Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tillögur nefndar félagsmálaráðherra um breytingar á húsbréfakerfinu Þjónusta færíst í bankana en ríkisábyrgð haldist NEFND á vegum félagsmálaráðherra, sem gera átti tillögur um breytingar á húsbréfakerf- inu, skilaði áliti í gær. Að sögn Páls Pétursson- ar félagsmálaráðherra leggur nefndin til að bankamir taki að sér rekstur húsbréfakerfisins og þjónustu við lántakendur. Hins vegar verði ríkisábyrgð á húsbréfum viðhaldið. „í skýrslu nefndarinnar er lagt til að færa afgreiðslu húsbréfa til bankanna og gera þjón- ustusamninga við lánastofnanir. Þá verði greiðslumat og veðmat fært í bankana. Hins vegar telur nefndin ekki efni til að hverfa frá ríkisábyrgð á húsbréfum, væntanlega til að koma í veg fyrir hættu á auknum afföllum," segir félagsmálaráðherra. Hann segir skýrslu nefndarinnar hluta af víðfeðmari endurskoðun á húsnæðiskerfinu, en starfshópar vinna einnig að tillögum um breytingar á félagslega hús- næðiskerfínu og endurskipulagningu Hús- næðisstofnunar. Þá segir ráðherra að eftir sé að skipa starfshóp til að fjalla um hugmyndir um tryggingavemd fyrir lántakendur. Þarf að breyta greiðslumati Páll segir að sér lítist allvel á tillögur nefndar- innar. „Eg tel mjög áhættusamt að taka af ríkisábyrgðina. Það má ekki setja hagsmuni húsbyggjenda í hættu,“ segir hann. „Ég tel einnig að eðlilegt sé að bankarnir taki alfarið við greiðslumati og veðmati, en í núverandi kerfi er nokkur tvíverknaður." Félágsmálaráðherra segist telja að greiðslu- matinu þurfí að breyta, þannig að ekki sé mið- að við greiðslugetu sem fast hlutfall af launum, heldur sé fyrst reiknaður út lágmarksfram- færslukostnaður viðkomandi fjölskyldu og síðan athugað undir hversu háum húsnæðisgreiðslum afgangurinn af tekjunum standi. „Það hlýtur að vera forgangur að fjölskyldan hafi eitthvað til að lifa á, áður en hún fer að fjárfesta í íbúðarhúsnæði,“ segir Páll. Akvörðun um Nesja- velli falin borgarráði BORGARSTJÓRN ákvað á fundi í gærkvöldi að fela borgarráði að taka lokaákvörðun um hvort ráðast skuli í byggingu og rekstur raforkuvers á Nesjavöllum. Að samkomulagi varð milli meiri- hluta og minnihluta að vísa málinu til borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokkins lögðu í vikunni fram fyrirspurnir um ýmsa þætti við fyrirhugaða raforkuvinnslu á Nesja- völlum og samninga stofnana borg- arinnar og Landsvirkjunar þar að lútandi. Athugasemdir voru m.a. gerðar við hærri kostnað hitaveitunnar vegna samrekstrar með Landsvirkj- un en gert var ráð fyrir í samkomu- lagi um meginatriði samnings um raforkuframleiðslu sem undirritaður var í haust. í svari borgarstjóra seg- ir að í samrekstrarsamningi sé nú gert ráð fyrir kostnaði við kaup á 12 MW afli frá Landsvirkjun til að tryggja framleiðslugetu jarðvarma- virkjunarinnar. Segir einnig að reynst hafí hagkvæmara að kaupa afl af Landsvirkjun en að leggja í kostnað við stækkun aflvéla. Hætta á snjó- flóðum á Seyðisfirði HÆTTUÁSTANDI var lýst á Seyðis- firði um hádegisbilið í gær vegna snjóflóðahættu. í framhaldi af því var ákveðið að rýma hús á Ránar- götu 4-13, Ránargötu 15-25 og Vestdalseyrarvegi 2 og 3. Þarna er iðnaðarhverfí og aðeins búið í far- fuglaheimilinu á Ránargötu 4-13. Átta manns yfirgáfu heimilið. Veður- útlit er óhagstætt á Seyðisfírði. Sólveig Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkis- ins, segir að ekkert sé að gera núna annað en að bíða. Svanbjörg Haraldsdóttir, á snjó- flóðadeild Veðurstofunnar, segir að lítils háttar snjóflóð hafi fallið úr hlíðinni ofan við farfuglaheimilið fyr- ir nokkrum dögum. Snjókoma var af og til á Seyðis- firði í gær en spáð var slyddu eða rigningu í gærkvöldi. í dag er gert ráð fyrir súld eða rigningu og aftur slyddu síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni boð- ar þetta ekki gott upp á snjóflóða- hættu því oft er snjókoma til fjalla þegar þannig viðrar. ♦ ♦ ♦ Máfur á polla ÁVALLT er von á æti í höfn- inni í Sandgerði þar sem þessi mynd var tekin. Máfurinn tyllti sér á bryggjupolla og horfði fránum augum út á haf en fiski- bátur skreið að landi. Morgunblaðið/Rax Tíu hús rýmd á Siglufirði SNJÓFLÓÐADEILD Veðurstof- unnar ákvað í gærkvöldi, að höfðu samráði við Almannavarnanefnd Siglufjarðar, að rýma tíu hús við þijár götur í bænum undir svoköll- uðu Strengsgili i sunnanverðum Siglufirði, vegna hugsanlegrar snjó- flóðahættu. Alls búa 39 manns í þessum húsum og voru þeir fluttir til vina og ættingja eða á hótelið á Siglufirði. Annar gámur af vodka fluttur inn í fyrrasumar Tollvörður í haldi vegna málsins FIMMTI maðurinn var í gær úr- skurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á smygli af miklu magni af vodka og er honum gert að sæta varðhaldi til 23. janúar. Rannsókn málsins beinist nú ekki aðeins að innflutningi á miklu magni af vodka í liðnum mánuði, heldur og einnig innflutningi á áfengi um mitt seinasta ár. Aðflutningsgjöld ekki greidd Málið barst til Rannsóknarlög- reglu ríkisins frá rannsóknardeild ríkistollstjóra og er staðfest að einn þeirra manna sem handteknir hafa verið og úrskurðaðir í gæsluvarð- hald er tollvörður, að sögn Harðar Jóhannessonar yfírlögregluþjóns hjá RLR. „Við rannsóknina kom fram grunur um að tollvörður hefði tekið þátt í þessu með einhverjum hætti, en athugun á þátttöku hans er enn á frumstigi," segir Hörður. Eins og fram hefur komið var áfengið flutt til landsins í gámum og því dreift til kaupanda, án þess að gámurinn hefði verið tollaf- greiddur og aðflutningsgjöld greidd af honum. Eftir því sem næst verð- ur komist keyptu mestmegnis ein- staklingar veigamar. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort einhver mannanna hafí játað aðild að smyglinu. Þeir sem hand- teknir hafa verið vegna málsins hafa fæstir komið við sögu lögreglu áður. Hörður segir að rannsóknin bein- ist nú að innflutningi í tveimur gámum. Sami aðili og liggi undir grun fyrir innflutninginn á vodka í desember, er einnig grunaður um að hafa um mitt síðasta ár staðið að smýgli á öðrum gámi. Talið er að í gáminum, sem fluttur var inn í desember, hafí verið 10.620 flösk- ur en í gámnum, sem kom í fyrra- sumar, hafi verið 13.200 flöskur. Samtals er því um að ræða 23.820 flöskur af vodka. Hæstiréttur hækkar bætur vegna eignarnáms í landi Ytri-Löngumýrar 650 þúsund krón- ur fyrir 3,44 ha HÆSTIRETTUR dæmdi í gær Landsvirkjun til að greiða 650 þúsund krónur í eignarnámsbætur vegna lands sem tekið var undir raflínustæður og línuveg vegna 3 km háspennulínu frá stjórnstöð Blönduvirkjunar og að byggðalínu við Blöndu. í nóvember 1994 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Landsvirkjun til að greiða 250 þúsund krónur í bætur. Málið höfðaði Björn Pálsson, bóndi á Ytri-Löngumýri. Hann lést á síðasta ári og tók Ólöf Guð- mundsdóttir ekkja hans þá við aðild málsins. Bjöm deildi við Landsvirkjun um hvaða landsrétt- indi og hve stór hluti lands hans hefði verið tekinn eignarnámi, á hvaða verði það skyldi metið og hvort honum bæru bætur vegna sjónmengunar af tumstæðum vegna raflínunnar. Björn taldi 18 hektara lands hafa verið tekna eignarnámi og var aðalkrafa hans að fá bætur fyrir það land, en til vara bætur fyrir það land sem sannanlega fór undir veg og línustæði með að- keyrslum, samtals 4,09 hektara. Taldi hann að Landsvirkjun ætti að greiða hið sama fyrir landið og þegar keyptir voru 80,5 hektarar lands af Svínavatns- og Torfulækj- arhreppi og Blönduósbæ, eða rúm- ar 520 þúsund krónur á hektara. Ólíkir hagsmunir og aðstæður Héraðsdómur taldi að miða ætti við að 2,14 hektarar, þar af 1,4 hektarar af ógrónu landi, hefðu farið undir raflínustæður og af- leggjara og ætti að leggja það til grundvallar bótum. Hæstiréttur féllst ekki heldur á að 18 hektarar hefðu verið teknir eignarnámi og miðaði við 2,14 hektara, líkt og héraðsdómur. Því til viðbótar ætti Landsvirkjun að greiða fyrir land undir línuvegi. Það taldist alls 1,95 hektarar, en á 0,65 hektara kafla var vegurinn lagður á eldri vegi og var Landsvirkjun ekki talið skylt að bæta þann hluta. Sam- kvæmt þessu taldi Hæstiréttur að Landsvirkjun hefði tekið 3,44 hekt- ara af landi Ytri-Löngumýrar eign- arnámi. Þá þyrfti að taka tillit til þess við ákvörðun eignarnámsbóta að óheimilt er að byggja á 60 metra breiðu belti umhverfis lín- una. Ekki hefði hins vegar verið sýnt fram á að landið hefði rýmað í verði vegna sjónmengunar. Hæstiréttur hafnaði því sjónarmiði að greiða ætti í samræmi við kaup Landsvirkjunar á 80,5 hektur- unum, enda hefði Landsvirkjun í því tilviki ekki haft eignarnámshei- mild og greitt fyrir yfirtöku á landi, vatni og vatnsvegum, tjón á veiði- hagsmunum og röskun og spjöll af völdum framkvæmda. Væri því um ólíkar aðstæður og hagsmuni að ræða. Hæstiréttur ákvað bætur að álit- um, enda hafði matsnefnd um eignamámsbætur ekki rökstutt álit sitt um hæfílegar bætur og ekki höfðu verið lagðar fram upplýs- ingar um gangverð eða fasteigna- mat á jörðinni. Rétturinn taldi hæfílegar bætur 650 þúsund krón- ur, með föstum ársvöxtum frá 1991 til október 1993, en með dráttarvöxtum frá þeim tíma til greiðsludags. Þá er Landsvirkjun gert að greiða 140 þúsund krónur vegna kostnaðar við matsnefnd, auk 250 þúsund króna málskostn- aðar. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Garðar Gíslason, Am- ljótur Björnsson og Markús Sigur- björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.