Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 Island í breyttu iimhveríi eftirBjörn Bjarnason Umræður um íslensk utanríkismál voru í næsta föstum skorðum í fjóra áratugi, það er frá því að við gerð- umst stofnaðilar að Atlantshafs- bandalaginu 1949 og þangað til Ber- línarmúrinn hrundi 1989. I stórum dráttum voru menn með eða á móti þátttöku íslands í vestrænu sam- starfi í vamar- og öryggismálum, þeir voru með eða á móti því að er- lendir aðilar fjárfestu í landinu, og þeir voru með eða á móti þátttöku Islands í alþjóðlegu efnahagssam- starfí innan EFTA eða á öðrum vett- vangi. Alið var á hræðslu við alþjóð- lega auðhringi, svo að ekki sé minnst á hinn gamalkímna áróður um að íslensk menning geti ekki lifað af nema undir sérstakri vernd gagnvart erlendum áhrifum. Þá hefur alla tíð verið grunnt á þeirri almennu skoð- un, að of náið samstarf við útlend- inga sé af hinu illa. Þótt þjóðin skipt- ist þannig í fylkingar í afstöðu sinni til utanríkismála, sameinaðist húir í landhelgisbaráttunni og fagnaði ein- huga sigri í henni með útfærslunni í 200 sjómílur 1975. Vegna þeirra þáttaskila, sem hafa orðið í alþjóðamálum, eru nú forsend- ur fyrir því að meta réttmæti þeirrar utanríkisstefnu, sem var fylgt frá 1949 til 1989. Hlutlægt mat hlýtur að leiða tjl þeirrar niðurstöðu, að þeir höfðu rétt fyrir sér sem studdu þátttöku í NATO, vildu semja við útlendinga um fjárfestingar í landinu og kusu aðild Islands að EFTA og alþjóðlegu efnahagssamstarfí. Við hljótum að byggja á þessum stað- reyndum, þegar metin er staða ís- lands við breyttar aðstæður. Við hljótum að líta þannig á, að ástæðu- laust sé að óttast náið samstarf við aðrar þjóðir, því að íslensku þjóðinni hefur aldrei vegnað eins vel og eftir að þetta samstarf tók að dafna. Þetta ætti að vera okkar leiðarljós, þegar við metum næstu skref á alþjóðavett- vangi. Þáttaskil 1989 Ég tel, að árið 1989 hafí ekki aðeins markað einstæð þátttaskil að því leyti, að þá sáum við einræði kommúnismans byrja að hrynja í orðsins fyllstu merkingu með múm- um í Berlín, heldur einnig vegna þess að þá tóku vinstri flokkamir á Islandi höndum saman um að ísland skyldi gerast aðili að nánara alþjóð- legu efnahagssamstarfí en áður hafði verið á döfínni. Með þessu vísa ég til þeirra ákvarðana, sem teknar voru á fundi leiðtoga EFTA-landanna í Ósló í mars 1989 og leiddu síðan til þess, að hinn 2. maí síðastliðinn var ritað undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). í mínum huga er þessi ákvörðun frá 1989 um þátttöku í EES sam- bærileg við það, sem gerðist 1978, þegar Alþýðubandalagið gekk inn í ríkisstjórn án þess að krefjast þess, að stjórnin hefði brottför varnarliðs- ins á stefnuskrá sinni. Við það hætti dvöl liðsins að vera flokkspólitískt bitbein. Ég lít þannig á, að ekki sé lengur deilt í neinni alvöru um það, hvort íslendingar skuli vera virkir þátttakendur í samstarfi Evrópuþjóð- anna. Við blasir, að um þessar mund- ir er aðild að Evrópska efnahags- svæðinu sá kostur, sem flestir kjósa. Enginn efast um að hún verði sam- þykkt á Alþingi og stjórn og stjómar- andstaða hafa samið um að stefnt skuli að því að flest lagafrumvörp tengd EÉS fái afgreiðslu á þingi fyrir lok september og málsmeðferð- inni allri verði lokið á Alþingi í nóv- ember. Kröfur ýmissa þeirra sem hófu samningagerðina 1989 um þjóðarat- kvæðagreiðslu ættu ekki að koma á óvart. Svipaðar kröfur voru uppi, þegar gengið var í NATO og þegar aðild að EFTA var á dagskrá. Mér fínnst gæta pólitískrar sýndar- mennsku í slíkum kröfum nú, einkum þegar litið er til forsögunnar. Ekkert hefur gerst í samningunum um Evr- ópska efnahagssvæðið, sem ekki mátti sjá fyrir, þegar haldið var af stað 1989 og lá Ijóst fyrir, þegar gengið var til þingkosninga hér í apríl 1991. Það var rétt sem þá var sagt, að j tíð ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar hefði verið samið um allt að 98% af viðfangsefni samn- ingamannanna. Gleymum því ekki, að haustið 1989 var hart deilt um það á Alþingi, hvort þingið ætti að samþykkja umboð fýrir utanríkisráð- herra í EES-umræðunum. Var tillögu sjálfstæðismanna um þingumboð fyrir ráðherrann og ríkisstjórnina hafnað. Gengið var frá meginefni EES-samningsins í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Á því rúma ári, sem liðið er frá falli henn- ar, hefur einkum verið fjallað um hlutverk EES-stofnana og iögsögu dómstóla. Ég tel mikilvægt að hafa höfuð- drættina í þessari pólitísku forsögu í huga, þegar litið er til framtíðarinn- ar. Þótt margt í málflutningi and- stæðinga EES-samningsins minni á hræðsluáróðurinn áður fyrr, er sá mikli munur á ástandinu þá og nú, að enginn treystir sér lengur til að benda á sósíalisma eða kommúnisma sem annan kost. Talið um, að íslend- ingar glati sjálfstæði sínu vegna náins efnahagssamstarfs við helstu viðskiptaþjóðir sínar endurspeglar aðeins hefðbundna vanmetakennd, er blundar jafnan í sál smáþjóðar. Ástæðulaust er að gera lítið úr henni, en það yrði dapurleg framtíð, sem biði okkar, éf hún ætti að ráða ferð- inni inn í hana. Mikill áfangi með EES Hinn mikli sérstaki áfangi sem við íslendingar náðum í samningum um EES snertir niðurfellingu tolla á sjáv- arafurðum. Með samfloti við EFTA- ríkin tókst að fá Evrópubandalagið (EB) til að falla frá kröfu sinni um aðgang að íslensku fískveiðilögsög- unni í skiptum fyrir niðurfellingu tolla. Spytja má, hvort þetta sé vís- bending, um að í viðræðum við EB náum við betri árangri í fylgd með öðrutn en einir og óstuddir. Sé svar- ið við þessari spurningu jákvætt, hljótum við að taka mið af því, þeg- ar mat er lagt á stöðu okkar, eftir að ljóst er, að EFTA-þjóðir aðrar en við ætla inn í Evrópubandalagið. Hvað eftir annað kom fram í EES- viðræðunum, að sérstaða íslands vegna einhæfs atvinnulífs naut skiln- ings. Er ekki að efa, að þessi skiln- ingur yrði áfram fyrir hendi, ef tekn- ar yrðu upp viðræður um aðild okkar að Evrópubandalaginu. Svo sem kunnugt er hefur verið tekin ákvörð- un um að slíkar viðræður séu ekki á dagskrá ríkisstjómarinnar. Hitt er annað mál, að vilji virðist vera til þess hjá stjórninni að kanna kosti og galla þess að standa utan við bandalagið. Kom þetta fram í um- ræðum um skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi og þar var það viðhorf einn- ig reifað, að eðlilegt væri að forsætis- ráðherra hefði forgöngu um slíka könnun. Á þessum miklu breytingatímum fínnst mér gæta skammsýni hjá þeim, sem telja sig geta slegið því föstu, að EES-samningurinn sé loka- áfangi á samstarfsleið okkar við Evrópubandalagið. Er það kannski tákn um þá ringulreið sem sumum fínnst nú í utanríkismálum, að ég hallast frekar að mati framkvæmda- stjóra Alþýðubandalagsins en rit- stjóra Morgunblaðsins á gildi EES- samningsins í þessu samhengi, og vitna ég þá til greinar framkvæmda- stjórans hér í blaðinu hinn 26. maí síðastliðinn. Auðvitað kann það að verða niðurstaða okkar íslendinga, að ekki eigi að stofna til frekara samstarfs við EB en felst í EES- samningnum. Það er hins vegar stað- reynd, að málsmetandi menn og fjöl- miðlar hvarvetna annars staðar í EFTA-löndum líta á EES sem mikil- vægan áfanga á leiðinni inn í EB en ekki lokaáfangann. Skjót umskipti Smáríki þurfa oft að bregðast skjótt við til að laga hagsmunagæslu sína að breyttum aðstæðum. Minn- umst þess, að 1949 gerðumst við aðilar að Atlantshafsbandalaginu með þeim fyrirvara, að aðildinni fylgdi ekki skylda til að stofna íslen- skan her eða hafa erlendan herafla í landinu. Varþetta skilyrði mikilvæg forsenda fyrir því, að meirihluti myndaðist á Alþingi um NATO-aðild. Tveimur árum síðar, eða á árinu 1951, kom hins vegar bandarískt herlið til landsins og var meiri sam- staða um lagasetningu í tilefni af þvi á Alþingi en um aðildina að NATO. Af gögnum frá þessum árum má ráða, að í einlægni héldu menn 1949, að unnt væri að veija ísland úr fjarlægð. Tveimur árum síðar höfðu aðstæður breyst á þann veg, að það var talið óvarlegt að tryggja öryggi lands og þjóðar með þeim hætti. Sagan ætti þannig að kenna okkur, að óskynsamlegt sé að slá nokkru föstu um framvindu aiþjóð- legs samstarfs, þótt ákveðin skilyrði séu sett við gerð mikilvægra alþjóða- samninga. Raunsæir menn taka mið af ytri aðstæðum og láta mat sitt á þeim frekar ráða en óskhyggju. Þegar rætt er um afstöðuna til Evrópubandaiagsins, eru mótbárurn- ar gegn frekari tengslum íslands við það af ýmsum toga. Ég ætla að nefna íj'órar og fara nokkrum orðum um þær. Afsal á sjálfstæði? / fyrsta lagi er sagt, að við afsölum of miklu af sjálfstæði okkar í hendur bandalagsins. Við göngum undir óbærilegt yfírríkjavald. Um þetta atriði hefur verið deilt um árabil í aðildarríkjum EB. Það er enn mikið ágreiningsmál þar vegna Maastricht- samkomulagsins um framtíðarskipan EB. í þessu efni sýnist sitt hveijum. John Major, forsætisráðherra Breta, sagði til dæmis í þingræðu fyrir skömmu, að með Maastricht-sam- komulaginu hefði verið tekið þannig á málum, að vald innan EB hyrfí frá stofnunum bandalagsins til ríkis- stjóma. Aðrir telja að samkomúlagið auki vald EB-stofnananna. Ástæða er fyrir okkur að fylgjast náið með örlögum Maastricht-samkomulags- ins, því að það verður væntanlega ráðandi innan EB um þær mundir, sem EFTA-ríki bætast í hópinn. I umræðum um eðli bandalagsins og áhrif af aðild að því er þess vegna ekki unnt að taka mið af stöðunni núna heldur hvernig hún kann að verða eftir nokkur ár. Það ætti til að mynda að skipta máli fyrir mat okkar, ef Maastricht-samkomulagið hefur í för með sér, að ríki geti feng- ið varanlega undanþágu undan sam- eiginlegum reglum vegna sérhags- muna sinna. Innan EB eru menn ekki á einu máli um það, hvort saman fari að stækka bandalagið með fjölgun að- ildarríkja og „dýpka“ það eins og sagt er, en með orðinu er vísað til eflingar á hinu sameiginlega stjórn- kerfi. Ég hallast að þeirri skoðun, að aðild fleiri ríkja að EB á breyti Björn Bjarnason „Hvað eftir annað kom fram í EES-viðræðun- um, að sérstaða Islands veg-na einhæfs atvinnu- lífs naut skilnings. Er ekki að efa, að þessi skilningur yrði áfram fyrir hendi, ef teknar yrðu upp viðræður um aðild okkar að Evrópu- bandalaginu." stjórnkerfi bandalagsins á þann veg, að miðstjómarvald í yfirríkjastofnun- um minnki. Miklar umræður fara fram um það sem á ensku er kallað „democratic deficit" innan EB, með öðrum orðum að það halli á þingræð- isleg eða lýðræðisleg vinnubrögð. Em uppi ráðagerðir um að bæta úr þessum halla. Ein af höfuðröksemdum í EFTA- ríkjum fyrir aðild að EB er, að með henni fáist tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir, sem ríki yrðu hvort eð er að beygja sig undir fyrr eða síðar á hinu Evrópska efnahagssvæði. Áhrifín fá ríki með þátttöku í yfír- stjórn bandalagsins bæði á vettvangi ríkisstjóma og framkvæmdastjórnar- innar og auk þess með því að kjósa fulltrúa á þing bandalagsins og skipa dómara í dómstól þess. Ég er sannfærður um að margir innan EB litu þannig á, að gerðist ísland aðili að bandalaginu fengi hinn fámenni hópur fólks, sem hér býr, hlutfallslega alltof mikil áhrif í stjómarstofnunum bandalagsins. Það er með öllu óvíst, að fagnaðar- byljgja færi um stjórnarstofnanir EB, ef Islendingar æsktu aðildar að band- alaginu. Hér á sú skoðun hins vegar nokkurn hljómgrunn, að við séum jafnvel að gera EB greiða með því að sækja um aðild að því. Svo að ekki sé minnst á það furðulega við- horf, að einangraðir hefðum við jafn- vel betri tök á að hafa áhrif en sem þátttakendur í bandalaginu. Innan EB gilda svipuð lögmál og í kjördæmalöggjöf okkar, að fámenn ríki hafa hlutfallslega meiri áhrif en fjölmenn. í ráðherraráði bandalags- ins eru atkvæði samtals 76, af þeim hefur til dæmis Þýskaland 10. Belgía og Holland hafa 5 hvort ríki en Lúx- emborg 2; Benelux-löndin þijú sem eiga náið samstarf hafa þannig með því að leggja saman krafta sína fleiri atkvæði (12) en Þýskaland. í Bene- lux-löndunum eru íbúamir um 20 milljónir en 80' milljónir í Þýska- landi. Danir hafa 3 atkvæði í ráðinu; 4 Norðurlönd með 23 milljónir íbúa hefðu þannig 12 atkvæði samanlagt. Andstætt frelsi? / öðru lagi á Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Breta, marga skoðanabræður hér á landi, þegar hún dregur upp svarta mynd af EB og lýsir því sem erkióvini þeirra, er vilji stuðla að frelsi og framförum. Þeirri skoðun er haldið á loft, að Þjóðveijar hafi nú undirtök- in í bandalaginu og þeir muni fara sínu fram án tillits til annarra. Þá er sagt, að miðstýringarglaðir sósíal- istar, sém hafí hreiðrað um sig í regl- SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40, SÍIMI 813555.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.