Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 Þórlindur Magnússon, Eskifirði - Minning Fæddur 5. maí 1907 Dáinn 2. maí 1992 Eftir starfsríka ævi og farsæla hefur vinur minn Þórlindur leyst landfestar og stefnt til fegurri heima. Hann fékk um ævina sólar- sýn í svo mörgu. Jafnvel erfiðleik- arnir urðu aldrei svo hatrammir að ekki kæmi þar sólskinið inn og sigldi hann þá marga krappa báruna. Hann var vinur vina sinna og það reyndi ég gegnum öll árin. Ég var ekki gamall þegar ég veitti honum athygli, þó nokkur spölur væri milli heimila okkar, það var sem Eski- fjörður þeirra daga væri sem ein Úölskylda. Ég man vel foreldra hans Björgu Þorleifsdóttur og Magnús Erlendsson og þeirra fjöl- skyldu og kom þar og jafnan vel- kominn. Bróður Þórlindar, Sigurð, þekkti ég vel, þann dugnaðar- og mannkostamann. Þau voru 5 sysktkininv~Ég man hvemig þeir bræður komu fram við mitt fólk á erfiðum tímum. Það skal ekki skráð nú en minning þessara góðu drengja er geymd í huga mínum og ekki gleymd. Foreldrar Þórlindar fluttu á Esicifjörð frá Eyri í Reyðar- firði þar sem hann var fæddur. Þórlindur var fastur fyrir. Traustur. Myndaði sér skoðanir og byggði þær af einhug og réttlæti. Orð hans stóðu og þurftu ekki votta við. Það reyndi ég mörgum sinnum og þótt ég fiytti á annan landshluta, bilaði ekki samband okkar og endur- styrktist þegar hann flutti að síð- ustu suður og við gátum skipst á orðum og handsölum. Ég kom á Hrafnistu þar sem hann átti dvöl seinustu árin. Ég heyrði til hans í síma. Allt var þetta svo Ijúft og eðlilegt. Minntumst liðinna tíma og glöddumst yfir góðum leiðum. Hann sagði vel frá, fróður og minnugur. Og mér og þeim sem hann þekkti best var hann „drengur góður“. Lífsstarf Þórlindar eins og Sig- urðar bróður hans var á sjónum. Þeir voru þar í öndvegi farsælir og mannkærir. Ég man Þórlind á „Svölunni", sem hann Eyjólfur Magnússon gerði út. í sinni fyrstu vertíð á Hornafirði kom hann með metafla og svona varð framhaldið. Hann gerði út bát með öðrum. Nafn hennar var Björg, móðumafn- ið, og það gekk vel. Hvar sem Þór- lindur bar niður var hann fiskisæll. Ég man hann á vertíð í Faxaflóa og las um hann sem aflamestan þar um slóðir. Síðast var hann einn með útgerð og þá meðal annars kom hann hingað á Breiðafjörð. Kom hér að bryggju og við áttum góða og skemmtilega stund saman. Sem sagt aldrei bilaði bandið og við viss- um alltaf hvor af öðrum. Aldrei vissi ég honum manna vant við íyó- inn og slysum forðaði Drottinn hon- um frá. Glöggur á veður og athug- ull á leiðum með frumstæðari tæki en nú. Þórlindur var tvígiftur. Fyrri kona hans var Guðný Hallgríms- dóttir. Hún var mér samtíma í barn- askólanum. Það var góður skóli. Þau áttu einn dreng, Magna, en hann er látinn. Guðný varð ekki langlíf. Lést á besta aldri, öllum harmdauði. Seinni kona hans Guð- rún Þórólfsdóttir, Gíslasonar, Reyð- arfirði. Við unnum saman í upp- vexti, traust og indæl. Þau eignuð- ust tvö börn: Þórólf prófessor í Reykjavík og Katrínu prestsfrú. Guðrún er látin fyrir nokkrum árum og nokkru eftir lát hennar hætti Þórlindur heimilisrekstri og varð þá Hrafnista skjól hans. Nú þegar ég kveð góðan vin vil ég ekki láta hjá líða að þakka fýrir mig og mína. Þakka honum skemmtilega samfylgd. Þeim fækk- ar sem ég átti samleið með á Eski- firði áður fýrr, en minningin lifir. Vinum og vandamönnum flyt ég samúðarkveðjur og þakkir. Ég sakna vinar í stað, en lífið heldur áfram. Ég trúi því. Guð blessi góð- an dreng og minningu hans. Ámi Helgason. Með fáum orðum viljum við þakka afa fyrir allt sem hann var okkur og þær góðu minningar sem við eigum um hann. Hann hefur verið stór þáttur í lífi okkar alla tíð. Allt frá því að hann signdi yfir rúmin okkar þegar við vorum ung- börn heima í Vestmannaeyjum og þegar hann óskaði okkur góðs gengis á prófum nú í vor. Þannig hefur hani) verið nálægur okkur öll þessi ár þó að hann hafi búið í Reykjavík en við í Vestmannaeyj- um. Afi tengist fyrstu minningum okkar frá bemsku. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar hann kom til Eyja. Minningar okkar frá jólun- um tengjast því þegar afi setti upp jólaljósin og skreytti jólatréð með okkur. Það var ekki sama hvemig það var gert því að afi gerði allt sem hann tók sér fyrir hendur af mikilli nákvæmni. Vandvirkni var ríkur þáttur hjá honum og lærdómsríkt hvernig hann lagði alúð í allt sem hann gerði hvort heldur hann braut sam- an notaðan jólapappír eða batt inn bækur sem hann gerði listavel. Hann kastaði ekki höndunum til neins heldur gaf hann sér tíma til að gera það vel sem gera þurfti. Ekkert var svo lítilfjörlegt að ekki ætti að gera það eins vel og kostur væri. Afi var alltaf yfírvegaður og það haggaði honum ekkert. Þegar hann talaði við okkur þá lét hann ekkert annað tmfla sig á meðan heldur áttum við alla athygli hans. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur og margan súkkulaðimolann höfum við þegið hjá honum í gegnum árin og stundum tókst honum að lauma í okkur einum og einum hákarlsbita. Það var gaman að koma til afa í Bólstaðarhlíð 35 í Reykjavík þar sem hann bjó í mörg ár eftir að hann kom austan frá Eskifírði. Hann gaf fuglunum reglulega á veturna út um gluggann hjá sér á þakskeggið þar sem þeir flykktust tugum saman. Þeir gátu treyst því að þeir fengju skammtinn sinn. Margar sögur sagði hann okkur frá því þegar hann var ungur og oft vom það frásögur af dýram og háttalagi þeirra. Málleysingjarnir vissu hvað að þeim sneri og hænd- ust að afa. Börn hændust líka að afa og fundu hjá honum umhyggju, hlýju og styrk. Afi fylgdist alltaf af áhuga með því sem við vomm að fást við og setti sig inn í það. Hann fylgdist með íþróttum og nýjustu tækni og öðm sem var að gerast í þjóðlífinu. Við fundum hvað honum var um- hugað um velferð okkar og framtíð. Það hefur verið okkur ómetanlega dýrmætt að hafa fengið að kynnast afa og við emm þakklát fyrir að hafa átt hann að og fengið að læra af honum. Guð blessi minningu hans. Guðrún Birna og Þórlindur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Mig langar í örfáum orðum að kveðja vin minn og velgjörðarmann, Þórlind Magnússon frá Eskifírði, sem lést 26. maí sl. og borinn verð- ur til grafar í dag. Skrifað stendur; maðurinn upp- sker eins og hann sáir. Ég vil trúa því, að þær móttökur, sem Þórlind- ur „afi“ fær á himnum, verði eitt- hvað í líkingu við þær góðu viðtök- ur og þá miklu umhyggju, sem hann ávallt sýndi mér, allt frá því að ég var barn austur á fjörðum og fram á síðasta dag. Fari Þórlindur í friði og hafi þökk fyrir allt. Ástvinum hans öllum bið ég Guðs blessunar. Harpa. í dag verður til moldar borinn Þórlindur Magnússon fyrram.skip- stjóri frá Eskifirði. Langri og við- burðaríkri ævi athafnamanns er lokið. Þórlindur var fæddur á Eyri í Reyðarfirði þann 5. maí árið 1907. Foreldrar hans vom Björg Þorleifs- dóttir og Magnús Erlendsson sem þar bjuggu. Eignuðust þau 7 börn og komust 5 til fullorðinsára. Eftir- lifandi em systurnar Aðalheiður og María en bræðurnir Helgi og Sig- urður eru látnir. Þórlindur fluttist með íjölskyldu sinni 12 ára gamall til Eskifjarðar þar sem hann átti heima í 52 ár. Hann fór ungur á sjóinn. Aðeins 14 ára gamal! var hann fullgildur háseti og vélstjóri tveimur ámm síðar. Skipstjóri varð hann rúmlega tvítugur að aldri, fyrst á Agli SU, og síðan á ýmsum bátum fram til ársins 1963. Lengst af var hann skipstjóri á Björgu SU 9 alls 12 ár. Eftir að hann kom í land starf- aði Þórlindur við síldarmat og verk- stjórn við síldarsöltun og var með sjálfstæðan atvinnurekstur á Eski- firði. Þar var heimili hans framund- ir 1970, en þá flutti, hann til Reykjavíkur. Þórlindur Magnússon var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Guðný Stefanía Hallgrímsdóttir, hún lést árið 1943. Sonur þeirra var Magnús Bjarki sem lést 1987. Kona. hans var Anna Sveinsdóttir og áttu þau sjö böm, Bergljótu, Svein, Helga, Guðnýju Sveinlaugu, Þóru Lind, Huldu og Rúnar Þórlind. Seinni kona Þórlindar var Guðrún Halldóra Þórólfsdóttir, hún lést árið 1970. Börn þeirra eru Þórólfur, kvæntur Jónu Siggeirsdóttur, börn þeirra era Þórlindur Rúnar og Sig- ríður Þóra, og Katrín Guðbjörg gift Kjartani Erni Sigurbjömssyni, börn þeirra eru Þórlindur og Guðrún Bima. Félagar og samferðamenn Þór- lindar minnast hans sem fengsæls skipstjóra og mikils aflamanns. Hann þótti einkar fundvís á góð mið, útsjónarsamur og harðdugleg- ur. Var hann jafnan í fremstu fylk- ingu þeirra sem tileinkuðu sér nýj- ungar og framfarir. Þá þótti hann með afbrigðum góður sjómaður og vílaði ekki fyrir sér að sækja sjóinn þó að nokkur ágjöf væri, enda mun hann oft hafa siglt í kröppum sjó um dagana. Sjálfur gerði hann lítið úr því og sagði að sér hefði ætíð liðið vel á sjó og aldrei fundið fyrir óöryggi né ótta. Hann taldi reyndar að það hefðu ekki alltaf verið nátt- úmöflin sem reyndust þyngst í skauti, heldur hin mannlegu vanda- mál og þau átök sem óhjákvæmi- lega fylgja öllu breytingastarfí. Mun honum hafa látið betur að hafa fmmkvæði en vera sporgöngu- FYRIR NÚTÍMA KARLMENN H€RRARÍKI SNORRABRAUT 56 Símar: 13505 14303 (V. Briem) 1 AI ÆMr H Rauöi kross íslands hefur fengið nýtt símanúmer 626722 - fax 623150 (Ath.: Rangt faxnúmer var gefið upp í símaskrá)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.