Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 43 maður annarra. Hann lagði gjörva hönd á tækninýjungar og verklegar framfarir en þar naut hann sín hvað best. Ekki mun laust við að til átaka hafí komið milli hans og þeirra sem hægar vildu fara enda mun Þórlindur alltaf hafa verið ákveðinn og stefnufastur og ekki látið hlut sinn fyrir neinum. Það er óhætt að segja að um æviferil hans hafi leikið straumar ýmissa átta og stundum býsna þungir. Lífs- saga hans er samofin atvinnusögu Eskiíjarðar í þá hálfu öld sem hann átti þar heima og þá fýrst og fremst þeim þætti hennar sem að sjó- mennsku sneri. Sjálfsagt fannst honum afraksturinn ekki alltaf vera í réttu hlutfalli við erfiðið en hann hafði alltaf gaman af að takast á við vandamálin enda mun hann ekki hafa talið það neitt sérlega eftirsóknarvert í sjálfu sér að sigla sléttan sjó. Síðar á ævinni henti hann oft gaman að þessum ýfíng- um. Ég minnist meðal annars skop- legra lýsinga hans á því er ráða- menn hugðust bjarga Eskfirðingum frá kreppunni með því að gera þá að kartöflubændum. Þetta þótti Þórlindi ekki vænlegur kostur. Bæði var að land við Eskifjörð var ekki sérstaklega vel til kartöflu- ræktar fallið og markaður fyrir þessa afurð nær engin. Meiru mun þó hafa ráðið um afstöðu Þórlindar og þeirra Eskfirðinga sem honum fylgdu að málum að fyrir landi voru gjöful fiskimið og framundan var uppbygging bátaflota, fiskimjöls- verksmiðju og hraðfrystihúss. Hygg ég að honum hafi þótt mál þetta dæmigert fyrir skammsýni ráða- manna, enda var Þórlindi lítið um afskiptasemi stjórnskipaðra „hugs- uða“ af uppbyggingu íslensks at- vinnulífs og taldi hana lengstum hafa verið dragbít á heilbrigða framþróun. Þórlindur var einn þeirra manna sem lagði sig fram í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var ákafamaður og sökkti sér djúpt niður í viðfangsefni. Honum lá þó aldrei svo á að hann gæfí sér ekki tíma til þess að velta þeim vandlega fyrir sér áður en hann hófst handa. 011 sín störf stundaði hann af skyldurækni og umhyggjusemi sem aldrei skeikaði. Hann var einn þeirra manna sem gerði hvert það starf virðulegt sem hann tók sér fyrir hendur. Þórlindur var dagfarsprúður maður og einkar ljúfur í daglegri umgengni. Hitt leyndist engum sem kynntist honum að hann var mikill skapmaður og oft gátu tilsvörin verið hvöss og háðið napurt. Hann var gamansamur og orðheppinn og fróður um marga hluti bæði af reynslu og lestri einkum hafði hann áhuga á atvinnusögu og þróun sjáv- arútvegs. Það var lífsreynsla fyrir mig, borgarbarnið, að kynnast þessu náttúrubami sem las náttúr- una eins og bók. Hafði hann til að bera einstaka þekkingu á íslensku dýralífi og las veðurfarsbreytingar af hegðun dýra og skýjafari svo að undrum sætti. Þórlindur hafði brennandi áhuga á þjóðfélagsmál- um og málefnum líðandi stundar og hafði einstaklega gaman af að velta hlutunum fyrir sér og greina menn og málefni, spá í spilin og skoða málin frá ólíkum hliðum. Gilti þá einu hvort um var að ræða at- vinnumál, stjómmál, heimspekileg vandamál mannlegrar tilvistar eða íþróttir. Aftur og aftur kom hann mér á óvart með skarplegum athug- asemdum um hin hversdagslegustu fyrirbæri enda var athyglisgáfan í góðu lagi og minnið með ólíkindum. Ekki spillti að hann hafði sérstakan hæfileika til þess að varpa óvæntu ljósi á viðfangsefnin og hafna fyrir- varalaust viðteknum forsendum. Síðustu árin dvaldist Þórlindur á Hrafnistu í Reykjavík, þar eyddi hann tímanum við bóklestur auk þess sem hann spilaði brids og tefldi skák. Þá tók hann upp á því á átt- ræðisaldri að læra bókband sem hann stundaði af þeirri nákvæmni og natni sem honum var svo lagið. Á sumrin stundaði hann lax og sil- ungsveiði og naut þess að ferðast um landið þvert og endilangt. Hon- um auðnaðist að halda hæfileikum sínum nær óskertum til dauðadags. Hann horfði ókvíðinn við dauða sín- um, sáttur við guð og menn, að loknu löngu og drengilegu lífi. Það hefur verið mér ómetanlegt að kynnast æðruleysi og skapstyrk þessa aldna sævíkings sem kunni allra manna best að meta djörfung og vasklega framgöngu og gerði sér far um að taka velgengni af hóflegri gleði og áföllum með jafn- aðargeði. Hann fylkti sér í flokk þeirra sem kusu fremur að sigla opinn sjó en fara með löndum. Blessuð sé minning hans. Jóna Siggeirsdóttir. Þórlindur var fæddur á Eyri í Reyðarfírði. Einn af mörgum lands- kunnum skipstjórum sem þaðan eru ættaðir. Foreldrar hans voru Magnús Er- lendsson bóndi þar og Björg Þor- leifsdóttir. Áður höfðu þau búið þar móður- foreldrar hans Þorleifur og Helga, einnig föðurforeldrar Erlendur og Rósa sem öll bjuggu þá hjá Magn- úsi og Björgu svo að þetta var mannmargt heimili á þeim tíma. Þórlindur átti góða æsku. Hann ólst upp í stórum og góðum ástvina- hópi og fögru umhverfí. Ég var svo Iánsamur að geta dvalið á Eyri sumarlangt. Og fyrst þegar ég mundi eftir mér þar laðað- ist ég strax að Þórlindi, hef sjálf- sagt fundið þá strax það öryggi að vera í nánd við hann sem síðar meir á lífsleiðinni átti eftir að auk- ast. Það var sama hvað við tókum okkur fyrir hendur, hvort við vorum úti á sjó eða að veiðum í ánni, allar hans gerðir voru þaulhugsaðar og öruggar. Athyglisgáfa hans var sérstök hvort heldur var á veðri eða vindum eða fuglum og fiskum. Það var góður skóli fyrir ungling að vera í námunda við hann þó að hann væri lítið eldri. Já, minningarnar vilja sækja fast að manni. Eftir að fjölskylda hans fluttist til Eskifjarðar leið ekki langur tími þar til að hann var búinn að ráða sig vélamann á bát hjá móðurbróð- ur sínum og hófst þar með sjó- mennska hans. Það fór fljótt orð af honum sem góðum vélstjóra. Enda fór oft lang- ur tími hjá honum eftir að komið var úr róðri að yfirfara og lagfæra það sem með þurfti fyrir næsta róður. Hann var ekki í rónni fyrr en hann var viss um að allt væri í lagi. Svo kom að því að hann yrði formaður á bát með gott veganesti frá móðurbróður sínum. Velgengni hans og aflasæld vöktu fljótt at- hygli hvar sem hann var, hvort heldur á heimamiðum á Hornafírði, í Sandgerði og ekki síst á síldveiðum við Norðurland. Þórlindur var einn af þeirri kyn- slóð sem einna mest átti þátt í að afla þess þjóðarauðs og þeirrar vel- gengni sem við nú búum að. Byggðir voru skólar, sjúkrahús, góðar íbúðir og endurnýjun skipa- flotans og m.fl. Það kostaði líka mikla vinnu og erfiði. Við eigum mikið að þakka þeirri kynslóð sem nú er að hverfa. Þórlindur var að mörgu leyti sér- stæður maður, fálátur, íhugull, ró- legur og traustvekjandi og að mörgu leyti á undan framtíð sinni. En þó kom það fyrir að það hvessti hressilega í honum, sérstaklega þegar beitt var einhveiju óréttlæti Bílaleigubílar á íslandi og Í140 öörum löndum ú mjög hagstæöu veröi. n. f Riirinot—..............— rent a carw sími 91-641255 við þá sem lítils máttu sín eða á þeim níðst. Enda reyndu þeir það ekki aftur sem það gerðu ef Þórlind- ur var einhvers staðar nærstaddur. Eftir að Þórlindur hætti á sjónum var það hans mesta ánægja að stunda lax- og silungsveiðar í ám og vötnum. Ég fór oft með honum í þær ferðir og fleiri og minnist ég margra þeirra með ánægju. Sér- staklega vil ég nefna eina sem lýs- ir vel skapgerð hans. . Við höfðum pantað okkur dvöl við veiðiá vestur í Dölum. Þegar þangað kom voru þar menn að búa sig til heimferðar með fulla kerru af laxi sem þeir höfðu veitt þar. Það kom nú aldeilis veiðihugur í okkur. í býtið um morguninn fórum við niður að ánni. Jú, þarna iðaði lax í hveijum hyl. En það var sama hvemig við reyndum, haiin vildi ekki bíta á hjá okkur svo að við fórum físklausir heim um kvöldið. Næsta dag fórum við á svipaðar slóðir en það var sama, hann leit ekki við færunum. Þegar leið á daginn var ég svo heppinn að finna fiskikrækju (pilk svipaðan og við strákarnir notuðum við að veiða fisk við bryggjuna). Ég hugði mér gott til glóðarinnar og batt hana á færið. Þá heyrði ég kallað í mig heldur höstuglega: „Við notum ekki svona veiðarfæri til að veiða lax, það er líka stranglega bannað.“ Já, það var þá ennþá sami heiðar- leikinn og samviskusemin í honum hvernig svo sem á stóð fyrir manni. Ég losaði krækjuna af og gróf hana í sandi. Við fórum líka heim í kof- ann fisklausir um kvöldið. Það er auðvitað mikill söknuður fyrir ættingja og vini að sjá á eftir góðum manni. En þetta er gangur lífsins sem við verðum að sætta okkur við. Börnin og barnabörnin mega vera stolt yfír að hafa átt svona góðan föður og afa. Magnús Finnbogason. SOLIGNUM olíuviðarvörn að þínu sumarskapi! Af áralangri reynslu vita íslendingar að Solignum olíuviðarvörnin er tvímælalaust ein sú endingarbesta á markaðnum. Og litaúrvalið er meira en nokkru sinni - Solignum Architectural fæst nú í 14 litum - einn þeirra er örugglega að þínu sumarskapi. Einnig bjóðum við Solignum grunnefni og gróðurhúsaefni. Solignum fæst í flestum málningarvörubúðum. SKAGFJÖRÐ ij'! 0 D J jj D 4 V U li II J> 5 J j, ÍL Kristján Ó. Skagfjörð hf. Umboðs- og heildverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.