Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNB'lAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ABYRGÐ VERKA- LÝÐSFORY STUNN AR Þær samningaviðræður, sem nú standa yfir á vinnumarkaðn- um eru sennilega þær erfiðustu frá 1990. Auðvitað er ákveðin mótsögn í þeirri fullyrðingu. Nú er samið á tímum mikillar uppsveiflu í efnahags- og atvinnumálum. Á undanförn- um árum hafa samningaviðræður farið fram í skugga alvarlegr- ar kreppu. Engu að síður eru viðræðurnar erfiðar nú m.a. vegna þess, að væntingar launþega um umtalsverðar kjarabætur eru miklar. Forystumenn verkalýðsfélaganna gera sér grein fyrir þessu og telja sig ekki geta gengið frá samningaborðinu nema með töluverðar launahækkanir. Vandi fylgir hins vegar vegsemd hverri. Þeir, sem valizt hafa til forystu í verkalýðs- og launþegafélögum taka að sér mikil ábyrgðarstörf. Þau eru ekki einungis fólgin í því að knýja fram miklar kauphækkanir fyrir félagsmenn sína heldur og einnig að gera þeim málefnalega og raunsæja grein fyrir því, hvernig kjör þeirra verði bezt tryggð. Verkalýðsforingjar sem leiða félagsmenn sína út í miklar verkfallsaðgerðir til þess að knýja fram óraunhæfar kauphækkanir eru að kalla kjaraskerð- ingu yfir félagsmenn sína en ekki kjarabætur. Þótt einungis sé tekið tíu ára tímabil þekkja íslenzkir launa- menn tímana tvenna. Á síðari helmingi síðasta áratugar var verðbólgan óheft, skuldir heimilanna hækkuðu gífurlega, verð- hækkanir voru daglegt brauð og kauphækkanir voru étnar upp á skömmum tíma. Á þessum tíma rýrnuðu eignir almennra launamanna en eignir þeirra, sem betur voru efnir búnir marg- földuðust. Á síðustu fimm árum hefur ríkt hér stöðugleiki í efnahagsmál- um, verðlag hefur verið stöðugt og jafnvel lækkað, skuldir heimilanna hafa ekki hækkað að ráði vegna verðtryggingará- kvæða í lánasamningum og vextir hafa fremur lækkað en hækkað. Hér skal fullyrt, að hver einasti launamaður þessa lands, sem ber þessi tvö tímabil saman kýs heldur að búa við hið síðara. Sú ábyrgð hvílir á forystumönnum verkalýðsfélaganna og al- þýðusamtakanna í heild að gera félagsmönnum sínum grein fyrir þessum tveimur kostum, sem menn standa nú frammi fyrir. Vafaiaust hefur verkalýðshreyfingin bolmagn til að knýja fram óraunhæfar kauphækkanir í krafti víðtækra verkfallsað- gerða. En með slíkum aðgerðum væru forystumenn verkalýðsfé- laganna ekki að vinna fyrir launafólk í landinu, þeir væru þvert á móti að vinna gegn hagsmunum þess. Það þarf hins vegar kjark og umtalsverða burði til þess að gera félagsmönnum verkalýðsfélaganna grein fyrir því að sá kostur er betri fyrir launafólk að semja um skynsamlegar launa- hækkanir, sem tryggja umtalsverðan kaupmátt á næstu misser- um heldur en gífurlegar prósentuhækkanir, sem verða umsvifa- laust teknar til baka með verðhækkunum. Þá kröfu er hægt að gera til þeirra, sem hafa boðið sig fram til forystu í verka- lýðshreyfingunni að þeir hafi þennan kjark og þetta bolmagn. Það er ósköp eðlilegt að fólk, sem fylgist með yfirlýsingum stjórnmálamanna um betri tíð í efnahagsmálum þjóðarinnar og sér reikninga stórfyrirtækja, sem sýna hagnað upp á mörg hundruð milljónir ár eftir ár, telji að nú sé þess tími kominn. Og hann er kominn. En það er tími skynsamlegra og eðlilegra kjarabóta en ekki einhverra stökkbreytinga í launum, sem engu skila. Á verkalýðsforystunni ekki sízt hvílir sú skylda að gera félagsmönnum sínum grein fyrir þessum staðreyndum. SKREFí ÁTT TIL FRIÐAR ATHYGLISVERÐAST við samkomulag ísraelskra stjórn- valda og Palestínumanna um brottflutning ísraelsks her- liðs frá Hebron og fleiri svæðum Vesturbakka Jórdanar, er að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, hefur loks brot- ið odd af oflæti sínu. Netanyahu hafði áður sagt að hann vildi ekki einu sinni hitta Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Nú hef- ur hann handsalað og undirritað samkomulag við Arafat um að láta af hendi land, sem heittrúaðir gyðingar telja heilagt, og þannig bakað sér reiði hægriöfgamanna, meðal annars margra í eigin flokki. Hann hefur hins vegar stigið mikilvægt skref i átt til friðar og stuðlað að endurnýjun trausts á milli ísraela og Palestínumanna. Hitt er svo annað mál hvort Netanyahu er sjálfur sannfærð- ur um að samningar séu eina leiðin til friðar fyrir botni Miðjarð- arhafs eða hvort hann lét aðeins undan alþjóðlegum þrýstingi. Og enn er leiðin til friðar engan veginn á enda. Erfiðasti hjall- inn er eftir og þar mun reyna á það hversu reiðubúnir leiðtog- ar Palestínumanna og Israela verða að kasta gömlum helgidóm- um fyrir róða og láta sjónarmið friðar ráða. Nýtt tæki til skurðaðgerða á brjóstum væntanlegt Stórt fram- faraspor við aðgerðir á bijóstuni Aðgerðir á brjóstum þegar fjar- lægja þarf æxli eru konum erfiðar, bijóst geta aflagast og andlegt álag er mikið. Komið er á markað nýtt röntgen- og skurðtæki sem gerir þessar aðgerðir örugg- ari, nákvæmari og þægilegri. Jó- hannes Tómasson kynnti sér tæk- ið en forráðamenn handlækninga- deildar Landspítalans eru að und irbúa kaup á einu slíku. Leitað verður stuðnings félaga og fyrir- tækja við tækjakaupin. Morgunblaðið/Ásdís ÞEIR undirbúa kaupin á nýja tækinu. Frá hægri: Jónas Magnús- son prófessor, Lars M. Mikkelsen svæðisstjóri Auto Suture í Evr- ópu og fulltrúi A. Karlsson, Haraldur Gunnarsson. IBW SYSTEM JWASÍVt: S.GHÍ>t:!«V SJÚKLINGURINN liggur á borðinu og getur snúið í hvora áttina sem er. Brjóstið hangir niður um op og neðan við borðið eru röntgentækið og nálin eða hnífurinn sem skorið er með inn í brjóstið. KAUP á nýju tæki til að fjar- lægja æxli eða til sýnatöku úr bijóstum eru nú í undir- búningi fyrir handlækn- ingadeild Landspítalans. Nýja tækið er annars vegar röntgenmyndatæki sem staðsetur æxli af mikilli ná- kvæmni og hins vegar skurðtæki sem gerir kleift að fjarlægja æxli sem eru allt að tveir sentimetrar í þvermál. Aðgerðina er hægt að gera með stað- deyfíngu og þarf mun minni skurð en við hefðbundna aðgerð sem þýðir að minna rask verður á vefjum í þijóstinu og andlegt álag á sjúkling og eftirköst eru minni. Jónas Magnússon prófessor á hand- lækningadeild Landspítalans segir að hluti af tækjakaupafé deildarinnar á þessu ári, 10 milljónir króna, verði notaður til kaupanna og er verið að leita stuðnings félaga og fyrirtækja til að fjármagna það sem á vantar, kring- um 10 miiljónir króna. Gangi það er stefnt að því að tækið verði komið í notkun hér með vorinu. Framleiðandi tækisins, sem kallað er ABBI System, er bandariska fyrir- tækið Auto Suture International og var það kynnt haustið 1995. Kynntist Jón- as Magnússon því á þingi bandarískra skurðlækna það haust. -------------- Framleiðsla tækisins hófst snemma á síðasta ári og hefur það verið tekið í notk- un bæði vestan hafs og austan. ABBl' Systom FREMST er nálin sem stungið er inn fyrir æxlið. Síðan er hólkurinn með hnífnum, sem hefur stillanlegan sver- leika og skorið er með inn fyrir æxlið og það síðan dregið út. 7 > j : v Minna and- legt álag á sjúklinga „Við Höskuldur Kristvinsson skurð- læknir höfum síðan kynnt okkur þetta tæki nánar, hann á bandaríska skurð- læknaþinginu síðasta haust og ég heimsótti aðalstöðvar framleiðandans og sat þar námskeið í notkun tækis- ins,“ segir Jónas Magnússon í samtali við Morgunblaðið en hann hefur ann- ast margar aðgerðir á bijóstum þar sem æxli eru fjarlægð. Lítil ummerki „Þetta nýja tæki er í raun bylting fyrir konur því með því getum við fjar- lægt allt að rúmsentimetra stór æxli án þess að framkvæma eiginlega skurðaðgerð eins og hefur þurft hingað til,“ segir Jónas ennfremur. „Þegar skurðlæknir fjarlægir æxli úr bijósti þarf hann að gera nokkurra sentimetra langan skurð, fara gegnum vefi þess að æxlinu, sem oft hefur ekki verið hægt að staðsetja nákvæm- lega og veldur með þessu öllu miklu raski á bijóstinu. Slík aðgerð skilur eftir sig talsverð ummerki á bijóstinu sjálfu auk þess sem konumar verða oft fyrir andlegu áfalli við það. Þetta tæki vinnur þannig að með röntgentækinu er bijóstið myndað og æxlið staðsett nákvæmlega. Síðan er fínni nál stungið stystu leið að æxlinu og í kjölfarið skorið með eins konar hólki inn fyrir æxlið. Stærð hólksins getur verið breytileg og er hann hafð- ur örlítið sverari en æxlið sjálft í þver- mál. Síðan er æxlið dregið út og með --------- því kemur þá eins konar borkjami úr bijóstinu en það jafnar sig og eftir stendur einungis ör sem verður ekki stærra en þessir tveir senti- metrar. Með þessu tæki verður með öðrum orðum lágmarks- röskun á bijóstveíjunum, mun minni en við hefðbundnar aðgerðir þar sem farið er inn í bijóstið með miklu meiri afleiðingum." Milli 40 og 50 aðgerðir sem nú væri hægt að gera með nýja tækinu fara fram á bijóstum árlega hérlendis og eru þær eingöngu gerðar á Land- spítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Við þær bætast allmargar fleiri aðgerð- ir vegna sýnatöku sem einnig er hægt að gera með ABBl tækinu. Jónas segir að kostir tækisins séu ótvíræðir: „Langflestar aðgerðimar má gera með staðdeyfingu og því þarf ekki skurðstofu til en þar kostar mínútan 2.500 krónur, konur geta farið heim strax að aðgerð lokinni en þurfa ekki að liggja á sjúkrahúsi, ör er vart sjáan- legt og andleg eftirköst em mun minni þar sem bijóstið aflagast ekki. Þá er ekki síst mikilvægt að geta viðhaft þessa miklu nákvæmni við aðgerðina þar sem getur skeikað aðeins um 1 mm til eða frá og tækið er þv! einfald- lega betur fallið til þessara aðgerða en mannshöndin." Jónas er spurður hvort búast megi við að fleiri slík tæki verði keypt til landsins eftir að þetta er komið í gagn- ið hjá Landspítalanum. „Með þessu eina tæki má auðveld- lega anna öllum aðgerðum af þessu tagi sem þörf er á hérlendis og því gerum við ráð fyrir að læknar á Sjúkra- húsi Reykjavíkur geti notað ______ tækið til aðgerða á sjúkling- um sínum. Aðgerðirnar hafa eingöngu farið fram á þessum tveimur stöðum og mér finnst eðlilegast að læknar sameinist um nýtingu þess.“ 200 tæki í notkun í Bandaríkjunum Lars M. Mikkelsen svæðisstjóri Auto Suture I Norður-Evrópu segir að þess- ari aðgerð megi líkja við það að taka kjama úr epli með þar til gerðum hníf. Munurinn sé hins vegar sá að bijóstið fellur í samt lag eftir aðgerðina en það gerir eplið ekki. Segir hann að rúmlega 200 tæki séu komin í notkun I Banda- ríkjunum en sala þeirra hófst í apríl á síðasta ári. Nýlega hefur fengist heimild fyrir sölu þeirra í Evrópu, m.a. ríkjum ESB, og eru nú tæki í notkun í Bretlandi, Tækið betra en manns- höndin Þýskalandi, Noregi og nokkrum lönd- um í suðurhluta Evrópu. Segir hann fleiri lönd bætast ört í hópinn á næstu tveimur mánuðum. Auto Suture er dótturfyrirtæki United States Surgical Corporation sem sérhæfir sig í fram- leiðslu skurðlækningatækja. Mikkelsen segir að eriendis séu það ýmist rönt- genlæknar eða skurðlæknar sem ann- ast aðgerðir með tækinu, því ráði að- stæður eða hefðir I hveiju landi. Leitað stuðnings félaga ABBI tækjabúnaðurinn kostar hing- að kominn kringum 20 milljónir króna. Innflytjandi er A. Karlsson hf. og seg- ir Haraldur Gunnarsson að til að létta undir með handlækningadeild Landsp- ítalans hafi verið ákveðið að leita eftir víðtækum fjárhagsstuðningi ýmissa félaga og samtaka auk fyrir- tækja. „Við höfum þegar skrifað ýmsum félögum og fyrir- tækjum og fengið góðar undirtektir og margir vilja leggja þessu máli lið. Það hefur sýnt sig svo ótal oft að margir eru boðnir og búnir að styðja tækjakaup fyrir spítala og þegar menn hafa kynnt sér kosti þessa tækis sjá þeir strax að það gerir þessar ákveðnu aðgerðir auðveld- ari fyrir sjúklinginn og það er ekki minnst um vert. Mér fannst einsýnt eftir að við höfð- um kynnt okkur tækið að láta hluta af tækjakaupafé þessa árs fara til þessa verkefnis og leita síðan stuðn- ings til þess sem á vantar. Hér verður mögulegt að stíga stórt skref til framf- ara við bijóstaaðgerðir og viljum því gera okkar til að hægt verði að fá það hingað til lands sem fyrst.“ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 31 Launaþróun á almennum vinnumarkaði tímabilið apríl til júní 1995 og 1996 2% kaupmátt- araukning að meðaltali Kjararannsóknamefnd rannsakar og birtir upplýsingar um launakjör og kaup- mátt launþega á almennum vinnumark- aði. Pétur Gunnarsson rýndi í upplýs- ingar frá nefndinni un þróun kaupmáttar launa undanfarin ár. Launabreytingar ASÍ - fólks á almennum markaði Parað úrtak, 2. ársfjórðungs 1995 til 2. ársfjórðungs 1996. Litli punkturinn á línunum sýnir þá miðgildishækkun sem varð í hverjum starfshópi. Neðsti punktur hverrar línu sýnir þá hækkun sem lægri fjórðungur hverrar starfsgreinar fékk og efsti punkturinn sýnir þá breytingarnar sem urðu hjá efri fjórðungi á tímabilinu apríi til júní 1995 tii jafnlengdar ársins 1996. Breytingar á greiddu kaupi paraðs úrtaks milli 2. ársfj. 1995 og 1996. Á lárétta ásnum má lesa breytingar á greiddu tímakaupi í prósentum en á lóðrétta ásnum hversu hátt hlutfall launþega fékk hverja prósentuhækkun. Skyggða svæðið á myndinni afmarkar þær hækkanir sem 50% launþega í úrtakinu fengu. Lóðrétta línan sýnir miðgildi hækkana alls úrtaksins. Úrtakið náði til sömu einstaklinga og iauna þeirra á 2. fjórðungi ársins 1995 og 1996, það var m.ö.o. parað. GREITT tímakaup landverka- fólks innan ASÍ hækkaði að jafnaði um u.þ.b. 4,5% milli annars ársflórðungs 1995 og annars ársfjórðungs 1996, samkvæmt útreikningum Kjararann- sóknarnefndar. Að frádreginni þeirri hækkun sem varð á vísitölu neyslu- verðs á tímabilinu jafngildir þetta um það bil 2% kaupmáttaraukningu, að sögn Eddu Rósar Karlsdóttur, hag- fræðings hjá Kjararannsóknarnefnd. Gögn fyrir seinni hluta liðins árs liggja ekki fyrir. Ef litið er yfir þau gögn sem Kjara- rannsóknarnefnd hefur birt frá fyrsta ársflórðungi 1994 til fyrsta ársflórð- ungs 1996 kemur í ljós að á því tíma- bili hefur kaupmáttur greidds tíma- kaups landverkafólks innan ASÍ aukist um 5,6%, en þijú ár þar áður, frá íjjórða ársfjórðungi 1990 hafði kaupmáttur nánast staðið í stað. Kaupmáttur greidds tímakaups ASÍ - landverkafólks Aðilar vinnumarkaðar Kjararannsóknarnefnd er tilnefnd af aðilum vinnumarkaðarins. í henni sitja þrír fulltrúar launþegasamtaka og þrír fulltrúar vinnuveitenda. Kjara- rannsóknir þær sem stundaðar eru á vegum nefndarinnar byggjast á upp- lýsingum frá um það bil 100 fyrirtækj- um sem hafa 10-12.000 manns á launaskrá. Nefndin fær allar upplýsingar úr launabókhaldi fyrirtækjanna um laun, vinnutíma og álagsgreiðslur og hefur um árabil birt ársfjórðungslegar upp- lýsingar um þróun í launamálum. Nú er verið að gera breytingar á gagnaöflun og úrannslu upplýsinga um laun og vinnutíma hjá nefndinni og eru þær breytingar að hluta til rakt- ar til skuldbindinga aðila Evrópska efnahagssvæðisins, að því er fram kemur i nýlegri fréttatilkynningu. Vegna þess verða upplýsingar nefndarinnar framvegis birtar með öðrum hætti en verið hefur. Til marks um það er taflan hér til hliðar sem sýnir breytingar frá 2. ársfjórðungi 1995 til 2. ársfjórðungs 1996. í því tilviki er byggt á athugun launa hjá sömu einstaklingum bæði tímabilin. Niðurstaðan er sú að miðgildishækk- un greidds tímakaups landverkafólks innan ASÍ var 4,5% og voru niðurstöð- umar svipaðar hvort sem vinnuveit- andinn var fyrirtæki á almennum markaði eða stofnanir ríkis og Reykja- víkurborgar sem hafa landverkafólk innan ASI í sinni þjónustu. Þegar rætt er um landverkafólk inn- an ASÍ er átt við hóp sem Kjararann- sóknamefnd setur þannig saman að verkakarlar eru látnir vega 33% af heildinni innan hópsins, verkakonur vega 19%, iðnaðarmenn 33%, kariar við afgreiðslustörf 4%, konur við af- greiðslustörf 8%, skrifstofukonur vega 10% og karlar í skrifstofustörfum 7%. Kaupmáttarútreikningar Kjararann- sóknamefndar byggjast á því að mæld breyting á greiddu tímakaupi er leið- rétt fyrir verðbólgu með því að tekið er tillit til breytinga sem orðið hafa á vísitöiu neysluverðs. Vísitölu neysluverðs er, að sögn Rósmundar Guðnasonar hjá Hagstofu íslands, ætlað að mæla breytingar á verðlagi einkaneyslu, þ.e. öll útgjöld einstaklinga, við kaup á vöru og þjón- ustu í víðtækum skilningi. Þetta tekur einnig yfir þá þjónustu sem opinberir aðilar veita og neytandi greiðir fyrir, svo og óbeina skatta - t.a.m. virðis- aukaskatt. Breytingar á matvælaverði mælast í vísitölu neysluverðs. Þannig hægði á vísitölu neysluverðs þegar svonefndur matarskattur var lagður af um áramót- in 1993-1994 og tvö þrep voru tekin upp í virðisaukaskatti. Kjararannsóknamefnd mælir kaup- mátt launa en ekki kaupmátt ráðstöf- unartekna. Því koma ekki fram í tölun- um áhrif breytinga á beinum sköttum, þ.e. tekju- og eignarsköttum og út- svari. Þannig koma áhrif þess að fram- lag launþega til lífeyrissjóðs varð und- anþegið skatti ekki fram við þennan kaupmáttarútreikning. Þar sem ekki er um kaupmátt ráð- stöfunartekna að ræða kemur heldur ekki fram vísbending um hvernig jað- arskattsáhrif verka á kjör einstakra hópa í þjóðfélaginu háð fjölskyldu- stærð, stöðu húsnæðismála og slíku. Enn fremur hafa hinar hefðbundnu mælingar ekki mælt áhrif atriða á borð við mismunandi lengd vinnutíma, atvinnuleysi og breytingar á fjölda starfa í þjóðfélaginu. Lungnakrabbamein hjá konum Dánartíðpi næst- hæst á Islandi DÁNARTÍÐNI af völdum lungnakrabbameins hjá kon- um er óvíða hærri en hér á landi og hefur farið ört hækkandi, samkvæmt upplýsingum frá Krabba- meinsféiagi íslands. Á árunum 1991- 1994 greindist að meðaltali 51 kona með lungnakrabbamein á ári og á sama tímabili létust 47 konur vegna sjúkdómsins. Á árunum 1956-1960 var nýgengi sjúkdómsins hjá konum að meðaltali 7 tilfelli og dauðsföll tvö. Nýgengi lungnakrabbameins hjá íslenskum körium var á árunum 1956- 1960 tíu tilfelli og dauðsföll þijú, en 1991-1994 var hlutfallið komið upp í 52 ný tilfelli og 49 dauðsföll. Há- marki náði lungnakrabbamein hjá körlum árið 1991 en hvort tveggja, nýgengi og dánartíðni, hefur farið heidur niður á við á allra síðustu árum. Hjá konum fer hvort tveggja hins vegar enn ört hækkandi. Þegar nýgengi lungnakrabbameins á Norðurlöndum er kannað kemur í ljós að þar er hlutfall íslenskra kvenna hæst. Samkvæmt alþjóðlegum staðli greinast 29,7 af hveijum 100.000 með lungnakrabbamein hér, en 8,4 í Finn- landi, 12,2 í Svíþjóð og 14,9 i Nor- egi. Aðeins í Danmörku kemst hlut- fallið í nálægð við það íslenska eða í 26,1. Tölurnar eru frá 1991-1995. Sé litið á gögn Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar um þau lönd þar sem dánartíðni meðal kvenna af völd- um lungnakrabbameins er hæst sýnir það sig að ísland er í öðru sæti með hlutfallið 26,2 af 100.000. Aðeins í Skotlandi er tíðnin hærri eða 29,6. NYGENGI LUNGNAKRABBAMEINS 1956-95 DAUÐSFOLL v. LUNGNAKRABBAMEINS 1956-94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.