Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 37 Tungnafells- afréttur Þórisvatn Laugarvatn /y ------Afréttur Fljótshverfinginoa- Hveragerði Síðumanna- afréttur Selfoss Laufaleitir Afréttur Rangvellinga Hvolsvöllur Hnífsdælingar óánægð- ir með ákvörðun um- hverfisráðherra Sveitarstjórnarmenn lofa úrbótum innan tveggja ára. UMHVERFISRÁÐHERRA, Eiður Guðnason, tilkynnti á almennum borgarafundi í Hnísfdal í síðustu viku, að hann hefði fallið frá fyrri ákvörðun sinni frá í vetur um að láta loka sorpbrennslustöðinni á Skarfaskeri við utanverðan Hnífs- dal í landi ísafjarðarkaupstaðar. Miklar deilur hafa verið milli íbúa í Hnífsdal og eigenda stöðvarinnar sem eru sveitarfélögin á ísafirði, Bolungarvík og Súðavík vegna mengunar frá stöðinni. Ráðherra gaf eigendum frest í fyrra þar til í febr- úar í ár að fínna aðrar lausnir í sor- peyðingarmálum, en á fundinum kom fram að nánast ekkert hefur verið gert til úrböta enn. Fimmtán íbúar á Hnífdsal sem tjáðu sig um þessi mál á fundinum áður en mælenda- skrá var lokað lýstu ailir megnri óánægju með aðgerðarleysið. Fulitrúar sveitarstjórnanna lýstu því yfir á fundinum að innan tveggja ára yrðu þeir búnir að leysa þessi mál, og sögðust nú þegar vera tilbún- ir að minnka vandann til dæmis með flokkun sorps, sem hefjast mun næstu daga, þar með ítarlega flokk- un á spilliefnum, en gert er ráð fyr- ir að fulltrúi umhverfisráðherra á staðnum muni skila áfangaskýrslu um árangurinn fyrir 30. september nk. Þá hefur verið ákveðinn fundur með öllum sveitarstjórnum 20. júní, á svæðinu sem félagsmálaráðherra hefur ákveðið að reyna að sameina, þar sem reyna á að ná samstöðu strax um byggðasamlag um sorpeyð- ingu. Áætlaður kostnaður við sorp- eyðingarstöð er um 150 milljónir og er litið til Norræna fjárfestingar- bankans um lánafyrirgreiðslu. Smári Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði, sagði í viðtali við blaðið að erfitt væri að fullyrða um mengunar- hættuna af rekstri stöðvarinnar en taldi hana ekki jafn alvarlega og Hollustuvernd ríkisins léti í veðri vaka. Hann sagði skiljanlegt að fólk væri hrætt, sérstaklega um börn sín, eftjr að hafa lesið slíkar skýrslur. íbúar í Hnífsdal eru ekki jafn ró- legir. Á heimili sem fréttaritari kom á á mánudag voru gluggakistur sem snúa á móti norðri litaðar af sóti tveimur dögum eftir síðustu hrein- gerningu, enda hafði stöðin verið í fullum gangi daginn áður þrátt fyrir að ryk og stórar sótflyksur legði yfir bæinn. Húsmóðirin sagði það reynd- ar ekki óalgengt ef vindátt breyttist eftir að þvottur væri kominn á snúr- ur og að hann færi beint í þvottavél- ina aftur. - Úlfar. Atriði úr myndinni Myrkfælni. Háskólabíó sýnir myndina Myrkfælni HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni Myrkfælni. Með aðalhlutverk fara James Fox og Fanny Ardant. Leikstjóri er Mark Peploe. Morðingi sem haldinn er kvala- losta leggst á blint fólk. Lucas er ellefu ára drengur. Hann hefur mikl- ar áhyggur af blindri móður sinni og Rose, blindri vinkonu hennar. Faðir hans reynir allt sem honum er unnt til að sefa ótta hans en með litlum sem engum árangri. Lucas reynir allt hvað hann getur til að vernda móður sína og vinkonu henn- ar og tortyggir því alla. Ógnvaldur- inn getur verið hver sem er. Ótti Lucas vex stöðugt og bilið milli skelf- ilegra dagdrauma hans og raunveru- leikans verður sífellt minna. Opið hús 1 VERSLUNARSKÓLI íslands var með opið hús síðasta laugardag fyrir nýútskrifaða grunnskóla- nemendur og aðstandendur þeirra. Gunnar Sigurðsson kerf- isfræðingur skólans sem hafði yfirumsjón með þessari kynn- ingu áætlar að um 600 gestir hafi litið inn. Að sögn Gunnars Sigurðssonar er ráðgert að taka inn 260 nýnema í haust og var tilgangur þessarar kynningar að fræða áhugasama og væntanlega nemendur, þ.e.a.s. ný- útskrifaða grunnskólanemendur, og aðstandendur þeirra um námið í skólanum. Skólinn var opinn og áttu gestkomandi þess kost að kynna sér húsakynni og námsað- stöðu alla. Kennarar skólans voru til viðtals og einnig voru 50 eldri nemendur á staðnum til að upplýsa um félagslíf nemenda og skólalífið almennt. Gunnar áætlar að um 600 manns hafi komið í skólann. Höfðu áhugasamir nemendur og þeirra aðstandendur margs að spyija. Gunnar treysti sér ekki til að segja til um hvort áhugi gestanna hefði beinst að einhverjum sérstök- um námsbrautum öðrum fremur. Hann sagði þó að undanfarin ár hefði eftirspurn eftir sértækasta verslunar- og viðskiptanámi dvínað V erslunarskólanum Morgunblaðið/J6n Svavarsson Nemendur kynntust tölvubúnaði Verslunarskólans. nokkuð og hefði skólinn brugðist við því og legði m.a. áherslu á að búa nemendur undir sérhæft há- skólanám með því að veita góða almenna menntun og boðið væri upp á málabraut og einnig stærð- fræðibraut. Verslunarskólinn er sjálfseignar- stofnun og tekur við nemendum óháð búsetu en hins vegar eru skólagjöld nokkur, 39 þúsund krón- ur yfir veturinn, þar af renna 3.700 krónur til nemendafélagsins. Afrettir i Arnes Rangárvalla og V-Skaftafells- sýslum / VATN A- J ÖKU LL Landgræðsla nkisins hefur sett það að tnarkmiði að friða alla afréttí á Suður- og Suðvesturlandi. 50 km —i Friðun afrétta á Suður- og Suðvesturlandi Eins og greint var frá í Morgunblaðinu nýlega hefur Landgræðsla ríkisins í samvinnu við landbúnaðarráðu- neytið sett fram markmið um friðun allra afrétta á Suður- og Suðvesturlandi. Á síðustu mánuðum hefur Landgræðslan átt viðræður við allar sveitarstjórnir sem nýta afrétt í Árnes-,- Rangárvallar- og Vestur- skaftafellssýslu, en á síðustu tveimur árum hefur verið samið við bændur og sveitarfélög í V-Eyjafjalla- og Hvolshreppi um friðun þeirra afrétta. Á kortinu gefur að líta þá afrétti sem um er að ræða, en þær sveitarstjómir sem málið varðar hafa tilnefnt fulltrúa í samráðsnefndir, sem á næstunni munu vinna að upplýsingaöflun með starfsmönnum Landgræðslunnar um stöðu afréttarmálanna í hverju sveitarfélagi. ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sfmi 614330. Ferðir um hvítasunnu 1. Öræfajökull, gengin veröur Sandfellsleiö og stefnan tekin á Hvannadalshnjúk. 2. Skaftafell-Öræfasveit. Skipulagöar göngu- og skoðun- arferöir. Gist í tjöldum í Skafta- felli. 3. Fimmvörðuháls, gengiö frá Básum, gist eina nótt í Fimm- vöröuskála. Upplagt aö hafa gönguskíðin með í för. 4. Básar, skipulagöar göngu- feröir um Þórsmörkina og Goða- landiö. Brottför i ferðirnar kl. 20. Nánari upplýsingar og miöasala á skrifstofu Útivistar. Sjáumst. Útivist. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Aðalfundur Aðalfundur skíöadeildar KR og uppskeruhátfð verður haldin í félagsheimili KR við Frostaskjól fimmtudaginn 11. júnl kl. 20. fífflhjnlp I kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúöum. Mikill söngur. Samhjálparvinir gefa vitnisburði mánaðarins. Kaffi aö lokinni samkomu. Allir velkomnir. Ath.: Opið hús laugardaginn 6. júní. Samhjálp. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Ferðir um hvítasunnu 5.-8. júní: 1. Snæfellsnes-Snæfells- jökull. Við mlnnumst þess I ár að fyrir 60 árum skipulagði Ferðafélagið sína fyrstu ferö tll Snæfellsness og á jökulinn. Gist aö Göröum í Staöarsveit. Tak- markaö pláss. 2. Öræfajökull-Kristínar- tindar-Morsárdalur. Gengið á Hvannadalshnúk (2119 m). Svefnpokapláss á Hofi eöa tjöld. 3. Skaftafell-Öræfasveit. Svefnpokapláss á Hofi. Göngu- ferðir um þjóðgarðinn og víðar. 4. Þórsmörk. Gönguferðir um Mörkina. Gist f Skagfjörðs- skála/Langadal. Tveir mögu- leikar: Hægt að koma til baka úr Mörkinni á sunnudegi eöa mánudegi. Elnsdagsferð á hvftasunnudag kl. 08. Brottför i allar ferðirnar kl. 20.00, 5. júní. Tryggið ykkur far í tlma. Sumarleyfisferðir í júní: 18. -21. júní: Skaga- fjörður-Málmey-Drangey. Gist ein nótt á Húnavöllum og tvær nætur að bænum Lónkoti i Sléttuhlíð, Siglt í Málmey, ekið fyrir Skaga, Kálfshamarsvík og Ketubjörg skoðuð. 19. -21. júní (ath. breytta dags.): Sólstööuferö til Grimseyjar. Brottför kl. 17.00 á föstudag með flugi til Akureyrar og áfram með flugi til Grímseyjar. Að kvöldi laugardags verður siglt með Grfmseyiarferjunni til Hrís- eyjar og gist. I þessari ferð gefst gott tækifæri til að skoða tvær af athyglisverðustu eyjum við landið og upplifa miðnætursól- ina. Hægt verður aö koma I ferð- ina á Akureyri. 26. -28. júní: Hlöðuvellir- Hagavatn. Bakpokaferð I tilefni 50 ára af- mælis Hagavatnsskála. 27. júní-1. júlf: Breiðafjaröar- eyjar-Látrabjarg-Barða- strönd-Dalir. Silgt með Eyja- ferðum um Breiðafjörð og áfram að Brjánslæk. Gist að Birkimel (félagsheimili). Gist tvær nætur í Breiðuvík. Skoðunarferðir á Látrabjarg, Sjöundá og Skor. Til baka verður ekið um Austur- Barðastrandasýslu og gist I Króksfirði. Á 5. degi verður ekið heimleiðis fyrir Kíofning með við- komu í Dagverðarnesi og víöar. Pantið tímanlega í sumarleyfis- ferðirnar: Nýr sfmi 682533. Ferðafélag (slands. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 í kvöld kl. 20.30: Almenn samkoma. Kapteinarnir Ann Merethe og Erlingur Níelsson stjórna og tala. Föstudag kl. 13.00: Brottför frá Herkastalanum á hvítasunnu- mótið á Löngumýri, Skagafirði. Athugið, engin samkoma á hvítasunnudag. Annan í hvítasunnu kl. 20.30 hefst samkomuherferð þar sem kapteinarnir Magna og Jostein Níelsen eru aðalræðumenn. Gleðilega hétíð. Vélritunarkennsla Vornámskeið byrja 4. júnl. Vélritunarskólinn, s. 28040.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.