Morgunblaðið - 17.01.1997, Síða 35

Morgunblaðið - 17.01.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 35 AÐSENDAR GREINAR Kjarasamningar í FASTMÓTUÐU ferli viðhorfa sem fjölmiðlar og reyndar margir stjórnmála- menn viðhafa gagn- vart launþegum og samtökum þeirra er því er haldið fram að það sé máttlítilli verkalýðshreyfmgu að kenna hversu laun séu skammarlega lág á íslandi. Þegar líður svo að gerð kjara- samninga þá breytist málflutningurinn yfir í að nú sé þörf á að verkalýðsforystan sýni ábyrgð og sjái um að launþegar séu ekki með óraunsæjar kröfur. Þegar samningar hafa verið undirritaðir og þar tii að þeir eru samþykktir í stéttarfélögunum þá er forystumönnum hrósað fyrir skynsemi og kjark. En um leið og búið er að samþykkja kjarasamn- inga hefst umræðan um máttlittla verkalýðshreyfingu. Það kostar mun meiri kjark og styrk að fylgja þeirri skynsemis- stefnu sem verkalýðshreyfingin hefur fylgt undanfarin ár en koll- steypustefnunni sem áður var fylgt, það er auðveit að yfirbjóða. Þennan kjark hafa stjórnmálamenn ekki og þaðan af síður stjórnvöld, það hafa þau margítrekað sýnt á und- anförnum misserum. Núverandi ríkisstjórn og forysta vinnuveitenda vinna markvisst að því að grafa undan samtökum launþega með því að koma í veg fyrir að launþegar nái fram réttlátum launakröfum og sanngjörnum leiðréttingum í þjóðfélaginu. Beittasta vopn ríkis- stjórnarinnar í þessari baráttu er að hygla ákveðnum hópum umfram aðra og stilla síðan verkalýðsforyst- unni upp við vegg með því að ef hún fari fram á sambærilegar breytingar þá séu stöðugleika koll- varpað og óðaverðbólga kölluð fram. Ljóst er að þetta kostar mik- il átök innan verkelýðshreyfingar- innar bæði milli stéttarfélaga og eins milli forystu og félagsmanna, vitan- lega krefjast þeir sam- bærilegra hækkana og með þessu er markmið- um stjórnvalda er náð. Undanfarið samn- ingstímabil úthlutaði ríkisstjómin sjálfri sér og ákveðnum hópum útvalinna ríkisstarfs- manna launahækkun- um sem voru tugum prósenta umfram það sem um var samið á almennum markaði. Auk þess var sömu aðilum úthlutað lífeyr- issjóði þar sem réttindi eru langt umfram það sem aðrir landsmenn hafa, þetta er gert með því að láta ríkissjóð (skattgreiðend- ur) greiða 11,5% í sjóðinn í stað 6% og það er réttlætt með því að umræddir launþegar sætti sig við að greiða 4% af öllum launum í stað daglauna. Það gerum við reyndar öll hin og það þrátt fyrir að okkar vinnuveitendur greiði „einungis 6%“. Einnig hefur ríkis- stjórnin marghækkað skatta und- anfarin misseri og nú síðast fyrir jói um milljarð. Ég hef undanfarna daga haldið fjölmenna fundi víðsvegar um land- ið. Þar ber helst á eftirfarandi við- horfum: Þess er krafist að ríkis- stjórnin skili milljarðinum tilbaka, auk þess að niðurskurði bamabóta og vaxtabóta verði skilað. Jaðar- skattakerfið verði leiðrétt, tekið verði upp fjöiþrepa skattkerfi og skattar verði lækkaðir. Ríkisstjórn- in hefur rutt af sér verkefnum yfir á sveitarstjórnir, þær hafa síðan orðið að hækka þjónustugjöld og skatta til þess að mæta auknum útgjöldum, skattgreiðendur eiga inni hjá ríkisstjórninni umtalsverð- ar skattalækkanir. Háværar kröfur eru einnig á fundunum um að láns- kjaravísitalan verði afnumin og vextir lækkaðir um 3%. Gagnvart atvinnurekendum er krafan sú að launataxtar verði Nú stefnir í stórkostleg átök á vinnumarkaði, segir Guðmundur Gunnarsson. Ábyrgð- ina bera stjórnvöld en ekki launþegar. færðir að greiddum launum, kostn- aður við þessa kröfu er 0,73% ekki 40%-50% eins og framkvæmda- stjóri VSÍ hefur ranglega haldið fram. Rafiðnaðarsambandið og fé- lagsmenn þess hafa gert tugi ef ekki hundruð vinnustaðasamninga á undanförnum árum; að gera ráð fyrir þeim í aðalkjarasamningi er ekki vandamál. Að þessum skilyrð- um uppfylltum munum við skrifa undir kjarasamning með raunsærri kauphækkun gegn því að sett verði inn í kjarasamningana umsvifalaus opnun þeirra fari ríkisstjórnin út fyrir ramma þeirra. Þessar kröfur hafa legið á borðinu síðan í októ- ber og enn hafa ekki fengist um þær vitrænar viðræður. Þar hefur ríkisstjórnin verið í fararbroddi við að fara ekki eftir ákvæðum um viðræðuáætlanir í vinnulögjöf sem knúin var í gegn síðastliðið ár og jafnframt að skapa glundroða á vinnumarkaði með kostulegum út- spilum. Nú stefnir í stórkostleg átök á vinnumarkaði og sá aðili sem ber ábyrgð á því eru ekki launþeg- ar heldur stjórnvöld. Stjórnvöld og samtök atvinnurekenda hafa nægt svigrúm til þess að leiðrétta stefnu sína á næstu 2 vikum og þá kom- umst við hjá átökum. Við bíðum og fylgjumst með því hvort stjórn- málamenn hafi skynsemi og kjark til þess að horfast í augu við þann vanda sem þeir hafa skapað, því miður efast ég stórlega um það, þeir fara kollsteypuleiðina. Höfundur er formmaður Rafiðnaðarsambands íslands. Guðmundur Gunnarsson Á annað þúsund notendur gn KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Blab allra landsmanna! fHíiriðtmíbílatiib -kjarni málsins! Inniskór frá 490 kuldaskór frá 1990 smáskór í bláu húsi v/Fákafen l. feb. Exó stœkkar... Við flytjurn í Fókafen 9 l. febrúar '97 (m ^ - /~ (—* l^- öbmoUi kúíéjöcjn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.