ráðlagt magn úr 60 mg í 100 mg á dag. Það magn virðist ekki nægja reykingamönnum. Um 27 prósent reykingamanna fær um 100 mg af C-vítamíni á dag, en aðeins 9 prósent um 200 mg á dag. Fyrir aðra reykingmenn er talið geta verið nauðsynlegt að taka viðbótar C-vítamín í bæti- efnaformi til að koma í veg fyrir C-vítamíniskort í blóði. Einfaldast væri, að sjálfsögðu, að taka ekki áhættu af C-vítamín- skorti — heldur hætta að reykja. M. Þorv. Gætið varúðar við end- urnýtingu plastumbúða Umhverfismál, endurvinnsla og endurnýting er mál málanna þessa daga. Margir nýta til hins ýtrasta flest það sem til fellur á heimilinu eins og umbúðir af brauðum, álþynnur og fleira. Nú hefur þeim sem endurnota plastumbúðir af brauðum verið bent á að gæta þess vel að prentaða hliðin á umbúðunum komi aldrei í snertingu við brauðin. Við rannsóknir í Bandaríkjun- um hefur komið í ljós að 28 milligrömm af blýi eru til staðar í prenti á 17 af hverjum 18 plast brauðpokum sem þar voru rann- sakaðir. Veik sýra dró út um 6 prósent af þessu blýi á aðeins 10 mín. í bandarískri könnun, þar sem þátt tóku 106 vel menntaðar mæður, kom í Ijós að um 41 pró- sent þeirra endurnýtti plastpoka af brauðum, 16 prósent þeirra sneru pokunum við áður en matur var settur í þá til geymslu. Talið er að það hafi verið gert til að losna við brauðmylsnu sem leynst gæti í hornum pokans og myglað. Dæmi eru um að prentið hafi flagnað af pokunum og komist í matinn. Talið er að veik sýra eins og edik geti leysi út um 0,1 mikro- gramm af blýi úr plastpokum á svæði sem svarar til stærðar einn- ar brauðsneiðar, en það er helm- ingi meira magn en áætlað er fólk neyti daglega með fæðunni. Þó að þetta blýmagn sé ekki talið valda bráðum heilsuskaða, þá hafa komið fram óskir um að blýið á slíkum umbúðum verði íjarlægt sem ónauðsynlegur áhættuþáttur fyrir heilsuna. Bent hefur verið á að umtals- vert magn af blýi fari í prentið á plastpokunum og að pokar þessir endi á sorphaugunum. Þar sem sorpið er brennt losnar blýið út í andrúmsloftið, en það er viðbót sem menn geta vel án verið. M. Þorv. _____________Brids_________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Sumarbrids í Reykjavík Metþátttaka var í Sumarbrids síð- asta mánudag. 49 pör mættu til leiks í tölvureiknuðum Mitchell-tvímenning. Úrslit urðu (efstu pör): N/S: Bergljót Sigurbjömsd. - Guðm. Guðmundsson 522 AronÞorfinnsson-Jónlngþórsson 510 Bjöm Theodórsson - Gylfi Baldursson 492 Þorleifur Þórarinsson - Þórarinn Ámason 486 Baldur Bjartmarsson - Guðmundur Þórðarson 471 Bjöm Amórsson - Kristín Guðbjömsdóttir 465 A/V: Erlendur Jónsson - Jón Viðar Jónmundsson 505 RagnarJónsson-Þrösturlngimarsson 492 Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 488 AlfreðAlfreðsson-BjömÞorvaldsson 462 Gunnar Þórðarson - Sigfús Þórðarson 462 Kolbrún Guðveigsdóttir - Páll Þórsson 460 í dag (fimmtudag) verður spilað í riðlum og verður húsið opnað kl. 17. Síðasti riðill fer af stað kl. 19. Á laug- ardögum hefst spilamennska kl. 13.30 (Mitchell). Sú breyting hefur orðið á í Sum- arbrids að á þriðjudögum verður einn- ig spilaður Mitchell-tviménningur með tölvuútreikning para. Húsið verður því opnað á sama tíma og á mánudögum eða kl. 18 og spilamennska hefst kl. 19 báða dagana (mánudaga og þriðju- daga). Allt bridsáhugafólk er velkomið í Sumarbrids meðan húsrúm leyfir. Spilað er í húsi Bridssambandsins í Sigtúni 9. Nánari uppl. veitir Ólafur í s. 16538. TOSHIBA Super Cv TUBE LAMPINN SKIPTIR OLLU MALI Myndgæði litsjónvarpstækja byggjast aðallega á myndlampanum. TOSHIBA býður nú áður óþekkt myndgæði með nýja Super C-3 myndlampanum, sem gefur skýrari og bjartari mynd en eldri gerðir. Skil milli lita eru skarpari og ný gerð af síu hindrar stöðurafmögnun og minnkar glampa. Sjón er sögu ríkari, komið í verslun okkar og kynnist nýju TOSHIBA Super C-3 litsjónvarps- tækjunum afeiginraun! TWR Einar Faresfcveit & Co.hf. Borgartúni 28 — S 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.