Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 49 PENINGAR Witt rær nú á fyrirsætumiðin Austur þýska skautadrottningin Katarina Witt hefur látið draum margra landa hennar ræt- ast, en hann er að standa uppi með fullar hendur fjár. Fátækt var og er mikil í austurhluta hins samein- aða Þýskalands, en Witt kvartar ekki, hún hefur rakað saman háum fjárhæðum. Hún er að sjálfsögðu ánægð með það þó svo að frægðin hafi haft sínar dökku hliðar, svo sem einelti hugsjúkra aðdáenda, sem hafa í verstu tilfellum elt hana heimsálfa á milli. Hún er nú laus við þann versta eftir mikla fyrir- höfn, því sá gekk of langt, var kærður og situr nú í fangelsi. Eftir að Witt hætti að keppa, tók hún til við að sýna skautadans við rífandi fögnuð allra sem til sáu. Gat hún þá ásamt félaga sínum sýnt allt það besta þvingunarlaust, enda engir dómarar við hliðarlín- una. Enn sýnir Witt, en hún hefur . „ . „ . fyrir nokkru ákveðið að græða ein^Wltt reynir fyr,r ser sem fynrsæta... mikið á frægðinni og frekast er tæki eins og Kóka kóla, Danskin kostur, enda sé ómögulegt að sjá og Du Pont og þáði milljónatugi fyrir hvenær frægðarsólin gengur króna fyrir. Og nú er það nýjasta til viðar. Því var hún meira en til- kippileg að auglýsa fyrir stórfyrir- að gera út á fyrirsætumiðin. Hún nótar enga taxta á þeim slóðum, heldur setur upp verð og í flestum tilvikum er það reitt fram umyrða- laust. Þar er einnig um milljónatugi að ræða, því stórblöð ytra vilja borga næstum endalaust fyrir góð- ar myndir af frægu-fólki. Á með- fýlgjandi mynd má sjá hvernig Katarina Witt tekur sig út í hlut- verki ljósmyndafyrirsætunnar. Francesca Dellera. ÁSTIN * Ottast um sálarheill ítalsks krónprins ótt ítalska kóngaíjölskyldan hafi verið gerð landræk árið 1946 og dveljist í útlegð í Sviss, fylgist almenningur á Italíu enn grannt með gangi mála þar á bæ. Krónprinsinn, Emanuel Filibertos, stendur nú á tvítugu og er farinn að líta í kring um sig og nú er hvorki fjölskyldunni né ítölum al- menn tum sel, því sú sem fangað hefur hjarta hans heitir Francesca Dellera, 26 ára gömul ítölsk leik- kona. Kvíðinn allur stafar af því að ungfrú Dellera lifir hátt og hef- ur staðið í ótal ástarsamböndum og hryggbrotið vonbiðlana hvern af öðrum. Má nefna poppgoðið Prince og franska leikarann og hjar- taknúsarann Christopher Lambert, „þessi með augun“. Nýlega var ungfrú Dellera kjörin kynþokkafyllsta ítalska leikkonan af ungu kynslóðinni í mikilli skoð- anakönnun á Italíu á dögunum og sem slík fetar hún í fótspor glæsi- kvenna á borð við Ginu Lollabrigidu og Sophiu Loren. Henni er spáð miklum frama í kvikmyndum, en er þó talin þurfa að hemja líferni sitt nokkuð. Þó hún sé vel þekkt leikkona í heimalandi sínu, þekkja ítalir hana þó enn betur vegna barmsins sem þykir bæði stór og föngulegur. Hefur verið fullyrt að stúlkan hafí látið sprauta í hann silikon, en fyrir það þvertekur hún. Hún vill ekkert gefa út á sam- band sitt við Filibertos prins, segir bara að hann sé „sætur strákur og skemmtilegur", en fjölskyldan hef- ur við það að bæta að hann sé jafn- framt bæði óharðnaður og við- kvæmur. Og að hann sé svo ást- fanginn af leikkonunni að óttast sé að hann bíði skaða á sálu sinni ef hún varpar honum fyrir róða eins og aðra elskhuga sína til þessa. IMjóttu ávaxtanna Við erum afar stolt af vönduðum, íslenskum innréttingum okkar. Samanburður á efnisvali og frágangi við erlenda samkeppnisaðila okkar sannfærir okkur enn frekar um gæði íslenskrar vöru. Við erum viss um að áherslur okkar á hönnun og gæði skilar sér beint til kaupandans með ánægjulegri notkun og lengri endingu. Við kynnum tvær nýjar línur í eldhúsinnréttingum. Fjölbreyttir möguleikar í efnisvali og samsetningu lita gefa þér möguleika á að laga eldhúsið að þörfum þínum og smekk. Njóttu ávaxtanna af faglegum metnaði okkar. Veldu íslenska hagleikssmíð - Ármannsfells innréttingar. Funahöfða 19, sími 685680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.