Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.01.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Nýir tímar — nýjar aðstæður ÞAU mistök urðu við birtingu greina Steingríms Ara Arasonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, að i Morgunblaðinu í gær birtist fjórða grein hans um rikisfjármál í stað þeirrar þriðju, sem hér fer á eftir. Lesendur eru vinsamlegast beðnir að taka tillit til þessa um leið og þeir og höfundur eru beðn- ' ir velvirðingar á mistökunum. í ALÞJÓÐLEGUM samanburði má greina lífeyriskerfi þar sem rétt- indi tengjast vinnuframlagi í tvo megin flokka eftir því hvort það eru réttindin eða iðgjöldin sem eru fyrir- fram ákvörðuð. Þó að almennu líf- eyrissjóðirnir hér á landi hafi valið seinni leiðina er það staðreynd að víða erlendis hafa menn valið fyrri kostinn eða sambærilegan og nýtt lífeyriskerfi starfsmanna ríkisins byggist á. í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur þessi háttur verið ráðandi í lífeyriskerfum hjá laun- þegum í einkarekstri, a.m.k. meðal stærri fyrirtækja. Til að meta iðgjaldaþörfina var leitað til tryggingafræðinga. Á grundvelli tryggingafræðilegra for- sendna var það niðurstaða þeirra að nauðsynlegt iðgjald væri 15,5% þegar miðað væri við nýjan sjóð fyrir nýja starfsmenn. Öílum sem að málinu hafa komið er hins vegar ljóst að ýmsar þær forsendur sem gengið er út frá geta breyst. Ýmis- legt getur haft áhrif á lífslíkur og örorkulíkur, möguleg ávöxtun hefur mikið að segja og síðast en ekki -V síst getur meðalaldur og samsetn- ing sjóðfélaganna með tilliti til kyn- ferðis breyst. Núverandi starfsmenn hafa val í upphafí hins nýja kerfís má rekja langstærsta óvissuþáttinn til þeirrar ákvörðunar að gefa núverandi sjóðfé- lögum kost á að velja milli þess að vera áfram í óbreyttu rétt- indakerfi eða að færa sig yfir í hið nýja. Til að draga úr óvissunni og takmarka hana í tíma ákvað Alþingi hins vegar að þeir sjóð- félagar sem vilja flytja sig yfír í hið nýja kerfi þurfi að tilkynna sjóðn- um þá ákvörðun fyrir 1. desember 1997. Þeir sem ekki hafa tilkynnt sjóðnum flutning fyrir þessi tímamörk geta þá einungis hafið greiðslur í nýja kerfið, ef þeir skipta um starf og nýja starfið uppfyllir aðildarskilyrði að sjóðnum. Ástæða þess að valmöguleiki núverandi starfsmanna veldur tölu- verðri óvissu er m.a. sú að meðal- aldur þeirra sem eru að ávinna sér réttindi í lífeyrissjóðnum skiptir miklu máli. Vegna valmöguleikans má búast við að aldurssamsetning þeirra sem gerast sjóðfélagar í upp- hafí verði önnur og óhagstæðari en í framtíðinni þegar menn geta ein- ungis gerst sjóðfélagar í tengslum við nýráðningar. Samkvæmt úttekt trygginga- fræðinga þarf iðgjald til sjóðsins að vera 15,5% ef aðild nýrra sjóðfé- laga er takmörkuð við nýráðningar. Jafnframt sýndu útreikningar að fyrsta árið gæti nauðsynlegt iðgjald orðið allt að 18,5%, ef allir núver- andi sjóðfélagar flyttu sig yfir í hið nýja kerfi. Ef aðrar forsendur breyttust ekki var einnig ljóst að iðgjaldaþörfin myndi lækka jafnt og þétt þegar þeim fjölgaði sem verða sjóðfélagar við nýráðningu. Samkvæmt úttekt tryggingafræðinga hefði aukin iðgjalda- þörf í upphafi til nýja kerfísins vegna núver- andi starfsmanna óverulegan kostnaðar- auka í för með sér fyr- ir launagreiðendur. Með öðrum orðum, ef allir flyttu sig úr gamla kerfinu í það nýja myndi kostnaðarlækk- un vegna gamla kerfis- ins vega upp kostnað- inn við viðbótariðgjald- ið til nýja kerfisins. Iðgjald í upphafi sem samsvaraði 18,5% í stað 15,5% væri þannig í rauninni einungis tilfærsla á Verið er að leysa af hólmi úrelt regluverk, segir Steingrímur A. Arason, í þessari þriðju grein sinni af fjóram, sem sumir haf a líkt við tímasprengju. greiðslu til nýja kerfisins, sem lau- nagreiðendur þyrftu annars að inna af hendi til gamla kerfisins fyrr eða síðar. Iðgjöld háð ávöxtun Þrátt fyrir framangreinda óvissu vegna valmöguleika núverandi starfsmanna er varanlegasta og veigamesta óvissan háð þeirri Steingrímur A. Arason ávöxtun sem lífeyrissjóðunum tekst að tryggja. Við mat á iðgjaldaþörf- inni vegna Lífeyrssjóðs starfs- manna ríkisins var miðað við 3,5% raunávöxtun. Þetta er sama viðmið og notað er við tryggingafræðilegar úttektir á almennu lífeyrissjóðunum og er nokkurs konar málamiðlun. Á meðan bent er á það að þessi ávöxt- un sé langt undir því sem við höfum átt að venjast á undanförnum árum er einnig bent á það að þessi ávöxt- un sé há í sögulegu samhengi, þeg- ar horft er marga áratugi aftur í tímann. Til að átta sig á mikilvægi ávöxt- unarinnar er rétt að líta á eftirfar- andi töflu en hún er byggð á út- reikningi tryggingafræðinga og sýnir nauðsynlegt iðgjald til Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins m.t.t. mismunandi ávöxtunar. Vextir Nauðsynlegt iðgjald 2,5% 20,0% 3,5% 15,5% 4,5% 12,0% 5,5% 9,4% Eins og sést á þessari töflu hefur ávöxtunin úrslitaþýðingu fýrir mat- ið á nauðsynlegu iðgjaldi. Þar sem allt útlit er fyrir hærri ávöxtun á næstu árum en 3,5% ætti iðgjald til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins jafnframt að geta lækkað. Þessi áhrif munu því óneitanlega vega á móti mögulega hærri iðgjaldaþörf til að byija með vegna núverandi starfsmanna sem velja aðild að hinu nýja kerfi. Óvissa til lækkunar get- ur þannig að stórum hluta vegið upp óvissu til hækkunar. Eins og fram hefur komið hvíla útreikningar og niðurstöður trygg- ingafræðinga á fjölmörgum for- sendum. Þegar fram líða stundir getur ýmislegt orðið til að raska þeim. Lífslíkur og örorkulíkur geta til dæmis breyst. Yfirleitt gera menn ráð fyrir vaxandi lífslíkum, en horfur hvað örorkulíkur varðar eru háðar meiri óvissu. Hærri lífald- ur myndi þannig að öðru óbreyttu kalla á hækkun iðgjalds. Framangreind óvissuatriði gera það að verkum að mikil áhersla er lögð á árlega endurskoðun nauð- synlegs iðgjalds til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þess vegna er ekki ólíklegt að það iðgjald sem nú hefur verið áætlað 15,5% muni í framtíðinni taka einhveijum breyt- ingum. Allt bendir hins vegar til þess að nauðsynlegar breytingar frá einu ári til annars muni ekki verða miklar. Ovæntar aðstæður kalla á nýja samninga Regluleg endurskoðun forsendna veldur því að ólíklegt er að þær taki stökkbreytingum. Einnig ber að hafa í huga að áhrif breytinga, eins og t.d. vaxta eða nýrrar tækni og læknisaðferða sem dregur úr örorkulíkum dreifast á langan tíma. í flestum tilvikum er jafnvægi eigna og skuldbindinga í lífeyriskerfinu spuming um tekjur og gjöld 60-70 ár fram í tímann. Þar að auki, eins og fram hefur komið, eru breyting- ar á lífeyrisiðgjaldi á hveijum tíma spurning um svigrúm til launa- breytinga. Iðgjaldagreiðslur og líf- eyrisréttindi eru þannig hluti umsaminna kjara og viðfangsefni kjarasamninga hveiju sinni, eins og segir í kjarasamningi ASÍ og VSI um lífeyrismál frá því í desember 1995. Stefnt er að því að fylgja lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkis- ins eftir með almennri löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða. Með henni er m.a. ætlunin að tryggja sjóðfé- lögum allra lífeyrissjóða rétt til að ráðstafa iðgjaldi umfram lágmarks- iðgjald til samtryggingar eða sér- eignar. Ef það nær fram að ganga munu lífeyrisiðgjöld, lífeyrisréttindi og laun á hverjum tíma mynda enn nánari heild. Övæntir atburðir sem hafa umtalsverð áhrif á einn þáttinn kalla því óhjákvæmilega á heildar- endurskoðun og nýja samninga. Nýtt lífeyriskerfí starfsmanna ríkisins byggist á samtímauppgjöri og tryggir eins og kostur er stöðugt jafnvægi milli eigna og skuldbind- inga. Þar með býr það yfir sveigjan- leika sem auðveldar alla samnings- gerð og skynsamleg viðbrögð við nýjum og óvæntum aðstæðum. Höfundur er aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Jóni frá Pálmholti svarað í MORGUNBLAÐINU sl. mið- vikudag birtist grein eftir Jón Kjart- ansson frá Pálmholti, formann Leigjendasamtakanna, um fyrir- hugaðar breytingar á rekstrarfyrir- komulagi leiguíbúða borgarinnar. í greininni var ýmislegt ofsagt og annað látið ósagt sem vert er að hafa í huga þegar fjallað er um þessi mál. Jón segir að af um 1.200 leigu- íbúðum á vegum borgarinnar séu um 750 ætlaðar öldruðum og um 450 almennar leiguíbúðir. Þessar tölur hafa snúist við hjá Jóni því hið rétta er að borgin annast rekst- ur 1168 leiguíbúða sem skiptast þannig eftir notendum að 373 íbúð- ir eru fyrir aldraða en 795 eru al- mennar leiguíbúðir. Eftirspurn eftir þessum íbúðum er mikil og eru nú um 350 manns á biðlista eftir leiguhúsnæði, en al- gengur biðtími er 2 ár. Um helming- ur umsækjenda eru einhleypir ör- - yrkjar og einstæðir foreldrar eru um þriðjungur. Um 60% umsækj- enda búa á almennum leigumark- aði, en um 20% búa hjá aðstandend- um eða eru því sem næst húsnæðis- lausir. Undanfarin 10 ár hafa losn- að að meðaltali 36 íbúðir á ári inn- an kerfisins fyrir nýja leigutaka auk þess sem um 20 nýjar íbúðir eru keyptar árlega. Það gefur auga leið að það dugar skammt til þess að mæta þörf- inni. Húsaleiga í íbúðum borgarinnar er langt undir markaðsverði enda tilgangurinn með rekstri leiguhúsnæðis á vegum borgarinnar að koma til móts við þá sem ekki ráða við greiðslu markaðsverðs á leiguhúsnæði og eru í brýnni þörf fyrir fé- lagslegt húsnæði. Meðalhúsaleiga í al- mennum leiguíbúðum borgarinnar er um 16.500 kr. á mánuði með hita og rafmagni, en hún getur verið á bilinu 12-20 þúsund allt eftir stærð, ástandi og aldri íbúðar. Af sjálfu leiðir að þeir sem komast í íbúð með svo hagstæðum leigu- kjörum reyna að halda í hana í lengstu lög, jafnvel þótt hagur þeirra vænkist. Það er hins vegar rangt að tala um misnotkun í þessu sambandi vegna þess að þessir leigutakar fara í einu og öllu eftir þeim reglum sem borgin hefur sett - það eru reglurnar sem eru gall- aðar. Eins og kemur fram í grein Jóns eru í hópi leigjenda margir öryrkj- ar, einstæðir foreldrar og fólk sem hefur átt i marvíslegum vandamál- um. Þetta er hins vegar ekki ein- hlítt og margir sem fá úthlutað leiguhúsnæði hjá borginni eiga í tímabundnum erfíð- leikum. Sem betur fer geta félagslegar að- stæður og fjárhagur breyst til batnaðar. Það fyrirkomulag sem verið hefur á rekstri leiguíbúða borgarinnar tekur hins vegar ekk- ert mið af slíku, niður- greiðslan á húsaleig- unni er sú sama til allra. Á sama tíma reynist borginni æ erf- iðara að aðstoða fólk sem sárvantar öruggt og ódýrt leiguhúsnæði. Af grein Jóns má ráða að stofnun félags sem mun eiga og reka leiguíbúðirn- ar feli í sér að hætt verði allri opin- berri aðstoð við tekjulága leigutaka. Húsaleiga í íbúðum borgarinnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er langt undir markaðsverði. Því fer víðs fjarri. Breytingin mun hins vegar leiða til þess að niður- greiðsla úr sameiginlegum sjóðum borgarbúa fari eftir efnum og að- stæðum leigjenda. Til þess að það geti orðið þarf að breyta húsaleigu- bótakerfinu þannig að það nái til allra leigjenda án tillits til þess hvort þeir leigja á almennum mark- aði eða hjá Reykjavíkurborg. Það var tvímælalaust til mikilla bóta þegar fjölmörg sveitarfélög tóku upp húsaleigubætur fyrir tveimur árum, en kerfið er sannar- lega ekki gallalaust. Eins og Jón bendir á eru húsaleigubætur skatt- lagðar á íslandi ólíkt því sem gerist í öllum nágrannalöndum okkar. Vaxtabætur til íbúðareigenda eru aftur á móti skattfijálsar. Leigjend- um og íbúðareigendum er því mis- munað gagnvart skattakerfinu. Það er réttlætismál að þessu verði breytt hið fyrsta þannig að húsaleigubæt- ur verði skattfijálsar. í grein sinni segir Jón að „borg- arstjóri býsnist yfir að greiða þurfi 245 milljónir kr. í húsnæðisstyrki" og finnst honum þessi tala reyndar fáránlega lág. Ekki veit ég hvað Jón hefur fyrir sér í þessari fullyrð- ingu, enda minnist ég þess ekki að hafa „býsnast" yfir húsaleigu- styrkjum. Á síðasta ári greiddu ríki og borg sameiginlega 261,8 m.kr. í húsaleigubætur til þeirra sem leigja á almennum leigumarkaði í Reykjavík, á stúdentagörðum, í húsnæði félagasamtaka og Búseta- íbúðum. Þar að auki má áætla að niðurgreiðsla í leiguíbúðum borgar- innar, að frátöldum leiguíbúðum fyrir aldraða, nemi á bilinu 170-308 m.kr. allt eftir því hvernig innri vextir vegna þeirrar ijárfest- ingar sem liggur í íbúðunum eru reiknaðir. Þessi niðurgreiðsla er hins vegar hvergi sýnileg enda ekki færð til bókar. Hún er heldur ekki skipulögð og byggir ekki á mati á aðstæðum leigutaka. Sveitarstjómarstigið er um margt ólíkt ríkisvaldinu. Sveitar- stjórnir hafa mjög afmarkaða tekju- stofna, allir greiða sama hlutfall af tekjum sínum í útsvar, hlutfall fasteignagjalda er óháð verðmæti eigna, möguleikar til að millifæra milli tekjuhópa em engir, gjöld fyr- ir veitta þjónustu era óháð tekjum s.s. strætisvagnafargjöld, dagvist- argjöld, aðgangseyrir að sundstöð- um og þátttökugjöld í námskeiðum barna, unglinga og aldraðra. Þjón- ustan sem sveitarfélögin veita er þar að auki fyrst og fremst við börn, unglinga og aldraða. Þarfirn- ar fyrir þjónustu eru miklar og vax- andi, en engar líkur eru til að tekj- ur sveitarfélaganna vaxi að sama skapi. Það er því mikið hagsmuna- mál fyrir þá sem erú í mestri þörf fyrir þjónustu að vel sé farið með sameiginlega fjármuni borgarbúa og að hagkvæmni sé gætt í hví- vetna. Markmiðið með því að stofna félag um rekstur leiguíbúða borg- arinnar er að bæta heildarskipulag og auka hagkvæmni í rekstri íbúð- anna, gera fyrirkomulag félagslegr- ar aðstoðar skýrara en verið hefur en síðast en ekki síst skapast marg- víslegir nýir möguleikar til að auka áhrif íbúanna, treysta samfélags- lega stöðu þeirra og vinna gegn þeim fordómum sem því miður eru of algengir gagnvart fólki í leigu- íbúðum borgarinnar. Líklegt er að betri sátt skapist um húsnæðis- stefnu borgarinnar þar sem komið er í veg fyrir að fólk sem löngu er komið út úr tímabundnum fjár- hagskröggum njóti niðurgreiðslu á húsnæði umfram annað almennt launafólk. Það er fyrirséð, hvort sem mönn- um líkar það betur eða verr, að það er ekki hægt að bæta stöðugt við nýjum íbúðum til að mæta þörfum nýrra leigutaka. Það er því réttlæt- ismál að koma meiri hreyfingu á hið félagslega íbúðakerfi borgarinn- ar en tryggja um leið hag þeirra sem verst eru settir. Höfundur er borgarstjóri. Réttlátari húsnæðisaðstoð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.