Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 35 AÐSENDAR GREINAR Kjarasamningar í FASTMÓTUÐU ferli viðhorfa sem fjölmiðlar og reyndar margir stjórnmála- menn viðhafa gagn- vart launþegum og samtökum þeirra er því er haldið fram að það sé máttlítilli verkalýðshreyfmgu að kenna hversu laun séu skammarlega lág á íslandi. Þegar líður svo að gerð kjara- samninga þá breytist málflutningurinn yfir í að nú sé þörf á að verkalýðsforystan sýni ábyrgð og sjái um að launþegar séu ekki með óraunsæjar kröfur. Þegar samningar hafa verið undirritaðir og þar tii að þeir eru samþykktir í stéttarfélögunum þá er forystumönnum hrósað fyrir skynsemi og kjark. En um leið og búið er að samþykkja kjarasamn- inga hefst umræðan um máttlittla verkalýðshreyfingu. Það kostar mun meiri kjark og styrk að fylgja þeirri skynsemis- stefnu sem verkalýðshreyfingin hefur fylgt undanfarin ár en koll- steypustefnunni sem áður var fylgt, það er auðveit að yfirbjóða. Þennan kjark hafa stjórnmálamenn ekki og þaðan af síður stjórnvöld, það hafa þau margítrekað sýnt á und- anförnum misserum. Núverandi ríkisstjórn og forysta vinnuveitenda vinna markvisst að því að grafa undan samtökum launþega með því að koma í veg fyrir að launþegar nái fram réttlátum launakröfum og sanngjörnum leiðréttingum í þjóðfélaginu. Beittasta vopn ríkis- stjórnarinnar í þessari baráttu er að hygla ákveðnum hópum umfram aðra og stilla síðan verkalýðsforyst- unni upp við vegg með því að ef hún fari fram á sambærilegar breytingar þá séu stöðugleika koll- varpað og óðaverðbólga kölluð fram. Ljóst er að þetta kostar mik- il átök innan verkelýðshreyfingar- innar bæði milli stéttarfélaga og eins milli forystu og félagsmanna, vitan- lega krefjast þeir sam- bærilegra hækkana og með þessu er markmið- um stjórnvalda er náð. Undanfarið samn- ingstímabil úthlutaði ríkisstjómin sjálfri sér og ákveðnum hópum útvalinna ríkisstarfs- manna launahækkun- um sem voru tugum prósenta umfram það sem um var samið á almennum markaði. Auk þess var sömu aðilum úthlutað lífeyr- issjóði þar sem réttindi eru langt umfram það sem aðrir landsmenn hafa, þetta er gert með því að láta ríkissjóð (skattgreiðend- ur) greiða 11,5% í sjóðinn í stað 6% og það er réttlætt með því að umræddir launþegar sætti sig við að greiða 4% af öllum launum í stað daglauna. Það gerum við reyndar öll hin og það þrátt fyrir að okkar vinnuveitendur greiði „einungis 6%“. Einnig hefur ríkis- stjórnin marghækkað skatta und- anfarin misseri og nú síðast fyrir jói um milljarð. Ég hef undanfarna daga haldið fjölmenna fundi víðsvegar um land- ið. Þar ber helst á eftirfarandi við- horfum: Þess er krafist að ríkis- stjórnin skili milljarðinum tilbaka, auk þess að niðurskurði bamabóta og vaxtabóta verði skilað. Jaðar- skattakerfið verði leiðrétt, tekið verði upp fjöiþrepa skattkerfi og skattar verði lækkaðir. Ríkisstjórn- in hefur rutt af sér verkefnum yfir á sveitarstjórnir, þær hafa síðan orðið að hækka þjónustugjöld og skatta til þess að mæta auknum útgjöldum, skattgreiðendur eiga inni hjá ríkisstjórninni umtalsverð- ar skattalækkanir. Háværar kröfur eru einnig á fundunum um að láns- kjaravísitalan verði afnumin og vextir lækkaðir um 3%. Gagnvart atvinnurekendum er krafan sú að launataxtar verði Nú stefnir í stórkostleg átök á vinnumarkaði, segir Guðmundur Gunnarsson. Ábyrgð- ina bera stjórnvöld en ekki launþegar. færðir að greiddum launum, kostn- aður við þessa kröfu er 0,73% ekki 40%-50% eins og framkvæmda- stjóri VSÍ hefur ranglega haldið fram. Rafiðnaðarsambandið og fé- lagsmenn þess hafa gert tugi ef ekki hundruð vinnustaðasamninga á undanförnum árum; að gera ráð fyrir þeim í aðalkjarasamningi er ekki vandamál. Að þessum skilyrð- um uppfylltum munum við skrifa undir kjarasamning með raunsærri kauphækkun gegn því að sett verði inn í kjarasamningana umsvifalaus opnun þeirra fari ríkisstjórnin út fyrir ramma þeirra. Þessar kröfur hafa legið á borðinu síðan í októ- ber og enn hafa ekki fengist um þær vitrænar viðræður. Þar hefur ríkisstjórnin verið í fararbroddi við að fara ekki eftir ákvæðum um viðræðuáætlanir í vinnulögjöf sem knúin var í gegn síðastliðið ár og jafnframt að skapa glundroða á vinnumarkaði með kostulegum út- spilum. Nú stefnir í stórkostleg átök á vinnumarkaði og sá aðili sem ber ábyrgð á því eru ekki launþeg- ar heldur stjórnvöld. Stjórnvöld og samtök atvinnurekenda hafa nægt svigrúm til þess að leiðrétta stefnu sína á næstu 2 vikum og þá kom- umst við hjá átökum. Við bíðum og fylgjumst með því hvort stjórn- málamenn hafi skynsemi og kjark til þess að horfast í augu við þann vanda sem þeir hafa skapað, því miður efast ég stórlega um það, þeir fara kollsteypuleiðina. Höfundur er formmaður Rafiðnaðarsambands íslands. Guðmundur Gunnarsson Á annað þúsund notendur gn KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Blab allra landsmanna! fHíiriðtmíbílatiib -kjarni málsins! Inniskór frá 490 kuldaskór frá 1990 smáskór í bláu húsi v/Fákafen l. feb. Exó stœkkar... Við flytjurn í Fókafen 9 l. febrúar '97 (m ^ - /~ (—* l^- öbmoUi kúíéjöcjn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.