Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.06.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1992 19 ugerðaveldinu í Brussel, eigi eftir að verða eins og dauð hönd innan band- alagsins. Að öðrum þræði verður að líta á fullyrðingar af þessu tagi sem hluta af hinni pólitísku valdabaráttu, sem háð er á evrópskum vettvangi. Hún tekur á sig ýmsar myndir og gengur þvert á hefðbundnar flokkstínur eins og sést af deilunum um Maastricht- samkomulagið, sem eiga sér stað innan stjórnmálaflokka og milli þeirra. Urslitin í þjóðaratkvæða- greiðslunni í Danmörku um Maast- richt- samkomulagið sýna, að gjá hefur myndast milli viðhorfa þing- manna og almennings. A danska þinginu var yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fylgjandi samkomulag- inu en því var naumlega hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gagnrýni Thatcher og fýlgis- manna hennar er nauðsynlegt aðhald innan EB. Stórpólitísk átök á evr- ópskum vettvangi eru alls ekki ný- mæli. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjómar EB, er franskur sósíalisti, sem fer ekki leynt með þá skoðun sína, að sósíalískar lausnir á þjóðfélagsmálum skili bestum árangri. Andstæðingar sósíalista vinna gegn slíkum viðhorfum á evr- ópskum vettvangi eins og í heima- löndum sínum. Stundarbarátta í stjórnmálum má þó ekki verða til þess að menn missi sjónar á aðalatriðinu. Grundvallar- stefna EB, sem er mótuð í Rómar- sáttmálunum og kennd við ijórfrelsið svonefnda, gekk á sínum tíma þvert á hugmyndafræði sósíalista. Miðjan í stjórnmálum hefur hins vegar færst til hægri og kröfumar um frelsi eru meiri en áður. Þær eiga enn eftir að setja sterkari svip á störf og stefnu Evrópubandalagsins, eins og kemur fram í hugmyndum um sjálfstæðan Seðlabanka Evrópu, sem á að vera laus undan áhrifavaldi stjómmála- manna. Andúð á EB brýst meðal annars þannig fram hér, að menn telja nær að huga að fríverslunarsamningi við Bandarikin eða jafnvel ríki, sem eru enn flær okkur í Asíu. Ég held, að þarna sé ekki um neina kosti að ræða. Við eigum að rækta eins náin tengsl við Evrópu og við teljum okk- ur fært, það spillir í engu viðskiptum okkar við Bandaríkin eða Asíu. Fiskveiðilögsaga í hættu? í þríðja leigi er bent á þá hættu, að við missum lífsnauðsynleg yfirráð yfír stjórn fískveiða við ísland með aðild að Evrópubandalaginu. Þessa hættu tel ég haldbestu ástæðuna fyrir ótta við aðild. Hins vegar fínnst mér gæta of ríkrar tilhneigingar hjá mörgum til að skjóta útgerð og físk- vinnslu í skjól á bakvið vemdarvegg, þegar þátttaka í Evrópusamstarfí er til umræðu. Vísa ég þar meðal ann- ars til hræðslunnar við fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegsfyrirtækj- um. Kemur mér þá í hug það sem Rousseau sagði eitt sinn, að vildu menn ekki eiga neitt undir útlending- um ættu þeir ekki að eiga nein við- skipti við þá. Hvers vegna skyldi atvinnugrein, sem á allt undir við- skiptum við útlendinga, rata í sér- stakan vanda, ef þeir legðu áhættufé í hana? Þegar rætt er um yfírráðin yfír fiskimiðunum er nauðsynlegt að hafa þá staðreynd í huga, að gerður hefur verið alþjóðasamningur, Hafréttar- sáttmáli Sameinuðu þjóðanna, þar sem réttur strandríkja, er eiga allt sitt undir fískveiðum, er sérstaklega viðurkenndur. Þótt sáttmálinn hafí ekki enn gengið í gildi, er tekið mið af honum í samskiptum ríkja. Fisk- veiðistefna EB ber svipmót þess, að þjóðirnar hafa allar áhuga á að sækja fískimið utan eigin lögsögu. Slíka meginstefnu getum við íslendingar ekki samþykkt og við viljum sjálfír eiga síðasta orðið um hámarksafla á okkar heimaslóð. Horfin sjálfsbjargarviðleitni? í fjórða lagi óttast margir, að að- ild íslands að EB hefði í för með sér að sjálfsbjargarviðleitni þjóðarinnar hyrfí. Við yrðum ekki annað en ver- stöð á útjaðri Evrópu og sæktum ekki aðeins lífsbjörg í hafíð heldur einnig í sameiginlega styrktarsjóði í Brussel. Metnaður þjóðarinnar til að halda uppi menntuðu menningar- þjóðfélagi hyrfí og þar með hæfíst hnignun hennar með brottflutningi hæfasta fólksins. Ekki er unnt að fullyrða neitt um það, hvort þróunin yrði á þennan veg. Reynsla fæst hins vegar ekki nema með aðild að EB. Er hún áhætt- unar virði? Hitt er ljóst, að þátttaka í öllu alþjóðasamstarfí og ekki síst EES gerir kröfur til þess að vel sé staðið að menntun íslensku þjóðar- innar, þannig að hver einstaklingur leggi sem mest af mörkum fýrir heildina. Sjást þess þegar merki, að innan atvinnugreina eru menn farnir að búa sig undir harðnandi sam- keppni með því að auka menntun starfsmanna og má þar til dæmis nefna prentiðnaðinn. Tímaþröng? Mér fínnst nauðsynlegt, að rætt sé frekar um þessi fjögur meginat- riði og allt annaðj sem til álita kem- ur, þegar tengsl Islands við Evrópu- bandalagið eru skoðuð. Þess vegna er ég eindreginn stuðningsmaður þess, að ríkisstjórnin beiti sér mark- visst fyrir könnun á kostum og göll- um þess að standa utan við bandalag- ið. Það yrði til marks um mikla veilu í íslenskum stjómmálum ef við þyld- um ekki slíka könnun og umræður á grundvelli hennar. Þegar tekið er á jafnviðkvæmu máli og þessu er ákaflega erfitt að gera það í tímaþröng. Ef við viljum eiga samleið með öðmm EFTA-ríkj- um í viðræðum við EB, kunnum við að vera í slíkri þröng. Gleymum því hins vegar ekki, að innan EB eiga menn eftir að gera upp hug sinn um það, hvernig staðið skuli að viðræð- um við umsækjendur um aðild eða í hvaða röð þeim verður raðað. Þótt fyrir liggi vilji forystumanna norð- lægra EB-landa um að flýta aðildar- viðræðum við EFTA-ríkin er hljóðið annað í þeim, sem búa sunnar í álf- unni. Á EB-fundum um málið verður því ágreiningur, en Bretar, sem taka við pólitískri forystu í EB 1. júlí næstkomandi, hafa heitið því að taka það föstum tökum til að tryggja sem skjótasta niðurstöðu í aðildarviðræð- um við EFTA-ríkin; eru það ekki síst Svíar sem knýja á um hana. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku 2. júní kunna að verða til þess, að EB-ríkin þurfa að setjast að nýju á rökstóla um Maastricht- samkomulagið. Það kynni að tefja fyrir ákvörðunum þeirra um meðferð á umsóknum um aðild að bandalag- inu og þannig lengja frest þeirra, sem vilja tóm til að velta málinu fyrir sér. Á réttum forsendum í upphafí minntist ég þess, að sagan hefur sannað réttmæti meg- inákvarðana í íslenskum utanríkis- málum. f sjálfu sér ætti það ekki að koma neinum á óvart, því að þessar ákvarðanir byggðust á raunsæju pólitísku mati og á þeim hugsjóna- grunni, sem hefur reynst okkur og öðrum þjóðum bestur. Þar vísa ég til þeirra trúarlegu og menningarlegu viðhorfa, sem sameina vestrænar þjóðir og auðvelda þeim sameiginleg- ar lausnir á viðfangsefnum. Á breyt- ingatímum má ekki gleyma því, sem breytist alls ekki. Fyrir skömmu sat ég í Litháen sameiginlegt þing Eystrasaltsríkj- anna þriggja sem fulltrúi forsætis- nefndar þings Evrópuráðsins. Var það meðal annars hlutverk mitt að minna þingmenn ríkjanna á þau frumskilyrði, sem þau þyrftu að upp- fylla til að fá aðild að Evrópuráðinu. Þar ber hæst nýjar, fijálsar kosning- ar, réttur minnihlutahópa og virðing fyrir lögum og rétti. Á þessum fundi kynnti Jan P. Syse, fyrrum forsætis- ráðherra Noregs, starfsemi Norður- landaráðs. Undir lok máls síns minnti hann á hinar trúarlegu forsendur, sem eru að baki samstarfs ríkja í austri og vestri í Evrópu. Hann sagði, að nú hefðu þjóðir Evrópu einstakt tækifæri til að kynnast hver annarri að nýju og ná sáttum í málum, sem hefðu virst ósættanleg um aldir og mætti meðal annars rekja til Mar- teins Lúthers á sextándu öld. Syse sagði, að við mat á hinum nýju að- stæðum ættum við að minnast kenn- ingar heimspekingsins Immanuels Kants, sem skildi á milli Das Ding an sich og Das Ding fiir mich, það er hlutarins eins og hann er annars vegar og eins og mér fínnst hann vera hins vegar. I Evrópu yrðum við að læra að einbeita okkur fremur að því sem væri okkur sameiginlegt í staðinn fyrir að líta til þess, hvem- ig einstaklingar, hreyfíngar og þjóðir mætu hlutina. Á þessi boðskapur ekki einnig er- indi til okkar íslendinga, þegar við ræðum um stöðu okkar gagnvart Evrópubandalaginu? Metum við það eins og það er eða lítum við aðeins á það eins og okkur fínnst það vera. Okkur tekst ekki að kynnast EB eins og það er nema við séum fúsir til að skoða málin ofan í kjölinn og taka mið af fræðilegum niðurstöðum. Við breytum Evrópubandalaginu alls ekki með því að tala um, hvernig okkur fínnst það eiga að vera eða við höldum að það sé. Farsæld okkar í utanríkismálum til þessa byggist á því, að það hefur verið tekið mið af því sem er en óskhyggja hefur ekki ráðið. Vonandi tekst okkur að halda þannig á umræðum og ákvörðunum um þátttöku okkar í frekara sam- starfi Evrópuþjóðanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fax ★ Fax FAXPAPPÍR frá USA Góður og ódýr!! (245.- án/vsk. 30 m/rl.) OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 MALTABITAR GÓÐIR FERDAFÉLAGAR « r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.