Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 55 Óþörf lokun Frá Guðjóni Friðrikssyni: Ég er einn af þeim mönnum sem mjög er háður Landsbókasafni ís- lands og vil því nota tækifærið og mótmæla kröftuglega lokun safns- ins nú um þriggja vikna skeið frá og með 8. júní. Sú lokun er alger- lega að nauðsynjalausu og tylli- ástæður færðar fyrir henni. Ástæður mínar eru þannig að ég er að keppast við að ljúka öðru bindi að ævisögu Jónasar frá Hriflu sem á að koma út í haust. Ég er mjög háður því að geta hlaupið til og flett upp í gömlu dagblaði, tímariti, bók eða bréfasafni og hef reitt mig fyrst og fremst á Landsbókasafnið í þeim efnum. Lokunin kemur afar illa við mig og vinnu mína og þess þá held- ur af því að svo einkennilega vill til að Háskólabókasafnið er einnig lokað í júní. Ég veit til þess að érlendir fræði- menn koma gjarnan til landsins á sumrin og reikna þá með að ganga að því vísu að geta notast við Lands- bókasafnið. Fjölmargir kennarar nota sumrin til fræðiiðkana og stúd- entar vinna að prófritgerðum sínum á sumrin. Lokun safnsins, sem á að heita aðalvísindabókasafn lands- ins, um þriggja vikna skeið er því í okkar augum álíka alvarlegur og fáránlegur atburður eins og Landspítalinn eða Landsbankinn stöðvaðist á sama hátt. Nóg er forn- eskjan á safninu, að því er varðar alla tækniþjónustu, þó að þetta bætist ekki við. Ég skora því á landsbókavörð og menntamálaráðherra að vinda ofan af þessari ákvörðun hið snarasta. Stofnun samvinnufélaga GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Flókagötu 57, Reykjavík. G M E N N HAMRABORG BIFREIÐAUMBOÐ Skrifstofu okkar hefur verið falið að leita tilboða í hluta- bréf eins af stærstu bifreiðaumboðum landsins. Til greina kemur að selja öll hlutabréfin í félaginu. Nánari upplýsingar veitir undirritaður á skrifstofu minni, Hamraborg 12, Kópavogi. Viðtalsbeiðnum er veitt móttaka í síma 43900 á skrifstofutíma. Jón Eiríksson hdl. Frá Guðmundi Benediktssyni: Upphaf kaupfélaga, eða sam- vinnufélaga, er oftast rakin til tólf fátækra vefara í bænum Rochdale í Englandi. Þeir bundust samtökum árið 1844 til þess að styðja hver annan til bættrar afkomu, aukinnar menningar og framfara í viðskipta- og atvinnumálum. Þeir stofnuðu kaupfélag. Leituðust við að gera hagstæð innkaup á vörum og héldu tilkostnaði í lágmarki. Árlegum hagnaði var skipt milli félagsmanrla sem verðuppbót við- skiptanna. Síðan hafa kaupfélög breiðst út um allan heim og unnið í sama anda og frumherjarnir, og segja má að þau hafi víða verið burðarás ýmissa byggðarlaga hvað atvinnu og lífsafkomu íbúanna snertir. Vitað er að samvinnufröm- uðurinn Thorsten Odhe telur að kaupfélag í Lennoxtown í Skotlandi væri eldra en Rochdalefélagið, eða frá 1812. Hvað sem líður upphafi kaupfélaganna, þá er alveg víst að þau voru stofnuð, formuð og borin uppi af bændum og verkamönnum. Forgöngumennirnir voru, hér á landi sem annars staðar, víðsýnir hugsjónamenn. Vorboði framfaraöldu Kaupfélag Þingeyinga er elsta kaupfélag Iandsins, stofnað 20. febrúar árið 1882, hefur því starfað í rúm 100 ár. Upphaflega átti það í nokkurri baráttu við eldri verslun- arhætti á Húsavík. En samvinnustefnan átti sigur- máttinn í sjálfri sér, borin uppi af traustum forustumönnum samtak- anna. Samvinnustefnan var vorboði þeirrar framfaraöldu sem reis á síð- ari árum 19. aldar og verið hefur vaxtarbroddur félagslegra fram- fara hér á landi. Þau eru fyrir fólk í þéttbýli og strjálbýli. Kaupfélögin eru lýðræðislegur félagsskapur. Félagsmenn geta allir orðið. Þau skiptast í deildir. Þeim stjórna deild- arstjórar og deildarráð er kosið á deildarfundum. Þar eru kosnir full- trúar á aðalfundi félaganna. Full- trúar á kaupfélagsfundum kjósa félagsstjórn, endurskoðendur reikn- inga og fulltrúa á' Sambandsfundi. Ákvörðunin deildarfunda er skotið til kaupfélagsfundar, en þeir vísa samþykktum sínum til aðalfundar Sambandsins. Samband íslenskra samvinnufé- laga er samnefnari allra þeirra kaupfélaga sem -í það ganga. Það á að annast framkvæmdir og við- skipti fyrir kaupfélögin og á að styðja þau og vera brjóstvörn þeirra í sókn og vörn. í annarri grein mun ég fjalla um stofnun Kaupfélags Svalbarðseyrar og stofnun Sambandsins. GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON frá Breiðabóli Hörg, Svaibarðseyri LEIÐRÉTTINGAR Nafn féll niður í minningarorðum eftir Gest Má Gunnarsson um Sigríði B. Sigurðar- dóttur í blaðinu í fyrradag féll niður nafn dóttur hennar, Herdísar. Hún er fædd 10. janúar 1948, er gift Árna Brynjólfssyni og eiga þau þrjú böm. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Verð á líkamsrækt Vegna fréttar sem birtist á blað- síðu 4 í blaðinu í gær um verðhækk- anir hjá líkamsræktarstöðvum hafði fyrrverandi eigandi líkamsræktar- stöðvarinnar Hress í Hafnarfirði samband við blaðið og vildi leiðrétta það að stöðin hefði hækkað mánaðar- kort sitt úr 3.500 í 3.990 kr. Þær upplýsingar hafði blaðamaður fengið hjá starfsstúlku í stöðinni. Rétt er að verðið er nú 3.990 kr. en eigand- inn vildi láta það koma fram að verð- ið hefði verið óbreytt í um það bil ár. Vegna þessarar fréttar hafa starfsmenn nokkurra líkamsræktar- stöðva, sem ekki voru í þeirri könnun sem blaðið gerði, haft samband til að vekja athygli á því að verðið hjá þeim hafi ekki hækkað nú. Meðal þeirra er heilsuræktin á Seltjarnar- nesi. Þar kostar mánaðarkortið 3.000 krónur og hefur verðið ekki hækkað síðan 1988. Þessum ábendingum er hér með komið á framfæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.