Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ F'ÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 27 SKOÐUN EITT ORÐ UM MIKIÐ MÁL Þorvaldur Gylfason MÉR er í fersku minni myndin af Herdísi Þorvaldsdóttur, einni glæsilegustu leikkonu landsins um langt árabil, þegar hún flutti ræðu um umhverfisvernd á opnum fundi í beinni útsendingu sjónvarps fyrir nokkrum árum. Leikkonan og lófatakið Ræðan var skipuleg og sköruleg og skýrði sjónarmið umhverfis- verndarsinna afar vel og áhyggjur þeirra af gegndar- lausri ofbeit og upp- blæstri landsins. Hún rakti réttar tölur um gróðureyðingu gegn- um tíðina og gerði skýra grein fyrir nauðsyn þess að bæta fyrir afglöp undan- genginna ára og skila landinu óskemmdu í hendur komandi kyn- slóða. í ræðulok reik- aði sjónvarpsvélin um salinn. Ólundin draup af nánast hveijum svip. Enginn klappaði. Gróðurníðingum hafði greinilega verið smal- að á fundinn. Þessi mynd rifjaðist upp fyrir mér, þeg- ar sjónvarpið flutti fyrir nokkru fréttir af ræðu Kristjáns Ragnars- sonar framkvæmdastjóra á aðal- fundi Landssambands íslenzkra útvegsmanna. Þar kallaði hann ritstjóra Morgunblaðsins sósíalista eina ferðina enn og uppskar langt og innilegt lófatak viðstaddra. Sjávarútvegsráðherrann hélt svo til sömu ræðu á fundinum. Það fer fyrir brjóstið á þeim, að Morgun- blaðið er veiðigjaldsblað. Önnur dagblöð eru dauð Mig langar að vekja athygli les- enda Morgunblaðsins á því, að öll dagblöð landsins eru nú veiði- gjaldsblöð, ekki aðeins Morgun- blaðið, heldur einnig Alþýðublaðið, Dagblaðið og Dagur-Tíminn. Önn- ur dagblöð eru dauð. Öllum eftirlif- andi blöðum ritstýra nú menn, sem bera skyn á skynsamleg rök og reynslu. Þeir láta ekki þagga niður í sér með svigurmælum. Að vísu verður að hafa þann fyrirvara um Dag-Tímann, að blaðið hefur ekki enn mælt með veiðigjaldi, þótt rit- stjóri þess sé hlynntur gjaldi, en þess mun vart langt að bíða úr þessu, að blaðið taki af skarið eins og hin blöðin þijú. Ekkert málsmetandi dagblað eða tímarit erlendis hefur, svo að ég viti, andmælt veiðigjaldi sem skynsamlegu hagstjórnartæki. Það er að vísu rétt, að erlend blöð hafa yfirleitt ekki séð ástæðu til að taka afstöðu til veiðigjalds vegna þess, að sjávarútvegur skiptir engu máli í nánasta um- hverfi þeirra. Þó hafa áhrifamikil stórblöð eins og t.a.m. New York Times, Financial Times í London og vikuritið Economist oftar en einu sinni séð ástæðu til að mæla með veiðigjaldi, þar sem það á við. Erlend stórblöð taka hagfræði alvarlega. T.d. hefur New York Times áratugum saman haft á að skipa ritstjórum með doktorspróf í hagfræði frá beztu háskólum Bandaríkjanna. Þar á bæ láta menn ekki sérhagsmunaseggi rugla sig í ríminu. Ranglæti rýrir hagkvæmni Efnahagsrökin fyrir veiðigjaldi eru fyrst og fremst hagkvæmnis- rök. Veiðigjald myndi greiða fyrir nauðsynlegri hagræðingu í ríkis- fjármálum og fyrir hagkvæmari gengisskráningu krónunnar í tæka tíð, svo sem margoft hefur verið lýst í löngu máli. Veiðigjald myndi einnig geta greitt fyrir samningum íslands við Evrópusambandið, þegar þar að kemur, vilji menn fara þá leið. Réttlætisrök geta einnig vegið þungt á hagrænum vettvangi, eins og ég hef lýst í bók minni Hagkvæmni og réttlæti (1993). Ef ranglætið keyrir um þverbak, þá er óhag- kvæmnin iðulega skammt undan. Rann- sóknir háskólamanna og hagfræðinga í Al- þjóðabankanum renna æ styrkari stoðum undir þessa kenningu. Tökum nú dæmi úr okkar nánasta um- hverfi. Fátækt er allt- af sár, en hún getur orðið óbærileg í landi, þar sem fjölmiðlar flytja endalausar fréttir af fólki, sem hefur auðgazt af því einu að selja aflaheimildir, sem það fékk að gjöf með kveðju frá sjávarútvegsráðuneytinu. Þetta er ekki spurning um afbrýði eða öf- und. Þetta er spurning um rétt- læti og ranglæti. Þegar réttlætis- kennd mikils fjölda fólks hefur verið gróflega misboðið, þá heimt- ar það leiðréttingu, t.d. í kjara- Efnisrökin fyrir veiði- gjaldi, segir Þorvaldur Gylfason, eru fyrst og fremst hagkvæmnisrök. samningum. Þau átök um kaup og kjör, sem nú eru fram undan, er hægt að rekja að nokkru leyti til þess ójafnaðar, sem hefur leitt af ókeypis afhendingu veiðiheim- ilda. Ef kjarasamningum lyktar með verðbólgu eða verkföllum, svo sem margt bendir nú til, þá verður hægt að rekja þær lyktir að nokkru leyti til þess, að veiðigjald er ekki enn komið á. Þetta er samt ekki allt. Ef stjórnvöld halda áfram að streitast gegn veiðigjaldi, svo að andúð almennings heldur áfram að magnast, þá getur farið svo, að kvótakerfinu verði kastað fyrir róða til mikils skaða fyrir þjóðina og ekki sízt fyrir útgerðina. Þurfa menn frekari vitna við um hættuna, sem hagkvæmni stafar af ranglæti? Það er því frá- leitt að halda því fram, eins og sumir hafa þó gert, að einu hald- BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR /yr/rWINDOWS Einföld lausn á flóknum málum gn KERFISÞRQUN HF. Fákaleni 11 - Sími 568 8055 bæru rökin fyrir veiðigjaldi séu réttlætisrök. Þeir, sem fallast á réttlætisrökin, hljóta þá einnig að þurfa að horfast í augu við áhrif ranglætis á hagkvæmni, nema þeir megi til að halda áfram að beija höfðinu við steininn. Annað dæmi frá Rússlandi Mig langar að skýra þetta sam- hengi enn nánar fyrir lesandanum með nýlegu dæmi frá Rússlandi. Þar hefur stjórnvöldum réttilega þótt bera brýna nauðsyn til þess að flytja gömul ríkisfyrirtæki yfir í einkaeign til að auka hagkvæmni í rekstri. Einkavæðingin er einmitt sá þáttur efnahagsstefnunnar, sem Rússum hefur tekizt einna bezt, undir stjórn Anatolys Chuba- is, ungs manns, sem var áður pró- fessor í hagfræði við háskólann í Sankti Pétursborg. Árangurinn hefur samt ekki verið einhlítur, t.d. í olíuvinnslu, þar sem gömlum flokksmönnum tókst að sölsa und- ir sig ævintýralegar upphæðir. I greinargerð, sem þrír virtir hag- fræðingar tóku saman fyrir Al- þjóðabankann í fyrra, er sagt frá því, að Chernomyrdin, forsætis- ráðherra Rússlands, þáverandi forstjóri GAZPROM, stærsta olíu- félags í heimi, hafi eignazt jafn- vírði um 200 milljóna íslenzkra króna með einu pennastriki við einkavæðingu fyrirtækisins. Þetta hefur ásamt öðru vakið andúð meðal almennings í Rússlandi á einkavæðingu yfirleitt. Þess vegna munaði mjóu, að kommúnistar kæmust til valda á ný í Rússlandi í síðustu forsetakosningum, en þeir eru nú ásamt þjóðernissinnum umsvifamiklir á þingi og flækjast fyrir umbótum á alla lund. Þess vegna hafa nú margir fijálslyndir menn í Rússlandi og erlendis krafizt þess, að olíugeir- inn þar eystra verði endurþjóðnýtt- ur til þess, að hægt sé að einka- væða hann upp á nýtt og stokka spilin. I þessum hópi er t.d. Jeffrey Sachs, prófessor við Harvardhá- skóla, einn öflugasti talsmaður fijáls og heilbrigðs markaðsbú- skapar á okkar dögum. Hann var einn helzti ráðgjafi Jeltsíns forseta um skeið, en hann sagði af sér, þegar honum hætti að lítast á blik- una þar austur frá. Sama hætta virðist mér nú vofa yfir íslenzkum sjávarútvegi. Ef stjórnmálamenn halda áfram að streitast gegn því, að útgerðin greiði sannvirði fyrir afnot sín af sameignarauðlind þjóðarinnar, þá mun á endanum ganga svo fram af fjölda fólks í landinu, að fram getur komið krafa um allsheijar- uppstokkun útgerðarinnar. Það væri eftir öðru, ef Sjálfstæðis- flokkurinn, flokkur Ólafs Thors, ætti með þessu móti eftir að verða valdur að allsheijarþjóðnýtingu sjávarútvegsins í ógáti. Að lokum Þórarinn Eldjárn rithöfundur vakti athygli mína á því fyrir mörgum árum, hvernig við íslend- ingar brugðumst við eyðniveir- unni. Á meðan aðrar þjóðir í næsta nágrenni máttu vart um annað hugsa en þennap illræmda sjúk- dóm eyddum við Islendingar mörg- um mánuðum í að komast til botns í því, hvað við skyldum kalla hann. Eyðni varð ofan á, þótt margir tali einnig um alnæmi, enda er ekkert að því, að menn noti tvö orð um sama fyrirbæri. Til að mynda notum við iðulega eitt og sama orð um tvö eða fleiri fyrir- bæri: hundur þýðir til dæmis bæði hundur og fýla, og fleira. Nema nú hefur það gerzt, að orðið veiðigjald, sem ég hygg, að dr. Þorkell Helgason orkumála- stjóri hafi notað fyrstur manna, og ég hef notað æ síðan og fjöl- margir aðrir, virðist í bili hafa lotið í lægra haldi fyrir lakara orði, veiðileyfagjaldi. Burt með leyfin, segi ég. Ef veiðigjald, sem er stutt og laggott, dugir, þá er leyfa ofaukið. Stutt orð er þjálla en langt. Hins vegar megum við gjarnan nota fleiri orð en eitt um sama fyrirbæri. Þó á veiðigjald betur við en auðlindaskattur í þessu dæmi, eins og oft hefur verið lýst, einfaldlega af því að veiðigjald er afnotagjald, en ekki skattur. Aflagjald er ágætt. Það er orðið, sem dr. Benjamín Eiríks- son hefur notað, þegar hann hefur mælt með veiðigjaldi í mörgum ágætum greinum. Dr. Benjamín hefur hreinan skjöld í opinberum umræðum um forgangsatvinnu- vegina til sjós og lands. Það væri óskandi, að aðrir embættishag- fræðingar af eldri kynslóðinni tækju hann sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Höfundur er prófessor. STRAKAR!!! ÞAÐ ER STUNDUM GOTT AÐ VERA NAKINN EN... ...EKKI ALLTAF!!! Utsalan er í ÍIANZ Nýtt kortatímabil www.centrum.is/hanz Hanz, Kringlunni 8-12,5.568 1925.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.