Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JUNI 1992 21 Formaður verkalýðsfé- lagsins Vöku á Siglufirði: Ekki líkt hruni síldar- stofnsins „ÁSTANDIÐ á þorskstofninum hefur verið mjög lélegt lengi þannig að fréttir af tillögum um 40% skerðingu komu mér ekki á óvart,“ segir Hafþór Rósmunds- son, formaður verkalýðsfélags- ins Vöku á Siglufirði. Ef af mikl- um samdrætti verður í þorsk- kvóta myndi hann hafa veruleg áhrif á rekstur Þormóðs Ramma og bæjarfélagsins í heild sinni. Hafþór segir fjarri lagi að líkja mögulegum samdrætti við hrun síldarstofnsins. „Fyrirtæki hér leggja ekki upp laupana þó að þorskkvóti verði skertur. Hins vegar var hér ekkert annað til að byggja á þegar síldin brást. Ljósi punktur- inn á Siglufirði nú er sá að skulda- staða sveitarfélagsins er mjög góð. Því á sveitarfélagið betra með að mæta samdrætti en mörg önnur.“ Hátt á annað hundrað bæjarbúa vinnur hjá Þormóði Ramma og ýmsir aðrir vinna óbeint í kring um þorskveiðarnar. Alls eru rúmlega 600 manns í verkalýðsfélaginu. Oddvitinn á Raufarhöfn: Ómögulegt að skila hagnaði LEIGA á kvóta leggst væntan- lega af á Raufarhöfn ef af mikl- um samdrætti á þorskkvóta verð- ur. Jökull hf., sem er útgerðar- fyrirtæki að 90% í eigu sveitafé- lagsins, hefur verið nokkuð vel sett með kvóta og hefur þvi get- að leigt út kvóta til smáútgerðar- manna. Angantýr Einarsson odd- viti segir að ef um mikinn sam- drátt verði að ræða komi sú leiga til með að detta niður. Haraldur Jónsson útgerðarstjóri hjá Jökli hf. segir að þeir sem hafi góða kvótastöðu komi til með að lifa af mikinn samdrátt en aðrir ekki. Mikill meirihluti bæjarbúa á Raufarhöfn vinnur í tengslum við þorskveiðar. Haraldur Jónsson segir að 40% samdráttur á þorskkvóta hafi í för með sér að fyrirtækið missi 640 tonn af sínum kvóta. „Fréttir um lélegt ástand þorskstofnsins eiga ekki að koma á óvart þar sem fiski- leysi hafi verið nánast allt síðasta ár. Nú eru engir sjóðir til að taka út fisk eða peninga. Kvótastaða okkar er mjög góð í dag þannig að ég sé engar sviptingar í bæjarlífinu framundan. Við lifum örugglega af þó að afkoma fyrirtækisins verði ekki sú sama ef af samdrættinum verður,“ segir Haraldur. „ Undanfarin ár hafa Jökull og Fiskiðjan skilað hagaði en sam- dráttur upp á 40% yrði það mikil tekjuminnkun að ég get ekki séð fram á að þau skili hagnaði," segir Angantýr. „Nú eru að streyma unglingar til sumarvinnu á Raufarhöfn en ef af samdrætti verður sé ég ekki að þau geti fengið vinnu.“ Formaður verkamannafé- lagsins Árvakurs Eskifírði: Launin munu lækka „EF tillögur fiskveiðiráðgjafar- nefndar Alþjóðahafrannsóknar- ráðsins verða samþykktar munu laun lækka,“ segir Hrafnkell A. Jónsson formaður Verkamanna- félagsins Árvakurs á Eskifirði. Hann segir að einnig verði at- vinnuleysi töluvert. Hrafnkell tel- ur mikilvægt að ráðamenn taki ekki mikilvægar ákvarðanir á allra næstu dögum þar sem mikil óvissa ríki enn um þessi mál. „Nauðsynlegt er að fara yfir það hvort tillögurnar um að skera niður afla um 40% byggi á raunhæfum rannsóknum. Það er ábyrgðarlaust að fara eftir þeim áður en nánara mat er framkvæmt," segir Hrafn- kell. „Mjög stór hluti Eskfirðinga hefur með einum eða öðrum hætti atvinnu sína af þorskveiðum. Að vísu búum við betur en ýmsar aðrar sjávarút- vegsbyggðir með það að loðna og síld eru hér stærri hluti í framleiðsl- unni. Þær veiðar skapa hins vegar ekki þá stöðugu vinnu sem afli á togurum hefur gert. Því skiptir þors- kveiðin atvinnu hér á Eskifirði mjög miklu máli.“ Veiði- hrygningarstofn og nýliðun þorsks 1952-92 2500- A þús.tonn tonn 2000- 1500 1000 500- Veiðistofn Hrygningarstofn Nýiiðun joús. tonn miltj. fiska 1950 1960 1970 1980 1990 ÞORSKSTOFNINN hefur minnkað hratt á síðustu 40 árum. Um 1950 var hann geysi- stór, veiðistofninn var þá talinn um 2,5 milljónir tonna, en er nú um 850.000 tonn. Hrygning- arstofninn hefur fallið í sam- ræmi við veiðistofninn, úr um 1,4 milljónum tonna í 410.000 í upphafi þessa árs, en minnstur varð hrygningarstofninn 1988, undir 300.000 tonnum.Athygl- ^isvert er að nýliðunin er í litlu samræmi við stærð hrygning- arstofnsins. Hún er til dæmis nánast sú sama þegar stofninn er í 1,4 milljónum tonna og þegar hann er undir 300.000 tonnum. f raun verður nýliðun mest, þegar stofninn er hvað minnstur. Lokaður VW Transporter Verð frá kr. 1.411.200 (m.vsk.) VINNUBILAR Jaá VOLKSWAGEN Kjörnir til hverskonar vöruflutninga og fólksflutninga □ Án vsk □ Bensín- eða Dieselhreyfill □ Aflstýri/Framhjóladrif □ 5 gíra handskipting/sjálfskipting □ Burðargeta 1 - 1,2 tonn □ Farþegafjöldi ailt að 11 manns □ Þriggja ára ábyrgö 6 manna VW Transporter með palli Verð frá kr. 1.457.280 (m.vsk.) 3 manna VW Transporter meö palli Verð frá kr. 1.407.360 (m.vsk.) BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG SC16 ■ vnsttíd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.