Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 Sumarið er komið! Marinerað ) lambakjöt . ( á grillið: Kótilettur pr.kg. Framhryggsneiðar 595.00 Lambarif 198‘ÍS Hamborgarar m/brauM 55;.0r^^^PYLSUR Úrbeinað hangikjöt: 15% AFSLÁTTUR c ^Birkireykt Læri QQ8 Sælkeratips! ®'~ ÖJO prkg Svartfuglsegg Frampartar ^7Q FÍ*®® Svártbaks- Siiamás- r « UkJ Pf Kg Hettumás Kríuegg Nýr jax 329 A? Grillkol 4,6 kg. 239-00 snsquick WB Grænn Aspas 4259-199/®® f Græn 7K.00 11/2ltr. Vmber n- gg 0# Pampers bleiur Tuborg C 5.00 4-10 kg. pilsner UJ1/2 "r 989-0° ■■ 45.00 8 stk. WC rúllur SP Mais corn 4’u 1QQ .00 /10 00 * XÖD '4549 2 stk. eldhúsrúllur 9900 m/glerkönnu ntr. 339.00 Rauðkál 580g. 99**0 Saltkex 100g. 454g. Opið til kl. 19 í dag tilkl. 20 á föstudag frákl. 10-16 á laugardag MA TVÖRUVERSL UNIN msTumm Verið vandlát - það erum 1tið! HÁALEITISBRAUT 68 TILLAGA UM 40% SKERÐINGU Formaður Verkalýðsfé- lags Vestmannaeyja: Höfum um- gengist auð- lindina eins og villimenn „ÞAÐ er eiginlega búið að vara við þessu í mörg ár, en aldrei hefur mátt hlusta á fiskifræðing- ana því stjórnmálamennirnir hafa alltaf verið að reyna að vera svo vinsælir. Jafnvel fiski- fræðingarnir hafa ekki trúað því hve miklu er hent af smáfiski, þannig að við höfum umgengist þessa auðlind okkar eins og villi- menn og það er að koma í haus- inn á okkur núna,“ sagði Jón Kjartansson, formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja. „Það þýðir ekkert að beija hausn- um við steinihn, og það sjá allir sem sjá vilja að þessi kvótaskipting, sem átti að vera til friðunar og að minnka flotann, hefur alveg haft þveröfug áhrif. Flotinn stækkar og stækkar og verður afkastameiri, en fiskamir í sjónum þeim mun færri, og ég sé ekki aðrar leiðir færar en að draga úr sókninni, nema ef við ætlum að klára þessi fáu kvikindi sem eftir eru í sjónum,“ sagði Jón. Aðspurður um það hvemig hann teldi að helst ætti að draga úr afleið- ingunum ef aflaheimildir yrðu skertar sagði Jón að ekki ætti að flytja atvinnuna úr landi eins og gert væri í stórum stíl í Vestmanna- eyjum. „Það verður að stöðva það og selja allan fisk á innlendum mörkuðum og markaðstengja þá staði þar sem ekki er hægt að koma mörkuðum við. Það verður að láta útlendingana sjá um að flytja þetta út sjálfa ef þeir vilja kaupa fisk- inn,“ sagði hann. Guðjón Hörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum: Viðbót ofan á aðrar hörmungar „ÞESSI skerðing myndi þýða að beinar tekjur bæjarsjóðs myndu minnka um 8 milljónir í útsvörum frá sjómönnunum, 4-5 milljónir í aðstöðugjöldum beint af hjá fyr- irtækjunum, og hafnargjöld minnkuðu um 6-7 milljónir. Þá er einnig um að ræða aðstöðu- gjaldstap og annað hjá öllum þjónustuaðilum og minnkandi vinnu þar líka. Þetta er því alveg rosalegt dæmi,“ sagði Guðjón Hjörleifsson, bæjarsfjóri í Vest- mannaeyjum. „Þetta er auðvitað bara viðbót ofan á aðrar hörmungar sem eru að eiga sér stað. Mesta skerðingin yrði hjá okkur og Akureyringum í tonnum talið, þó prósentulega yrð- um við aðeins lægri miðað við með- altalið, en þorskurinn hjá okkur er 9,5% af heildarkvótanum. Menn þurfa líka að meta það hve mikið af aflanum hefur verið unnið héma heima, en þetta kallar á ekkert annað en að allt verði unnið hér,“ sagði Guðjón. Hann sagði að eina ljósið í myrkr- inu væri að bjart væri framundan í loðnuveiðunum, en þær hefðu bjargað málunum upp á síðkastið í Vestmannaeyjum. Forstjóri ísfélags Vestmannaeyja hf.: Tilneyddir að fara eftir tillögunum „AUÐVITAÐ er þetta alveg skelfilegt, og þó þetta séu tillög- ur Alþjóðahafrannsóknaráðsins þá finnst mér þær vera með þeim hætti að menn séu tilneyddir til að fara eftir þeim i sem stærstum dráttum, en hvað Vestmannaeyj- ar varðar þá gæti þarna verið um að ræða 800-900 milþ'ónir í úflutningsverðmæti,“ sagði _Sig- urður Einarsson, forstjóri ísfé- lags Vestmannaeyja hf. Sigurður sagði málið í raun og veru snúast um það hvort um ein- hveija aðra valkosti væri að ræða en að fara eftir tillögunum og byggja þorskstofninn upp á tveimur árum eða vera fimm ár að byggja stofninn upp. „Það má hugsa sér fiskimiðin sem haga og okkur vantar bústofn til að beita á hann. Við höfum ekki físk í sjónum til þess, en við getum fengið miklu meiri uppskeru á mið- unum ef við hefðum einhvern físk Hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja: Búist við verð- lækkunum í kjölfar kvótaskerðingar ENGAR breytingar hafa orðið á hlutabréfaverði sjávarútvegsfyrir- tækja í kjölfar frétta um hugsanlega skerðingu þorskaflans á næsta ári og raunar hafa lítil sem engin viðskipti átt sér stað með slík bréf að undanförnu. Talsmenn verðbréfafyrirtækjanna telja að breytinga sé ekki að vænta fyrr en ákvarðanir um aflaheimildir á næsta fisk- veiðitímabili liggja endanlega fyrir. Almennt er talið að hlutabréfa- verð lækki en að áhrifin gætu orðið mismikil eftir fyrirtækjum. Bent er á að skerðingin komi harðast niður á fyrirtækjum eins og Skagstrendingi og Útgerðarfélagi Akureyringa sem mjög séu háð þorskveiðum. Aftur á móti sé vægi þorsks minna hjá fyrirtækjum eins og Haraldi Böðvarssyni og Granda sem hafa sérhæft sig í veið- um og vinnslu á karfa. Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, sagði að almennt ættu fréttir af þeim toga sem borist hefðu að undanförnu að hafa þau áhrif að verð hlutabréfa lækkaði hjá flestum fyrirtækjum á hlutabréfa- markaði. „Við höfum ekki merkt ennþá nein viðbrögð á tilboðsmark- aðnum en það ber að hafa í huga að yfirleitt tekur það nokkum tíma að fréttir hafí áhrif á hlutabréf hérlendis vegna þess hve markaður- inn er enn lítill og ófullkominn. Búast má við að þetta leiði til lækk- unar á verði hlutabréfa útgerðarfyr- irtækja einfaldlega vegna þess að afkoma þeirra gæti orðið lakari. Það fer annars vegar eftir hvernig stjórnvöld taka á málinu og hins vegar hvernig fyrirtækin bregðast við hversu mikla lækkun verður um að ræða. Þegar menn hafa áttað sig á því hvað þessar fréttir þýða fyrir fyrirtæki og með hvaða hætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.