Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Rausnarlegar bókagjafir um gyðingleg fræði Hin ósýnilega stétt Frá Gurmlaugi A. Jónssyni: Á UNDANFÖRNUM árum hefur bandarísk kona, Beatrice Wolberg Bixon frá New Haven, ítrekað fært guðfræðideild Háskóla íslands og Háskólabókasafninu miklar bóka- gjafir, einkum á sviði gyðinglegra fræða og einnig nokkuð af helgigrip- um gyðingdóms til notkunar við kennslu í Gamla testamentis- og trú- arbragðafræðum við guðfræðideild. Beatrice Bixon, eða Bambi eins og vinir hennar kalla hana, kom fyrst til íslands árið 1989, hreifst af landi og þjóð og hefur síðan komið hingað á hveiju ári, stundum oftar en einu sinni á ári og á nú íbúð í Reykjavík og dvelur jafnan hér á landi nokkrar vikur á ári. Og ætíð kemur hún fær- andi hendi. Ekki þarf að útskýra hversu mikilvægar bókagjafir hennar eru því bókasafni sem býr við jafn nauman kost og Háskólabókasafnið gerir. Bixon hefur verið sérlega vin- veitt okkur í guðfræðideildinni og eigum við henni mikið að þakka, ekki aðeins hinar rausnarlegu gjafir hennar, heldur ýmis góð ráð og síð- ast en ekki síst trygga og einlæga vináttu. En hvernig skyldi standa á áhuga Bixons á íslandi? Þeirri spurningu minni hefur hún svarað á þessa leið: „Frá því að ég lærði að lesa hef ég verið bókaormur og haft mjög fjöl- breytileg áhugamál," og bætir því við að áhugi hennar á sögu hafi vakn- að snemma. Þá hafi hún alist upp með óperu sem hluta af lífi sínu. Þannig kynntist hún verkum Wagn- ers, þ.á m. Niflungahringnum. Hún hafi lesið þýðingu á „Niebelungenli- ed“ í Penguin Classics ritröðinni og fjölmörg önnur verk heimsbókmennt- anna. Hver bókin hafi vísað henni á aðra, og þegar hún komst yfir Eddu í þýðingu las hún hana þar sem hún vissi að bókin var grunnurinn að hinu þýska verki. í framhaldi af því hafi hún lesið þær íslendingasögur sem hún komst yfir. Einnig kveðst hún hafa lesið dálítið í jarðfræði. Sjón- varpsþættinum „The Making of a Continent" kynntist hún þegar hann kom út sem bók og þar kom ísland mjög við sögu. Hún kveðst líka hafa hrifíst mjög af hljómfalli íslenskrar tungu er hún heyrði hana talaða og stafrófið hafí verið henni ráðgáta. Þar kom að hún sótti sumarnám- skeið í íslensku fyrir útlendinga hjá Stofnun Sigurðar Nordal. Þá hafi hún undrast yfir því að ekkert sam- kunduhús gyðinga var á íslandi þar sem hún taldi að gyðinga væri að finna úti um allan heim. Með hjálp nokkurra háskólakennara tókst henni að hafa upp á gyðingum hér á landi, og hefur hún tvímælalaust átt sinn þátt í að stuðla að aukinni samheldni gyðinga hér á landi og því að þeir koma nú reglulega saman til helgihalds. Sjálfur hefur undirrit- aður átt því láni að fagna að vera boðinn á nokkrar trúarhátíðir þeirra hér fyrir tilstilli Bambi, en hún hefur í hyggju að skrifa sögu gyðinga á íslandi og hefur þegar hafið efnisöfl- un fyrir það forvitnilega verk. Fljótlega eftir að Bambi kom til íslands tók hún eftir að mikill skort- ur var á bókum um gyðingleg fræði, bæði í bókabúðum hér og á bókasöfn- um. Það varð til þess að hún hafði samband við forseta guðfræðideildar og háskólabókavörð og kvaðst vilja gefa megnið af bókasafni sínu. Sú höfðinglega gjöf var þakksamlega þegin og síðan hefur Bambi aukið reglulega við hana með nýjum bók- um. Nú síðast skömmu fyrir jól kom hún enn einu sinni til Islands með mikinn ljölda bóka um gyðingleg fræði, samkvæmt óskalista sem hún hafði beðið mig að taka saman. Var það sérlega ánægjulegt verkefni. Það er ekki ónýtt fyrir háskólastofnun að eiga slíkan velgjörðarmann. Oft hefur Bambi sagt mér frá því grund- vallarviðhorfi sínu að menntun eigi að vera frí og standa öllum til boða. Með bókagjöfum sínum vill hún leggja sitt af mörkum til að svo geti orðið og þá sérstaklega á því heill- andi fræðasviði sem gyðingdómur í sögu og samtíð er. Beatrice Bixon er fædd 5. mars 1938 í Brooklyn, New York. Móðir hennar var af rússnesku bergi brot- in, en faðir hennar pólskur. Báðir fluttu foreldrar hennar bamungir til Bandaríkjanna. Hún stundaði nám við Abraham Lincoln High School í Brooklyn og lauk þaðan prófi 1955, BA-prófi í hagfræði lauk hún frá Roanoke College, Salem VA 1959. Þá hefur hún tekið fjölmörg nám- skeið við bandaríska háskóla, þ.á m. Harvard University Summer School. í gyðinglegum fræðum hefur hún einnig hlotið umtalsverða menntun, m.a. í nútíma hebresku og í sögu gyðinga og menningu hjá rabbí Morr- is B. Margolies. Árið 1964 bjó hún um sex mánaða skeið í ísrael, kynnti sér þjóðlíf þar í landi og bætti við kunnáttu sína í nútíma hebresku. Hún giftist David Bixon árið 1970 og eiga þau einn son, Jeremy. GUNNLAUGUR A. JÓNSSON prófessor við guðfræðideild HÍ. beijast fyrir hagsmunum almennings. Sú leið sem ég hefði helst kosið er þó að flytja álögumar af bamafólki og eignalausu fólki á hátekjufólk með því að hækka hlutfall núverandi há- tekjuskatts og/eða leggja hann á við lægri tekjur en nú er gert. Ástæðum- ar em tvær. Annars vegar er það hreint réttlætismál að láglaunafólk búi ekki við hærri jaðarskatta en hátekjumenn. Hins vegar er það skoð- un mín að hálaunamennimir séu helsti efnahagsvandi þjóðarinnar. Þá á ég ekki við æðstu embættismennina, heldur hina sem hafa ekki efni á að vinna störf í almannaþágu eins og þingmennsku vegna þess hve þeir myndu lækka mikið í launum. Ögmundur frændi minn Jónasson skildi ekki sinn vitjunartíma þegar hann í gær sakaði fjármálaráðherra um siðleysi fyrir að lækka skattleys- ismörkin þótt með því sé skapað svig- rúm til að leysa það hagsmunamál sem brýnast er. Hann þarf að átta sig á að þrengstu sérhagsmunir laun- þega em ekki alltaf brýnustu hags- munir þeirra, og oft þarf að fóma minni hagsmunum fyrir meiri. Ög- mundur Jónasson þarf að átta sig á að hann situr á Alþingi, þingi allrar þjóðarinnar. HÓLMGEIR BJÖRNSSON, tölfræðingur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Frá Vali Þór Norðdahl: SÚ stétt manna sem engu ræður um sín kjör eru atvinnuleysingjar, enda er sú stétt ósýnilegust allra stétta, engir málsvarar nema hin- ir fullvinnandi sérfræðingar sem alls ekki standa í sporum hinna atvinnulausu. Minnimáttarkennd- in er þeim atvinnulausu fjötur um fót, fyrirferðarlitlir í opinberri umræðu, aldrei spurðir álits um eitt né neitt sem varðar þeirra mál. Það sem atvinnulausum myndi nýtast best væri markviss endurmenntun, en þar skortir mikið á. Opinberir aðilar, t.d Reykjavíkurborg er æði máttlítil í þeim efnum og svikin loforð R-listans í atvinnumálum nær- tækt dæmi um innantómt lýðskr- um. Forsætisráðherra telur sól- skinsstundir og kemur hvergi auga á neyð, fátækt né misrétti, Frá Hermanni Kr. Jónssyni: FYRIRGEFÐU, Ögmundur, að ég trufli þig frá önnum og amstri í umfangsmiklum störfum svona í upphafi nýs árs en ég verð að láta þig vita af annarlegu ástandi á litl- um vinnustað sem snertir þig bæði sem formann BSRB og þingmann á þjóðþingi voru. Eg bið þig for- láts að hafa þennan hátt á að koma tilskrifinu til þín. Ástæða þess er sú að ég vil gjarnan að fleiri kíki í umslagið en þú. Eg hefi trú á því að þú hafir ekkert á móti því þegar framhaldið er lesið. Nú um áramótin var Pósti og síma breytt í hlutafélagið Póst og síma. Mér skilst að eigendur þessa „nýja“ fyrirtækis séum við, þú og ég og allir aðrir þegnar þessa sam- félags sem við búum I. Þetta er sem sagt ekkert einkafyrirtæki Halldórs Blöndals og þeirra stjóra sem þar sitja í feitum embættum. Fögur fyrirheit voru gefin um að allt starfsfólk stofnunarinnar héldi öllum sínum réttindum. Það hefur ekki svo lítið verið klifað á því. Þar munu þó vera á ýmsir brestir eins og lesa má í fréttum nýlega. En það er hinn mannlegi þáttur sem vil nefna við þig, eða réttara sagt algjör skortur á mannlegum samskiptum. Og þá kemur dæmið sem ég ýjaði að hér fyrr. Annarlegt ástand Hér í Vestmannaeyjum hefur lengi ríkt mjög annarlegt ástand hvað varðar mannleg samskipti á pósthúsinu. Þar hefur um langan tíma ríkt annarlegt ástand. Nú um áramótin náði það hámarki svo ég get ekki lengur orða bundist. Starf sem gegnt hefur um mörg ár kona sem er nú komin á aldur var ómannað um áramótin. Tvær kon- enda talsmaður kvótaeigenda sem sent geta réttlausa launþega heim á atvinnuleysisbætur sýnist þeim svo. Á meðan eru hinir atvinnu- lausu áfram ósýnilegir en ekki ósnertanlegir. Sem betur fer rís vonandi álver í Hvalfirði, og þeir sem helst kvarta yfir því eru bændur á sínum margföldu at- vinnuleysisbeingreiðslum land- búnaðarkerfisins. Bændur eiga landið að eigin sögn og alls ekki til umræðu að veita öðrum hlut- deild né afnot, frekar en kvótaeig- endum hugnast veiðileyfagjaldið. Álver í Hvalfirði myndi betur bæta hag hinna atvinnulausu og gefa þeim einhveija von um breytta tíð á meðan hið staðnaða kerfi bænda og útvegsmanna ger- ir það ekki. VALUR ÞÓR NORÐDAHL, Hraunbæ 86, Reykjavík. ur sem í áratugi hafa starfað hjá stofnuninni sóttust eftir því að breyta um starf og töldu sig þarna sjá möguleika. Þær höfðu báðar til margra ára unnið við fyrrnefnt starf í afleysingum. Önnur konan sem í 20 ár hefur unnið hjá póstin- um, við útburð og gjaldkerastörf, lenti í veikindum og gat því ekki lengur unnið við útburð í því hverfi sem henni var úthlutað. Hún ósk- aði eftir öðru starfi og var jafnvel tilbúin að taka að sér hverfi hinnar konunnar fengi sú starfið sem losn- aði inni. Itrekað hefur henni verið tjáð af stöðvarstjóra Pósts og síma í Vestmannaeyjum að ekki verði ráðið í það starf sem losnaði um áramótin. Vildi hún ekki halda áfram í sinni stöðu gæti hún bara sagt upp og hætt. Fólki yrði frekar fækkað en fjölgað. Hvernig hann gat fengið út að með áðurnefndum tilfærslum myndi starfsfólki fjölga er vandséð. En nú, og það er ástæða þess að ég vil vekja athygli þína og annarra á þessu máli, hefur eigin- kona stöðvarstjórans verið ráðin í umrætt starf. Ef þessi framkoma gagnvart starfsfólki sem hefur í áratugi unnið stofnuninni af sam- viskusemi og ábyrgð telst ekki sið- leysi þá er mér spurn um merkingu þess orðs. Ég spyr þig því, ágæti Ögmund- ur, er ekkert sem samtök vinnandi fólks geta gert til varnar rétti fólks? Má það líðast að menn purk- unarlaust misnoti aðstöðu sína sín- um nánustu í hag? Er hægt að henda fólki eins og hveijum öðrum óþarfa hlut? Ég þykist vita að víð- ar en hér telur fólk á sér brotið. Látið í ykkur heyra. HERMANN KR. JÓNSSON, Hrauntúni 13, Vestmannaeyjum. Heiður sé fjármálaráðherra Frá Hólmgeiri Björnssyni: BRÝNASTA hagsmunamál alþýðu manna er að léttar verði þungar jað- arálögur sem leggjast einkum á fólk með lág- og miðlungstekjur en ekki á hátekjufólk. Dæmi voru um að þess- ar álögur færu yfir 90%, maður sem vann sér inn þúsundkall hélt ekki einu sinni eftir hundraðkalli til ráðstöfunar til að mæta brýnustu þörfum. Versti kúfurinn var skorinn af í fyrra, en allalgengt mun að álögumar fari yfir 70%. Ég er meðal þeirra sem hef skrifað greinar til að heimta lagfær- ingar og fagna því einlæglega þegar fréttir berast um að nú skuli skapað svigrúm til að lækka jaðarskatt vegna skerðingar barnabótaauka. Það eru reyndar fleiri atriði sem þarf að lag- færa, ég nefni húsaleigubætur sem greinilega hafa verið ákveðnar af mönnum sem í rauninni tíma þeim ekki. Enn fremur fólk sem er að greiða af námsskuldum samtímis því sem það er að basla við að eignast húsnæði. Á því lendir í senn tekju- tengd skerðing vaxtabóta og tekju- bundin afborgun námslána. Með nú- gildandi reglum geta þetta orðið sam- tals 13% af brúttótekjum sem bætast við aðrar álögur. Vonir standa þó til að endurgreiðslu lána verði milduð. Hefur engum dottið í hug að bjóða eignalausu fólki, sem er að reyna að eignast þak yfir höfuðið, að fresta endurgreiðslu námslána að hluta? Það þekkist að bjóða vanskilafólki eitthvað sem mig minnir að kallað sé skulda- skil. Er ekki nær að reyna að greiða úr vanda fólks áður en það er komið í þrot og lífshamingja þess hefur ver- ið lögð í rúst? Það vorkennir hins vegar enginn þeim sem á nægar eign- ir og hefur miklar tekjur að veija 7% tekna til að endurgreiða námslán. Það er eðlilegt að deiit sé um hvem- ig svigrúm er skapað til að minnka jaðarskatta. Ég hef ekki kynnt mér það till fulls, en það á m.a. að gera með því að lækka skattleysismörk að raunvirði. Það er meðal þeirra leiða sem ég hef bent á. Einkum hef ég gagnrýnt þá sem hafa viljað hækka þessi mörk en virðast ekki vita af óhófiegum jaðarálögum, það er fólk sem ætti ekki að þykjast vera að Réttindabrot í V estmannaeyj um ^ ^ ^ hefst ó morgun .(>* lO* frókl. ÍOUI kl.16 /ÍT /ÍT /ÍT lokoð í dog bcinoci bonkostfœtl II sími 552 8310
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.