Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 37 + Viðar Vil- hjálmsson fæddist í Reykjavík 4. september 1947. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði hinn 8. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga Finnboga- dóttir, f. 30. októ- ber 1916, og Vil- hjálmur Þórðarson, f. 5. október 1913, d. 1. desember 1988. Hinn 12. júlí 1969 kvæntist Viðar eftirlifandi eig- inkonu sinni, Rósu Stefánsdótt- ur, f. 11. nóvember 1947. Þau eignuðust þijá syni: Þorkel Vigni, f. 3. janúar 1970; Björg- vin, f. 7. apríl 1973, og Arnar Þór, f. 22. janúar 1980. Systkini Viðars eru: Svanur Þór, f. 12. júlí 1939; Hlöðver Örn, f. 27. júní 1941; Erla, f. 2. desember 1943; Vilhjálmur Þ., f. 26. apríl 1946 og Einar Þór, f. 3. apríl 1952, d. 30. októ- ber 1993. Útför Viðars fór fram í kyrr- Þey. Það er með miklum trega og söknuði sem ég minnist mágs míns Viðars Vilhjálmssonar, er nú hefur kvatt langt um aldur fram og ótíma- bært. Ég hafði aldrei leitt að því hugann að ég gæti ef til vill átt eftir að standa í þeim sporum að mæla eftir kæran vin minn og fé- laga um áratugaskeið. Úr því sem komið er er það mér bæði ljúft og skylt, þótt ég sannarlega óskaði að svo þyrfti ekki að vera. Reiðarslag myndi ég helst vilja kalla það er mér bárust tíðindin af andláti Viðars. Ég neitaði í fyrstu að trúa því að þetta gæti verið satt og fylltist gremju. Þegar frá leið og mér var ljóst að þetta var svona en ekki öðruvísi fannst mér eins og strengur hefði brostið; ekki sá dýpsti eða sá hæsti, en að nú vantaði streng í fjölskyldu mína, sem hefur ævinlega staðið þétt saman þegar eitt- hvað hefur á bjátað. Að ég ekki tali um hvers Rósa systir og strákarnir hennar hafa nú misst. Þegar ég hafði náð áttum fannst mér þó að Viðar hefði fengið kærkominn frið og ró, sem hann hafði ekki getað fundið lengi. Það gerir söknuðinn ef til vill bærilegri. Mér er það enn í fersku minni, er Viðar tengdist fjölskyldu minni. Og þegar ég læt hugann reika til baka verður mér betur ljóst en ég hafði í fljótu bragði gert áður, hve Viðar sameinaðist fjölskyldu okkar í raun fljótt og fyrirhafnarlítið og var eiginlega orðinn fimmti bróðir- inn áður en nokkurn varði. Það segir mér hvern mann Viðar hafði að geyma. Aður en við vissum af vorum við bræður beint eða óbeint orðnir þátt- takendur í umsvifum Viðars, hvort sem það var steypuvinna og móta- uppsláttur á Skjólvanginum, eða ýmiss konar framkvæmdir og at- hafnasemi, sem honum var í blóð borin og eiginlega nauðsynleg til að geta þrifist. Viðar varð sannar- lega sem einn af okkur bræðrum og að því er varðaði Árna bróður, gekk Viðar honum ungum í föður stað, eftir að mamma lést og Árni fluttist á heimili Rósu og Viðars. Talaði Viðar jafnan stoltur um Árna sem einn af sonum sínum. í minningunni er Viðar mér góð- ur og kær félagi. Ef ég ætti að rekja allar þær ánægjustundir og þau skemmtilegu atvik sem við Dóra áttum og upplifðum með Rósu og Viðari bæði innanlands og utan er hætt við að sú útlistun yrði æði löng og dygði í marga bókarkafla ef út í það væri farið - og ekki er heldur víst að allt af því væri æski- legt að birta á prenti - en það er önnur saga. Mér eru einnig minnis- stæðar allar ferðirnar sem við fór- um saman í góðra vina hópi á Arn- arvatnsheiði um árabil - með „Valda frænda“, Gunna frænda og öllum hinum strákunum, þar sem Heiðin tók á móti okkur ár eftir ár með kynjum sínum og kostum; Eiríksjökli glampandi, silungi, ísi- lagðri Sesseljuvík, mýbiti, sem vart verður annars staðar herskárra, fulltrúum sýslumanns í þyrlu og svo mætti lengi telja. Eða vikunum sem við áttum saman í Selvíkinni, í Steingrímsstöð, á Halldórsstöðum í Laxárdal, þar sem fíflar og sóleyjar glóðu um tún og engi, og einmana urriðar sveimuðu um hylji elfunnar miklu, á meðan lærið frá Litla afa lambaskera beið örlaga sinna yfír viðarkolunum og Bonny Tyler söng sem aldrei fyrr. Ég veit að krakk- arnir okkar minnast þessarar ferðar svo lengi sem þau lifa. Og þau munu líka minnast Viðars eins og hann var þá og átti að sér að vera; kátur, hress og hvers manns hug- ljúfi. Síðastliðið hálft annað ár mætti Viðar miklu mótstreymi. Eftir erfið- an hjartauppskurð, þegar honum var fýrirvaralítið kippt út úr hring- iðu hversdagsins, náði þessi góði drengur aldrei takti við lífíð á ný og var upp frá því vart nema skugg- inn af sjálfum sér. Það var þyngra en tárúm taki fyrir Rósu systur, strákana þeirra og okkur sem næst stóðum Viðari að horfa upp á hann líða og þjást og fá ekki að gert. Hvernig þessi biartsýni og áræðni drengur, sem ávallt vildi láta gott af sér leiða, lét smám saman í minni pokann. Góður drengur er genginn. Ég veit að framundan eru erfíðar stundir hjá Rósu systur, Þorkeli, Björgvini og Arnari Þór. Ég veit líka af fenginni reynslu að þau búa öll yfir styrk og æðruleysi til að takast á í sameiningu við tómleik- ann og skarðið, sem ástkær eigin- maður og faðir skilur eftir sig. Helgu, móður Viðars, svo og systk- inum hans og fjölskyldu allri send- VIÐAR VILHJÁLMSSON MARÍA F. KRISTJÁNSDÓTTIR + María F. Krist- jánsdóttir fædd- ist í Bakkaseli i Langadal í Nauteyr- arhreppi í Norður- Isafjarðarsýslu 14. júní 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Reylyavíkur 11. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru, Sigríður G. Þórðardóttir, f. 16. júlí 1892, d. 2. júní 1977, og Kristján Hafliðason, f. 28. nóvember 1883, d. 1. september 1930. María átti fimm systkini, þrjár stúlkur sem dóu í barnæsku og Hafliða K. Krisljánsson, f. 1. mars 1923, d. 23. nóvember 1943, og Ingi- björgu Kristjánsdóttur, f. 11. júlí 1927. Eftirlifandi eiginmaður Maríu er Lárus Þ. Valdimarsson fram- kvæmdasljóri, f. 29. nóvember 1928. Börn Maríu og Lár- usar eru Finnur Lárusson, f. 29. des- ember 1966, pró- fessor við háskól- ann í London í Ont- ario í Kanada, og Hafliði Kristján Lárusson, f. 22. jan- úar 1970, lögfræð- ingur sem er við framhaldsnám í Frakklandi. Sonur Maríu og Hrafns Eiðssonar frá Þúfnavöllum í Hörgárdal er Birgir Hrafnsson fram- kvæmdastjóri, f. 9. júlí 1951, búsettur í Reykjavík. Útför Maríu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mæja, konan hans pabba, hefur kvatt þennan heim. Konan sem mætti veikindum sínum af slíku æðruleysi og kjarki að eftir var tekið. Mæja hafði staðið í erfiðri baráttu við þann illvíga samtíma- sjúkdóm, krabbamein, sem varð henni að aldurtila rúmu hálfu ári eftir að hann uppgötvaðist. Fyrstu kynni mín af Mæju eru mér nú ofarlega í huga. Ég man svo vel hversu kvíðin litla sveita- stelpan var að hitta konuna hans pabba síns. Þessi kvíði hvarf fljótt því Mæja umvafði sveitastelpuna með einlægu viðmóti og hlýju eins og hún væri hennar dóttir. Mæja var barngóð kona og einstaklega lagin við börn. Enda var það henn- ar lífsstarf að vinna að uppeldi sinna eigin barna og annarra. Hver og einn sem umgekkst þessa sómakonu varð betri maður eftir. Því hún sá alltaf hið góða í fari hvers manns með sinni hæ- versku og hjartahlýju. Allir sýndu sínar betri hliðar í návist hennar og lærðu af. Það flókna fjölskyldu- mynstur sem einkennir fjölskyldu okkar tókst engum eins vel og henni að höndla. í þessu sjúkdómsstríði sínu heyrði maður hana aldrei kvarta heldur fann hún alltaf ljósan punkt í til- verunni. Þegar allt stefndi á einn veg hjá henni sjálfri þá tók hún þannig til orða að það væri allt í svo góðu lagi þar sem allir aðrir í fjölskyldunni væru við góða heilsu og öllum vegnaði vel. Það er erfitt að standa frammi fyrir því að ekki verði það Mæja sem taki á móti mér næst er ég kný dyra á Dunhaganum. Ylja ég mér við þá endurminningu er ég og fjölskylda mín komum alla leið að norðan og neyttum hangikjöts- ins og gómsæta heimalagaða íss- ins_ hennar. I huga mér er ekki bara söknuð- ur heldur líka þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast góðri konu og vildi ég óska að samvistirnar hefðu mátt vera fleiri. Guð blessi minningu hennar. Sigríður Lárusdóttir. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, sem ég átti með þér. Ég mun seint gleyma öllum þeim sögum, sem þú last fyrir mig og söngvunum sem þú kenndir mér. En núna ríkir djúp þögn, því þú ert flogin burt frá mér og kemur aldrei til baka. En minning þín mun lifa í hjarta mínu að eilífu. Ég veit að Guð mun taka á móti þér með opnum örmum. Guð varðveiti þig og blessi. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Jóhannes 3.16. Þitt barnabarn, Katrín María Birgisdóttir. um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi Viðar Vilhjálms- son og minningu hans. Sæmundur Stefánsson, Steindóra Bergþórsdóttir og dætur. Kæri Viðar. Nú ertu farinn, far- inn í ferðina sem bíður okkar allra. Þú varst í raun og veru farinn fyrir löngu því að það var ekki sami maðurinn sem kom til baka úr skyndilegri og erfíðri hjartaaðgerð fýrir einu og hálfu ári. I hönd fóru erfiðir tímar við að reyna að endur- heimta fyrra starfsþrek og atorku sem þú hafðir í svo ríkum mæli. í þessari aðgerð slokknaði einhver neisti; neisti sem ekki tókst að glæða aftur, þó allar leiðir væru reyndar. En eftir situr minningin um þig, ljúf- an dreng og frábæran félaga, því það varstu svo sannarlega þó nokk- ur aldursmunur skildi okkur að. Þú þurftir alltaf að hafa mörg járn í eldinum og þú komst víða við um dagana. Ég bytjaði snemma að þvælast með þér, fyrst í nagldrátt og timburhreinsun í Grindavík. Síð- an kom Skjólvangurinn og þá þurfti nú að taka til hendinni í stóru húsi sem reist var á skömmum tíma. Þá tók Bræðraborgarstígurinn við, þar sem stóru iðnaðarhúsnæði var breytt í íbúðir á mettíma. Svona liðu árin og þú varst sífellt að, nú síðast við að koma gistiheimilinu af stað. Að hafa nóg fyrir stafni var þinn lífselexír. Þegar ég var stráklingur að kom- ast á bílprófsaldur og dreymdi um að eignast þennan eða hinn jeppann varst þú alltaf nærri. Það var auð- velt að hrífa þig með sér og áður en varði varst þú búinn að fínna leiðir til fjármögnunar og redda tryggingum á góðum kjörum. Þær voru líka nokkrar ferðirnar sem við, ég, þú og Sæmundur bróðir, fórum saman á þessum gömlu skijóðum með Heiðarfélaginu inn á Árnar- vatnsheiði, sitjandi þrír frammí með Túra, Elvis og alla hina í kassettu- tækinu og Lordinn einhvers staðar aftur í. Þú varst nú kannski ekki sá aflahæsti en oftar en ekki varst þú hrókur alls fagnaðar. Þú nærðist á þessum ferðum rétt eins og við hinir og ég veit ekki hvor var spenntari þú eða ég þegar nær dró þessum árlegu ferðum sem við bræður, frændur, pabbar og mágar höfum stundað svo lengi. Nú ert þú iagður af stað í þína hinstu ferð. Við sitjum eftir hnugg- in og hljóð en geymum í huga okk- ar minningu um kæran vin sem allt- of fljótt var kallaður burt úr þessum heimi. Ég bið algóðan Guð að styrkja Rósu systur mína, syni ykk- ar og Helgu móður þína í þeirra miklu sorg. Guð blessi minningu Viðars Vil- hjálmssonar. Árni Stefánsson. 34. útdráttur 16. jan. 1997 Bifreiðarvinningur Kr. 2.000.000__________Kr. 4.000,000 (tvöfaldur) 79201 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvðfaldur) 12017 33424 34124 78257 Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvðfaldur) 4643 6211 35279 38976 59450 70493 4718 20724 38132 56339 59924 78420 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.C 100 (tvc ifaldur 573 10828 22294 29752 37134 46061 58032 68328 910 11995 22785 29852 37436 46403 58643 68921 1033 12043 22875 29894 38015 46808 59438 69311 1078 12176 22933 29941 38034 47254 59575 69329 1316 13715 22975 29951 38336 47336 59705 69365 1511 14693 22988 30048 39052 47435 60102 69649 2116 15186 23007 30279 39178 48127 60190 70300 2626 15570 23231 30482 39517 48228 60308 70979 2764 15746 23370 30860 39770 48611 60802 71981 2887 16237 24039 30920 39853 49666 60953 72471 2907 17156 24165 31136 41193 49968 61549 72848 3589 17399 24412 31149 41308 50192 62685 73003 4023 17992 24850 31925 41487 50336 62692 73197 4989 17995 25291 32188 41915 50661 62714 73336 5446 18119 25403 32363 41993 50673 62721 73950 6067 18439 25488 32483 42058 51126 63859 75347 6260 18815 25567 32767 42567 51816 63870 75486 6422 19161 25861 32904 42600 52200 63955 75650 7182 19364 26021 32939 43169 52828 64062 77678 7887 19883 26064 33152 43284 54484 64196 77732 8126 19994 26128 33366 43392 54702 64633 77868 8132 20557 26693 33656 43638 54716 64750 78204 8755 20597 27155 33757 43846 54725 64818 78384 8813 20947 27369 34588 43902 55815 65718 78625 8869 21010 27472 34828 44244 56141 66805 78934 9472 21212 27593 34847 44376 56319 67110 78966 9828 21411 28449 35597 45219 56987 67254 79215 9927 21837 28486 35764 45436 57406 67584 79902 10175 21857 29119 35968 45728 57599 68130 10186 22107 29366 36361 46042 57644 68241 Heimasíða á Interneti: http//www.itn.is/das/ C' *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.