Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hlíðarfjall Allar lyftur í gangi MIKIL snjókoma síðustu daga hefur skilað sér í miklum og góðum snjó í Hlíðarfjalli „þannig að nú sýnum við fuil- an styrk,“ segir ívar Sig- mundsson forstöðumaður en allar lyftur verða opnar um næstu helgi. Tvær til þrjár lyftur hafa verið opnar síðustu vikur og hefur aðsókn að sögn ívars verið viðunandi. Hann telur að framundan sé góð skíðatíð, hún byrji í það minnsta betur en oft áður. Dagskort í lyftur fyrir full- orðna í Hlíðarfjalli kostar 950 krónur og 400 krónur fyrir börn. Gjaldskrá hefur ekki hækkað síðustu fjögur ár. Fram komu á fundi bæjar- stjómar í vikunni vangaveltur um að gjaldskráin væri of há, margir teldu sig ekki hafa efni á að stunda íþróttina. Komu fram hugmyndir um hvort ekki væri hægt að ná inn sömu tekjum þó gjaldið yrði lækkað, en fá á móti fleiri iðkendur. Ætlunin er á næst- unni að fara almennt í gjald- skrár á vegum bæjarins. Dalvíkur- prestakall Fimm umsóknir FIMM umsóknir bárust um stöðu sóknarprests í Dalvíkur- prestakalli. Séra Jón Helgi Þórarinsson sem gengt hefur stöðu sóknarprests síðustu ár hefur verið ráðinn sóknar- prestur í Langholtskirkju í Reykjavík. Þeir sem sóttu um eru Arn- aldur Bárðarson, sóknarprest- ur á Raufarhöfn, Magnús G. Gunnarsson, sóknarprestur á Hálsi í Ljósavatnshreppi, Stína Gísladóttir, sóknarprestur í Bólstaðahlíðaprestakalli í Húnavatnssýslu, Bára Frið- riksdóttir, guðfræðingur, brautskráð árið 1995, og Sveinbjörg Pálsdóttir, guð- fræðingur, brautskráð árið 1988. Fjórar sóknir eru í Dalvíkur- prestakalli, Upsasókn á Dal- vík, Urðarsókn, Tjarnarsókn og Vallarsókn. Prófastur mun boða til kjör- mannafundar innan skamms þar sem nýr sóknarprestur verður valinn. r Tillaga að breytingum félags- og fræðslusviðs Sviðinu verði skipt upp JAKOB Bjömsson, bæjarstjóri á Akureyri, lagði fram tiilögu á fundi bæjarráðs um skipulagsbreytingar á félags- og fræðslusviði Akureyrar- bæjar, en þær fela í sér að sviðinu verði skipt í tvö svið, félags- og heil- sugæslusvið annars vegar og fræðslu- og frístundasvið hins vegar. Samfara þessari skiptingu yrðu gerð- ar breytingar á nefndaskipan. Félags- og fræðslusvið Akureyrar- bæjar er orðið mjög umfangsmikið og sífellt hafa bæst við ný verkefni. Grunnskólar hafa verið færðir yfir til sveitarfélaga, og sem reynslu- sveitarfélag hefur bærinn tekið við málefnum fatlaðra og rekstri Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri. íþróttir og menning í sömu nefnd Samkvæmt tillögunum er gert ráð fyrir að ein nefnd starfí undir fé- lags- og heilsugæslusviði — félags- mála- og heilsugæsluráð — en undir það myndu heyra atvinnudeild sem tók við af Vinnumiðlunarskrifstofu, búsetudeild sem hefur með öldrunar- þjónustu og sambýli fatlaðra auk fleiri verkefna að gera, ráðgjafar- deild og heilsugæslustöðin. Undir fræðslu- og frístundasviði yrðu tvær nefndir, skólanefnd sem hefði á sinni könnu grunn-, leik- og tónlistarskóla og íþrótta-, menning- ar- og tómstundaráð sem myndi sinna íþróttamálum, íþróttamann- virkjum, tómstunda- og menningar- málum sem og söfnum á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Snjó kyng- ir niður MIKIL snjókoma var norðan- lands í gær en hægviðri víðast hvar. Sums staðar var þó leið- indaveður og varð til að mynda að fresta skólahaldi í Lundar- skóla í Oxarfirði og Stórutjarna- skóla í Ljósavatnsskarði. Innanlandsflug gekk brösug- lega af þessum sökum, ekkert var hægt að fljúga hvorki frá Akureyri né til í allan gærdag. Athuga átti hvort eitthvað myndi rofa til í gærkvöld. Allar helstu leiðir voru færar samkvæmt upplýsingum vega- eftirlits Vegagerðarinnar^en snjómoksturstæki voru á Oxna- dalsheiði og héldu henni opinni fram eftir degi. Þorsteini Jónssyni, bónda á Moldhaugum í Glæsibæjar- hreppi, Ieist ekki á veðrið síð- degis og fór því út að huga að hrossum sínum, en hann vildi heldur vita þau í húsi í snjókom- unni. Morgunblaðið/Kristján JAKOB Björnsson bæjarstjóri klippti á borða og opnaði þar með göngu- götuhluta Hafnarstrætis fyrir bílaumferð í gær, en var svo boðið að aka fyrsta rúntinn í þessum gamla Ford frá fjórða áratugnum. Tilboð óskast Tilboð óskast í bifreið, sem er skemmd eftir Göngugata opn- uð bílaumferð umferðaróhapp. Bifreiðin er af greðinni Renault Laguna, árg. 1996, og verður til sýnis á Tjónaskoðunarstöðinni, Fjölnisgötu 6 á Akureyri, mánudaginn 20. janúar og skal tilboðum skilað inn fyrir kl. 17.00 sama dag. TKYGGING HF Hofsbót 4 - 600 Akureyri - sími 462 1844. V GÖNGUGATAN í Hafnarstræti var formlega opnuð fyrir bflaumferð í gær, en um tilraun er að ræða sem stendur til loka maímánaðar. Ekið verður frá Kaupvangsstræti og norður Hafnarstræti að Ráðhús- torgi og þaðan austur eftir torginu sunnan megin að Skipagötu. Þó svo að umferð bifreiða sé nú leyfð á ný verður gatan svonefnd vistgata en í því felst að gangandi vegfarendur eiga ætíð réttinn um- fram bílaumferð. Þijú bílastæði eru við Hafnar- stræti 99-101, tvö fyrir fatlaða og eitt fyrir gesti Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri og þijú bifreiða- stæði eru við Hafnarstræti 107, tvö fyrir fatlaða og eitt almennt með 10 mínútna hámarksstöðutíma. Fyrsti bíllinn sem ók „gamla rúnt- inn“ að nýju var elsti gangfæri bíll- inn á Akureyri, Ford A, árgerð 1930 í eigu Ólafs B. Guðmundsson- ar. Rannsókn innbrots- mála á Akureyri Tveir til viðbótar í gæslu- varðhald TVEIR menn á tvítugsaldri sem Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri handtók í vikunni í tengsl- um við nokkur innbrotsmál í bænum, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til nk. mánu- dags. Þriðji maðurinn sem handtekinn var á sama tíma hefur verið látinn laus úr haldi. Áður hafði ungur maður ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald til laugardags í tengslum við þessi innbrotsmál. Einn fjór- menninganna hefur viðurkennt aðild að sex innbrotum. Málið er enn í rannsókn en það teng- ist m.a. innbrotum í Ding Dong, veitingastaðinn Við Pollinn, Tryggingamiðstöðina, Tré- smíðaverkstæði Iðju, vinn- uskúra hjá SJS-verktökum og skrifstofuhúsnæði Skógrækt- arfélags Eyfírðinga í Kjama- skógi. Þá leikur grunur á að enn fieiri innbrot tengist mál- inu. Vetrarsport ’97 í íþrótta- höllinni um helgina VÉLSLEÐA-, bíla- og útilífs- sýningin Vetrarsport ’97 verður haldin í íþróttahöllinni á Akur- eyri laugardaginn 18. og sunnudaginn 19. febrúar. EY- LÍV, félag vélsleðamanna í Eyjafirði stendur fýrir sýning- unni. Öll vélsleðaumboð landsins sýna það nýjasta og besta sem þau hafa upp á að bjóða og öll helstu bílaumboðin sýna 4X4 bíla sína og helstu nýjungar varðandi breytingar á jeppabif- reiðum. Þá verður allt það nýj- asta í útivistarfatnaði til sýnis í Höllinni og margt fleira sem tengist útilífi og fjallaferðum. Sýningin er opin 10-17 á laugardag og 13-17 á sunnu- dag. Laugardagskvöldið 18. janúar verður árshátíð EY-LIF haldin í Sjallanum á Akureyri og hefst borðhald kl. 19.30. Iþróttamað- ur Þórs út- nefndur í kvöld KJÖRI Iþróttamanns íþrótta- félagsins Þórs verður lýst í hófi í Hamri í kvöld kl. 20.00. Jafn- framt verða útnefndir bestu ein- staklingar einstakra keppnis- greina. Átta íþróttamenn voru til- nefndir í kjörinu að þessu sinni. Knattspyrnumennimir Páil Gíslason og Hreinn Hringsson, handknattleiksmennirnir Atli Már Rúnarsson og Ingólfur Samúelsson, körfuknattleiks- mennirnir Konráð Óskarsson og Hafsteinn Lúðvíksson og skíða- mennirnir Jóhann Þórhallsson og Rögnvaldur Bjömsson. Þórsarar og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta í Hamar í kvöld, þiggja kaffiveitingar og fylgjast með útnefningu bestu íþróttamanna félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.