Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 Minning: Sigrún Hallbjörns- dóttir Kjerúlf Fædd 7. apríl 1900 Dáin 24. maí 1992 Lækkar lífdaga sól löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól fegin hvíldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið, ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésd.) Mér finnst þetta fallega ljóð Herdísar Andrésdóttur eiga vel við þegar við kveðjum Rúnu frænku, eins og hún var alltaf kölluð af okkur systkinabörnum hennar. Rúna lést á Hrafnistu í Reykja- vík 24. maí síðastliðinn, 92 ára gömul. Hún fæddist á Bakka í Tálknafirði aldamótaárið. Dóttir hjónanna Sigrúnar Sigurðardóttur frá Hofstöðum í Gufudalssveit og Hallbjörns Eðvarðs Oddssonar frá Gufudal í sömu sveit. Hún var níunda barn þeirra hjóna en alls áttu þau tólf börn, en eftirlifandi er Þuríður sem býr á Hrafnistu í Reykjavík. Hún og móðir mín, Kristey, voru tvíburar og yngstar af þeim systkinum. Þegar Rúna var tólf ára fór hún til Bíldudals og var þar hjá hálfsyst- ur móður sinnar, Pálfríði Sigurðar- dóttur, til átján ára aldurs en þá flytja þær til Reykjavíkur og hefur hún búið hér síðan. Rúna giftist Erlendi Helgasyni vélstjóra, þau áttu ekki böm, þau skildu. Hún giftist aftur öðlings- manriinum Áskeli Kjerúlf skrifstof- umanni, en hann lést 1989 stuttu eftir að Rúna flutti á Hrafnistu. Þau eignuðust einn son, Áskel Kjer- úlf verkfræðing í Stokkhólmi. Rúna frænka var einstaklega kát og hláturmild kona sem alltaf geisl- aði af gleði. Þar sem Rúna fór, var SUMARBUSTAÐA EIGENDUR GOTT ÚRVALI Efna til vatns og hitalagna, úr jámi eir eða plasti. Einnig rotþrœr o.m.fl. Hreinlœtistœki, stálvaskar og sturtuklefar. Vönduð vara sem endisl VATNSVIRKINN HF. | ARMULA 21 SIMAR S86455 - 6Í5966 : FAX 91-68774« gleði og gaman. Hún var í okkar huga sannkallað sólskinsbam. Eg held að þess vegna hafí okk- ur fundist erfíðara að sætta okkur við breytt skap hennar hin síðustu ár. Ég vil þakka starfsfólkinu á A-3 á Hrafnistu fyrir það mikla umburðarlyndi sem það sýndi henni þau ár sem hún dvaldi þar. Hafið frá okkur ástvinum hennar hjart- ans þökk fyrir alúð í hennar garð. Lífsklukkan hennar Rúnu frænku er útgengin, ég þakka henni samfylgdina og bið Guð að blessa minningu hennar. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem) Sigrún Sturludóttir. Við minnumst móðursystur okk- ar systkinanna Sigrúnar, eða Rúnu töntu, eins og við kölluðum hana, með einskæmm hlýhug og þakk- læti fyrij allt það sem hún var okkur frá æsku og langt fram á fullorðinsár. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu DAS þann 24. maí sl., 92 ára að aldri. Hún hafði dvalið þar nokkur undanfarin ár htjáð af þeim sjúk- dómi, sem oft vill fylgja hárri elli og á það til að breyta séreinkennum og persónuleika vikomandi og er óviðráðanlegur. Allt sitt líf hafði hún stráð í kringum sig hlýju og birtu og eins og Gunnar M. Magnússon, rithöf- undur, lýsir henni í Súgfirðingabók, en þar segir hann orðrétt: „Hún var rösk og hraustleg stúlka, við- stöSúlaus í tali, iðaði af fjöri og hló við í hverju spori. Léttur hlátur hennar og kátína smitaði hvem og einn, sem á vegi hennar varð. I öllu var hún dugleg og tilþrifasöm." Frá því að þær móðir mín og hún bjuggu í sama húsi á Bergþóru- götu 61 í Reykjavík og þrátt fyrir að nokkrum sinnum væri skipt um húsnæði, vildi þannig til að aldrei voru meira en nokkur hundruð metrar á milli þeirra tveggja, enda voru þær mjög samrýndar. Hún fór með okkur systkinin eins og hún ætti okkur, skammaði okkur og flengdi, ef þörf var á. Upplifðum við margar skemmtileg- ar uppákomur hjá henni í uppvext- inum. Sumar hveijar grafalvarleg- ar, aðrar í léttum dúr. Eina slíka upplifði það baldnasta af okkur, þá labbaði hún sér með það í fang- inu ofan af þriðju hæð, þótt um 6 ára krakka væri að ræða, tók lokið af öskutunnunni og hótaði öllu illu ef það yrði ekki almennilegt. Þegar hún var orðin fullviss um að hjartað væri komið nægilega neðarlega, þá hló hún að öllu sam- an, en þetta hafði sín áhrif. Hún fæddist að Bakka í Tálkna- firði þann 7. apríl árið 1900, dóttir þeirra hjóna Sigrúnar Sigurðar- dóttur og Hallbjöms Eðvarðs Oddssonar, bónda, sjómanns og kennara. Hún var níunda bam þeirra af tólf, sem þau eignuðust og komust þau öll til fullorðins ára, nema eitt, sem dó vikugamalt. Hallbjörn var prestssonur og eftir nám hjá föður sínum sat hann einn vetur í Latínuskólanum og var því nokkuð vel í stakk búinn til að kenna sínum stóra bamahóp, ásamt fjölda annarra bama á sínum æviferli. Hann var talinn vel ritfær og skrifaði m.a. sjálfsævisögu sína, sem birtist í Ársriti Sögufélags ísfiðinga á árunum 1956-1964 og þótt góð heimild um þjóð- og at- vinnuhætti Vestfirðinga á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Hann flutti með Qöl- skyldu sína til Suðureyrar við Súgandafjörð arið 1912, nema Rúna tanta, hún flutti til Pálínu móðursystur sinnar á Bíldudal og bjó þar með henni til 18 ára ald- urs, að þær fluttu til Reykjavíkur. Hún stundaði þar ýmis störf og var alis staðar jafnvel liðin, fyrir dugn- að, hláturmildi og hið góða viðmót. Hún giftist Erlendi Helgasyni vélstjóra. Þau slitu samvistir og vom barnlaus, en tóku fósturson, Helga. Hann fór ungur í siglingar og er ekki vitað um dvalarstað hans. En það þurfti seinni heimsstyij- öldina til að hrista upp í töntu aft- ir, því þá hitti hún sinn rétta pól í lífinu á heimili foreldra okkar, Áskel S.O. Kejerúlf, skrifstofu- mann og gjaldkera hjá H/F Kveid- Minning: Jóhann Þórsson Fæddur 27. júní 1959 Dáinn 14. maí 1992 Ég kynntist Jóa í maí 1985. Þá vann hann við og rak jámsteypu uppi í Höfða, fyrirtæki föður síns, sem þá var látinn. Árið 1986 fómm við Jói að planleggja hátæknimálm- steypu í listiðnaði. Jói hafði um árabil lesið ótal fagblöð um nýjustu tækni á þessu sviði og var óþijót- andi brannur fróðleiks um hin ýmsu tækniatriði. Jói var mikill hugmyndasmiður og fékk m.a. verðalaun í hugmyndasamkeppni atvinnumálaráðunefndar Akur- eyrar. Hann átti sér draum um að koma á fót listiðnaði. Hann fylgd- ist vel með öllum tækninýjungum, skrifaðist á við helstu stórfyrirtæki fyrir málmsteypu erlendis og keypti af þeim ýmis efni sem hann hafði not fyrir. Hann smíðaðði sjálfur nokkrar vélar, sem hann þurfti í listiðnaðinn. Jói var barngóður maður og læt- ur hann eftir sig tvö böm, þau em Nína Katrín, fædd 15. júní 1985, og Krístján Andri, fæddur 7. júlí 1988. Því miður fékk hann ekki tækifæri til að umgangast bömin sín, en hann hugsaði mjög mikið til þeirra. Mér brá þegar ég frétti andlát Jóhanns og sorgin varð sár- ari vegna þess hve lítið samband ég hafði við hann síðustu vikurnar. úlfi en hann lést árið 1989. Faðir okkar og hann unnu þar saman um margra áratuga skeið, annar í landi en hinn til sjós. Þau giftu sig árið 1947. Áskell var sonur Eiríks Kjerúlfs læknis á ísafirði, en hann var ættaður frá Ormarsstöðum í Fellum á Héraði, og konu hans Sigríðar Þórðardóttur frá Hóli í Reykjavík. Hjónaband þeirra Áskels og Rúnu var einkar ham- ingjusamt og farsælt og þótt þau söfnuðu ekki auði í þess orðs merk- ingu, var auður þeirra hið innra, þau hæfðu hvort öðm einstaklega vel og öllum leið vel í návist þeirra og eigum við systkinin, og reyndar fjölskyldan öll, margar góðar minn- ingar frá traustum fjölskyldubönd- um. Þau eignuðust einn son, Áskel Kjerúlf yngri, en hann fór ungur í nám til Svíþjóðar og hefur dvalið þar síðan Þau söknuðu nánari sam- vista við einkasoninn alla tíð. Móðir okkar Þuríður var yngst í þessum stóra systkinahópi og er nú sú eina sem er eftirlifandi, en tvíburasystir hennar Kristey er lát- in fyrir mörgum ámm. Hún bjó alla sína tíð á Súgandafirði, gift Sturlu Jónssyni hreppstjóra og odd- vita á Suðureyri. Móðir okkar hefur einnig dvalið nokkur undanfarin ár á Hrafnistu, þar sem henni hefur liðið einstak- lega vel og er enn við þokkalega góða heilsu, þótt aldurinn sé farinn að segja til sín. Hún hefur því get- að litið til með systur sinni þessi síðustu ár í veikindum hennar. Hún vill færa starfsfólki Hrafnistu inni- legar þakkir fyrir frábæra umönn- un systur sinnar, sem og hennar sjálfrar og óskar þeim öllum guðs- blessunar. Undir þessar óskir tökum við systkinin, ásamt okkar fjölskyld- um, af heilum hug, svo og hálfsyst- ir okkar og hennar fjölskylda. Megi hin brosmilda og hugljúfa móðursystir okkar mæta því sem hún þráði hinu megin. Hún lifir áfram í endurminningum þeirra sem elskuðu hana. Fari hún tanta í friði. Ásthildur, Ingvar og Guðmundur. Það er með söknuði sem við systkinin kveðjum ástkæra frænku okkar og ömmusystur Sigrúnu Hallbjörnsdóttur Kjerúlf. Hún lést í hárri elli í lok síðasta mánaðar og var bálför hennar gerð frá Foss- vogskapellu 1. júní síðastliðinn. Fráfall Sigrúnar kom ekki á óvart og erfiðu stríði er lokið, en við sökn- um hennar sannarlega. Sigrún var komin af sterkum vestfirskum stólpum, dóttir Hall- bjarnar E. Oddssonar og Sigrúnar Sigurðardóttur. Hún var jafngömul öldinni, fædd á Bakka í Tálknafirði 7. apríl árið 1900. Hún var níunda í röð tólf systkina og þegar hugur okkar yngra fólksins hvarflar til systkinahópsins, sem við tengdum yfirleitt við Súgandafjörð, minn- umst við silfraða hársins þeirra, bjartleitra og brosmildra andlit- anna, sem glöddu okkur á hátíðum í fjölskyldunni eins og stórafmæl- um og fermingum. Sigrún var meira en ömmusystir og frænka. I hugum okkar var hún sem amma og kom þar í stað Val- gerðar föðurömmu okkar, sem lést árið 1932 aðeins 43 ára að aldri, er hið elsta fimm bama hennar var aðeins 16 ára. Sigrún var mikill vinur foreldra okkar og mörg sumur ferðuðust hún og Áskell maður hennar með þeim vítt og breitt um landið. í þessum ferðalögum var eitthvert okkar systkinanna oftsinnis með í för. Okkur er minnisstætt hversu fróð þau vom um ísland og náttúm þess og þau brýndu fyrir okkur virðingu fyrir landinu. Alltaf hafði Sigrún tíma og áhuga til að spyija okkur um við- fangsefni hversdagsins, lífíð og til- vemna og sannarlega gaf hún okk- ur oft góð ráð. Jól eða aðrar stórhá- Þegar ég bað til Guðs, Jesú Krists um að gefa mér þekkingar- eða huggunarorð þá leiddi hann mig á __ ritningarstaðinn Jes. 43, 1-4. „Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig, ég kaila á þig með nafni, þú ert minn. Gangir þú gegnum vötnin, þá er ég, með gegnum vatnsföllin, þá skulu þau ekki flæða yfir þig. Gangir þú gegnum eld, skalt þú eigi brenna þig, og loginn skal eigi granda þér, því að ég er Drottinn Guð þinn, hinn heilagi í ísrael, frelsari þinn.“ í líf Jóhanns var sáð mörgum fræjum sem aldrei fengu tækifæri til að blómstra. Ég kveð Jóhann vin minn í þeirri full- vissu að hann hafí leitað Drottins og hann á eftir að sjá drauma sína rætast hjá Guði þar sem engir sjúk- dómar né sorg em til. Kæra Sigur- rós, Guðrún og Badvin, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Þóra Þórisdóttir. , íagmarksverði, abeins 499 kr./kg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.