Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Óður til þagnarinnar“ MYNPLIST Sólon íslandus JÁRNVERK Silla. Opið frá 14-18 alla daga Til 19 janúar. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er nokkuð algengt, að menn hætti við að hætta í hinum ýmsu embættum, en það er sjald- gæfara að listhús geri það. Búið var að auglýsa sýningu sem lauk um áramót, lokaframtak á þeim vettvangi á menningarkaffinu Sólon Islandus, en lífdagarnir svo framlengdir með sýningu á fjór- um smíðajárnsmyndum efir ve- flistakonuna Sigurlaugu Jóhann- esdóttur. Það er afar sorgleg þróun að Sigurlaug Jóhannesdóttir fylgjast með því hvernig dyr falla endanlega að stöfum á hverju list- húsinu á fætur öðru, en hins veg- ar ber að líta til þess að alvaran að baki sumra þeirra var á reiki og undirstaða annarra afar veik. Brýn nauðyn er til að nokkrir sterkir sýningarsalir séu starf- ræktir í borginni, eiginlega hrein bjálfabjartsýni, en enginn getur búist við hagnaði af þeim fyrstu árin meðan þeir eru að styrkja sig í sessi. Það gera þeir ekki heldur erlendis og þar er jafnvel reiknað með tugmilljóna tapi fyrsta áratuginn, sem menn ráða ekki við á fámennu og einangruðu útskeri langt úti á ballarhafi. Er því nauðsyn til að viðkomandi geti leitað í einhveija sjóði líkt og gerist erlendis, er starfsemin hefur sannað sig og skotið rótum. En meira um þetta á öðrum vett- vangi fljótlega. Sigurlaug Jóhannesdóttir, sem nefnir sig Sillu, er gagnmenntað- ur listamaður, sem víða hefur komið við sögu, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í enn fleiri víðs vegar um heim, auk þess að stunda listakennslu. Svið hennar er fyrst og fremst vefurinn og textíllinn, en hún hefur rofið múra þessara hugtaka með ýms- um frávikum, jafnvel gijóti og steinvölum í samræmi við að það var kikkið í núinu víða í útlandinu. Nú hefur hart smíðajárnið tek- ið við af grjótinu, hinum teygjan- lega lopa og mjúka vef, kolsvart eins og vera ber og mun ýmsum sennilega um og ó. Annað mál er að smíðajárn í þessum búningi getur verið býsna þokkafullt og á sviðinu voru þeir ýmsir nafnkenndir meistararnir í útlandinu á síðustu öld svo sem getur að líta í frábæru samsafni á „Victoria and Albert Museurn" í London. það er eitthvað mikið tónrænt í þessum myndum Sillu og um leið hrein listhönnun, sem lista- konan er ekkert að fela, þannig að ef maður vissi ekki betur gæti maður haldið að þetta tilheyrði staðnum og væri unnið fyrir hann. Hispurlausast verka er það sem nefnist „Óðurinn til þagnarinnar“ og er innst á veggnum, í senn einfalt og klárt, nýtur sín þar að auki vel á staðnum. En satt að segja vantar einhvern kraft í þessa innsetningu í rýmið eins og oft áður, þótt myndverkin hafi annars staðið fyrir sínu. Hvort þetta er millileikur í list Sillu eða vaxtarbroddur nýrra átaka verður tíminn að leiða í ljós. Bragi Ásgeirsson Mikið úrval af verkfærum til allra verka á lækkuðu verði. HÚSASMIDJAN Skútuvogi 16, Reykjavík • Sími 525 3000 Helluhrauni 16, Hafnarfirði • Sími 565 0100 Smiðjuvegi 5, Keflavík • Sími 421 6500 Grænt númer 800 66 88 SVAVA Björnsdóttir: Ryðrautt, 1996. Verndarhylki lífsins MYNPLIST Nýlistasafniö HÖGGMYNDIR Svava Björnsdóttír. Opið kl. 14-18 alla daga tíl 26. janúar; aðgangur ókeypis. Á SAMA tíma og listamenn hljóta stöðugt að vinna að því að skapa myndlist sem hrífur þá sem kynnast henni, eru þeir oftar en ekki að rann- saka ytri mörk þeirra miðla sem þeir hafa kosið sér til listsköpunar. Stöðug leit að nýjum leiðum, vinnuaðferðum og tjáningarmöguleikum leiðir listina um síðir inn á ný svið, þar sem áður ónýtt tækifæri skapast til að hafa áhrif á umhverfið. Listaverk Svövu Bjömsdóttur em meðal slíkra nýjunga, þar sem þau eru á mörkum höggmynda, lágmynda og málverka, og koma sífellt á óvart þrátt fyrir að virka kunnugleg og jafnvel róandi við fyrstu sýn. Efniviður listakonunnar, pappa- massinn, á hér stærstan hlut að máli. Þetta hversdagslega, sviplausa og forgengilega efni er öðru fremur tengt við auvirðilegar umbúðir í hug- um flestra - efni sem skal notað til að vemda verðmætari hluti í flutning- um, en fleygt þegar því hlutverki er lokið. Þessa stöðu pappans notar Svava sér um leið og hún sveipar efnið dul- úð þess sem efnið vemdar. Öll verk hennar á þessari sýningu utan eitt eru hylki, sem hvelfast um ókunnan innri kjama. Formin em fjölbreytileg, mynstur þeirra og litir em með ýms- um hætti, stærðir em misjafnar - en ímyndin er ætíð hin sama: mýkt og hógværð þeirrar vemdar ókunns lífs sem býr hið innra í verkunum, en á eftir að bijótast út um síðir. Svava hefur unnið með þessum hætti um nokkurt skeið, og má t.d. vísa til sýningar hennar á Kjarvals- stöðum fyrir rúmum þremur áram. Áhrif verkanna byggjast skiljanlega fyrst og fremst á þeim formum sem listakonan vinnur með, þar sem tilvís- unin í þróun lífsins er í meginhlut- verki, hvort sem litið er til lífs manns- ins frá hinum fyrsta eggi eða fíðrild- isins, sem allt í einu kviknar til lífs úr auðvirðulegum efnispoka. En eðli pappans gefur listakonunni einnig möguleika á að skapa ákveðna togstreitu innan hvers verks fyrir sig. Þannig gefur umfang þeirra í skyn þyngd, sem er ekki til staðar; formin sitja léttilega á veggjunum, í stað þess að krefjast sterkari undirstöðu gólfsins. I fjarlægð virðist áferðin hörð og varanleg, en við nánari skoð- un kemur hverfulleiki verkanna í ljós - hin minnsta snerting mundi valda skemmdum. Og líkt og oft er reyndin í náttúmnni er litríkið hluti af ákveðn- um blekkingarleik um það sem undir býr, sem augað fellur með ánægju fyrir. Verk Svövu njóta sín vel á veggjum salanna hér enda rýmið nóg og ekk- ert sem traflar áhrifamátt þeirra. Á sýningunni er eitt verk annars eðlis en hér hefur verið nefnt, sem þó bygg- ist einnig á notkun pappamassa; hér er um að ræða ljósmyndaverk þar sem listakonan virðist fara út á nýjar brautir - og þar með skapa brú yfir á ný svið í listsköpun sinni. Eiríkur Þorláksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.